Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 31.08.1976, Qupperneq 13

Dagblaðið - 31.08.1976, Qupperneq 13
DAGBLAÐIÐ. — ÞRIÐJUDAGUR 31. AGUST 1976. 13 íþróttir Iþróttir_______________Iþróttir________________iþróttir Gull og grœnir skógar, bera hinir útvöldu úr býtum hann árangurslaust að kaupanda að þessu húsi. Heimilishaldið kostaði orðið 700 þúsund krónur á mánuði og það er of mikið, segir Franz. Franz gerir margt til að afla pen- inga, t.d. lék hann sjálfan sig I kvikmyndinni „Libero“. Það var hneyksli, en hann tapaði ekki á henni. Bók hans, Maður eins og ég, var harkalega gagnrýnd, en hann fékk i tekjur af henni 25 milljónir ísl. króna. Ennfremur er Beckenbauer á samningi hjá fyrirtæki (sem auglýsing). Það gefur honum 7 milljónir næstu fimm árin. Það má því segja að framlíð hans sé tryggð. Félögin fá líka aukatekjur af auglýsingum og fleiru. Til dæmis hefur Mönchengladback „Ruhrgas AG“ á búningum sínum og fær 35 milljónir árlega. Adidas borgar B. Munchen 21 milljón króna fyrir sína aug- lýsingu. Eintracht Frankfurt fær 25 milljónir króna frá Remington Hamborg, 35 miljónir króna frá Hitachi o.s.frv. Kostnaður félaganna (1. deild) er frá 250 milljónum króna (MSV Duisburg) upp I 850 milljónir króna (Bayern Miinchen). Ýmis- legt reyna félögin að gera til að minnka kostnaðinn, t.d. fækkaði B. Múnchen fastaleikmönnum úr átján í fjórtán og voru þessir fjórir leikmenn leigðir til l.FC. Saarbrúkken Borussia Mönchen- gladback leigði vara „Libero“ (aftasti maður í vörn) Júrgen Wohlens fyrir 4,5 milljónir fyrir árið til MSV Duisburg. Um leið seldu þeir Danann Henning Jensen til þess að standa fjárhags- lega vel að vígi næsta tímabil. Þau félög sem í raun eru skuldum vafin eru aðeins tvö af fyrstu deildárliðum, þ.e. Hertha BSC Berlin og Offenbacken Kickers (féllu reyndar niður á þessu ári). Ástæðan fyrir þvi að ekki eru fleiri félög illa stödd fjárhagslega eru hinir nýju leikmenn hjá Ham- borg en nú ’75/’76 eru þar 40—60.000 áhorfendur. Tekjur jukust úr 210 milljónum ísl. króna í 710 milljónir ísl. króna. Ennfremur er þess krafizt að þjálfararnir séu hæfir og að þeir hafi mikinn persónuleika. Hæst- launuðu þjálfararnir eru Deltmar Gramer hjá B. Múnchen, sem hefur 21 milljarð ísl. króna í laun á ári. Weissweiler (áður hjá Barcelona) hjá 1. FC Köln hefur 17 milljónir ísl. króna og Udo Lattek hjá Mönchengladback, sem hefur 13 milljónir ísl. króna. Upp á síðkastið hefur það oft komið til umræðu, hversu erfitt er fyrir beztu menn hvers 1. deildar liðs að skipta um félag. Er þetta vegna þess hve félögin krefjast mikils „lausnargjalds” fyrir leikmanninn. T.d. Rainer Bonhof, Mönchengladback, getur ekki skipt um félag nema félagið sem vill fá hann greiði 180 millj- ónir ísl. króna ef félagið er erlent, en 92 milljónir isl. króna ef félagið er þýzkt. Ástæðan fyrir svona lágu lausnargjaldi er „félagið vill ekki að hann fari“. Reynt hefur verið að sækja svona mál fyrir rétti (prófmál), en ennþá hefur ekkert bitið á þessa sterku aðstöðu félaganna. Svona málaferli, þ.e. ef lengra væri farið, geta tekið fjögur ár, þqgnig að enginn leikmaður hættir á slíkt, þá missir hann af knattspyrnuviðskiptunum. Það eina sem leikmenn geta átt rétt á er að þeir fái sem svarar 20% af „lausnargjaldi” í árslaun, ef ekki verður úr sölu. A hinn bóginn, ef félag vill selja leikmann, þá getur það ekki gert það nema með sam- þykki hans sjálfs. En t.d. á Ítalíu og Spáni selja félögin leikmenn, án þess að þeir hafi áhrif. 