Dagblaðið - 24.09.1976, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 24.09.1976, Blaðsíða 14
14 r DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1976. UPPTOKUR AF HUOMLEIKUNUM íLAUGARDALSHÖLL NOTHÆFAR verða vœntanlega settar á plötu á nœstunni TONY COOK OG AGUST HARÐARSON að starfi við upptökutækin i Laugardals- höllinni. DB-mynd: Arni Páll. 4€ & \ & \ & ^ Lserið _ að Eðlilegur þáttur í almennri mennt- un hvers einstakíings ætti að vera að læra að dansa. Ath.: Afsláttur ef 3 systkini eða fleiri eru í dansi. Auka-afsláttur ef foreldrar eru líka. Innritun stendur yfir Dansskóli Heiðars Ástvaldssonar Reykjavík:. 20-345, 2-49-59 og 7-44-44 Seltjarnarnes: 3-81-26 Kópavogur: 3-81-26 Hafnarf jörður: 3-81-26 Dansskóli Hermanns Ragnars Reykjavík: 3-61-41 Dansskóli Sigvalda Reykjavík: 8-47-50 Hafnarf jörður: 8-47-50 Akranes: 1630 Borgarnes: 72§7 Dansskóli Sigurðar Hókonarsonar Sími: 4-15-57 & & \ DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS <><><> TRYGQING fyrir réttri tilsögn í dansi Eins og lesendur rekur ef til vill minni til, þá voru hljóm- leikarnir i Laugardalshöllinni þann 1. september siðastliðinn hljóðritaðir. Tony Cook hljóðupptökumaður I Hljóðrita og Ágúst Harðarson hljóðstjóri Paradisar sáu um þá hlið mál- anna. Dagblaðið náði tali af Tony Cook og spurði hanh þvort hljómgæðin í Höllinni hefðu verið nógu góð til að hægt hefði verið að festa þá sómasamlega á band. „Upptökurnar eru svo sem ekkert sérstakar," svaraði Tony. „Við urðum að gera mikið fyrir þær, svo á þær væri hlustgndi. Þá varð einnig að klippa all- mikið burtu, sem var ekki hægt að nota. Annars er það ekki endilega spurning um sem mest tóngæði, þegar svona hljómleikaupp- tökur eru unnar, heldur þá stemmningu, sem næst. Við höfum unnið upptökurnar út frá þvi sjónarmiði." Þá var Tony spurður að þvi, hvaða hljómsveitir hefðu notið sín bezt á segulbandsspilunum. Hann kvað Celsius og Paradis hafa notið sin hvað bezt, en hins vegar væri alltaf erfi-:t að segja um slikt, þar eð það ylti mest á smekk hvers og eins. Utgáfuréttinn á uppökunum á Öttar Felix Hauksson, sem hélt tónleikana. DB hafði sam- band við hann og spurðist fyrir um, hvort plata frá tón- leikunum væri væntanleg. „Já, að öllu óbreyttu," svaraði Óttar. „Hins vegar hef ég ekki talað við allar hljóm- sveitirnar ennþá og þar til þær hafa allar veitt samþykki sitt, get ég náttúrlega ekki sagt afdráttarlaust já. Ég vonast til þess að ná samningum við allar hljóm- sveitirnar fyrir helgi, og þá get ég farið að hugsa fyrir þvi, hvenær búast megi við plötunni á markaðinn." — AT— ERLfNDAR ■ FRÉTTIR Bay City Rollers komnir oftur til Englands. Hljómsveitin Bay City Rollers hélt fyrstu hljómleika sína á Bretlandi eftir langa ferð um Bandarikin. sem var að sögn endalaus sigurför. Hljóm- sveitin þykir hafa breytzt tals- vert síðan hún lek síðast á Englandi. Þeir eru ekki lengur eins og strákarnir í næsta húsi—vingjarnlegir og afslappaðir á sviðinu. Aftur á móti reyndu þeir að halda fólkinu frá sér og ljúka hljóm- leikunum sem fyrst og án nokkurra vandræða. Að sögn þeirra, sem sóttu fyrstu hljómleika hljómsveitar- innar, virðist hún