Dagblaðið - 30.09.1976, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 30.09.1976, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1976. 11 Oft höfum við íslendingar fengið að kenna á því að við stjórnvölinn í landi okkar sitja menn sem stjórna fremur af brjóstviti en af þekkingu. Einkum eru það tæknimennt- aðir menn og sérfræðingar sem verða að þesni leyti fyrir barð- inu á stjórnariierrunum. t stuttu máli má segja að okkur Islendingum sé haldið niðri á steinaldar- stigi af ráðamönnum þjóð- félagsins og tækniþróun í land-" inu sé tafin vegna þekkingar- jkorts og viljaleysis stjórnvalda til að takast á við tæknileg mál- efni. Atakanlegt dæmi um það hvernig haldið er aftur af tækniþróuninni fremur af van- þekkingu en af illvilja, skal nú rakið hér á eftir. Alkunna er að um 30% af efni sjónvarpsins er nú þegar sent út í lit. Um þessar mundir er það eingöngu það efni sem kemur til landsins á mynd- segulböndum sem unnt er að senda út í lit. Til þess að unnt verði að senda út stærri hluta af dagskrárefni sjónvarpsins í lit vantar sjónvarpið nokkur tæki. Fyrst og fremst vantar 3 sjón- varpsmyndavélar fyrir lit, en þær kosta um 15—20 milljónir samanlagt. Ef þessar sjón- varpsmyndavélar yrðu keyptar myndi verða unnt að senda út fréttamyndir og allar einfaldar stúdióupptökur í lit. T.d. yrðu þá öll viðtöl sem tekin yrðu í sjónvarpssal, stillim.vndir, þul- irnir, fréttamennirnir, veður- fregnirnar og fleira, sent út í lit. Erlendar fréttamyndir og innlendar fréttamyndir teknar utan stúdíós yrðu að mestu áfram í svart-hvítu. Ef sjónvarpið fengi til viðbótar þessum þrem mynda- vélum filmuskanner sem kostar álíka mikið og myndavélarnar allar til samans, þ.e. um 20 milljónir kr. yrði unnt að senda kvikmyndir og ýmislegt annað efni sem berst á filmu til sjón- varpsins út í lit. Með þessu móti yrði unnt að senda allt að 80% af dagskrá sjónvarpsins í lit. í febrúar í vetur var samin skýrsla hjá sjónvarpinu um það á hvern hátt yrði best staðið að því að fara opinberlega út í litaútsendingar hér á landi. Kom þar meðal annars fram það sem hér á undan er sagt. Ráðamenn hvöttu sjónvarpið eindregið til þess að stinga þessari skýrslu undir stól og láta hana aldrei koma fram. Það er víst næstum landráð að tala um litsjónvarp á íslandi, án þess að nefna í sömu andrá að dreifikerfi sjónvarpsins sé afskaplega lélegt úti á lands- byggðinni, og það geti þess vegna ekki nema hluti af lands- byggðinni náð litaútsendingum sjónvarpsins. Þess vegna er plöggumeinsog þessari skýrslu, sem fjalla um tæknilega mögu- leika og kostnað við að koma upp litsjónvarpi á íslandi, stungið undir stól, af því að ráðamenn eyu hræddir við 80% AF DAGSKRA SJÓNVARPSINS í UT Stereo-útvarp fyrir Reykjavik, Akureyri og Vestmannaeyjor landsbyggðina, jafnvel þótt staðreynd sé að nú i haust er örbylgjuhlekkurinn til Akur- eyrar verður tekinn í notkun, muni um 85% landsmanna geta náð litaútsendingum sjónvarps- ins. Ef við nú skoðum kostnaðar- tölurnar, sem nefndar eru hér að ofan, dálítið nánar, þá sjáum við að samanlagt er einungis um að ræða um 40 milljónir í fjárfestingarkostnað, til þess að unnt verði að koma 80% af dagskrá sjónvarpsins í lit til 85% landsmanna. Skráð litsjónvarpstæki í landinu munu nú vera um 670, 350 tæki liggja á hafnarbakkan- um og bíða þess að verða leyst út í þessari viku eða næstu og um 200 tæki eru þegar seld en ekki kornin á skrá. Samanlagt eru þetta um 1200 tæki. Það er því þegar orðinn álitlegur fjöldi litsjónvarpstækja i land- inu. Á hinum Norðurlöndunum er tekið sérstakt litagjald fyrir móttöku • sjónvarpsefnis í lit. Kemur það fram í hækkuðu af- notagjaldi af litsjónvörpum. Litagjaldið er venjulega um 60% af afnotagjaldi fyrir svart- hvítt sjónvarp og leggst það ofan á afnotagjald fyrir venju- legt sjónvarp. Afnotagjaldið fyrir svart- hvítt sjónvarp er nú 12.000 kr. á ári hér á landi. 