Dagblaðið - 08.09.1976, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 08.09.1976, Blaðsíða 14
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1976. íslenzk Iðnkynning: Hjá Gefjun er f ramleitt fyrir á þriðju milljón króna á dag Framleiðsluvörurnar eiga engu minni vinsœldum að fagna erlendis en heima Ullarverksmiðjan Gefjun á Akureyri, eign Sambands ísl. samvinnufélaga, hefur nokkra sérstöðu í íslenzkum iðnaði. Hún mun einna elzt iðnverk- smiðja hér á landi, enda eru 80 ár liðin frá stofnun hennar á næsta ári. Árin áttatíu finnast ekki þá er maður kemur í heimsókn í verksmiðjuna og gengur um sali þar. Allt er fremur nýtízku- legt. Kembivélar, spunavélar, vefstólar, litunarvélar og allar tegundir véla fylla sali. Og þó þess verði strax vart að innan veggja sé ekki hýst fullkomn- asta vélvæðing nútímans, þá blasir sústaðreyndvið að vélum er fyrirkomið hvar^emhægt er milli iðinna handa iðnverka- fólks. Þarna ræður ríkjum sam- vinna fólks og véla og það blasir alls staðar við að maðurinn getur ekki án vélar- innar verið og vélin ekki án manns. Þessi verksmiðja SÍS virðist tölulega séð mala gull. Frá verksmiðjunni fara fullunnar vörur fyrir rúmlega tvær milljónir hvern þann dag, sem hún er opin. Verksmiðja fram- leiddi vörur á árinu 1975 fyrir 686 milljónir króna. Til þess að gera svo varð verksmiðjan að kaupa hráefni fyrir 298 milljónir. Verðmætis- aukning efnisins, sem inn kom varð því 384 milljónir króna eða meira en milljón hvern einasta dag ársins.sunnudaga sem helgidaga (en þá er ekki unnið) Verksmiðjan keypti 650 tonn af íslenzkri ull af búvörudeild SlS. Auk þess keypti hún um 50 tonn af hálfunninni erlendri ull frá Bretlandi og einnig garn í vefnað o.fl. Beint frá verksmiðjunni fóru um 40% framleiðslunnar til út- flutnings svo auk þess að skapa verðmæti malar verksmiðjan dýrmætan erlendan gjaldeyri úr ullinni. Þessi 40% fram- leiðslunnar fóru beint frá verk- smiðjunni á erlendan markað og voru hin „heimsfrægu" Gefjunarteppi þar þyngst á vogarskálum. Auk þess er mikill hluti af’ vörum prjónastofunnar Heklu framleiddur úr efni frá verk- smiðjunni. Stór hluti þeirrar framleiðslu fer á erlendan markað, svo sá hluti er Gefjun (i þátt í at útflutningsfram- leiðslu ullariðnaðar vex enn, séu málin skoðuð í réttu ljósi. Þræðirnir í dúkana sem ofnir eru eru frá 400 talsins upp í 2400. Þar þarf fimi til að sjá, hver hefur slitnað, en véiin stöðvast sjálfkrafa. Rússlandsmarkaðurinn hefur reynzt Gefjuni drýgstur, en víðar hefur fisksagan flogið og framleiðsluvörur Gefjunar eru vinsælar hvar sem þær koma. Um s 1. mánaðamót unnu 217 manns að framleiðslu hjá Gefjun. Eru þá allir með taldir, nema þeir sem vinna á skrif- stofu Iðnaðardeildar SlS, sem er sameiginleg fyrir allar verk- smiðjurnar. Verksmiðjustjóri Gefjunar er Hreinn Þormar. Hann er lærður vefari í Englandi og hefur lengi verið hjá Gefjun. Hann tók við verksmiðjustjórn fyrir þremur árum af Hirti Eiríkssyni, sem aftur tók við framkvæmdastjórn Iðnaðar- deildar SlS. Teppin mjúku og finu eru vinsœlasta framleiðsla