hætt að leika „gömlu góðu“ lögin sin.Aðeins tvö af þeim bezt þekktu heyrð- ust, Bye Bye Baby og Money Honey. Hljómsveitin virðist því vera að missa tökin á tryggum aðdáendum sínum af yngri kyn- slóðinni. Hvort þreytu er þar um kennt er ekkigott að segja, en þeir félagarnir virðast þurfa >áð bæta sig í framtíðinni til að endurheimta forna frægð. Enda þótt BAY CITY ROLLERS sýndu ekki beztu hliðar sinar á fyrstu tónleikum sinum i Bretlandi, iétu þó kvenkyns aðdáendur þeirra ekki af þeim vana sínum að hópast saman við bakdyr tón- leikahallanna. Hér' eiga brezkir lögreglumenn i erfiðieikum með stúlknafansinn. ☆ Meðlimir Uriah Heep hafa einnig fundið sér nýjan söngv- ara að eigin sögn. Þeir vilja þó ekki birta nafn hans að svo stöddu, þar eð sá er enn á samningi hjá öðrum og vill þvi ekki láta nafns síns getið fyrr en samningurinn rennur út. Á meðan beðið er eftir honum, mun Trevor Boulder sjá um sönginn. Nýr bassaleikari hjó Uriah Heep. Rokkhljómsveitin Uriah Heep missti fyrir nokkru bæði söngvarann sinn, David Byron og bassaleikarann John Wetton. Byron var rekinn, þar eð hinum meðlimunum þótti hann standa i vegi fyrir eðli- legri þróun hljómsveitarinnar tónlistarlega séð. Wetton hætti, þar eð hann taldi, að hann stæði i vegi fyrir hinum af sömu ástæðum, Nú eru þeir þrír, sem eftir voru i hljómsveitinni búnir að finna sér nýjan bassaleikara. Cá heitir Trevor Boulder. Hann varð fyrst frægur fyrir að leika með David Bowie I hljómsveit hans, Spiders From Mars.Þá hefur Boulder einnig aðstoðað Mick Ronson, fyrrum gitarleikara með Bowie, á báðum sólóplötum hans. ☆ Ný plata með Sailor kominút. Meðal þeirra platna, sem komu út I þessari viku má nefna eina litla með hljómsveit- inni Sailor. Aðallagið á henni nefnist Stiletto Heel og er gefið út hjá Epic. Af öðrum litlum plötum, sem komu út I vikunni má nefna þessar helztar: David Essex: Coming Home. Ut- gefandi er CBS. Demis Roussos: When Forever Is Gone. Utegfandi: Philips. T. Rex: Laser Love. Marc Bolan gefur þá plötu út sjálfur undir plötumerkinu Marc. John Sebastian: Hideaway. Reprise gef ur út. Þá hafa komið út nokkrar stórar plötur, sem vert er að vekja athygli á. Þessar eru helztar: Gömlu félagarnir úr Small Faces, þeir Ron Wood, sem nú er i Rolling Stones, og Ronnie Laine, sendu frá sér plötú er nefriist Original Soundtrack 'of Manchy’s Last Stand. Utgef- andi er Atlantic. Arolo Guthrie: Amigo. Utgefandi er Reprise. Labelle:Chameleon. Utgefandi: Epic. Johnny Cash: The Best Of Johnny Cash ... 20 All Time Hits. CBS gefur út. Herbie Hancock: Secrets. CBS gefur þá plötu einnig út. Ringo Starr hefur tilkynnt að hann sé nú trúlofaður á nýjan leik. Sú þrælheppna heitir Nancy Andres og er fyrirsæta. Það var vegna Nancy, sem Ringo skildi viö fyrri konu sína, Maureen. Þau cignuðust tvo syni saman. — Ringo hefur nú flutt heimili sitt til Monaco, sem er paradís þeirra, sem þurfa að greiða háa skatta, þvi að þar eru tekjur fólks ekki skattlagðar. Hann hefur því farið að dæmi fjölmargra annarra brezkra tónlistarmanna og forðað sér frá föðurlandinu og allri skattáþjáninni þar. — AT —

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.