Dagblaðið - 24.09.1976, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 24.09.1976, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1976. * GÆSIRNAR VORU KOMNAR í MIÐ HAGLABYSSUNNAR — er það uppdagaðist að hér voru vísindalegar gœsir i óleyfilegu sumarfrii A dögunum hurfu s.jö gæsir frá tilraunastöð Rannsókna- stofnunar landbúnaóarins í Þormóösdal i Mosfellshreppi. Lék grunur á aó einhver hefði laumazt aó húsinu og náó sér í góöar steikur á ódýran hátt. í gær hringdi húsfreyjan í Miódal til Dagblaðsins og kvaó gæsirnar nú á sundi á Selja- dalsá. Viö gerðum Rannsókna- stofnunninni viövart og innan skamms hiifóu gæsirnar verið truflaóar viö baö sitt í ánni og reknar heim úr útilegunni og frelsinu eins og sauófé af fjalli. Utilegan og frelsi þessara merku gæsa stóð í nokkra daga og þær höfóu ekki sézt, þrátt fýrir leit, fyrr en í gær. Einar Tryggvason arkitekt, sonur Tryggva í Miðdal, sá þennan föngulega sjö gæsa hóp á Seljadalsánni. Hann hugaði gott til glóðarinnar, og greip eina af byssum sínum en hann er vanur veiðimaöur eins og faóir hans. Læddist hann aö gæsunum og var kominn í gott Vi færi. Vildi hann samt að þær flygju upp. Er þær gerðu sig á engan hátt líklegar til þess fannst honum málið grunsamlegt og við nánari athugun sá hann að hér hlytu tilraunagæsir Rannsókna- stofnunarinnar að vera komnar. Þær héldu því lífi og undu glaðar við sitt. Saga þessara gæsa er óvenjuleg. Egg voru tekin úr hreiðrum víða á landinu og þeim ungað út í vél. Ætlunin er að kann á vísindalegan hátt hvað gæsir vilja helzt leggja sér til munns. Atti að fara að hefja þær tilraunir i Þormóðsdal. Voru þær settar í hús vegna Einar Tryggvason arkitekt með byssuna. -DB-myndir Sv. Þ. rannsóknanna en ekki mun hafa verið lokað nægilega vel og þær fundið leið til frelsisins. Voru sjö gæsir í hópnum sem hvarf en fjórar voru enn heima við á öðrum stað. Sjö gæsa hópurinn hefur vappað með Seljadalsánni en gæsirnar eru ekki fleygar vegna vængstýfingar, nema þær geta aðeins lyft sér og komizt stuttan spöl. Og í gær virtust gæsirnar ánægðar að vera komnar heim — og vísindamennirnir áreiðanlega jafnánægðir að hafa fengið þær aftur. -ASt. Kröfuganga til að mót- mœla lokun mjólkurbúða Samtökin gegn lokun mjólkur- búða hafa nú lokið undirskrifta- söfnun sinni. Alls skrifuðu 17.500 manns á listana en i þeini er lok- un mjólkurbúðanna mótmælt á þeim forsendum að þjónusta og vörueftirlit verði mun lélegra og 167 konur muni missa atvinnu sina. Stjórn Mjólkursamsölunnar hélt fund með starfshópi samtak- anna og sendi einnig bréf þar sem segir m.a.: „Stjórn Samsölunnar getur ekki fallizt á þær röksemdir yðar að breyting á mjólkursölu- kerfinu þurfi að leiða til verri þjónustu við neytendur og lakara vörueftirlits." Ennfremur segir í bréfinu að lög um mjólkursölu, sem sett voru á Alþingi í vor, geri Mjólkursamsölunni ókleift að reka mjólkurbúðir þar sem það yrði fjárhagslega óframkvæman- legt að hafa tvöfalt sölukerfi. Þá kveðst stjórnin munu beita áhrif- um sínum til að tryggja starfs- fólki mjólkurbúðanna vinnu við hliðstæð störf. Samtökin hafa ekki lokið bar- áttu sinni enn því á morgun kl. 1.30 verður efnt til kröfuröngu sem hefst við hús Mjólkursamsöl- unnar að Laugavegi 162 en lýkur með fjöldafundi í Austurbæjar- bíói. Hvetja samtökin fólk til að taka þátt í kröfugöngunni og sýna þar með vilja sinn í verki. —JB Fó keypt vín ó veitingahúsi — þótt of ungir séu „Það koma alltaf öðru hverju kærur um svona lögbrot," sagði William Möller fulltrúi lögreglustjóra er við spurðum hann um hvort mikið væri um að þjónar seldu krökkum vín á veitingastöðum. William baúti við að það væri of sterkt til orða tekið að tala um krakka í þessu sambandi Það hefði þó komið. fyrir að fólkið hefði verið allt niður í 17 ára. Hann vildi ekki tjá sig um hvort nokkuð væri meira um þetta nú en hefði verið undanfarið. Hann s'hgði að stundum væri það vegna þess að þjónar krefð- ust ekki persónuskilrikja að þetta unga fólk fengi keypt vin. Aldur er oft ekki hægt að sjá á fólki. Mál af þessu tagi eru send Sakadómi en ef tirotið er ekki mikið lýkur því oft með dóm- sátt. —EVI Reiðhjólarall verður einhvern nœstu daga — KFUIVi-strákar œtla að safna fyrir endurbótum á skála Uriglingadeildir KEUM hyggj- ast efna til reiðhjólaralls i tengslum við Umferðarráð og í samráði við lögreglu. Hjólað verður 10 km og keppa bæði deildir og einstaklingar. Ekki er keppnisdagurinn endanlega ákveðinn nema hann á að vera fyrir veturinn. Hjólreiðakapparnir ætla að selja á sig auglýsingar fyrirtækja og mun ágóðinn af því renna til að dytta að skála KFUM við Hafra- vatn og bæta aðstöðuna þar. Strákarnir eru allir innan við 17 ára gamlir og geta því ekki tekið þátt í bilarallinu en þetta rná kalla að de.vja ekki ráðalaus.