Gefjunar ÞAU BERA HROÐUR ISLANDS VITT UM JARÐIR Hvað er það sem gerist í Ullarverksmiðjunni Gefjuni á Akureyri? Þar vinna á þriðja hundrað manns. Eins og annars staðar segir, seldi verksmiðjan framleiðsluvörur fyrir 686 milljónir króna árið 1975, svo að það kemur meira en þriggja milljón króna framleiðsluverð- mæti á hvern starfsmann verk- smiðjunnar. Ekki má gleyma því að verksmiðjan keypti hráefni fyrir 298 milljónir. Framleiðsluaukningin varð því á árinu 384 milljónir, eða rúm hálf önnur milljón króna á hvern starfsmann. Þarna er keypt inn til verk- smiðjunnar þvegin ull. Hún er að langmestu leyti unnin hvít, enda er yfir 80% íslenzkrar ullar hvít af kindunum. Aðeins Vörulagerinn hefur verið hornreka með húsrými. Kraftaverk er hvernig iagermeistarinn hefur getað afgreitt flóknar og stórar pantanir. Hér er hann að verki. Brátt fær hann „nýja höll“. örlítill hluti ullarinnar sem berst til Gefjunar er litaður áður en hún fer í kembingu. Eftir kembinguna er ullin orðin að lopa og hluti fram- leiðslunnar er seldur sem lopi. Að miklum meirihiuta til er vinnslunni þó haldið áfram og lopinn spunninn í garn. Þegar því stigi er náð skiptast leiðir. Hluti framleiðsl- unnar fer til vefnaðar en hinn hlutinn til prjónaskapar. Á þessu stigi framleiðslunnar verður einnig til hliðarskot með kambgarnsframleiðslunni. Af vefnaðinum eru teppin langvinsælust. Framleiðsla þeirra hefst þegar ullin er komin i garn. Garnið er við framleiðslu sett á stóra kóna, sem eru miklu stærri hlutir en það sem áður var kallað spólur. Síðan er garnið að hluta rakið í uppistöður fyrir vefstól- ana en hinn hlutinn fer í vef. Teppið er síðan ofið og á Gefjun marga vefstóla til slíkra verka, enda veitir ekki af. Að vefnaði loknum fer fram viðgerð (pilling) og kögr- un. Teppið er síðan þvegið og þæft. Eftir það fer það í gegn- um þurrkun. Að öllu þessu loknu er teppið engan veginn aðlaðandi, hvorki í útliti né snertingu. Það er hart viðkomu og býður af sér lítinn þokka. Þá hefst ýfing þess. Við það gerbreytist útlit og viðkoma teppisins. Síðan er það burstað og enn eykst fegurð þess. I öllum þessum framleiðslu- þáttum hafa teppin hangið saman í löngum ströngum á kögurendunum. Dúkbreiðan er tugir eða hundruð metra að lengd og má aðeins sjá þátta- skil, þar sem vefstólarnir hafa sjálfstilltir ákveðið kögur tepp- anna. Er burstun er Jokið eru þau skorin sundur og nú fara mjúkar kvennahendur um þau og koma þeim í pakka. Teppin eru tilbúin til að gleðja fólk heima og erlendis — og það gera þau. Meira en það. Teppin sem Gefjun framleiðir hafa aflað Islandi hróðurs og virðingar vítt um jarðir og myndu sjálfsagt víðar gera, ef hægt væri að framleiða meira Gefjun brýzt nœr óttrœð inn ó Bandarikja- markað Engin eilimörk finnast á hinni nær 80 ára gömlu verksmiðju Gefjun á Akureyri. Unnið er þar með látum að byggingu yfir nýja og fullkomna kembingar- og spunavélasamstæðu og einn- ig er unnið að nýrri bygg- ingu fyrir vörulagerinn og afgreiðslu vara. Byrjað var á viðbyggingu fyrir nýju vélasamstæðuna í maímánuði