Dagblaðið - 23.09.1976, Síða 7
7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1976.
Erlendar
fréttir
Indíánar sagðir myrða börn
sm i órvœntmgu
Ríkisstjórn Brazilíu kannar
nú skýrslur sem borizt hafa, um
aö frumstæður Indiána-
þjóðflokkur í Amazon-
frumskóginum taki börn sín af
lífi í örvæntingu sinni yfir
yfirgangi hvítra manna á landi
þeirra.
Ismarth Araujo de Oliveria,
yfirmaður stofnunar fyrir mál-
efni Indíána í Brazilíu, sagði í
viðtali við fréttamann Reuters í
Rio de Janeiro í gær, að hann
hefði sent sérfræðing sinn inn í
frumskóginn á landamærum
Perú og Brazilíu til að kanna
málið frá fyrstu hendi.
I skýrslunum, sem birtar
hafa verið í Rio, er haft eftir
vísindamanninum Paulo
Lucena, að Mayuruna-
þjóðflokkurinn stefni nú að
sjálfsútrýmingu og taki öll ung-
börn sín af lífi.
Segir í þessum skýrslum, að á
þremur árum hafi Indiánum
þessum fækkað úr tvö þúsund í
fjögur hundruð, aðallega vegna
sjúkdóma hvita mannsins, svo
sem mislinga og inflúensu.
„Þeir eru örvæntingarfullir
og vita ekki hvert þeir eiga að
fara, svo að þeir hafa ákveðið
að deyja...“ er haft eftir
Lucena.
Oliveira sagði að
sérfræðingur stjórnarinnar
yrði fyrst að ganga úr skugga
um sannleiksgildi skýrslnanna
og síðan ástæðurnar fyrir
þessum drápum.
Ef þau væru hluti trúarsiða
Indíánanna og ekki i nokkrum
tengslum við framgang h'vitra
manna inni í frumskóginn.væri
ekkert hægt að gera, þvi
stjórnvöld skiptu sér ekki af
helgisiðum einstakra
þjóðflokka og ættbálka, sagði
Oliveria.
„Chilestjórn sendir út
morðingja dulbúna sem
sendiróðsstarfsmenn"
Sviss:
Vopnaðir menn
gœta Kortsnojs
— segir ekkja Allendes fyrrum forseta
Ekkja Salvadors Allende
fyrrum forseta Chile, ákærði í
gær herforingjastjórnina í
Chile fyrir að senda út
morðingja dulbúna sem sendi-
ráðsstarfsmenn til að drepa
chileanska útlaga. Ekkjan lét
hafa þetta eftir sér eftir
sprengjuáarás á Orlando
Letelier fyrrum ráðherra í
ríkisstjórn manns hennar.
Letelier var á svörtum lista
hjá DINA, leynilögreglu Chile
að sögn ekkju Allende. Hún
bætti því við, að morðingjar
stjórnarinnar notuðu vegabréf
sendiráðsstarfsmanna til að
komast allra sinna ferða.
Dóttir Allendes, Beatriz,
sem er búsett í Havana á
Kúbu sagði i gær, að Orlando
Letelier hefði skrifað sér og
sagt að bandaríska leyni-
þjónustan FBI hefði varað sig
við því að setið væri um líf sitt.
Beatriz skýrði frá því að
Letelier hefði skrifað sér tvö
bréf um þetta mál og meðal
annars sagt, að hann hefði farið
fram á vernd frá FBI. Beatriz
Allende fordæmdi bandarísku
ríkisstjórnina, sem hún kvað
ábyrga fyrir morðinu. Stjórnin
hlyti að vera samsek chileönsku
morðingjunum, fyrst hún hefði.
vitað um hótanirnar en ekki
sinnt þeim.
Hcr sést. AUende forseti ásamt lífvörðum sínum, örfáum klukku-
stundum áður en hann var myrtur.
