Dagblaðið - 30.09.1976, Blaðsíða 2
UACHLAÐIU. FIMMTUDACJUR 30. SEPTEMBER 1976.
Um mólefni sjómanra
f 1
Jón Kr. Ólsen í Keflavík
hringdi:
Svar til Siíjurpáls Einarssonar.
í viótali við þifi í Daftblaðinu
14. september síðastliðinn
kotntt fram atriði er snerta
sjómenn og samtök þeirra.
Óhjákvæmilega hlaut þetta
viðtal að kalla á spurningar í
hugum þeirra, sem láta sig
Sjómarinasambandið einhverju
varða. Því var það að ég beindi
til þín þeim spurningum sem
komu í Dagblaðinu 18.
september. Ég taldi
fullyrðingar þínar í téðu viðtali
ekki nægilega ljósar og þær
þyrftu skýringa við. Með svari
þínu í Dagblaðinu 22.
september tel ég þig gefa
nægilega skýr svör við
spurningum minum. Og kann
ég þór mínar beztu þakkir
fyrir. Þó get ég ekki látið hjá
líða að benda á atriði í skrifum
þínunt. sem ég tel ekki geta
staðizt.
Áhugaleysi sjómanna
í viðtaltnu 14. september
segir þú til að rnynda, varðandi
ótrúlega dræma þátttöku
sjómanna í atkvæðagreiðslum
um samningana í vetur:
,,Að það væri ekki vegna
áhugaleysis sjómanna, heldur
hafi þeir hundsað þessar at-
kvæðagreiðslur af ásettu ráði,
enda hefðu þeir samningar
verið gerðiraf samtökum, sem
þeir báru ekki fullt traust til.“
Þetta er rökleysa og getur ekki
staðizt. Að sjálfsögðu áttu sjó-
menn að greiða atkvæði um
samningana í vetur.Það var það
sem kom út úr samninga-
viðræðunum, sem skiptir máli
en ekki hverjir gerðu
samningana.
Nauðsyn ó meira
samstarfi
Á öðrum stað í viðtalinu
bendir þú á nauðsyn þess að
meira samstarf sé á milli
Farmanna- og fiskimannasam-
bands Islands og Sjómannasam-
bands íslands. En það sé mjög
takmarkað samband og
samvinna með þeim sam-
böndum. Það er rétt. Æskilegt
hefði verið að sjómannastétlin i
heild gæti unnið saman í
samningum, þvi nauðsyn-
legt er að um samræmdar
aðgerðir sé að ræða í kjara-
málum sjómanna eins og þú
bendir réttilega á. En það
kemur fram 1 grein þinni siðar
að það geti ekki talizt eðlilegt
að farmenn og útgerðarmenn
séu að semja um skipta-
prósentu fyrir fiskimenn.
Þarna er reyndar ástæðan fyrir
því að ég óg fleiri telja ekki
möguleika á að vinna með Far-
manna- og fiskimannasambandi
tslands i samningum.
Og reyndar varð ég á-
þreifanlegá var við það t sið-
ustu samningum að það voru
útgerðarmenn í sjómanna-
stéttinni, sem réðu ferðinni í
samninganefnd Farmanna- og
fiskimannasambands tslands,
sem varð til þess að fór sem fór
við síðustu samninga.
Pólitísk stjórn
mó ekki róða
Ég tek undir það með þér
Sigurpáll að það má engin sér-
stök pólitlsk stjórn ráða Sjó-
mannasambandinu. Pólitíkin
hefur veikt verkalýðshreyfing-
una í heild of lengi.Þar verður
að verða breyting á og vonandi
að svo verði á næsta sjómanna-
sambandsþingi að fulltrúar
sem þar koma til með að sitja
sem umboðsmenn fiskimanna
láti ekki glepjast til að veita
þeim manni brautargengi.sem
undanfarið hefur ferðazt um
landið til að leita að formanns-
efni fyrir Sjómannasambandið
sem hann gæti síðan ráðskazt
með í gegnum ráðningu fram-
kvæmdastjóra. Ekki vil ég trúa
þvi fyrr en ég stend frammi
fyrir því, sem heyrzt hefur að
ákveðinn maður úti á landi hafi
gefið kost á að lána nafn sitt
sem formannsefni gegn því að
ráðinn yrði framkvæmdastjóri
til að stjórna sambandinu fyrir
hans hönd.
