Dagblaðið - 24.09.1976, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 24.09.1976, Blaðsíða 24
Síldarsaltandi í Grindavík: Getum ekki holdið ófram oð kaupa kötlinn í sekknum — ekkert saltað nema verð stórhœkki og síldin verði keypt eftir mati Það er ótækt að halda áfram að kaupa köttinn i sekknum þegar maður kaupir síld til sölt- unar því úrgangurinn getur orðið allt að 24% og það er furðulegt að ekkert opinbert mat skuli fara fram á sildinni eins og öðrum fiski, sagði Öskar Hermannsson, síldarsaltandi i Arnarvík í Grindavík, í viðtali við DB í gær. Hann sagði að ekkert þýddi að standa í söltun nú nema um 4 þúsund fengjust út úr hverri tunnu sem er verulega hærra verð en fékkst i fyrra enda líkti hann söltuninni i fyrra við þegnskylduvinnu, sem ekkert hefði fengizt út úr og jafnvel verið tap á. Taldi hann að t.d. í Grindavík myndi fækka um einn saltanda sem saltaði í fyrra; 4 þúsundin miðaði hann við að síldin yrði keypt eftir mati en miðað við óbreytt ástand frá í fyrra í því sam- bandi sagði hann að 5 þúsund þyrftu að fást út úr tunnunni vegna úrgangs. Miðað við að 4 þús. fáist út úr tunnunm þyrfti hún að seljast á 16.800 krónur, 300 kr. saltið, 9.600 kr. innihaldið, 2,900 kr. tunnan og 4,000 í vinnulaun og allan kostnað. Síðan reiknaði hann með að allt að 12% færu í gjald við sölu og útflutning og sagði hann þetta dæmi standa í járnum. —G.S. OklOO km til að losna við skemmda tönn ,,Við eigum ekkert við tennur hér,“ var svarið sem tannpínuþjáður tækjastjóri fékk á Slysadeild Borgar- sjúkrahússins, nú í vik- unni, þegar hann fór þangað, rétt eftir kvöld- matarleytið, til að fá kvalir sínar linaðar. Fyrst tannúr- dráttur var með öllu úti- lokaður á Borgarsjúkra- húsinu bað hann kunningja sinn um að aka suður í Hafnarfjörð í þeirri von að þar væri einhvern að finna sem kippt gæti skemmdri tönninni úr honum, en það reyndist ógerningur. Á þess- um tima handléku hafn- firðingar ekki úrdráttar- áhöld, fremur en höfuð- borgarbúar. Eftir að hafa hugleitt ýmis húsráð, svo sem að binda tönnina við hurðar- hún og annað í þeim dúr, kom honum til hugar að reyna í Keflavik, enda voru allar töflur, svo sem asperín, magnil og verkjatöflur, með öllu hættar að deyfa vítis- kvaíirnar sem mannauming- inn leið. Auðvelt reyndist að finna heilsugæzlustöðina og þar var tækjastjóranum tekið opnum örmum. Enga stund, sagði læknirinn um leið og hann fjarlægði tönn- ina og kvalirnar. Eftir stundarfjórðung gat tækja- stjórinn haldið á ný til höfuðborgarinnar, léttur í skapi — en einni tönn fátækari. MA BJODA ÞER NÝTT SLÁTUR? — slótursalan hófst í morgun. í nœstu viku verður boðið upp ó innpakkað slótur — og uppskriftir með Afgreiðsluliðið var tilbúið til stórátaka. í dag er fyrsti útsöludagur Sláturfélags Suðurlands á slátri. Þar með hefst einn hefð- bundnasti liður haustverka hjá íslenzkum húsmæðrum. í dag og næstu daga fæst hjá SS á Skúlagötu ófryst slátur, sem fólk tekur með sér í eigin ílátum. i næstu viku verður boðið upp á innpakkað slátur, vandlega merkt og því fylgir uppskrift hvernig útbúa skuli þessar afurðir. Það sem fylgir hverju slátri er haus, hjarta, lifur, tvö nýru, þind, vömb, keppur og 2 hálsæðar. Sé slátrið keypt ópakkað kostar stykkið kr. 850.- en kr. 970.