Dagblaðið - 04.09.1976, Page 24

Dagblaðið - 04.09.1976, Page 24
Smyglarar mega nú fara að vara sig: Hraðskreiður tollbótur í smíðum í Bretlondi — Kemur hingað upp úr óramótunum Aðstaða Tollgæzlunnar mun stórbatna með tilkomu þessa nýja báts og opnast með honum möguleikar til að sigla t.d. á móti skipum sem koma að utan, sagði Björn Hermannsson toll- stjóri í viðtali við blaðið í gær. Nú er hafin smíði 45 feta gæzlubáts hjá fyrirtækinu Souper og Son í Bretlandi og á báturinn að verða tilbúinn í janúar nk. Ganghraði hans verður lágmark 17 til 18 sjó- mílur og eru svipaðir bátar notaðir við hliðstæð störf í Bretlandi og Hollandi. Báturinn á að þola öll venjuleg sjóveður og er svefnpláss fyrir tvo menn þannig að hugsanlega gæti verið fjögurra manna áhöfn í lengri ferðum, tveir og tveir á vakt og mun fleiri í styttri ferðum. Aætlað verð er 28,5 milljónir króna. Að sögn Björns hefur það lengi verið draumur Tollgæzl- unnar að fá þess háttar bát í þjónustu sína enda er gamli báturinn ekki nýtilegur til ann- ars en að ferja tollverði út í skip á ytri höfninni og orðinn gamall og úr sér genginn. G.S. Útlitsteikning af gæzlubatnum sem nú er verið að smíða í Bretlandi fyrir Tollgæzluna hér. Sölustrákar fœrðir á stöðina — illa séðir á umferðareyjum Flestir hafa víst orðið varir við blaðasölukrakkana, sem standa við umferðarljós í höfuðborginni og bjóða Dag- blaðið og Vísi til sölu. Þeir setja svo sannarlega svip á bæ- inn. En þótt vegfarendum þyki gott að kaupa blöðin meðan ,,Ö11 laun á tslandi eru lægri en laun á öðrum Norðurlöndunum, en taxti iðnverkafólks er í sam- ræmi við önnur laun í landinu", sagði Björn Bjarnason starfs- maður Iðju er íslenzk iðnkynning var opnuð í fataverksmiðjunni Dúk um hádegið í gær. „Það eru litlir aukatekjumögu- leikar hjá iðnverkafólki. bvi vfir- þeir bíða óþolinmóðir eftir grænu ljósi, telur lögregian að krakkarnir séu til vandræða. Verðir laganna hafa gert gang- skör að því undanfarið að smella þeim upp í lögreglubíl og fara með þá niður á stöð til þess að leggja enn meiri vinna er nær engin“, sagði Björn. — Hafa verkalýðsfélögin ekki viljað leggja áherzlu á að verka- fólk gæti aflað þeirra tekna sem það þarf í dagvinnu og slyppi við að þurfa að vinna yfirvinnu? „Það hefur verið stefnan hjá verkalýðsfélögunum á undan- förnum árum en ég verð að játa að þetta hefur fallið í skuggann áherzlu á, að þetta athæfi sé bannað. Þeir eru ekkert hræðslulegir á svipinn þessir og lögreglu- þjónarnir eru svo sem ekkert strangir á svipinn heldur. DB-mynd Sveinn Þormóösson. iðnaðinum og einblínt hefur verið meira á þá tekjumöguleika sem eftirvinnan skapar. En þetta er verkefni sem verkalýðshreyfingin þarf að leysa.“ Björn Bjarnason er formaður Lahdssambands iðnverkafólks en í sambandinu eru nú um 4000 félagar. — A.Bj. Formaður Landssambands iðnverkafólks: Lítil sem engin yfirvinna í Fimm manns í varðhald vegna hass- mólsins ó Keflavíkur- flugvelli Fimm manns sitja nú í varðhaldi vegna rannsóknar Fíkniefnadómstólsins á máli tveggja Bandaríkjamanna, sem voru handteknir aðfara- nótt fimmtudagsins síðasta i hliði Keflavíkurflugvallar. Þeir voru með um 250 grömm af hassi á sér, sem þeir ætluðu að smygla inn á völlinn. „Þetta mál er nú í lausu lofti eins og er,“ sagði Ásgeir Friðjónsson dómari Fíkniefna- dómstólsins í samtali við DB í gær. „Þrír menn.til viðbótar Bandaríkjamönnunum tveim- ur , hafa verið úrskurðaðir í varðhald — það eru menn úr Keflavík og Reykjavík." Ásgeir sagði einnig, að um meira magn af hassi væri að ræða en grömmin 250, sem voru tekin af Bandaríkja- mönnunum. Að öðru leyti