Framkvæmdastjórinn yrði þá
væntanlega valinn eftir því
pólitíska afli, sem þú minntist
á. Við verðum að sameinast um
mann og menn, sem sjómenn
geta treyst til að taka við stjórn
sambandsins og þá menn
höfum við i nálægð höfuðstöðva
sambandsins. Klíka sú er nú
leitar að þægum þjóni í for-
mannssætið hefur ráðið nógu
lengi í Sjómannasambandinu
og mál að iinni. Þá og þá fyrst
getum við farið að vænta þess
að Sjómannasambandið verði
annað en nafnið eitt sem
samtök og baráttutæki
sjómanna til bættari lífskjara.
Að endingu Sigurpáll kann
ég þér beztu þakkir fyrir skrif
þín um málefni Sjómannasam-
bandsins en vil nú skora á þig
að snúa þér að þínum eigin
samtökum, sem eru Farmanna-
og fiskimannasamband íslands
og koma því til leiðar þar að
eftirleiðis verði það aðeins
fulltrúar fiskimanna sem sitji í
samninganefndum Farmanna-
og fiskimannasambands Is-
lands, þegar semja á um kjör
fiskimanna.
HVERJIR FREMJA GLÆPI?
Þorsteinn Olafsson kennari
skrifar:
Fjölgun hinna frjálsu og
óháðu blaða hefur valdið
straumhvörfum á viðhorfi al-
mennings á ýmsum sviðum.
Ég ætla að nefna nokkur
dæmi um það hvernig augu mín
hafa opnazt fyrir nýjum sann-
indum á síðasta misseri.
Smygl, svindl og hvers konar
auðgunarbrot og árásir virðast
fara í vöxt. Til skamms tíma var
ég svo fáfróður að halda, að slík
glæpastarfsemi færi ekki eftir
stjórnmálaskoðunum. Nú veit
ég betur. Hin frjálsu og óháðu
blöð, og þá alveg sérstaklega
Dagblaðið, hafa sannfært mig
og allan almenning um það, að
það séu einungis framsóknar-
menn sem slíka glæpaiðju
stunda.
Hér um bil 1/4 hluti þjóðar-
innar mun fylgja Framsóknar-
flokknum. Það er þetta fólk
sem löggæzlan þarf sérstaklega
að beina athygli sinni að. 3/4
hluti þjóðarinnar fer alltaf í
einu og öllu eftir settum lögum
og reglum. Ef dæmi finnast um
annað eru það sjálfsagt undan-
tekningar sem aðeins sanna
regluna. Þetta ætti að auðvelda
meðferð sakamála. Hafa rann-
sóknarlögreglumenn gefið
þessu nógan gaum?
Athugasemd.
Röksemdafærsla Þorsteins er
ákaflega sérkennileg. Vissu-
lega er forusta Framsóknar-
flokksins nokkuð frjálslynd í
fjármálum og hefur laðað að
flokknum ýmsa vafagemlinga.
En það segir ekki hið minnsta
um löghlýðni eða skort á lög-
hlýðni hjá 'almennum flokks-
mönnum og kjósendum
flokksins.
—Ritstj.
Jóni Kr. Ólsen úr Keflavík svarað
— Sigurpóll Einarsson skipstjóri svarar fyrir sig
Haut* fó rlúuln fKmnrlnv
RÁÐHERRAR FARA Á UNDAN MEÐ SLÆMT FORDÆMI
Löghlýðinn skrifar:
Aðdáunarvert er það hve þið
hafið hrært upp I svlnarfinu,
sem hefir viðgengizt hér f þjóð-
félagi okkar að undanförnu og
viðgengst trúlega enn. Sam-
trygging gömlu flokkanna er að
riðlast. Yfirhylmingar og
„blackmail", sem hefir grafið
um sig í íslenzku þjóðlífi og
allir flokkar hafa gerzt sekir
um, virðist vera orðið lýðum
ljóst og því varla um annað að
ræða en að taka upp heiðarlegri
samskipti. Ráðherrar hafa hver
um annan þveran gerzt brot-
legir við velsæmisreglur í fjár
málum og „sjálfsbjargarvið-
leitni“, en svo hafa stundum
verið nefnd lögbrot í auðgunar-
skyni. Eftir höfðinu dansa
limirnir, stendur einhvers
staðar. Geta þessir menn, í ráð-
herrastöðum. átt von á því að
samborgarar þeirra, sem
minna mega sín, fari að öllum
lögum og reglum þegar augljóst
svínarí viðgengst á hæstu
stöðum? Fjárglæfrar og í fram-
haldi af þeim siðlausir glæpir
og morð eru að verða svo
algengir glæpir hér, að óhuggu-
legt er, svo ekki sé meira sagt.
