Dagblaðið - 08.09.1976, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 08.09.1976, Blaðsíða 5
DAdHI.AÐH). MIÐVIKUDACI K 8 SKPTKMBER 1976. 5 SITT SÝNIST HVERJUM UM AFMÆLISBARN C Dagblaðið hefur starfað í eitt Fréttamenn Dagblaðsins hreint ekki viðmælendur sem ár í dag. — það er stuttur tími í hringdu í nokkra kunna menn í bUast mætti við að hrósuðu ævi dagblaðs. Kn ntenn hafa gærdag og spurðu urn álit blaðinu og hefðu það upp til margir myndað sér skoðanir þeirra á Dagblaðinu þann skýjanna. ViðbUið var að um Dagblaðið og skrif þess þá stutta tíma sent blaðið hefur margir þeirra hefðu sitt af tólf mánuði sere. það hefur birzt komið Ut. Og fréttamenn völdu hverju að setja Ut á blaðið. lesendum. IAGSI Gagnrýni er góð, sé hUn mál- i'fnaleg. en því miður höfðum við ekki mikið upp Ur krafsinu tf málefnalegri gagnrýni. Það vakti þó athygli okkar að sumir andsmenn í stórum stöðum og NS miklir um sig af virðingu virðast lítið sem ekkert „þreifa á pUlsi" hins daglega lífs. lesa hreint ekki dagblöð svo nokkru nenti. En hvað urn það. viðmæl- endur okkar hafa orðið: Álit Ólafs Ragnars Gríms- sonar prófessors Stofnun DB markar mestu timamót í íslenzkri blaðasögu... — haldi þróun þess ófram sem hingað til ..Siöan stjórnmálaflokkar koniu til söfíunnar á íslandi hafa daíí- blööin á einn eöa annan hátt verið máigögn þeirra. Sasa islenzkrar fjölmiðlunar hefur fyrst og fremst einkennzt af þessu fulltrúahlutverki blaðanna. Þau eru skjöldur flokkanna í vörn og sverö þeirra í sókn. Öháöir og frjalsir fjölmiðlar í þá veru, sem tíðkast í sumum grannlöndum hafa til skamms tíma verið óþekkt fyrirbæri á íslandi. Hin opinbera umræða á Íslandi hefur verið fjórföld eða fimmföld flokksræða. Á síðustu árum hafa birzt ýmis frjálsræðiseinkenni á vettvangi íslenzku blaðanna. Ráðningar blaðamanna urðu ekki eins flokksbundnar og áður og and- stæð sjónarmið fóru að sjást á síðum flokksmálgagnanna. Dag- blaðið var því stofnað á umbrota- tímum. Þótt tilkoma þess væri greini- lega tengd vissum átökum í liði sjálfstæðismanna var hugsanlegt að blaðið myndi marka timamót i íslenzkri blaðasögu. Megin- spurninguna um eðli DB mátti orða á þessa leið: Yrði blaðið málgagn fyrir tiltekinn áhrifahóp í Sjálfstæðisflokknum og þannig í hefðbundnum stíl við önnur ís- lenzk blöð á þessari öld eða myndi það smátt og smátt slíta tengslin við hin flokkslegu öfl og verða opinn vettvangur fyrir fréttir og ólíkar skoðanir án tillits til hags- muna hins tiltekna ráðahóps í Sjálfstæðisflokknum? Starfsemi Dagblaðsins á f.vrsta árinu bendir til að síðari liður spurningarinnar sé réttari. DB hefur beitt ýmsum nýjum vinnubrögðum, sem birtast til dæmis í vali á höfundum kjallara- greina, fréttaöflun og leiðara- skrifum. Þessi vinnubrögð benda til þess að Dagblaðið ætli sér ekki að halda inn á braut flokksmál- gagnanna heldur vilji re.vna að standa við kjörorð sitt um ..frjálsa og óháða" blaðamennsku. Haldi þessi þróun DB áfram á næstu árum mætti með réttu telja að stofnun þess hafi markað mestu tímamót í íslenzkri blaðasögu i áratugi. Þá hefði málgagnshefö blaðanna á þessari