- af því innpakkaða ög þá er lágmark að kaupa fimm slátur. Daglega kemur nýtt slátur frá Selfossi, en þar er slátrað öllu því fé sem Sláturfélagið kaupir, af Suðurlandsundir- lendinu, alls ' um 140 þúsund kindum. Mun sláturtíðin standa fram um miðjan næsta mánuð. —JB Þessar tvær voru meðal þeirra allra fyrstu er fengu slátur í Reykjavík. Gömul barnakerra kom nú að góðu haldi. Lifrarpylsan og blóðmöi iun verður á borðum í dag. —DB-mynd Sveinn Þorm. Arekstur ó Langholtsvegi: Þrennt flutt á slysadeild Harður árekstur varð á móts við Langholtsveg 67 um hádegisbil í gær. Þrennt slasaðist svo við áreksturinn að flytja varð það á slysa- deild. Báðar bifreiðarnar munu óökufærar. —ba Fjárskaðinn í Svartá: Tjón bœnda á 5. mill|ón Svartá í Svartárdal stífíaðist af um 500 fjár, sem hljóp fram af holbakka við ána skammt frá Stafnsrétt í gær. Drukknuðu þarna að minnsta kosti 426 kindur og er tjón bænda talið nema á fimmtu milljón kröna. Það hefur tvisvar sinnum komið f.vrir áður að fe\ sem ttúið er að smala að Stafnsrétt, rásar úr nátthaga v___ áleiðis að Svartá. Árið 1886 fórust þannig um eitt hundrað fjár en árið 1903 tókst með snarræði og harðfylgi vaktmanna að koma í veg fyrir að fé næði að komast að ánni. t nátthaganum við Stafnsrétt voru um 10 þusund fjár þegar safn var komið til byggða, i fyrrakvöld.'Áður'en byrjað var að rétta igærmorgun milli kl. 7 og 8 lagóist nátthagagirðingin niður á nokkrum kafla. Tók fé að rása úr nátthaganum. Komust menn fyrir það en ekki varð við ráðið þegar féð streymdi að ánni og þar fram af holbakka og niður í ána þar sem hún rennur í þröngum stokk. Átti féð ekki afturkvæmt og hrannaðist upp bjargarlaust og olli stíflu í ánni. Þegar hana leysti spýttust hræin fram úr stokknum ogbanust niður eftir allri á. Drógu bændur upp 426 fjár á um 6 kílómetra kafla i ánni Einhverjir bændur misstu þarna allt að 40 fjár í þessu hroðalegu slysi. -BS. frjálst, nháð dagblað FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER Innbrot í Hlíðunum: Innbrots- maðurinn lagði ó flótta Stúlka, sem býr í kjallara- íbúð í Hlíðunum vaknaði fremur óskemmtilega upp í nótt. Öfrýnilegur maður stóð við rúm hennar og greip í hönd hennar. Stúlkan varð auvitað hrædd, en það lítur út fyrir að innbrotsmaður- inn hafi orðið sýnu hrædd- ari því hann tók undir sig stökk og æddi burt úr húsinu. Maður þessi hafði ekkert með sér úr ibúðinni, hvað svo sem hann hefur ætlað sér með innbrotinu. —B.Á. Litsjónvarpssmyglið: Tœkin komu frá Þýzkalandi Litsjónvarpstækið, sem gert hefur verið upptækt þar sem því var smyglað til landsins og talið er að sé eitt af mörgum, sem þannig eru komin til landsins, er af þýzkri gerð. Kemur það heim við áður fengnar upplýsingar sem hermdu að tækin væru öll keypt í Þýzkalandi og sett um borð í íslenzkt skip þar. Tækið, sem gert var upptækt, er með 24 tommu skermi, af vandaðri gerð. —G.S. Nótabátarnir fara á síldina I kvöld — nýtt verð í fœðingu í kvöld munu væntanlega- einhverjir stóru nótabátanna hefja síldveiðar, eðaumleið og það er leyfilegt. í gær sátu Síldarútvegsnefnd og Verð- lagsráð á fundum um nýtt salt- síldarverð en engar lokaniður- stöður fengust af viðræðunum í morgun áttu viðræður svo að halda áfram enda á nýtt verð að liggja fyrir fyrir kvöldið. Blaðinu er ekki kunn- ugt um að bátar muni bíða eftir verðinu verði það ekki ákveðið fyrir kvöldið. —G.S. Vestmannaeyjar: Tvö mötuneyti hafa lokað Aðkomufólk er nú með fæsta móti í Vestmannaeyjum og hefur það leitt til þess að tvö mötuneyti hafa lokað. Er nú aðeins mötu- neyti tsfélagsins opið. Að sögn lögreglunnar í Eyjum hefur síðari hluti sumars og það sem af er haustinu verið afskap- lega rólegt. Menn hafa stundað þar sína vinnu og lögreglan þurft lítil sem engin afskipti að hafa af fólkinu. —B.A.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.