'Ólafur H. Jónsson, handknatt- leiksmaðurinn kunni, áður með Val en nú Dankersen, hefur skrifað tvær greinar um þá þróun er orðið hefur í knattspyrnu síðustu misseri. Þar eru nú geysi- legar fjárhæðir tengdar knatt- spyrnunni. í fyrri grein sinni greinir Ólafur frá þeirri stefnu v-þýzka knaitspyrnusambandsins að gera knattspyrnu að skemmt- anaiðnaði og geysilegum kröfum þeirra beztu í knattspyrnunni. í síðari grein sinni greinir Ólafur frá beztu knattspyrnu- mönnum Þýzkalands, tekjum þeirra og markaðsverði á þýzka knattspyrnumarkaðinum. Sú grein mun birtast á fimmtudag- inn. Heildarvirði átján landsliðs- manna V-Þýzkalands liggur í kringum 1.7 milljarða ísl. króna. Fyrstu deildarfelögin frá líka dá- góðan skerf. í gegnum kassann hjá þeim fara yfir eitt knatt- spyrnutímabil ca. fimm millj- arðar. Alltaf eykst harkan um boltann, bæði hvað varðar kaup og sölu á leikmönnum og hina nýja stefnubreytingu, fram- kvæmdastjórastefnuna. Hér verður aðeins stiklað á því helzta sem er að gerast í knatt- spyrnuheiminum hér í V- Þýzkalandi um það leyti sem keppni í fyrstu deildinni er að hefjast. Viðskipti með boltann verða 1 alltaf meiri og meiri. I júní var sett met. 1. FC Köln keypti belg- iska stjörnuleikmanninn Roger van Gool (26 ára) fyrir 71 milljón 1 ísl. króna (1 milljón marka). Draumur hvers þýzks knatt- 1 spyrnumanns er að komast í v- þýzka landsliðið. Þeim sem 1 gengur vel í landsliðinu er borgið hvað peninga varðar. Um það bil tíu leikmenn hefur landsliðið nú þegar gert að milljónerum. Jupp Heynkes leikmaður Borussia Mönchengladbach skorar fyrir V-Þýzkaland í landsleik gegn Búlgaríu. Hinn 30 ára gamli Beckenbauer fær meira en 71 milljón ísl. króna í árslaun fyrir að leika knatt- spyrnu og svo annað eins vegna reksturs fyrirtækis. Auk þess fær hann aukatekjur vegna aug- lýsinga og fleira. 20% af tekjum hans koma vegna „hliðartekna" (þ.e. ekki frá knattspyrnunni sjálfri). Fer mikið eftir því hvort um er að ræða heimsmeistara- keppni, Evrópukeppni og svipaðar keppnir. Ef t.d. B. Múnchen kemst ekki í Evrópu- keppni er hætta á að vandamál skapist peningalega. Þannig er Tveir frægir — Iloirrtibeiu fiigoar marki cftir að hafa skorað fvrir lið silt. Kintiachl l iiinklml. gegn Sepp Maier hjá Bavern Munchen. Báðii eru þyzki; lamlslið'-m- mi. mikið atriði fyrir liðin yfirleitt að komast í slíkar keppnir. Landsliðsmaður getur fengið allt að 2,1 milljón ísl. króna frá v-þýzka knattspyrnusambandinu í verðlaun ef V-Þýzkaland yrði t.d. Evrópumeistari en þá yrði leik- maðurinn að hafa verið með í öllum umferðunum sem liðið þarf að fara í gegnum. En þar sem þeir urðu nú í ár, þ.e. númer 2, fá þeir „aðeins“ 1.7 