Dagblaðið - 08.09.1976, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 08.09.1976, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUK 8. SEPTEMBER 1976. ÞAÐ ER VIÐA POTTUR BROTINN (KERFINU Raddir lesenda Rei'ður skattborgari hringdi: Það er ekkert réttlæti í þessu þjóðfélagi og allt er svo rotið að manni býður við því. Af mörgu er að taka en ég vil sérstaklega benda á þetta með námslánin og háskólastúdentana. Hvers vegna á þetta fólk að vera einhver forréttindastétt? Há- skólastúdentar fá afsláttarkort í verzlunum. Á hvaða forsendum? Væri ekki nær að láta fátæka verkamenn njóta þessara kjara? Þetta er algert ranglæti. Það er þrengt svo að verkamanninum í dag með sköttum og alls konar sví- virðingum, að hann á ekkert eftir að lifa á. Svo fá þessir námsmenn fullt af lánum meðan hinn almenni verka- maður fær ekki neitt. Og hvernig er svo með greiðslu á þessum lánum, borga þeir þetta nokkurn tíma? Fyrnast þessar skuldir ekki bara hjá þeim? Mér þykir það hart sem skatt- greiðandi að kosta stórfé til menntunar lækna, sem síðan stinga af og fara að vinna er- lendis. Ég sá blaðagrein á dögunum um 11 íslenzka lækna sem störfuðu á spitala í Svíþjóð og á sama tíma er gífurlegur læknaskortur hér á landi. Mér finnst það minnsta sem þeir geti gert sé að vinna smávegis fyrir þjóðina sem kostað hefur þá til náms. Einnig finnst mér allt of mikið um presta og lög- fræðinga, það ætti að reyna að hamla eitthvað gegn fjölgun í þessum stéttum. Það er verið að byggja fín prestsetur ogkirkjur og hver er svo áhugi manna í landinu á þessum málum? Enginn, kirkjurnar eru hálf- tómar og prestarnir tala fyrir lokuðum eyrum. Það sem hér gæti sparazt mætti gjarnan koma fram í lækkun skatta hjá sjómönnum og verkamönnum. VANTAR EFTIRLIT MEÐ POSTI ÚTLENDINGANNA — Þeir geto fengið send eiturlyf 6n atfiugasemda frá stjórnvöldum Vllhjálmur H. skrlftr: Á meðan leitað er að eitur- lyfjuin á lslendingum sem til landsins koma, er það alveg fyrir neðan allar hellur að bandarlskir hermenn, sem koma til Kcflavtkurflugvallar, skuli geta komið inn I landið án þess að á þeim sé leitað. Einnig munu hermenn og er- lendir starfsmenn vallarins geta fengið póst sinn erlendis frá án þess að nokkurt eftirlit sé haft með þvi hvort hann inniheldur eiturlyf eða ekki. Þetta er ekkert nema undir- lægjuháttur að þaö skuli ekki vera eftirlit með þessum pðsti útlendinganna. Það ætti ekki að vera neitt athugavert við, að Islendingar færu fram á að full- trúi þeirra fengi að hafa eftirlit með sendingum til landsins I samráði við bandariskan full- trúa, ef þvl væri að skipta. Það er vitaó mál að eitur- lyfjum er smyglað til landsins I gegnum Keflavikurflugvtíll og það er einungis að stinga htífðinu I sandinn að þykjast ekki vita á hvern hátt það ger- ist. Fyrirspurn Vilhjólms svarað: . ÞEIR GETA SLOPPIÐ I GEGN EINS OG AÐRIR — en eftirlit með vornarliðsmönnum er sizt lakara en með öðrum Sl. miövikudag birtist lesendabréf í blaðinu frá Vilhjálmi en það fjallaði um eftirlit með pósti og ferðum varnarliðsmanna inn í landið. Úr bréfinu hafði fallið niður að Vilhjálmur hafði viljað láta koma fram fyrirspurn til við- eigandi yfirvalda, sem um málið eiga að sjá, og því sneri DB sér fyrst til Hannesar Guðmundssonar í varnarmála- deild utanríkisráðuneytisins til að fá svar við þessu. Hannes kvað varnarliðið sjálft sjá um eftirlit með pósti hermannanna og hefði það sér til aðstoðar tvo sérþjálfaða hasshunda til að þefa uppi eiturlyí. Hvað flutning varnar- liðsmanna til landsins snerti. þá sér varnarliðið um eftirlit með þeim að mestu leyti og væru hasshundarnir einnig notaðir til þess starfa. Taldi hann eftirlit með varnarliðs- mönnum ekki minna en með íslendingum og ekki ástæðu til að við færum að blanda okkur í það. Þorgeir