Yftrhylmingar hafa verið
efst í hugum manna hér að
undanförnu. Hver hylmir yfir
hvað? Þig grunar borgari
góður, en þú þorir ekki að stað-
hæfa neitt. Þeir stórpólitlkusar,
sem orðaðir hafa verið við yfir-
hylmingar, ættu að segja af sér
nú þegar og krefjast rann-
sóknar á gjörðum sínúnv.
Nýtt dæmi um' svínaríið í
fjáröflunarglsefrum er smygl á
litsjónvörpum I gámum. Fleira
óhugnanlegt flækist þar inn í.
Löggæzlumenn eru varaðir við
að koma nálægt þessu vegna
þess að það geti veriö hættu-
legt. Hvað er hér eiginlega að
gerast? Málið er hrifsað úr
höndum dugmestu löggæzlu-
manna landsins, þeim Kristjáni
Péturssyni og ' Hauki
Guðmundssyni i Keflavík, og
sent til Hafnarfjarðar. Vegna
hvers? Á nú að svæfa þetta
líka, eða á að gera eina til-
raunina enn til þess að koma
þessum löggæzlumönnum fyrir
kattarnef? Hver er að ofsækja
hvern í þessum málum öllum?
Það er megn óþefur af atferli
ríkissaksóknara I sambandi við
störf þessara löggæzlumanna. I
stað þess að aðstoða þá og
styðja á allan hátt er reynt að
rakka þá niður og jafnvel að
kalla forherta afbrotamenn,
sem ekki hafa hlotið dóm fyrir
svik og pretti, til vitnis GEGN
þessum mönnum. Hver sjálfur
andskotinn er hér á seyði?
Þjóðin stendur agndofa
andspænis þessum ófögnuði
öllum.
ALLS EKKI KYNÞÁTTAHATUR -
heldur aðeins gagnrýni ó lagaval Charlies
— segir Jóhannes Valdemarsson þar sem hann ber af sér tal um kynþóttahatur en bendir
ó að lagaval Charlies sé ekki við hœfi íslendinga
Jóhannes Valdemarsson
skrifar:
„Vegna tiðra, ef ekki
beinlínis linnulausra
stóratburða að undanförnu
finn ég mig stolts míns og
virðingar vegna knúinn lil að
bæta örlitlu við skrif tveggja
háttvirtra andstæðinga minna í
Dagblaðinu 21.9 '76. En þau
skrif voru í beinu framhaldi af
grein minni í Dagblaðinu 16.9,
en í þeirri grein lét ég i ljós álit
milt á innflutningi á ýmsum
ónauðsynlegum „afurðum" svo
sem nektardansmeyjum og
nnður heupilegum plötusnúði.
En 111 þess að misskilningur sá,
sem ég varð var við i áður-
nefndum greinum, festi ekki
rætur, vil ég koma eftirfarandi
á framfæri: Skrif mín um ágæti
áðurnefnds plötusnúðar áttu
ALI.S EKKI að snúast um
k.vnþáltamál og vil ég biðja
hlut aðeigandi aðila vel-
virðingar ef orðalag mitt um
lilarhátt umrteddrar persónu
v
hefur móðgað eða sært
einhvern. En það var alls ekki
ætlunin. Álit mitt á plötusnúði
þessum stendur samt óhaggað.
Eins og áður segir birtust tvær
greinar í DB 21.9.Í framhaldi af
grein minni frá því 16.9. Þá
fyrri skrifar dama að nafni
Guðrún Guðmundsdóttir.
