Dagblaðið - 24.09.1976, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 24.09.1976, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1976 Varadekk í hanskahólfi! ÁRMULA 7 - SIMI 84450 Stýrimann, annan vélstjóra og hóseta vantar á 200 lesta togskip sem rœr fró Grindavik. Upplýsingar i síma 92-8090 Hveragerði Vantar smiði og laghenta verkamenn í úti- og innivinnu. Hrafn Björnsson Dynskógum 6 Hveragerói, simi 4114. Heiðar og Harpa stóðu sig vel í lúningadans- keppni í Danmörku — Unnu þar fyrstu og þriðju verðlaun Þau -Heiðar Ástvaldsson og Harpa Pálsdóttir danskennarar gerðu garðinn heldur betur fræg- an er þau fóru á danskennaraþing í Danmörku í ágúst síðastliðnum. í sambandi við þingið fór fram keppni í frumsömdum táninga- dönsum. Þau Heiðar og Harpa sendu tvo dansa og fengu fyrstu og þriðju verólaun. Nemendur í dansskóla Heiðars ættu svo sannarlega að fá góða uppfræðslu í fótamenntinni í vet- ur. Kennarar við skólann hafa sótt ýmiss konar námskeið til að auka við þekkinguna. Þá kom enski danskennarinn Joan Ric- hards hingað til lands í júnf og kenndi kennurunum þar ýmis ný tilbrigði í samkvæmisdönsum. Annar danskennari hjá Heiðari fór á námskeið til Englands ásamt honum f vor og dvöldu þeir þar í hálfan mánuð við nám í dansskóla Alex Moore í London í sambandi við kennaraþingið í Danmörku, sem áður var minnzt á, var einnig haldið námskeið. Harpa. og Heiðar sóttu það að sjálfsögðu og einnig brugðu þau sér til Þýzka- lands í sömu ferð og kynntu sér helztu nýjungar sem Þjóðverjar hafa upp á að bjóða. —ÁT. Heiðar Ástvaldsson og Harpa Pálsdóttir með postulínsgripi sem þau hlutu í verðlaun fyrir frammistöðu sína í táningadans- keppninni. óskast strax i eftirtalin hverfi: Miðbœr fflWBLABIB Uppl. i síma 22078 Umboðið í Njarðvík vantar blaðbera í Innri- Njarðvík. Upplýsingar í síma 2865 hjó Guð- finnu Guðmundsdóttur. mMR!311111 SÍMI í MÍMI ER 10004 Fjölbreytt og skemmtilegt tungumálanám. MH 10 óra: Fjölmennasti mennta- skólinn hefur enga aðstöðu til íþrótta og er vanbúinn tœkjum Höfum kaupanda að Chevrolet Blazer ’73—'74, sem mætti greiðast að fullu á 10—12 mánuðum. Nemendur Ijúka stúdentsprófi fyrr í HM MenntasKólinn við Hamrahlíð varð fyrstur til að taka upp svo- nefnt áfangakerfi. Kostir þess eru, að mati Guðmundar, fyrst og fremst þeir að menn geta numið á þeim hraða sem þeir kjósa. Hafa nemendur lokið stúdentsprófi fyrr með þessu áfangakerfi heidur en með gamla bekkjakerf- inu. 117 nemendur hafa lokið stúdentsprófi á þremur og hálfu ári af þeim 346 sem numið hafa og lokið stúdentsprófi samkvæmt áfangakerfinu. Þá hafa 73 lokið náminu á 3 árum. Þeir eru hins vegar 106 sem lokið hafa náminu á þeim tima sem miðað er við þegar fylgt er bekkjakerfinu, eða 4 árum. Tvœr konur ó móti einum karli í öldungadeild Guðmundur benti á að í öldungadeild væru nú helmingi fleiri konur en karlar. I fyrstu hefði hér um bil sami fjöldi karla og kvenna stundað nám en mun fleiri karlar hefðu helzt úr lest- inni. Rétt til að stunda nám í öldungadeild skólans hafa allir þeir sem náð hafa 21 árs aidri. Munu þetta vera vægustu skilyrði sem gerð eru í nokkrum fram- haldsskóla á íslandi. Guðmundur gat þess að aldur þeirra, sem stunduðu nám i öldungadeild, færi fremur Iækk- andi en hitt. í fyrstu hefði tölu- vert mikið af miðaldra fólki setzt í deildina en nú væru um 60% á aldrinum 20—30 ára. Laugardagsskóli Kennt er á laugardögum sem er orðið afar sjaldgæft í skólum hér- lendis. Stafar það mest af þrengsl- um. Almenna deildin er skemmri tíma á laugardögum en öldunga- deildin allan daginn. Guðmundur lagði áherzlu á að námsefni og námskröfur væru nákvæmlega þær sömu í öldunga- deild og almennu deildinni. Hann gat þess til dæmis að ætíð væru samin 3 próf fyrir hvern áfanga og síðan væri dregið hvaða próf öldungarnir ættu að taka og í hverju ætti að prófa hina yngri. Ungur skóli en ekki búinn betri tœkjum Rektor greindi frá því að þrátt fyrir að skólinn væri nýr og nýtizkulegur á margan hátt byggi hann sízt við betri tækjakost en aðrir skólar. Sagði hann þetta vera sérstaklega slæmt i sam- bandi við náttúrufræðikennslu. —B.A. „Höfuðvandamál okkar er skortur á íþróttaaðstöðu," sagði Guðmundur Arnlaugsson, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð. Menntaskólinn á nú í haust 10 ára afmæli og verður ekki stækk- aður frekar. Engin aðstaða til íþróttaiðkana er við skólann en hugmyndir hafa verið uppi um að reist yrði íþróttahús með Hlíða- skóianum. Ekkert hefur orðið úr þeim framkvæmdum. Guðmundur benti á að allir íþróttasalir borgarinnar væru fullnýttir á veturna þannig að ekki yrði komizt hjá því að reisa íþróttahús við skólann. Skólinn hefur fengið nokkra tíma í viku i íþróttahöllinni og þá greiðir skól- inn fyrir nemendur inn á sund- staði borgarinnar. Er þetta eina líkamsræktin sem nemendum nýtfzkulegasta menntaskólans á íslandi er boðið upp á. Skólinn fœr ekki fjórveitingar til lokaframkvœmda Lítið hefur verið unnið innan- húss siðan 1972. Er enn ólokið innréttingum og ýmsum búnaði sem fyrirhugaður var. Skólinn er hannaður með 600 nemendur í huga en 1420 manns stunda nám við skólann. 860 eru í almennri deild en um 560 í öldungadeild. PUNCTURE PILOT L'NDRAEFNIÐ — sem þeir bíl- stjórar nota, sem vilja vera lausir við að skipta um dekk þótt springi á hílnum. — Fvrirhafnar- laus skyndiviðgerð. Loftfylling og viðgerð í einum brúsa. íslenzkur leiðarvisir fáanlegur með hverjum brúsa. Umboðsinenn um allt land Blaðburðarbörn

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.