Þorsteinsson, lögreglustjóri á Keflavíkurflug- velli sagði íslendinga ekki koma nálægt eftirliti með póstflutningi Varnarliðsmanna til landsins nema. sérstakt tilefni gæfist til. Hann kvað flutninga á hermönnum hingað mestmegnis hafa færzt í hendur Loftleiða og því væri sama eftirlit með þeim við komu þeirra til landsins og öðrum farþegum. Tolleftirlit með varnarliðsmönnum miðist fyrst og fremst við smygl út af vellinum og þar væri leitað á þeim eins og öðrum. „Þeir geta alveg eins sloppið í gegn með þetta eins og aðrir en ég tel að yfirvöld á vellinum séu öll af vilja gerð til að halda þessu í skefjum," sagði Þorgeir einnig. Eitthvað taldi hann að hefði harðnað í ári.varðandi inn- flutning varnarliðsmanna á eiturlyfjum því þess væru dæmi undanfarið að þeir leituðu til Reykjavíkur og Keflavíkur eftir hassi og öðrum eiturlyfjum. KRISTIN LÝÐSDÓTTIR Hvað fœr Halldór Laxness fyrir sjónvarpsþœttina? Sigríður hringdi: Nú hefur sjónvarpið sýnt 5 þætti um Haíldór Laxness og skáldsögur hans. Ekki veit ég hvort sjónvarpið veitir þær upplýsingar sem ég æski eftir, en þó finnst mér að svo eigi að vera um ríkisfjölmiðil, sem ég og þú rekum. Hvað fær Halldór Laxness greitt fyrir hlutdeild sína í þátt- um þessum? Hvað verða þættir alls? þetta margir Hvað koma þessir þættir til með að kosta í heild? Magnús Torfi Ólafsson ræddi við skáldið í fyrsta viðtalsþættinum af sex sem sjónvarpið lét gera. Er skylda að gefa skattstjóra upplýsingar sem þessar? Skattborgari skrifar: Mig langar að fá útskýringar skattstjórans í Reykjavík á meðfylgjandi bréfi sem mér var sent og fá svar við því, hvað það sé í tekju- og eignarskattslög- unum sem skyldar menn til þess að gefa umbeðnar upp- lýsingar, sem að ofan greinir. Bergur Guðnason lögfræðing- ur tók að sér að svara þessari spurningu með tilliti til skatta- laganna. Heimild sú sem um er að ræða er gefin í lögum nr. 68 frá árinu 1971 (skattalögunum), í þriðju málsgrein 36. greinar og er hún svohljóðandi: „Hvenær sem skattstjóri telur þess þörf, getur hann krafizt þess að framteljendur leggi fram bókhaldsgögn sín, þar með talin verzlunarbréf og samninga, til athugunar er framtal er sannreynt eða endurskoðað. mnptou arriJAvmm TBTQCVAOOW 1» sim tesTT. 1975 °* “■bo«.Uuni •» tl 1( -»»Ttkur I Enn ósamið um greiðslu Emil Björnsson dagskrárstjóri Sjónvarpsins varð fyrir svörum. 1. Halldór hefur ekki fengið greidda eina krónu ennþá og samið verður um allar greiðslur til hans seinna. Halldór óskaði sjálfur eftir að þetta yrði gert upp þegar búið væri að sýna alla þættina. 2. Þættir þessir verða 6 alls og nu hafa verið sýndir 5 þættir. 3. Eg býst við því að þetta verði ódýrir þættir. Ég óttast ekki að erfitt verði að senija við Halldór. Ég vil endilega að það komi fram að bæði Halldór og kona hans, frú Auður, hafa verið af- skaplega liðleg við starfsmenn sjónvarpsins og það hefur verið framúrskarandi gott að vinna með þeim að gerð þessara þátta. En allir þættirnir voru teknir upp á heimili þeirra. Ætluðu að fó smurt brauð — fengu sandköku Pétur Snorrason hringdi: Við vorum tveir saman kunn- ingjarnir og hugðumst gera okkur dagamun með því að fá okkur smurt brauð á Hótel Borg. Við settumst inn, góðir með okkur. og ætluðum að fara að panta, en viti menn, ekkert smurt brauð var að fá. Skýring: Konan sem smyr brauðið er þvi miður lasin. Eg hefði nú haldið að jafn- stórt hótel og Borgin hefði það marga starfskrafta að maður kæmi í manns stað, ef einhver veiktist. Eg veit heldur ekki betur en að það sé staðreynd að þau veitingahús og hótel. sem hafa vínveitingaleyfi verði að hafa á boðstólum bæði smurt brauð og mat. Nú komum við ekki þarna á matmálstima. svo að ekki var um það að tala. en við fengum sðdakiiku og kalfi. V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.