s.l. og áætlað er að framleiðsla í nýja húsinu geti hafizt upp úr ára- mótum. Vélarnar sem þar munu vinna eru af nýjustu gerð og afkastamiklar. Lagerinn hefur fram til þessa verið hornreka hjá verksmiðjunni og krafta- verk hvernig til hefur tekizt með afgreiðslu sendinga á margvíslegum vörum. Þegar viðbyggingarnar verða teknar í. notkun er gólfflötur Gefjunarverk- smiðjanna orðinn 8400 fer- metrar. Nýja viðbótin er samtals 2100 fermetrar. Viðbótarvélasamstæðan er ætluð til framleiðslu á ull fyrir Ameríkumarkað, sagði Hreinn Þormar verk- smiðjustjóri okkur er við heimsóttum verksmiðj- urnar. „Inn á hann verð- ur farið á næsta ári. Við hjá Gefjun treystum á aukna ullarframleiðslu er millifærsla var gerð á verði kjöts til ullar á sl. ári. I fyrra vantaði um 500 tonn upp á það að öll ull í landinu hefði skilað sér til vinnslu. Við vonum að hún komi í leitirnar — og við fáum tækifæri til að breyta henni í dollara. Geri hún það ekki þá mun Gefjun taka upp blöndun íslenzkrar ullar og orlons. Það gerviefni er framleitt eftir einkaleyfi DuPont i Bandaríkjunum. Með hreina íslenzka ull eða slíka blöndu verðum við, þegar viðbyggingarnar eru komnar í gagnið tilbúnir tii að hefja innreið á Banda- ríkjamarkað á næsta ári, áður en Gefjun er áttræð," sagði Hreinn Þormar verk- smiðjustjóri. -ASt. 100 ÞUSUND METRAR AF FATADUK OFNIR HJÁ GEFJUN SÍÐASTA ÁR Kögrunarvélin olli byltingu í teppaframleiósiunni. Þarnasem víðar getur maðurinn ekki verið án vélar og vélin ekki áu manns. Það er margra manna trú að í fatasaumi séu Islendingar í einu og öllu háðir erlendum þjóðum hvað fataefni varðar. Ég verð að játa að ég var einn þeina, seiil þann stóra flokk manna'fylltier þá trú hafði. Gefjun á Akureyri fram- ieiddi á s 1. ári 100 þúsund metra af fatadúk til fatafram- leiðslu. Stórir kaupendur hjá verksmiðjunni voru t.d. Karna- bær i Reykjavík óg fleiri „frægar" saumastofur. Hráefnið sem í fatadúkinn fer er að vísu að langmestu leyti flutt inn í garni. Minni- hluti hráefnisins er spunninn hér á landi. En þetta eru ósvikin ullarefni og er- lenda ullin er aldrei blönduð íslenzkri ull, fremur en sú íslenzka erlendu hráefni. Sú íslenzka á að vera og er aðalat- riði framleiðslunnar. Gangur fataefnisfram- leiðslunnar er í stórum drátt- um þannig að af stórum kónum er efnið rakið í uppistöðu og í vef í vefstólum. Að vefnaði los nuni Ier fram viðgerð á efninu ci’ mi ð þarf, síðan þvottur og litur. Litunin er stór liður í framleiðslunni, þvi hráefnið er hvítt og hinn ofni dúkur því allur hvítur í upphafi. Að litun iokinni fer fram þurrkun og efnið er lóskorið. Aftur er efnið kannað og viðgert ef með þarf. Loks fer fram pressun og vinding í stranga. Fataefnið sem unnið er hjá Gefjun er eftirsótt vara. A þessu sviði fatafram- leiðslunnar, sem og öðrum, hefur íslenzkt iðnaðarfólk sýnt að það er vel samkeppnisfært. Það kann að vera að þú gangir í fötum framleiddum úr dúk ofnum á íslandi. En þú getur treyst þvi, að efnið í fötum þínum er ekki verra fyrir það.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.