Dagblaðið - 04.09.1976, Síða 6
6
DAGBLAÐIÐ. — LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1976.
Siglir með saltfisk til Zaire
f
Karlmannaskór
Lltur: Millibrúnt
Stœrðir: 41—45.
Verð kr. 3.900
Póstsendum
Skóbúðin Snorrabraut 38
Simi 14190
V ■■
„Aðsóknin okkar
mesta hvatning"
„Aðsóknin er okkar mesta
hvatning í starfinu,“ sagði Sveinn
Einarsson þjóðleikhússtjóri á
blaðamannafundi á þriðjudag-
inn. Ahorfendafjöldi á síðasta
leikári var rúmlega 134 þús. og
kvaðst þjóðleikhússtjóri alls ekki
hafa búizt við að fyrra metið, 119
þús. áhorfendur, yrði slegið. Að
vísu hefði verið farið í leikferðir,
sem hefðu verið mjög vinsælar, út
á land, en þær sóttu um 20 þús.
manns.
Æfingar eru nú hafnar af
fullum krafti í Þjóðleikhúsinu en
leikárið byrjaði 1. september.
Fyrsta frumsýningin verður 18.
sept. á Sólarferð, nýju verki eftir
Guðmund Steinsson og er leik-
stjóri Brynja Benediktsdóttir.
Siðan rekur hver frumsýningin
aðra en alls verða 8 nýjar
sýningar á stóra sviðinu og 6 á
litla sviðinu. Sú nýjung hefur
verið tekin þar upp að nú er
einnig hægt að fá keypt áskriftar-
kort þar eins og á aðalsviðinu, en
áskriftarkortin njóta sívaxandi
vinsælda enda er þá 25% ódýrara
að sækja leikhús.
Áskrif tarkort
með 25% afslœtti
Sveinn sagði að fólk hefði á
orði, að það væri þó ekki endilega
aðalástæðan heldur: „Það er til
þess að maður drífur sig i leik-
húsið." Hann benti á að það væri í
raun og veru mjög ódýr skemnit-
un að sækja leikhús. Halldór
Ormsson miðasölustjóri upplýsti
að miðar hefðu hækkað nokkuð
siðan i f.vrra, mest frumsýningar-
miðar. en minnst miðar á barna-
sýningar eða aðeins um 50 kr.
fyrir börn. Kostar miðinn i ár 500
kr f'—>' tnirn og 700 kr. fvrir full
orðna á barnasýningu.Um 1000 kr.
á venjulegar sýningar, nema
söngleiki, þar sem miðinn kostaði
um 1300 kr. Frumsýningarmiðinn
kostar 1500 kr. en miðinn í Kjall-
arann kostar 800 kr. Vegna út-
breidds misskilnings vildi Hall-
dór benda á að vissulega væri
hægt að fá miða á frumsýningar,
þar væri alls ekki aðeins um fasta
frumsýningargesti að ræða.
Áskriftarkort verður byrjað að
selja þann 8. sept. Fólk verður
sjálft að koma í miðasöluna og
velja sér sæti og sýningar, ekki er
hægt að panta slíkt í gegnum sína.
Nýjar sýningar:
Vojtsek, Gullna hliðið,
Hena fagra og
Lér konungur
Meðal nýrra feikrita, sem sýnd
verða í vetur á aðalsviði, er Vojt-
sek, eftir þýzka höfundinn
Búchner, leikstjóri verður Rolf
Hadrich sá sami og leikstýrði
Brekkukotsannál, Gullna hliðið
hans Daviðs Stefánssonar, söng-
leikurinn Helená fagran eftir
Offenbach, Lér konungur, eftir
Shakespeare, Dýrin i Hálsaskógi,
gamalkunnugt verk á fjölunum,
eftir Egner og einnig verður ball-
ettsýning.
Á litla sviðinu verður syrpa af
nútímaverkum, þar af eitt ís-
lenzkt eftir Odd Björnsson, annað
Nótt ástmeyjanna eftir Endkvist,
þriója Þeir settu handjárn á blóm-
in eftir spænska höfundinn Arra-
bal og fjórða Endataf! eftir
Beckett.
Þá er Stefán Baldursson blaða-
fulltrúi Þjóðleikhússins. þýðandi
og leikstjóri með meiru. að æfa
nýtt hópvinnuverkelni M-m á að
vera auðvelt að ferðast með og
Hann gerir aldcilis víðreist þorskurinn af Islandsmiðum jafnvel þó
hann sé kominn á land. Hér er verið að skipa honum um borð í
Suðurland sem sultfiski.
— segir Sveinn
Einarsson
þjóleikhússtjóri
í upphafi
nýs leikórs
draga þá,“ sagði Gunnar og hló
við, „en annars eru ráðamenn
skipafélagsins aldrei rónni
fyrr en við erum horfnir úr
augsýn," sagði Gunnar og glotti
til Guðmundar framkvæmda-
stjóra, — en þá vildi svo
óheppilega til að DB-maðurinn
rak fingurinn í gikkinn á
myndavélinni án þess að
Gunnar tæki eftir.