öld verið brotin. Slík tímamót myndu ekki aðeins skapa DB sérstakan sess heldur hlyti það einnig að ntóta verulega starfshætti annarra blaða. Þeirra áhrifa gætir revndar nU þegar að nokkru leyti. Þótt stofnun Dagblaðsins geti þannig reynzt merkari en margir ætluðu má ýmislegt að því finna. Slíkar aðfinnslur skulu þó hér látnar liggja á milli hluta þar eð ekki er til siðs að ávíta afmælis- börn." -EVI. Benedikt Gröndal alþingismaður: „Ég fagna hvers konar grósku í frjólsri blaðamennsku" ,,Ég get sagt það að re.vnsla min af Dagblaðinu hefur verið góð. Eg er stjórnmálamaður og blaðið hefur nokkrum sinnum gefið mér tækifæri til að koma sjónarmiðum mínum a framfæri í dálkum þess, — sem ég hefi þegið. Ég fagna hvers konar grósku í frjálsri blaðamennsku á tslandi og vona að þjóðin hafi vilja og ráð á jafnvíðtækri blaðaUtgáfu og nU viðgengst." — ÁT — Frjólslyndisorðið kynni að reynast hœttulegt — er ólit Jónasar Árnasonar „Það ski|>tir sáralitlu máli hvaða reynslu eða hvaða áhrif Dagblaöiö hefur á ntig heldur hvaða áhrif það hefur á þjóðlíf- ið.” sagði .lónas Arnason alþingis- maður. llann bætli viö að það þyrfti að bælast annaó ár við lif Dag- blaósins til þess að tala mætti um reynslu af því. Ekki væri því að leyna að í leiðaraskrifum blaðsins kæmi fram að Dagblaðið væri andsnUið stærstu málum, að hans mati. Það vildi festa herinn í landinu og láta þessa peninga- gráðugu þjóð græða enn meira. Dagblaðið sæi ekkert athugavert við stóriðjuhugmyndir — saman- ber Grundartanga — sem leiddu til mengunar í siðferði í mannlíf- inu, jafnhliða mengun í náttUr- unni... Omögulegt væri annað en spyrja sjálfan sig hvort það frjáls- lyndisorð, sem Dagblaðinu hefði tekizt að fá á sig, gæti ekki einn góðan veðurdag orðið til þess að hin verstu mál næðu framgöngu. Það kynni að reynast hættulegt mörgum góðum málstað og þar með sjálfu frjálslyndinu. ..Sem gamall blaðamaður get ég samt ekki dulið aðdáun mína á hinu hressilega liði blaðamanna á Dagblaðinu sem margir meina það eflaust af heilum hug að stefna að frjálsari og hollustu- legri samkeppni í blaða- mennsku," sgði Jónas. ,,Þó finnst mér gæta ískyggilegrar tilhneig- ingar til æsiblaðamennsku. Á ég þar við frásagnir blaðsins af morðum og öðru slíku." EVI Guðjón Styrkórsson lög- frœðingur: „Les það bara ó mónudögum" ,,Ég les Dagblaðið bara á mánu- dögum því að þá er ekkerl annað blað að lesa." — ÁT — Úr þvi DB lifði frumbernskuna — mó œtla að það nói fullorðinsórum — segir Flosi Ólafsson leikarr ..Ég fagnaði á sinum tíma Ut- komu Dagblaðsins, einkurn vegna l'yrirheita um dagblað sem ekki væri mUlbundið á einhvern viss- an stjórnmálabás eins og sagt er að sum dagblöð séu. meir en góðu hófi gegnir. Mín reynzla í þessum efnum er að vísu nokkuð önnur. Ég hef í hartnær fjögur ár nokkuð reglu- lega skrifað vikulega pistla í Þjóð- viljann. án þess að ég hafi í eitt einasta skipti fengið ..línuna" frá Moskvu. Peking, miðstjórn flokksins eða blaðstjórninni. Kkkert hefur þótt athugavert við það a þeim.vigstiiðvum þó ég gæl'i ráðherrum og öðrum frammá- mönnum ..alþýðubrandaralags- ins" olnbogaskot