gat hann lítið tjáð sig um rannsóknina á þessu stigi málsins. -ÁT- Skera mel um helgina Nú gefst fólki kostur á því að njöta útivistar og skera mel í landgræðslugirðingu í Þor- lákshöfn um helgina. Lagt verður af stað frá Umferðar- miðstöðinni kl. 12 á hádegi og fólki skilað þangað að dags- verki loknu. Það er Land- græðsla ríkisins og Landvernd sem standa að þessu starfi og að sjálfsögðu er vænzt góðrar þátttöku eins og undanfarin ár. — KP. Löggilding mjólkurbúða úr gildi 1. febrúar: Fimm mjólkurbúðir munu Að öllum líkindum munu fimm mjólkurbúðir í Reykjavík verða reknar áfram þótt Mjólkursamsalan leggi niður sínar mjólkurbúðir og er þar um að ræða 4 mjólkurbúðir sem reknar hafa verið á vegum Al- þýðubrauðgerðarinnar og eina búð á horni Bræðraborgarstígs og Asvallagötu þar sem brauð- gerðin vill yfirtaka mjólkur- söluna þegar Mjólkursamsalan hættir. Guðmundur Oddsson for- stjóri Alþýðubrauðgerðarinnar sagði í viðtali við DB i gær að hann h.vgðist halda þessum húðum áfram sem mjólkur- og halda ófram brauðbúðum, svo framarlega sem hann fengi það. Búðirnar, sem hann hefur rekið, eru að Laugavegi 61, Njálsgötu 106, Hólmgarði 34 og Stórholti 16. Sagði Guðmundur að sér skildist að í nágrenni allra þessara búða væri engin mat- vörubúð sem gæti tekið við ef leyfi fóst mjólkursölunni. Fyrir nokkru tilkynnti Heilbrigðiseftirlitið að löggilding á þessum búðum og reyndar öllum búðum Mjólkursamsölunnar félli niður frá 1. febrúar nk. Sagðist Guð- mundur halda áfram rekstri búða sinna ef þær fengjust lög- giltar aftur. -G.S. fijálst, úháð dagblað LAUGARDAGUR 4. SEPT. 1976. Verðlagningin: Frjólsrœðið enn óókveðið Vegna orðalags í blaðinu í gær er rétt að ítreka, að enn hefur ekkert verið ákveðið um, hvort frjálsari verðlagslöggjöf verði tekin upp. Þetta var ekki haft eftir Björgvin Guðmunds- syni, skrifstofustjóra í við- skiptaráðuneytinu, heldur var orðalagið komið frá blaða- manni. Menn geta hins vegar leitt getum að því, hvort frjálsari verðlagslöggjöf verði upp tekin. Það, sem eftir Björgvin var haft í fréttinni, var fyrst og fremst frásögn hans af um- niælum Ólafs Jóhannessonar á ráðstefnu í Bifröst í fyrradag. -HH. 2 sœkja um Dómkirkjuna: Annar umsœkjenda messar á morgun Tveir prestar sóttu um Dóm- kirkjuprestakall í Reykjavík, en umsóknarfrestur er nýliðinn. Þeir eru sr. Hannes Guðmunds- son á Fells.núla og sr. Hjalti Guð- mundsson í Stykkishólmi. Ekki er enn ákveðið hvenær kosning fer fram, en prestarnir tveir eru báðir að hefja kynningu fyrir kjósendur í prestakallinu í hinni gömlu miðborg Reykjavíkur. Á morgun mun séra Hannes messa í Dómkirkjunni kl. 11. Hann er 53 ára gamall og hefur undanfarin 19 ár, starfað sem sóknarprestur, í Fellsmúla í Rangárvallasýslu. — JBP — Samgönguróðuneytið: Aðeins undanþága til skipstjór- ans og stýri- mannsins Undanþágan til skipstjóra og stýrimanns á Tjaldi, bátnum sem sökk um síðustu helgi, var veitt af samgönguráðuneytinu að sögn Birgis Guðjónssonar, fulltrúa í ráðuneytinu. Vélstjóra bátsins var engin undanþága veitt, enda ekki óskað eftir henni í skeyti, sem ráðuneytinu barst frá bæjar- fógetaembættinu í Vestmannaeyj- um 28. júli sl. Umsókninni fylgdu meðmæli, sem ráðuneytið kannaði, og var fallizt á að veita umbeðna undan- þágu til skipstjórans,' sem hafði verið skipstjóri á 30 tonna báti, og stýrimannsins. Kvaðst Birgir ekki skilja hvað Allan Magnússon ætti við með þeim ummælum í DB í gær, að honum fyndist það einna athyglis- verðast að vélstjóri og stýrimaður gegndu störfum samkvæmt undanþágum. — JBP —

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.