Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 31.08.1976, Qupperneq 23

Dagblaðið - 31.08.1976, Qupperneq 23
23 DACBLAÐIÐ. — ÞRIÐJL’DAC.UR 31. AC.L'ST 1976. Útvarp Sjónvarp Þriðjudagur 31. ágúst Tilkynn- Tilkynn- fjörunni" 12.00 Daíískráin. Tónleikar. ingar. 12.25 VeðurfreRnir og fréttir. innar. 13.00 Viðvinnuna: Tónleikar. 14.30 Miödegissagan: „Leikir i eftir Jcn Óskar. Höfundur les (4). 15.00 Miödegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar (16.15 VeðurfreRnir). 16.20 Popphom. 17.30 Sagan: „Sumar í Grænufjöllum" eftir Stefán Júlíusson. SÍKl'íður Eyþórs- dóttir les söyulok (8). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.90 Bikarkeppni Knattspyrnusambands íslands á Laugardalsvelli. Jón Ásgeirs- son lýsir slðari hálfleik Vals og Breiðabliks. 20.15 Lög unga fólksins. Ásta R. Jóhann- esdóttir kynnir. 21.00 Dagskrá um Ásatrú. M.a. flutt erindi um Æsi, lesið úr Gylfaginn- ingu, kveðið úr Hávamálum. Einnig flutt tónlist af hljómplötum. Flytjend- 'ur: Sveinbjörn Beinteinsson, Dagur l»ml(Mlsson. Sigurbjörg Guðvarðs- dóttir, Jón Kjartansson og Jörmundur Ingi. 21.50 Einsöngur í útvarpssal: Sigriöur Ella Magnúsdóttir syngur lög eftir Leif Þórarinsson. Gísli Magnússon leikur á píanó. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: Ævisaga Siguröar Ingjaldssonar frá Balaskarði. Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur les (3). 22.40 Harmonikulög. Garðar Olgeirsson og Bjarni Árnason leika. 23.00 Á hljóöbergi. Meira úr skips- skjölum Kólumbusar um borð í Santa Maria árið 1492. George Sanderlin, Anthony Quayle, Berry Stranton, John Kane og fleiri lesa og leika. 23.40 Fréttir. Dagskrárlok. Sjónvarp Þriðjudagur 31. ágúst 20.00 Fréttir og veöur. 20.20 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Columbo. Bandarískur sakamála- myndaflokkur. Morð eftir nótum. Þýð- andi Jón Thor Haraldsson. 21.45 Skattamir. Umræðuþáttur, sem gera má ráð fyrir að standi í eina og hálfa klukkustund. Bein útsending. Meðal þeirra, sem taka þátt í umræð- um þessum, eru fjármálaráðherra, ríkisskattstjóri, fv. skattrannsókna- stjóri, lögfræðingur Skattstofunnar í Reykjavík, bankastjóri og fulltrúar Alþýðusambands tslands og Vinnu- veitendasambands Islands. Hverju dagblaði verður boðið að senda tvo blaðamenn til að mynda spyrjenda- hóp, en umræðum stýrir Eiður Guðna- son, fréttamaður Sjónvarpsins, og honum til aðstoðar er annar frétta- maður, Guðjón Einarsson. Stjórn útsendingar Sigurður Sverrir Pálsson. 23.15 Dagskráriok. Sigurður Gunnarsson fyrrverandi skólastjóri frá Húsavík byrjar að lesa sögu sína, Frændi segir frá, í morgunstund barnanna í fyrra- málið. Útvorp kl. 8,45 i fyrramálið: Frœndi segir frá Gott að eiga góðan frœnda að í morgunstund barnanna kl. 8.45 í fyrramálið byrjar Sigurður Gunnarsson fyrrver- andi skólastjðri að lesa sögu sína Frændi segir frá. Er þetta framhald af slíkum söguþáttum sem hann flutti i vetur. Nú verða fluttir um 20 þættir. Sigurður Gunnarsson hefur áður þýtt og lesið 14 barna- og unglingasögur í útvarp, þar af eina langa kvöldsögu fyrir full- orðna. „Frændi segir frá er hins vegar frumsamin saga,“ sagði Sigurður. „Raunverulega eru þetta samræðuþættir sem þannig