60% af 12.000 kr. eru 7.200 kr. og ef sú tala er margfölduð með 1200, sem er fjöldi tækja sem þegar er vitað um að verða í notkun í landinu innan eins til tveggja mánaða fáum við út um 8,4 milljónir kr. sem gætu verið afnotagjald fyrir litsjónvarp sérstaklega. Reiknaó er með að þau tæki filmuskanner og myndavélar, sem hér að ofan eru nefnd muni geta enst í 10 ár. 40 millj- ónir kr. afskrifaðar á 10 árum með 10% vöxtum leiða til árs- Kostnaðar sem nemur um 6,5 milljónum kr. Þannig mundi litagjaldið eitt sér af þeim tækjum sem nú þegar eru inn- flutt til landsins geta fjár- magnað þau tæki sem sjón- varpið nú vantar til þess að geta sent út 80% af dagskránni í lit. Ástæðan til þess að litsjón- varpssendingar eru ekki leyfðar nú þegar er sú að stjórnarherrarnir óttast að Kjallarinn Reynir Hugason sprenging verði í sjónvarps- kaupum manna hér á landi. í landinu eru nú um 54.000 sjónvarpstæki. Ef endurnýja ætti allan þann flota myndi það kosta í beinhörðum gjaldeyri um 5,4 milljarða króna. Stór hluti þeirra sjónvarpstækja sem fyrir er í landinu, er orðinn 10 ára eða eldri vegna þess að á tímabili var flutt inn mikið af notuðum tækjum frá Vestur-Þýskalandi og Norður- löndunum. Þau tæki sem eru (orðin svona gömul þarf að éndurnýja hið bráðasta. Það er því komið að því að landsmenn þurfi að fara að endurnýja sjón- varpstækjakost sinn. í bein- hörðum gjaldeyri munu 54.000 svart-hvít sjónvarpstæki kosta um 2 milljarða kr. Litsjónvarpstæki kosta nú í verslunum um 300 þúsund kr. Auðvelt ætti að vera fyrir ráða- menn að leyfa innflutning á t.d. ákveðnu magni af Iitsjónvarps- tækjum á ári, t.d. um 2—3000 tækjum til að byrja með. Þetta mundi svara að heildarverð- mæti til um 1/5 úr skuttogara í beinhörðum gjaldeyri. Ríkis- stjórninni er einnig innan handar að setja sérstakan lúxusskatt á litsjónvarpstæki og hafa á þann hátt hemil á eftirspurninni. Enginn óvitlaus maður færi t.d. að kaupa lit- sjónvarpstæki ef það kostaði um 500.000 kr. Stúdíótækin á Laugavegi 176 sem notuð eru við dagskrárgerð eru orðin gömul og úrelt. Tæknideild sjónvarpsins hefur verið svelt síðastliðin 10 ár því mestur hluti fjármagns stofn- unarinnar hefur farið í dag- skrárgerð. Tækjakosturinn er því orðinn mjög slitinn og er komið að því að kaupa þarf ný tæki. Ef keypt verða tæki fvrir svart-hvítar sendingar, mun verða erfitt að fá varahluti í þau innan fárra ára og tækin eru einnig mun dýrari en efni standa til vegna þess að svo lítið er orðið framleitt af þeim í heiminum, því flestar þjóðir eru komnar með litaút- sendingar. Markaðurinn fyrir svart-hvít stúdíótæki og svart- hvít viðtæki er orðinn'lítill því tækin eru orðin úrelt og heyra til gamla tímanum. Það væri því mikil óráðsía ef farið væri nú að kaupa úrelt stúdíótæki fyrir svart-hvítar sendingar, því þrýstingurinn á það ,að sjónvarpið fari aó senda allt efni út í lit mun sifellt vaxa og þegar blaðran springur munu þessi tæki verða einskis virði. Það sem skiptir þó megin- máli er, að ef sjónvarpið fengi leyfi til að hefja reglubundnar útsendingar í lit myndu fljót- lega fara að koma inn tekjur