Dagblaðið - 30.09.1976, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 30.09.1976, Blaðsíða 14
DACHLAÐIf). FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1976. nf- N Synir Falldins hafa meiri óhuga ó uppskerunni en hvort faðir þeirra verður forsœtisróðherra Sl|órnmála- menn eiga að búa meðal kjósendanna — segir Solveig Falldin Það var hoilmikið um að vera heima hjá Fálldin fjölskyld- unni. sem býr í Ramvik, sem er í smábæjarsamfélagi er heitir As. nálægt Hárnösand og Kram- fors. Þetta annríki var ekki vegna þess að kosningarnar voru í nánd og heldur ekki vegna þess að til greina gæti komið að heimilisfaðirinn yrði forsætisráðherra landsins. Nei, það var verið að sinna uppskerunni. Það þurfti að þreskja kornið og koma upp- skerunni í hús. Húsmóðirin, Solveig Fálldin er heilmikil bóndakona, þótt hún líti kannski ekki beint út sem slík. Hún er nýtízkuleg bóndakona sem fylgist með tímanum en jafnframt sér hún um að gamlar hefðir séu í heiðri hafðar. Þarna í sveitinni hefur það tíðkazt um aldaraðir að húsmæðurnar bökuðu brauð til vetrarins. nefnist það ,,,þunn- ttrauð" og er eins konar flatbrauð. Sænskur blaðamaður kom í heimsókn til Ramvik og hafði Solveig þá rétt lokið við að baka brauðið. Hún var klædd í upplitaðar gallabuxur og tre.vju og hafði_ bundið klúi um hrafn- svart hárið. Hún stikaði yfir hlaðið frá brauðgerðarhúsinu með hlaða af kökum undir hendinni og ætlaði inn í eldhús til þess að hella upp á könnuna. Þau hjónin eiga þrjú börn; dótturina Evu sem er tvítug, og synina Niklas, sautján ára og Pontus," tólf ára. Solveig sér um búskapinn ásamt börnum sinum á meðan eigin- maðurinn, Þorbjörn, ferðast um landið þvert og endilangt og safnar atkvæðum. Jörðin er 20 hektarar af akurlendi og 250 hektarar af skóglendi. Þau framleiða korn. hafra og kartöflur. Þau hafa einnig kálfa, svín og eiga einn hest. Einnig hafa þau ógrvnnin (ill af kinduni. Um uppskerutímann hvílir þyngsta byrðin á Niklas. Það kemur i hans hlut að aka dráttarvélinni og hann hefur mestu kraftana til þess að ntoka uppskerunni í hlöðuna. Niklas er i búnaðarskóla og er staðráðinn i að gerast bóndi. Eva vinnut á læknantiðstöðinni i Krantfors en Pontus litli hefur ekki ákveðið enn hvað hann ætlar að taka sér f.vrir hendur. Börnin eru staðráðin í því að verða ekki stjórnmálamenn eins og faðir þeirra. Þau eru að vísu í æskulýðssamtökum Mið- flokksins, en taka ekki ntikinn þátt í félagsstarfinu og hafa ekki ýkja rnikinn áhuga á því. Strákarnir hafa ntiklu meiri áhuga á íþróttum. Þeir stunda bæði íshokký, skíðaíþróttina og handbolta. Að sjálfsögðu leika þeir knattspyrnu með gamla knattsp.vrnufélagi pabba þeirra. Þau eru ekki andvaka af áhyggjum út af því hvort faðir þeirra verði forsætisráðherra eða ekki. Strákarnir búast ekki við því að líf þeirra breytist svo ýkja mikið þótt hann verði það, en segjast ætla að taka því þegar þar að kemur. Solveig hefur líka afstöðu til málsins. ,,Ég geri ekki ráð fyrir að líf mitt breytist fjarska mikið," segir hún. ,,Það verður örugg- lega miklu minni breyting heldur en varð á lífi okkar þegar Þorbjörn varð þing- rnaður árið 1958. Þá urðum við að taka upp alveg nýtt líf. Þor- björn er afar sjaldan heima nú orðið. Ég verð auðvitað stundum að koma fram með honúm við hin ýmsu tækifæri og fjölskyldan er öll undir smásjá fjölmiðla." Solveig telur að það verði erfiðast f.vrir sig ef hún verður að flytja frá kindununt og land- búnaðinum til Stokkhólms. ,,Það er ómögulegt að segja um hvernig þetta verður. Við Þorbjörn höfum aldrei rætt um þetta." segir hún. „En ég á erfitt nteð að hugsa mér að 'flytjast til Stokkhólms. Mitt 1 ífs starf er hérna á bænum og maður yfirgefur ekki lifsstarf sitt svo einfaldlega. „Ég get ekki ím.vndað mér annað en að það verði mögulegt fyrir mig og börnin að halda búskapnum áfram hérna. Annars finnst mér að stjórn- málamenn eigi helzt að búa meðal kjósendanna sem hafa kosið þá á þing." Þýtt og endursagt A. Bj. " 1 1 \ Sendisveinn BIAÐIÐ Þverholti 2 * •; Solveig heldur fasl við gantla siði og venjur. Ilún hakar hrauð til votrarins í sérstiiku „bakaríi" eins og gert hefur verið unt áraraðir. Það var mikið að gera dagana fyrir kosningarnar heima hiá Fálldin, sem verður líklega næsti forsætisráðherra Sviþjóðar. Eiginkonan Solveig og synirnir Pontus og Niklas voru önnum kafin við uppskeruna. Fálldin fjiilskyldan er þarna öll samankomin heima í eldhúsinu i Ramvik eftir að úrslit kosninganna voru ráðin.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.