Dagblaðið - 22.09.1976, Síða 6
DACiBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1976.
6
Hcr heldur einn flugræningjanna, frú Juiiana Schuitz um ö\l eins
farþeganna með Boeing 727 flugvélinni, sem hún rændi ásamt
manni sínum og þremur til viðbótar.
Króatarnir
fímm koma
fyrír rétt
á nœstunni
Króatarnir fimm, sem rændu
Boeing 727 flugvél frá flug-
félaginnu TWA og lentu m.a. á
Keflavíkurflugvelli á leið sinni
til Parísar, voru ákærðir í New
York í gærkvöld fyrir aðgerðir
sínar. Alríkisdómur ákvað að
þeir skyldu koma fyrir rétt
eftir að flugstjóri TWA
vélarinnar og flugþjónn höfðu
vitnað gegn Króötunum.
Flugræningjarnir fimm
munu koma fyrir rétt síðar í
þessari viku eða í byrjun
þeirrar næstu. Þeir sitja allir í
haldi og verða ekki látnir lausir
nema gegn einnar milljón
dollara tryggingu hver.
Pakistan:
Krafízt rannsóknar
á ólöglegrí landgöngu
600 Pakistana
UMMÆLICARTERS
íPLAYBOY VALDA
MIKLU FJAÐRAFOKI
— og ekki talið ólíklegt að eitthvað sé
athugunar vert við kosningaframlög
þegar frambjóðendur reyna að
höfða til allra, gætu ummæli
hans orðið til að fæla frá
kjósendur í smábæjum og
borgum víðsvegar um landið.
Auk þess kann svo að fara að
einhverjar konur telji ummæli
hans bera með sér fordóma-
fulla afstöðu gagnvart konum.
Keppinautur Carters, Ford
forseti, er einnig miðdepill
deilu. Því hefur verið haldið
fram að kosningaframlög í
heimahéraði hans kunni að
varða hann á einhvern hátt.
Verið er að kanna þessar ásak-
anir. Ford hefur einnig viður-
kennt, að hann hafi leikið golf
nokkrar helgar í boði banda-
ríska stórfyrirtækisins U.S.
Steel.
Carter hefur engar áhyggjur
af Playboy viðtaiinu. í gær og í
morgun sat hann fundi með
ráðgjöfum sínum og bjó sig
undir sjónvarpseinvígið við
Ford forseta annað kvöld.
í heimabyggð Fords forseta
Aðstoðar- og samstarfsmenn
Jimmy Carters, forsetaefnis
bandariska Demókrataflokks-
ins, gera sér nú miklar vonir
um að umdeilt viðtal hans við
tímaritið Playboy muni í eitt
skipti fyrir öll drepa hug-
myndir manna um „fáfróðan
hnetubóndann frá Georgíu".
Carter, sem varð auðugur
maður á hneturækt í Plains í
Georgíu, sagði í viðtali við Play-
boy (októberhefti), að han
hefði haldið framhjá mörgum
sinnum en aðeins í hjarta sínu.
Hann taldi sig ekki eiga reiði
hins almáttuga yfir höfði sér
fyrir slíkan hugsunarhátt.
Einn aðstoðarmanna hans
sagði í Plains í gærkvöld, að
hann gerði sér góðar vonir um
að viðtalið myndi hafa góð áhrif
á afstöðu fólks gagnvart Carter.
Fréttaskýrendur hafa bent á,
að yfirlýsingar Carters í
Playboy muni i ákveðnum
hópum ekki vekja sérstaka
eftirtekt en á kosningaári,
Carter hefur engar áhyggjur
af fjaðrafokinu vegna við-
taisins í Playboy.
100 ÞUSUND POLITISKIR
FANGAR í INDÓNESÍU
Mannréttindasmtökin Amn-
esty International hyggjast á
næstunni hefja baráttu fyrir
frelsi um 100 þúsund pólitískra
fanga í Indónesíu. Yfirmaður
samtakanna í Bandaríkjunum
sagði í New York í gær, að barátt-
an yrði þríþætt.
Fyrst og fremst verður reynt að
hafa áhrif á bandaríska utanríkis-
ráðuneytið, þingið og fyrirtæki
sem skipta við Indónesíu. Þá
verður haft samband við indónes-
íska sendiráðið og farið fram á
lista með nöfnum allra pólitískra
fanga á eyjunum og skýrslur um
ástand þeirra. Auk þess munu
opinberir embættismenn í Indó-
nesíu fá sendar áskoranir, um að
láta fángana lausa, frá um 100
Amnesty International hópum í
Bandaríkjunum.
Amnesty International deildin
í London hyggst einbeita baráttu
sinni að því að um 11.000 pólitísk-
um föngum á eyjunni Buru verði
sleppt. Fangarnir á Buru eru
þjakaðir af sjúkdómum. Þeir lifa
mestmegnis á hrísgrjónum, en
þegar erfitt er í ári verða þeir að
éta rottur, snáka og alls konar
skordýr til að halda lífi.
Amnesty International er
kunnugt um að stjórnvöld í
Indónísíu liyggist senda 10.000
fanga til Buru fyrir árið 1978.
Fangar á eyjunni eru í svokallaðri
öryggisgæzlu.
Mannréttindasamtökin sendu
nefnd til Indóncsíu í fyrra til að
kanna ástand fanga þar. Sú nefnd
komst að þeirri niðurstöðu að
pólitískir fangar þar væru um 100
þúsund. — Baráttan fyrir frelsi
þeirra hefst í næsta mánuði.
í Arabalýðveldunum
Ríkistjórn Pakistan hefur
fyrirskipað rannsókn á tilraun til
að setja ólöglega rúmlega 600
Pakistani á land í Sameinuðu
Arabalýðveldunum við Ómanflóa.
Að minnsta kosti þrjátiu þeirra
biðu bana í tilrauninni.
Pakistanska fréttastofan skýrði
frá þessari rannsókn í gærkvöld.
Fréttastofan hafði eftir
áreiðanlegum heimildum, að
óprúttnir „agentar" hafi blekkt
saklausa fátæklinga um borð í
skipin tvö, sem alls fóru með 1150
ólöglega innflytjendur til Araba-
landanna.
Pakistanska stjórnin hefúr
krafizt þess, að sendinefnd
hennar í Abu Dhabi skili sér
skýrslu um málið þegar í stað.
Lík Pakistananna þrjátíu, sem
dóu í tilrauninni til að setja hina
ólöglegu innflytjendur á land á
mannlausri strönd Ömanflóa,
voru grafin í Islamabad i gær.
Skipstjórar skipanna tveggja
sögðu þeim sem eftir voru um
borð að stökkva í stjóinn þegar
lögreglubátur kom að þar sem
verið var að setja karla konur
börn og gamalmenni á land á
ströndinni snemma á mánudags-
morguninn.
Bliullo. forsælisráðherra Pakislan. með nokkrum þegna sinna: ekki
vilja allir vera um kvrrl.
ÁREKSTUR Á NAT0-ÆFINGU
Flugvélamóðurskipið John F. Kennedy (fyrir ofan) og tundurspillirinn USS Bordelon (að neðan)
rákusl á á NATO æfingunuin Teamwork 76 fyrir nokkrum dögum. Areksturinn varð úti fvrir
Norður-Skotlandi. Engir týndu lifi. en sex inanns slösuðust uin borð í Bordelon, — þar af tveir
alvarlega. Frainhiuti Bordelons og möstur skemindust mikið. en ekki er getið um skenundir á J.F.
Kennedy.