Um það hvort Suðurlandið
hefði tryggan farm í bakaleið-
inni var allt óákveðið. Litlu
skipafélögin eiga undir högg að
sækja í samkeppninni við þau
stóru sem Guðmundur taldi að
hefðu fengið of sterka aðstöðu
til flutninga. „Auðvitað rætist
úr fyrir okkur, þetta er oft
erfitt en gengur þó alltaf skref
fyrir skref."
Á Suðurlandinu er 11 manna
áhöfn, „en ég vona að ekki
hlaupi vöxtur í ána sem við
eigum að sigla eftir í Afríku, —
þá komumst við seint á áfanga-
stað þvi að mér er sagt að þá
Skipstjórinn, Gunnar Magnús-
son, var að vísu ekkert fyrir
mvndatökur en fyrir slysni
smellti DB-maðurinn af einni
mynd og þetta er árangurinn.
verði straumhraðinn 12 mílur,“
heyrðum við að Gunnar sagði
við þá Andrés og Guðmund um
leið og við gengum frá borði.
emm/JB
Gunnar, sem ekkert var fyrir
neinar myndatökur, hefur
langa reynslu að baki í sigl-
ingum, var meðal annars lengi
skipstjóri á Önnu Borg. Honum
vex því Afríkuferðin ekkert í
augum. „Ætli við sprautum
ekki úr slöngunni á þá sem ekki
hafa fyrr komið suður fyrir
miðbauginn í stað þess að kjöl-
Þeir voru að fylgjast með útskipun Suðurlandsins. Karl Njálsson
fiskverkandi í Garðinum, Guðmundur Asgeirsson framkvæmda-
stjóri Nesskips og Andrés Pétursson útskipunarstjóri SÍF.
sýna hvar sem er. „Þórhallur
Sigurðsson, Sigmundur Örn Arn-
grímsson, Þórunn Sigurðardóttir
og Helga Jónsdóttir vinna með
mér að verkefninu," sagði Stefán.
„Kannski köllum við einhvern
höíund okkur til aðstoðar. Allt
getur gerzt.“
Sú nýjung verður að Don Juan í
helvíti hluti úr Man and Super-
man eftir Bernhard Shaw verður
flutt í lestrarformi undir stjórn
Baldvins Halldórssonar.
Auk þessa verða svo ýmsar
eldri sýningar teknar upp að
nýju, eins og ímyndunarveikin,
Litli prinsinn og Silfurtunglið.
EVI
Fyrsta islenzka skipið sem þangað fer með farm
Simi 25252
Bílamarkaðurinn
Grettisgötu 12—18
Rétt fyrir innan
Klapparstíg
0PIÐ I DAG
LAUGARDAG
„Saltfiskfarmurinn sem
Suðurlandið er að lesta hér í
Keflavík er hinn fyrsti sem SÍF
selur til Zaire,“ sagði Andrés
Pétursson, útskipunarstjóri hjá
SÍF, er við hittum hann að máli
á hafnarbakkanum í Keflavík,
þar sem hann hugaði að salt-
fiskpökkunum sem biðu á bíl-
pöllunum eftir að verða
sveiflað niður í lestar Suður-
landsins. „Að vísu hafa Zaire
menn fengið íslenzkan þurrfisk
í gegnum þýzka og enska aðila,
en við vonum að þeir vilji
heldur skipta beint við okkur
hjá SlF, enda fæst viðunanlegt
verð fyrir fiskinn.“
I blíðviðrinu gengum við
fram bryggjuna ásamt Andrési
og Guðmundi Ásgeirssyni fram-
kvæmdastjóra sem tjáði okkur
að Suðurlandið væri fyrsta ís-
lenzka skipið sem sigldi með
farm til Zaire, en Guðmundur
sagði að Suðurlandið kæmi við í
Lissabon á leiðinni suður og
losaði þar um 500 tonn af þurr-
fiski svo að eftir yrðu um 560
tonn sem færu til Afríku.
„Siglingin tekur um 24 daga,“
sagði Gunnar Magnússon skip-
stjóri um leið og hann bauð
okkur sæti í káetu skipsins, „og
þar af þurfum við að sigla upp
til Zaire eftir Kongó-fljótinu
um 150 km vegalengd. Straum-
hraðinn í röstunum er um 10
mílur en skipið gengur 11 mílur
svo að sá áfangi tekur sinn
tíma.“
Ljósmœðrafélag Reykjavíkur hefir
happdrœtti, fatamarkað
og kökubasar
í félagsheimilinu í Hveragerði (næsta
hús við Eden) sunnudaginn 5. sept.
Hefst kl. 1 e.h. •