þegar mér hefur fundizt þeir liggja vel við höggi. Ef það er satt, sem sagt er, að sumir blaðamenn þurfi að skrifa annarra manna sannfæringu gegn betri vitund hlýtur það aó vera ömurlegt hlutskipti sem ég myndí ekki láta bjóða mér upp á og skriffinnar Dagblaðsins þurfa vonandi ekki að bUa við. Ur því að DB lifði af hina erfiðu frumbernsku ntá ætla að það nái fullorðinsárum ef allir gæta þess í framtíðinni, sem hingað til, að vera „dulítið" frjálsir og óháðir. Svo óska ég bara tii hamingju." EVI Brynleifur H. Steingrímsson héraðslœknir: Hefur opnað vettvang fyrir frjólsari umrœður „Blaðið hefur opnað vettvang f.vrir mun frjálsari og betri umræður um vandamál þjóð- félagsins en hingað til hefur verið völ á,“ sagði Brynleifur H. Stein- grímsson héraðslæknir á Selfossi. „Eg kanri vel við það form blaðamennsku, sem blaðið notar, iíflegar fréttir, bæði innlendar og erlendar, auk þess sem biaðið býður upp á málefnaleg skrif. Að lokum virðist blaðið svo vera Ur beinunt tengslum við hagsmuna- klíkur." —G.S. Gísli J. Ástþórsson, blaða- maður og rithöfundur: Löggiltu banka- bísarnir eru enn að, gerið þið svo vel Sem blaðamanni fannst mér auðvitað fengur að nýju blaði en óneitanlega olli það mér sarnt dálitlum vonbrigðum hvernig Dagblaðið var nánast spegilmynd af Vísi þegar það kom loks Ut. Raunar var kjarninn af mann- skapnum, með ritstjórann í broddi fylkingar, uppalinn á því blaði en þetta var samt eins og heil herdeild af manneskjum til- k.vnnti með talsverðum bægsla- gangi að hUn ætlaði að hafa buxnaskipti og birtist svo Uti á torginu, eftir öll hrópin, í ná- kvæntlega sömu skræpóttu brók- unum. ÞU f.vrirgefur líkinguna. Dagblaðið er hvergi bangið að „taka á“ málum eins og það heitir, og sízt ber að foragta það, en þó er ég farinn að efast um árangurinn af öllu þessu vafstri. Eru „stór- fréttir" kannski einfaldlega orðnar svo margar að lesandinn hafi ekki undan að innbyrða þær? Það er því miður eins með Dag- blaðið og önnur íslenzk blöð að það hefur ekki mannskapinn til þess — ekki bolmagnið til þess fjárhagslega að kafa til botns í stóru málunum. Þess vegna verða þetta einatt hálfgerðir selbitar sem enginn ærlegur fjárglæfra- maður kippir sér verulega upp við. Taktu eftir að setudómarinn í ávísanamálinu hrikalega, hann Hrafn Bragason. lýsti vfir nU á dögunum aö í því máli kannaðist hann raunar við nöfn nokkurra dánumanna sem hann var að rannsaka sem nýbakaður embættismaður fyrir ailmörgum árum! Og það var Ut af meintu ávísanamisferli rétt eins og nUna. Jæja.hvað oft hafa blöðin nU á þessu árabili ekki einmitt verið að reyna að stugga við þessum „sérréttindalýð" í svindli og braski, þessum „löggiltu" banka- bisum? Og þeir eru ennþá að, gerðu svo vel! NU. Dagblaðinu óska ég auðvit- að góðs gengis. það vantaði nU bara annað. það á ekki annað skil- ið af mér né ýmsir sem þar standa i ströngu. en hvers vegna í ósköp- unum eruð þið þarna á blaðinu að sibirta þessar m.vndir af sjálfum vkkur? Minnir mig á tannkrems- auglýsingar stundum — af al- verslatagi." —B.S.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.