til sjónvarpsins, í formi gjalda af sjónvarpstækjum er rynnu beint til uppbyggingar dreifi- kerfis sjónvarpsins. Þessar tekjur eru nú í lágmarki, vegna þess að flestir sem hafa ætlað sér að eignast svart-hvít tæki hafa fengið sér þau og innflutn- ingur því mjög lítill. Afgjaldið sem sjónvarpið fær af hverju innfluttu litsjónvarpstæki er um 70.000 kr. En af hverju svart-hvítu tæki fær sjónvarpið einungis um 30.000 kr. Dreifikerfi sjónvarpsins er enn ekki næglega gott og með því að halda aftur af þróuninni og leyfa ekki sjónvarpinu að hefja litaútsendingar mun það dragast enn lengur að unnt verði að koma dreifikerfinu í viðunandi horf, þar sem fjár- mögnun dreifikerfisins byggist eingöngu á gjaldi af innfluttum sjónvarpstækjum. Ástandið í málefnum hljóð- varpsins er enn átakanlegra en hjá sjónvarpinu. Dreifikerfi út- varpsins er sýnu lélegra en dreifikerfi sjónvarpsins. Hljóð- varpið hefur engar sérstakar tekjur af innfluttum útvarps- tækjum á svipaðan hátt og sjónvarpið af sjónvarpstækj- um. Uppbygging dreifikerfis- ins er því öll í molum. Örbylgju- hlekkir sem flytja dagskrárefni sjónvarps og hljóðvarps teygja sig nú sífellt lengra og lengra um landið og munu ná til Akur- eyrar í haust. Örbylgjuhlekk- irnir flytja dagskrárefnið með miklu meiri gæðum en tíðkast hefur fram til þessa með venju- legum sendum. í haust er áætlað að um 60—70% þjóðar- innar muni hafa mjög góð skil- yrði til hljóðvarpsmóttöku. Tími er til kominn að fara að huga í alvöru að útsendingum hljóðvarps í stereo. Sérstaklega ef tekið er tillit til þess, að kostnaður við að koma á stereo- útvarpi fyrir Reykjavík, Suður- nes, Akranes, Borgarnes, Akur- eyri og nágrenni er einungis um 7 milljónir kr. að viðbætt- um kostnaði við leigu á dag- skrárlínu til Akureyrar. Til þess að geta sent út dagskrá sina í stereo vantar hljóðvarpið eingöngu sendi á Vatnsenda- hæð sem kostar 3—4 milljónir kr., er þá miðað við 600 watta sendi. Ef ná ætti verulega góð- um móttökuskilyrðum á stóru svæði í kringum Reykjavik, mundi þurfa um 1200 watta sendi, en hann mun kosta um 6 milljónir kr. Niðri á Skúlagötu vantar þá einungis smátæki til þess að geta komið dagskrár- sendingunni við. Stereosendir er nú þegar á Vaðlaheiði. Stereoútvarp myndi því ná til um 70% lands- manna ef sendingar væru hafnar nú þegar. Ef fjármagnskostnaðinum yið kaup á þeim tækjum sem .nauðsynleg eru til stereoút- sendinga væri dreift á aðeins eitt ár mundi hann hafa í för ,með sér 100 kr. hækkun á afnotagjaldi útvarpsins. Það er því ljóst að hér er ekki um .miklar fjárfestingar að ræða. Fremur er hér um að ræða van- ,kunnáttu, vanmat á aðstæðum (og enhverja furðulega hræðslu við eðlilegaog sjálfsagða tækni- þróun. Flest eða öll skárri hljóð- varpstæki sem flutt hafa verið inn á undanförnum árum eru gerð fyrir stereomóttöku og 'þarf almenningur því ekki að ^kaupa sér ný hljóðvarpstæki til 'þess að taka á móti stereosend- mgum. Litsjónvarp og stereoútvarp eru fyrir löngu komin í öllum menningarlöndum og í þróun er fjögurra rása útvarp, litsjón- varp, sem er flatt og hægt er að hengja á vegg eins og hvert annað málverk ogeinhvern tíma í framtíðinni fáum við litsjón- varp með þremur víddum. Fjárfestingarkostnaðurinn að baki þess að koma upp lit- sjónvarpi og stereoútvarpi á Islandi er mjög lítill, það er því ekki eftir neinu að bíða. Það er aðeins gamaldags hugsunar- háttur ráðamanna sem stendur í vegi fyrir þróuninni. Reynir Hugason verkfræðingur. Mér var jafnframt kunnugt um