— er hann situr að tafli
Sex vopnaðir lögregluþjónar
stóðu allt í kringum sovézka stór-
meistarann Victor Kortsnoj, er
hann tefldi skák í borginni Berne
í Sviss í gærkvöld. Kortsnoj, sem
fór sjálfviljugur í útlegð frá
Sovétríkjunum, óttaðist að hans
gömlu landar myndu reyna að
gera honum eitthvað. — Kortsnoj
tefldi við Svisslandsmeistarann
Hans-Juerg Kaenel.
Kortsnoj hélt blaðamannafund
í Ziirich í gær, — þann fyrsta
síðan hann leitaði hælis í
Hollandi í júlí. — Þar sagði hann,
að Sovétmenn myndu ekki hika
við að beita valdi til að hindra sig
í að taka þátt í áskorendaeinvíg-
unum um réttinn til að tefla við
heimsmeistarann. Hann kvaðst
þess einnig fullviss, að pressa
hefði komið frá Kremlverjum á
þá rúmlega 30 stórmeistara
sovézka sem hefðu fordæmt hann
í opnu bréfi.
Skákferðalag Kortsnojs til
Sviss er hið fyrsta sem hann fer
síðan hann leitaði hælis á Vestur-
löndum. Öllum áætlunum viðvíkj-
andi ferðina er haldið stranglega
leyndum af öryggisástæðum.
Sovézki stórmeistarinn Victor
Kortsnoj, sem nú er á ferða
lagi um Sviss, neyðist til að tefla
undir lögregluvernd af ótta við
að fjandmenn hans
í Sovétríkjunum
beiti hann of-
beldi.
Fyrsta sjónvarpskapprœða Fords og Carters í kvöld:
100 millión manns munu
horfa á þá í sjónvarpi
— skoðanakannanir
benda til yfírburða
Carters í fíestum
ríkjum
Ford Bandaríkjaforseti og
Jimmy Carter, frambjóðandi
Demókrataflokksins, hefja
fyrsta sjónvarpseinvígi sitt í
Jimmy Carter: Hefur hann
raunverulegt vit á hlutunum?
kvöld og er búizt við að allt að
hundrað milljón manna muni
fylgjast með því.
Kappræðurnar, sem standa í
hálfa aðra klukkustund, gætu
skipt miklu máli í kosningabar-
áttunni — og jafnvel ráðið
úrslitum í kosningunum 2.
nóvember.
Starfsmenn kosninganefndar
Carters hafa gert skoðanakönn-
un, sem bendir til þess að hann
njóti meira fylgis en Ford í 37
af 50 rikjum Bandaríkjanna.
Aðrar skoðanakannanir benda
til þess að allt að 20% kjósenda
hafi enn ekki ákveðið hverjum
þeir greiði atkvæði sitt i kosn-
nigunum.
Ford verður að standa sig
mjög vel i kappræðunum í sjón-
varpinu ef honutn á að takast
að vinna á sitt band þá k.iósend-
Ford verður að sýna að hann sé annað og meira en bráðabirgðafor-
seti.
ur, sem telja hann aðeins gegna
embættinu til bráðabirgða eftir
fall Nixons.
Carter má ekki standa sig
síður og verður að sýna fram á,
að stefna hans sé úthugsuð og
byggð á skynsemi og dóm-
greind. Hann verður einnig að
reyna að beina athyglinni frá
umdeildu viðtali í Playboy, þar
sem hann gerði opinskátt grein
fyrir skoðunum sínum á kyn-
ferðismálum og siðferði.
Kappræðurnar í kvöld verða
teknar upp í leikhúsi í Phila-
delphiu og munu snúast aðal-
lega um innanrikismál og
efnahagsmál. Einnig er búizt
við að fjallað verði um kornsölu
til útlanda og spillinguJnnan
stjórnkerfisins.
Þetta verður fyrsti kapp-
ræðufundurinn af þremur.