Dagblaðið - 31.08.1976, Page 14
14
DACHLAÐIÐ. — ÞRIÐJUDACUR 31. ACUST 1976.
, Það væri ákaflega leiðinlegt
ef þetta félli niður því söðla-
smíð er elzta iðngrein á land-
inu,“ sagði Þorvaldur Guðjóns-
son söðlasmiður en hann á ein-
mitt 50 ára starfsafmæli núna í
september.
Við hittum Þorvald að máli
þar sem hann var við vinnu
sina ásamt Sigurði Björnssyni
lærlingi sínum á söðlaverk-
stæðinu að Hlíðarvegi 21 í
Kópavogi.
„Söðlar og hnakkar komu
fyrst til landsins með land-
námsmönnunum frá Noregi,“
sagði Þorvaldur. „Þeir voru að
vísu mjög frábrugðnir þeim
sem við þekkjum nú og mig
minnir aó þeir hafi verið kall-
aðir þófar.“
Þorvaldur nam söðlasmíð hjá
Guðjóni Ásgeirssyni söðlasmið
á Kýrunnarstöðum í Dalasýslu
og tók sveinspróf í iðninni í
september árið 1926. Um það
leyti fluttist hann til Reykjavík-
ur og hóf vinnu hjá Samúel
Ólafssyni.
— Voru margir söðlasmiðir í
Reykjavík í þá daga?
„Já, blessuð vertu. Þeir voru
fjölmargir þarna á Laugavegin-
um og Hverfisgötunni. Núna
eru þeir ekki margir sem hafa
réttindi.“
— Er mikill munur á hnökk-
um í dag og þegar þú varst að
byrja?
„Já. Það er sérstaklega efnið
sem er töluvert mikið öðruvísi.
Ilnakkarnir eru líka miklu létt-
ari, sniðið á þeim hefur breytzt.
Áður voru yfirdýnur stungnar
ofan á hnakkana. I þá daga
voru virkin smíðuð hérlendis,
nú koma þau tilbúin frá Bret-
landi en smíðuð eftir íslenzkri
fyrirmynd.“
— Hvað er lengi verið að
smíða einn hnakk?
„Hér áður fyrr voru áætlaðir
þrír dagar með því að allt sem
Þrír félagar á söðlasmíðaverkstæðinu, Sigurður Björnsson, Björn Ágúst Björnsson, sem hjálpar þeim féiögum á verkstæðinu en er
ekki fastákveðinn hvort hann ætlar að læra iðnina.og meistarinn, Þorvaldur Guðjónsson, sem tók sveinspróf árið 1926.
Söðlasmíði er ein
greinin í landinu
elzta iðn-
Söðlaverkstœði í
Kópnvogi heimsótt
Sigurður Björnsson virðist vera alveg eldklár í hnakkasmiði þótt
hann sé ekki búinn að vera við nám nema í rúma f jóra mánuði.
þurfti að nota til smíðinnar
væri fyrir hendi.“
— Hvaðan er leðrið sem
notað er til smíðinnar?
„Það kemur frá Englandi.
Hér áður fyrr var leður unnið á
Akureyri en það hefur ekki
verið gert síðan verksmiðjan
brann.“
Þorvaldur sýndi okkur
hnakk sem var fullsmíðaður. Á
neðri hlið hans var rúskinn.
„Það er miklu mýkra fyrir
reiðmanninn, þetta efni
harðnar ekki og er ábyggilega
óslítandi," sagði Þorvaldur.
— Að hvaða leyti eru islenzk-
ir hnakkar frábrugðnir þeim
erlendu sem hingað eru fluttir?
„íslenzkir hnakkar passa
fyrir íslenzka hesta. Ensku
hnakkarnir, sem hafa verið á
boðstólum hér, ná of langt aftur
fyrir íslenzka hesta og geta
truflað gang þeirra,"
— Hefurðu alla tíð unnið við
söðlasmíði, Þorvaldur?
„Nei, það varð nokkurt hlé
hjá mér eftir að verkstæðið
mitt brann og ég missti allt sem
ég átti. Þá var ég við önnur
störf í nokkur ár. En þegar
Á?anadrottning gifti sig ákváðu
Islendingar að gefa þeim
hjónum hesta með reiðtygjum í
brúðargjöf og var ég fenginn til
þess að smíða hnakkana. Það
var árið 1967. Síðan hef ég
verið við þetta en aldrei haft
lærling fyrr en nú," sagði Þor-
valdur brosandi.
Lœrlingur
í söðlasmíð.
— Er ekki nauðsynlegt að
hafa áhuga á hestum til þess að
geta smiðað góða hnakka?
„Ég hugsa að það sé að
minnsta kosti ekki verra," sagði
Þorvaldur segir okkur aó efnið sent unnið sé úr i dag sé miklu
liprara en var áður og fvrr meir þegar hann var að byrja.
i