Dagblaðið - 16.09.1976, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 16.09.1976, Blaðsíða 1
2. ARG. — FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1976 — 206. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMULA 12, SÍMI 83322, AUGLVSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI 2, StMI 67022. Sjónvarpsstarfsmenn fora sér hœgt i i » i Starfsmenn sjónvarpsins tóku þá ákvörðun í morgun að fara sér hægt við vinnu sína í dag. Það gera þeir til að leggja áherzlu á launakröfur sínar, sem til þessa hafa ekki fengið nægan hljómgrunn hjá launa- greiðendum þeirra, — ríkinu. „Þessar aðgerðír eru óskipu- lagðar með öllu en samt er ein- hugur ríkjandi hjá öllu starfs- fólkinu, — allt frá sendli upp í skrifstofustjóra," sagði einn af starfsmönnunum sem DB ræddi við í morgun. „Fjöldi starfsmanna hefur þegar sagt upp og aðrir íhuga uppsagnir vegna launamálanna." — AT — Enda þótt fimmtudagur sé, þá er á þeim dögum unnið á i'ullu hjá sjónvarpinu. í morgun var þó enginn í stjórnklefanum, heldur sátu menn og ræddu mál sín. DB-mynd: Arni Páll Reykiav^ótinul HEILDAR VINNINGSUPPHÆÐIN Mig^j NAM TÆPLEGA 1,3 MILLJÓNUM — Guðmundur Sigurjónsson hlaut fegurðarverðlaunin, sem kom honum ákaflega á óvart Verðlaunaafhending í Reykjavíkurskákmótinu fór fram í veizlu menntamálaráð- herra, Vilhjálms Hjálmars- sonar, í gærkvöld. Efstir og jafnir urðu þeir Friðrik Ölafs- son og Jan Timman. Þeir skiptu með sér efstu verðlaununum og komu 1900 dollarar eða 354.000 íslenzkar krónur í hlut hvors. Skákmennirnir í 3.—4. sæti, þeir Najdorf og Tukmakov, skiptu verðlaununum á milli sín og fengu 875 dollara hvor. Það gerir 163.000 á mann. I hófi menntamálaráðherra voru einnig afhent fegurðar- verðlaun mótsins. Þau hla'ut Guðmundur Sigurjónsson fyrir skák sína við Vickevich í fyrstu umferðinni. Fegurðarverð- launin námu 200 dollurum eða j-úmlega 37.000 ísl. krónum. Guðmundur lenti í 5.—6. sæti ásamt Antoshin og hlaut fyrir það afrek 400 dollara. Heildar- vinrúngsupphæð Guðn.undar nemur því tæpum 112.000 krónum. Þeir Jón Þorsteinsson og Bragi Halldórsson sáu um að velja fegurstu skákina, og kusu sem áður sagði skák Guð- mundar við Vuckevich. Að sögn Ásgeirs Kaaber, blaðafulltrúa Taflfélags Reykjavikur, kom val þeirra Jóns og Braga Guð- mundi ákaflega á óvart. Heildarverðlaunaupphæð Reykjavíkurmótsins nam 6.850 dollurum, sem gerir á gengi Skákmenn eru oftast alvarlegir og einbeittir á svip. En svona lita þeir út, þegar þeir brosa að loknu móti. Friðrik og Timman haf a líka ærna ástæðu til að vera ánægðir. DB-mynd Arni Páll. dagsins í dag 1.276.155 krónur. Auk þess þurfti að greiða ferðir skákmannanna, uppihald og dagpeninga. Þvi má ljóst vera að geysilegur kostnaður hefur verið við mótshaldið. Ásgeir Kaaber sagði að verðlaunin. væru þau hæstu, sem greidd hafa verið á skákmóti hér- lendis. — Honum var ókunnugt um tap Taflfélags Reykjavikur af mótshaldinu. — AT — Krabbomeinshœtta i óliðnaði? Könnum málið þegar í stað ## ## — segir trúnaðarlœknir „Það þarf miklu minni kveikju en þetta. Eg mun .kanna þetta þegar í stað," sagði Ólafur Jónsson trúnaðar- læknir Álversins um það, að hætta á krabbameini, sérstak- lega lungnakrabbameini sé miklu meiri meðal starfs- manna í áliðnaði en í öðrum greinum. Þetta kom fram á al- þjóðlegrí ráðstefnu um um- hverfi á vinnustað, sem haldin var í Osló í síðasta mánuði. Ólafur sagði að mikið hefði verið rætt um að loka kerjunum í Alverinu því að það sæju allir og fyndu, að um loftmengun væri par að ræða. Hins vegar væri það dýrt, og það sem verra væri illfram- kvæmanlegt.að loka þeim, þar sem ekki hefði verið gert ráð fyrir því í upphafi Starfandi er hollustunefnd við fyrirtækið og er helzt fylgzt með húð-, ofnæmis- og lungnasjúkdóm- um. „Þar er einmitt mikið rætt um kolarykið og sífellt er unnið að því að draga úr því eins og hægt er," sagði Ölafur. „Það mætti nefna í þessu sambandi að kerskálarnir væru ekki verstir heldur ýmsir aðrir vinnustaðir, þar sem unnið er að smíði kola- skautanna. Menn hafa vitað í 30-40 ár að kolaryk og tjara valda m.a. krabbameini í lungum." -EVI. Verður leyfð 24% hœkkun á landbúnaðarvörum á 3 vikum? Ríkisstjórninni hafa borizt tillögur frá sexmanna- nefndinni um 15% hækkun á súpukjöti og að verð á lærum og hryggjum hækki eitthvað meira. Þýðir þetta um 100 króna hækkun á kílógrammi af súpukjöti, en það kostar í dag 584 krónur. Landbúnarvörur hækkuðu fyrst í september um 8,83% til samræmis við hækkun vísitölu fram- færslukostnaðar. Ef hækkun verður leyfð í samræmi við tiilögur sexmenninganna hækka ýmsar af ódýrari kjöttegundunum um sem næst 24% og það á aðeins 3 vikum. Ekki tókst að ná í Olaf Jóhannesson viðskipta- ráðherra í morgun til að kánna hvort einhverjar hliðar- ráðstafanir yrðu gerðar. -BA- Kólígerlar fundust í vatnssýni á Neskaupsstað — sjá baksiðu Svartsýni um árangur af för Kissingers til Af ríku — Erlendar f réttir bls. 6-7 Annað en ísland kom ekki til greina sagði Janusz Czerwinski — s|á iþróttir bls. 12-13 „Heimsins Ijótasta f lík -nýr björgunar- galli fyrir skipbrotsmenn —sjá bls. 9 n

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.