Dagblaðið - 08.09.1976, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 08.09.1976, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1976. ,,, '--------------------■■■■■■ --------------------------------------------- „Skoðun Trausta er ekki nœgileg skýring" — segir Ragnar Stefánsson jarðskjálftafrœðingur „Barna- legt" — segir Trausti Einarsson prófessor „Enginn getur fullyrt, aö Trausti hafi ekki rétt fyrír sér,“ sagói Ragnar Stefánsson, jarð- skjálftafræðingur í viðtali við Dagblaðið um vatnsþrýstikenn- ingu Trausta Einarssonar, prófessors, sem hann setti fram. í blaðinu í gær. „En ég tel mig geta fullyrt, að það eru ekki margir visindamenn, sem komið hafa nálægt jarðhrær- ingunum við Kröflu, sem eru á sama máli og hann,“ sagði Ragnar ennfremur. I viðtali við Dagblaðið í gær sagði Trausti, að skýringin á hækkun og lækkun lands við Kröflu væri sú, að vatnsmagn og þar með þensla bergsins hefði minnkað við eldgosið og síðan er stóra borholan eyði- lagðist. Síðan væri vatnsmagnið nú að aukast og þar með þensla bergsins og því væri land að hækka þar á ný. „Við ræddum þessa hug- mynd strax í byrjun, en töldum hana ekki nægilega skýringu,1' sagði Ragnar. „Við teljum hana ekki skýra nægilega þær breyt- ingar sem þarna hafa orðið og hvernig þetta hegðar sér nú.“ Sagði hann að það sem þarna væri að gerast núna væri að hraunkvikuþró, sem þeir teldu „Það er barnalegt að draga þessar ályktanir, og ég verð að segja, að eftir öll þau kynni, sem ég hef haft af eldleðju hér á landi, tel ég fráleitt, að hægt sé að hugsa sér, að hraunkvika liggi undir þriggja km þykku þaki og ekkert gerist meira,“ sagði Trausti Einarsson, prófessor í viðtali við Dag- blaðið. „Ef tekinn er til viðmið- unar sá gífurlegi þrýstingur sem er t.d. í Heklu, þarf engum að detta í hug að hraunkvikan bíði bara þarna í rólegheitum." Trausti sagði, að í fyrsta lagi gætu smáskjálftarnir allt eins verið af völdum þess. að þensla bergsins væri orðin meiri af völdum aukins vatnsþrýstings. Þá sagði hann, að tilraunir með venjulegar hljóðbylgjur sýndu, að hraði þeirra yrði meiri við vaxandi þenslu bergs- ins, en að S-bylgjur breyttust ekki. Gallinn væri bara sá, að þær tilraunir, sem gerðar hefðu verið, hefðu allar verið gerðar í köldu vatni. Eins sagði hann, að enn væri ekki vitað, hversu djúpt vatn gæti legið og taldi hann rétt, að reynt yrði að gera á því til- raunir hvað gerðist í mjög heitu vatni, allt að 375°C. — HP samkvæmt mælingum að væri á þriggja km dýpi og væri um 3 km í þvermál, væri að fyllast á ný eftir gosið sem varð í Leir- hnúk. Þró þessi væri að fyllast á ný, um leið og hraunkvika þrýstist upp í hana fyrir áhrif krafta að neðan. „Við fengum fyrstu ábend- inguna um þetta, er við höfðum látið mæla á svæðinu með svo- nefndum S-bylgjum,“ sagði Ragnar ennfremur. „Þær fara ekki í gegnum fljótandi efni og þær stöðvuðust á því dýpi, þar sem óhugsandi er, að opnar gjár með vatni séu.“ Ragnar sagði. að siðari mælingar á nálægri stöðvum hefðu ennfremur rennt stoðum undir þá kenningu, að þarna ætti sér nú stað innstreymi í þróna. Sagði hann landhækk- unina, sem þarna hefði orðið að undanförnu benda til þess, og ennfremur að vaxandi tiðni smáskjálfta væri þar nú. brother skólarifvélar hafa farið sigurför um landið og eru nr. 1 á óskalista allra nemenda i landinu og allra þeirra sem þurfa að nota ferðaritvélar Kynnið ykkur skólaritvélina sem vinnur eins og rafritvél Vélin, sem hagar sér eins og rafmagnsritvél meó hinni nýju sjálfvirku vagnfærslu áfram. 8 stillingar á dálka. Er í fallegri tösku úr gerviefni. Gerð 760TR Superstar hefir alla kosti geróar 1350 og auk þess segment- skipungu, valskúplingu og lausan dálkastilli, þannig að dálka má stilla inn eóa taka út hvar sem er á blaðinu. Veró ritvéla hefur fariö mjög hækkandi erlendis undanfarið og búist er við frek- ari hækkunum. Umboðsmenn um land allt BORGARFELL Skólavörðustíg 23, sími 11372. BROTHER skólaritvélar eru úr stáli, eru fallegar og traustar, en kosta samt mun minna en allar sambærilegar vélar. 2JA ÁRA ÁBYRGÐ.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.