milljón ísl. króna (þ.e. 400.000 minna fyrir sæti númer 2). Upphæð leikmanna er reiknuð eftir því hve góður leik- maðurinn var í leikjunum og hve mikið hann spilaði með í mínút- um. V-Þýzkaland lék sjö leiki I Evrópukeppninni og þeir Ieik- menn sem alltaf voru með, Beckenbauer, Berti Vogts og Bernd Holzenbeinfá hámarksupp- hæð (1.7 millj ). Gúnter Netzer segir um v-þýzka liðið: Það eru ellefu „businessmenn” á leikvell- inum og sérhver kemur fram sem einstaklingshyggjumaður (þ.e. að liðið sé ekki ein heild, einn fyrir alla og allir fyrir einn). Áður en Beckenbauer og félagar þvinguðu v-þýzka knattspyrnusambandið 1974 í heimsmeistarakeþpninni, til að greiða hverjum 2,2 milljónir (gengi 1974) í verðlaun fyrir heimsmeistaratitilinn, þá var sagt: „Það er heiður að fá aó spila fyrir V-Þýzkaland“. Leikmenn kröfðust miklu meira, eða ca 3.6 milljóna. Sambandið vildi aðeins greiða 1.1 milljón, en samið var um 2,2 milljónir ísl. króna. Eftir það hefur v-þ. sambandið snúið blaðinu við og knattspyrna er nú rekin á grundvelli skemmtana- iðnaðar en ekki aðeins vegna þess að knattspyrna sé gömul venja. Kannski megum við Islendingar snúa okkar blaði við eða kannski einfaldlega skipta um blað? Á landsleik V-Þýzkalands og Spánar 22. maí 1976 komu inn tekjur sem námu 145 milljónum í aðgangseyri (miðaverð er frá krónum 840—3.500) þannig að viðskiptin ganga vel þrátt fyrir meiri kröfur leikmanna. Allir leikmenn treysta á Helmut Schrön landsliðsþjálfara og fara í einu og öllu eftir því sem hann segir. Hann er guðfaðir v-þýzka landsliðsins. Þó hafa sumir dottið á vellinum. Rainer Geye (Dússel- dorf) missti ökuleyfið vegna ölvunar við akstur og þá um leið landsliðssætið. Klaus Töppmöller (Kaiserslautern) missti landsliðs- sætið í bili. Ástæðan: „Ók of hrati á Ferrari sínum á tré“. Hjá einu blaði í Múnchen var gerð könnun á því meðal kven- fólks hvort það vildi frekar eiga atvinnumann í knattspyrnu fyrir eiginmann eða „aðeins” skrif- stofumann. 55% vildu skrifstofu- manninn. Hvað gera knattspyrnumenn við tekjurnar? Gúnter Netzer hefur t.d. alltaf átt I erfiðleikum með að fá arð af tekjum sínum. Hann keypti sér diskótekið „Lovers Lane“ í Mönchenglad- back fyrir 13 milljónir en varð að selja það aftur og hinn 28 milljón króna veitingastaður gekk ekki vel vegna mikillar samkeppni, engar tekjur. Hlutur hans í aug- lýsingafyrirtæki varð að engu, verð hlutabréfa hrapaði niður úr öllu valdi. Góður samningur hans við íþróttaskóverksmiðju var ekk> endurnýjaður vegna þess aó Netzer var í skóm frá keppinaut- um fyrirtækisins á titilblaði bókar einnar. Það sem Netzer á eftir er átta herbergja hús („villa") í Mönchengladback. Haft er eftir framkvæmdastjóra Bayern Munchen: „Hinir litlu byggja, hinir stóru strá um sig“. I upphafi ferils síns var Netzer einum of gjafmildur og því stendur hann ekki vel peninga- lega núna. Franz Beckenbauer keypti sér fyrir nokkrum árum hús fyrir 213 milljónir í bezta hverfi Munchen auk 5500 ferm landsvæðis nálægt. Þremur árum síðar leitaði

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.