Guðrún, þú segir aö gagnrýni
mín á plötusnúðinn lýsi aðeins
minni persónulegu skoðun og
að vafasamt sé að aðrir
aðhyllist hana. Mig langar til að
hryggja þig örlítið Guðrún mín
með því að drepa á staðreyndir
málsins, en þær eru þessar:
Síðan umræddur plötesnúður
hóf störf i Sesari og fölkið
áttaöi sig á tónlistarstefnu
mannsins hefur aðsókn á
staðinn MINNKAÐ stórlega
.vegna þess að íslenzkir
veitingahúsagestir sætta sig
einfaldlega ekki eingöngu við
það sem kallað er „soul"
tónlist. Engan sakaði þó að
islenzkt lag heyrðist, þó ekki
væri nema 10. hvert lag. Þú
segir að skrif mín eigi alls ekki
heima í opinberu blaði sem
þessu. Hvar finnst þér .þau eiga
betur heima en einmitt í frjálsu
og óháðu dagblaði, sem gefur
lesendum sínum kost á að koma
skoðunum sínum á framfæri?
(Svaraðu því heillin...). Þú
drepur á það að mér myndi
ekki finnast sæmandi að skrifa
um ísl. plötusnúð á þennan
hátt. Því svara ég til, að ef
nauðsyn krefðist yrði ég ekki
lengi að koma á framfæri áliti
mínu á islenzkum plötusnúði,
sem sæti í diskóteki á almenn-
um skemmtistað og spilaði
n.-M' eingiingu fyrir sjálfan sig.
Þú bentir mér réttilega á í
grein þinni að hætta að sækja
staðinn seni „fastagestur" úr
því að mér finnist hann svo
neikvæður. Mér fannst ég vart
þurfa að taka það fram. að sú
varð nú raunin á. I niðurlagi
greinar þinnar i DB 21.9. verð-
urðu skyndilega „geysifyndin"
og segir að sennilega hafi
VINUR ÞINN ekki sagt að
honum þætti lagið sem ég bað
um leiðinlegt, heldur hafi hann
sagt: „Mér finnst þú leiðinleg-
ur." Mér dettur í hug í fram-
haldi af þessu, að þú hljótir að
vera sá fastagestur i Sesari sem
e.vðir flestum kvöldum uppi í
stúdiói.
Hitt bréfið er frá höfðingja
sem af einhverjum ástæðum
vill ekki láta nafns síns getið.
heldur kallar sig „Einn sem
stundar Sesar (skammst.
E.s.s.s.). E.s.s.s., þú segir að
Charlie sé tæknilega full-
kominn plötusnúður, kunni
meira að segja að skipta um
plötur...F.vrr ntá nú vera
andsk...þó hann kunni nú að
stjórna plötuspilara (ég hugsa
að það sé jafnvel hægt að kenna
þér þá list). Arinars var það
alriði aldrei til umræðu. Þú
segir að þessi teg. tónlistar sé
aftir vinsæl á diskótekum. bieði
i liandankjuMum og Bretlandi.'
En sá er nú einmitt mergurinn
málsins að umrætt lag. í
grein minni frá 16.9.. var ein-
mitt búið að tróna í 1. sæti í 2
vikur í báðum þessum löndum.
Þú talar einnig um hið mikla,
,diskó“andrúmsloft sem ríkir á
þeim stöðum, þar sem nær ein-
göngu er leikin ,,soul“ tónlist.
Þetta atriði rengi ég ekki, en
það fullyrði ég að þetta and-
rúmsloft hefur ekki komizt inn
í Sesar (sennilega gleymt
PASSANUM í Boston). Siðar i
grein þinni minnistu á það að
sennilega hafi ég aldrei komið
út fyrir landsteinana og hafi
þess vegna ekkert vit átónlist
heldur láti mér nægja þá rútu-
bílamúsík sem að þínu áliti
tröllríður mörgum skemmti-
stöðum borgarinnar. Mín ferða-
lög eru að visu ekki til umræðu
hér. en ef þú ert mjög forvit-
inn. þá fór ég til Spánar í fyrra
með Sunnu. Þú segir að þessi
„RUTUBlLAMUSÍK" sé svo til
alls ráðandi á skemmtistöðum
borgarinnar. Kannski þú viljir
vera svo vænn að útskýra þá
tegund tónlistar ögn. ha? En
það er að heyra að hún sé all-
vinsæl. Kannski það sé hún sem
fólkið vill heyra?
Að lokum get ég því miður
ekki tekið undir þá eindregnu
ósk þina til forráðamanna veit-
ingahúsa að þeir hefji inn-
flutning á plötuSNUÐUM. þvi
við verðum að styðja og efla
islenzkan IÐNAÐ... eða er það
ekki?