—G.S. Ólympíuskákmótið í Ha’rfa: Friðrik og Ingi ekki með „tsraelsmenn lögðu mikla áherzlu á að við yrðum með og tókum við þá að endurskoða af- stöðu okkar frá því í júlí,“ sagði Einar S. Einarsson, forseti Skák- sambands íslands. Einar greindi frá því á blaða- mannafundi í gær að hraðskeyti hefði borizt frá tsraelsmönnum þar sem þeir lögðu mjög mikið að tslendingum að vera með og buðust jafnframt til þess að styrkja þá til þátttöku. Einar sagði áð ekki hefði þótt fært að fara utan á kostnað er- lendra aðila og sltkt íslenzku þjóð- inni lítt til sóma. Var því haft samband við ríkis- stjórnina og borgarstjórn. Borgar- stjórn taldi sér ekki fært að veita Skáksambandinu neinn fjár- stuðning í ár. Ríkisstjórnin féllst loks á að styrkja Skáksambandið til þátttöku með 350.000 krónum. Brúttókostnaður er hins vegar um 2 milljónir króna. Fjármálin réðu afstöðunni í júlí Einar lagði ríka áherzlu á það að lélegur fjárhagur hefði fyrst og fremst ráðið því að upphaflega átti ekki að vera með. Hefðu þar engar pólitískar ástæður legið að baki eða áætlun uni það að sýna hvort menn væru með eða á móti einhverjum stjórnmálaskoðun- um. Einar drap á að þær raddir heyrðust að íslendingar yrðu að vera með vegna þess hversu G.vðingar hefu mikið fjárhagslegt bolmagn í heiminum. Drap hann á Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Sambandið sem hefðu mikilla hagsmuna að gæta í sambandi við sölu á afurðum sínum í Banda- rikjunum. íslenzka ólympíuliðið Ölympíusveit Islendinga verður i þetta sinn án tveggja sterkustu skákmanna landsins. Þeir Friðrik Olafsson og Ingi R. Jóhannsson sjá sér ekki fært að fara á ólympíumótið. Þá sáu þeir Haukur Angantýsson og Ingvar Skákmennirnir sem fara á hið umdeilda ólympíumót í ísrael sjást hér ásamt stjórn Skáksambands íslands. íslendingar þurfa ekki að tefla við margar af sterkustu skákþjóðum heims sem hafa fremur kosið að taka þátt í andófsmóti sem fer fram í Líbýu á sama tíma. Ásmundsson sér ekki fært að taka þátt í mótinu. íslenzka sveitin verður þannig skipuð að Guðmundur Sigurjóns- son stórmeistari verður á 1. borði, Helgi Ólafsson Reykjavíkurmeist- ari verður á 2. borði og jafnframt varamaður á 1. borði, Björn Þor- steinsson, sem er margfaldur ís- lands- og Reykjavíkurmeistari, teflir á 3. borði, á fjórða borði verður Magnús Sólmundarson, sem nýlega náði bezta árangri. á 4. borði 'í Sexlandakeppninni. Mar- geir Pétursson, 16 ára að aldri og yngsti þátttakandi íslands á ólympíumóti frá upphafi, verður fyrsti varamaður og Björgvin Víg- lundsson skákmeistari Mjölnis, verður annar varamaður. Teflt ón riðla I f.vrsta sinn verður teflt eftir svissneska kerfinu, það er Monrad, en þá er ekki teflt í riðlunt. Þátttökuþjóðir i karlaflokki verða að minnsta kosti 46. Mötið hefst 24. október og lýkur 11. nóv- embor. Skókmótíð i Júgóslaviu: Friðrik og Guðmundur með sterkari keppendum Skákmótið í Novi Sad í Júgóslavíu, þar sem Friðrik og Guðmundur keppa, hefst 29. september nk. og lýkur 17. október,. Þarna munu ýmsir frægir skákmenn keppa en skák- mótið verður í 11. styrk- leikaflokki. Keppondur auk islendinganna veröa þessir. i svigum styrkleikastig þeirra: Hort, Tekkóslovakíu (2600) Gligoríc, Júgóslaviu (2575) Sax, Ungverjalandi (2530) Velimirovic, Jugoslav. (2525) Ivkov, Júgóslaviu (2520) Matulovic, Júgóslaviu (2505) G. Garíja (2475) Smejkal, Tékkóslóvakiu (2615) Vukic, Júgóslaviu (2510) Bagirov, Sovetrikjunum (2490) Stig íslendinganna: Fríðrík Ólafsson (2550) GuAmundur Sigurjonsson (2530) — BÁ

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.