eru byggðir upp að rosk- inn frændi svarar spurningum tveggja gáfaðra barna, frænd- systkina sinna. Hraust og gáfuð börn eru ætið síspyrjandi og frændi leysir úr spurningum barnanna eftir bezfu getu, enda þykir honum vænt um öll börn. Þættir þessir, sem nú verða fluttir, fjalla einkum um dýr og eru að töluverðu leyti byggðir á æskuminningum frænda." — KL Sjónvarp kl. 21,45: Nú verða allir að sitja við skjóinn í kvöld: Skattarnir verða til umræðu í sjónvarpinu í kvöld. Það er örugglega ekki hægt að finna annað mái sem öllu meiri áhugi er á meðal landsmanna. Skatt- skráin er einnig vinsælt lestrarefni. Umrœður um skattamál í beinni útsendingu efa að margur verður fróðari í kvöld kl. 21.45 er á dagskrá og Vinnuveitendasambands Is- Þetta verða örugglega harð- um hin flóknu skattamál á sjónvarpsins umræðuþáttur lands. skeyttar umræóur og er ekki að eftir. — A.Bj. sem landsmenn horfa ábyggi- lega allir á. Umræðurnar verða um skattana og gert er ráð fyrir að útsendingin verði í eina og hálfa klukkustund. Þetta er bein útsending og er Sigurður Sverrir Pálsson stjórnandi hennar en Eiður Guðnason stýrir umræðunum og honum til aðstoðar er Guðjón Einars- son fréttamaður. Hverju dagblaðanna í Reykjavík verður boðið að senda tvo blaðamenn sem síðan eiga aó beina spurningum sínum að ýmsum opinberum aðilum. Meðal þeirra verða fjármála- ráðherra, ríkisskattstjóri, fyrr- verandi skattrannsóknarstjóri, lögfræðingur Skattstofunnar í Reykjavík, bankastjóri og full- trúar Alþýðusambands Islands Sjónvarp kl. 20,30: Columbo Columbo með hund í eftirdragi „Nú hefur Columbo eignazt hund,“ sagði Jón Thor Haralds- son sem þýðir sakamálaþættina með Columbo, leynilögreglu- manninum frækna. Columbo verður sýndur í sjónvarpinu kl. 20.30 í kvöld. Nefnist þáttur þessi „Morð eftir nótum“. Til tilbreytingar er ekki um eiginkonumorð að ræða í þætti þessum. Nú er það hjákonan sem er myrt. Efnisþráður þáttarins er í fáum dráttum sá að hljómsveit- arstjóri nokkur er giftur inn í ríka fjölskyldu, tengdamóðir hans rekur sinloníuna sem hann stjórnai. Tengdamóðirin hefur varið miklu fé og 25 árum af ævi sinni til að vegur Columbo birtist enn á skjánum í kvöld. Eitthvað er farið að styttast í þessari dægradvöl. En þættirnir munu standa eitthvað fram eftir liausti. sinfóníunnar sé sem mestur og beztur, og hljómsveitar- maðurinn er giftur einkadóttur þessarar konu. Hljómsveitar- stjórinn er heldur laus á kost- unum. Hann hefur átt vingott við píanóleikara, gullfallega og músíkalska stúlku. Samband þeirra er komið á það stig að stúlkan vill óð og uppvæg gift- ast honum og hótar að segja frá sambandi þeirra. Hljómsveitarstjórinn sér fram á að missa bæði aðstöð- una, æru og eignir. Hann sér þess vegna engin önnur ráð en að koma hjákonunni fyrir katt- arnef. Columbo er með hundinn í eftirdragi hvert sem hann fer við úrvinnslu þessa morðmáls. Hundur þessi er flækings- hundur sem Columbo tók upp á arma sína þegar átti að farga honum. Og nú á Columbo í mestu vandræðum með að finna nafn á hundinn, dettur helzt í hug nafnið Beethoven, þar sem hann er að leysa morðgátu sem er í sambandi við hljómsveitarmál. -KL

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.