það, að nýtt hús var selt í Garðahreppi um svipað leyti. Það hús var ca 200 ferm auk bílskúra, mjög vandað i bygg- ingu, en það var ekki að fullu frágengið, t.d. lóð ófrágengin og húsið ómálað að utan. Á kaupverði þess húss og þess, er ég keypti, munaði nokkrum hundruðum þúsunda, er. það hús var dýrara en mitt, en út- borgun var einnig hærri. Af þessu má ljóst vera, að verðið hefur verið i samræmi við markaðsverð á húsum í Garða- hreppi á þeim tíma, er kaupin áttu sér stað, en ég vil geta þess, að mitt hús er 8 ára gam- alt. 3. Aðalatriði málsins er, að húsið er selt með frjálsu sam- komulagi og gerði ég seljendum lilboð í það í samræmi við það, er ég taldi mér fært. Þeir gerðu mér gagntilboð, sem ég sam- þ.vkkti. Endanlegt söluverð byggðist þvi á verðhugmyndum seljenda sjálfra. Eg vil taka það skýrt fram og leggja á það sérstaka áherslu, að seljendur (og þeir, sem að málinu komu frá þeirra hendi bæði lífs og iiðnir), höfðu engan persónulegan né póli- Kjallarinn Halldór E. Sigurðsson tískan hagnað af því að eiga þessi viðskipti við mig og’ ég mótmæli öllum dylgjum í þeirra garð þar um. Eg vil líka leggja áherslu á, að þessi við- skipti eru gerð af mér sem ein- staklingi og tengjast á engan hátt þvi starfi, sem ég gegni nú. Ef það er orðið þyrnir i augum Morgunblaðsmanna, að ein- staklingar eigi þak yfir höfuð sér, eða viðskiptasamningar séu gerðir skv. frjálsu sam- komulagi, þá brestur mig skiln- ing á stefnu blaðsins.“ Hitt er svo annað mál að.ég hef enga ástæðu til að ætla að þeir aðilar, sem nú hafa tekið upp þetta mál hafi áhuga fyrir því að skoða málið niður í kjöl- inn frá venjulegum viðskipta- sjónarmiðum. Tilgangurinn með skrifunum er heldur ekki sá að fjalla um mín persónulegu viðskipti, t.d. hvort ég kaupi íbúðarhús eða ekki, tilgangurinn er sá að læða þvi að, að ég hafi þegið mútur i sambandi við þessi fasteigna- skipti, enda ýmist dylgjað með það eða sagt beint eins og i Þjóðviljanum. Því skora ég hér með á ykkur, sem árásina gerið að sýna fram á, eða a.m.k. gera heiðarlega tilraun til þess að sanna, að ég hafi gengið erinda íslenska Álfélagsins, í ríkis- stjórn. á Álþingi eða öðrum vettvangi. Eg mótmæli harð- loga þessum dylgjum og áburði og á meðan þið finnið ekki oróum vkkar nokkurn stað verður að skoða þau sem mark- lausan áróður af lægstu tegund. Ritstjóri Þjóðviljans hefur krafist þess að ég segi af mér ráðherrastörfum vegna þessa máls. Það er nokkuð síðbúin ósk úr hans herbúðum með til- liti til þess að málið kom upp í tíð vinstristjórnarinnar. Hitt skulu bæði hann og aðrir vita, að ég tel mig hafa sinnt ráðherrastörfum mínum eftir bestu getu og samvisku og tel þessa frómu ósk, og árásina í heild, nokkra viðurkenningu á því að sæmilega hafi til tekist. Ég ætla ekki að afsaka mig fyrir hugrenningar annarra. Ég treysti því að almenningur sjái í gegnum þessar árásir, að þetta eru pólitískar árásir af því tagi sem ekki hafa verið notaðar í íslenskum stjórnmálum um langt árabil. Því miður virðist það nú aftur verða tízka að vegið sé að stjórnmálamönnum með ærumeiðandi óhróðri. Þessar árásir eru gjarnan gerðar undir því yfirskini að verið sé að efla pólitískt sið- gæði. Barátta fyrir pólitisku siðgæði verður þó ekki háð með dylgjum. Þvert á móti vitnar slíkur vopnaburður um skort á pólitísku siðgæði. Þegar rógskrif um menn koma í stað umræðu um hin pólitisku málefni þjóðfélagsins er hætta á ferðum. Stjórnmála- barátta er ekki þessarar gerðar. Stjórnmálabaráttan hlýtur að hafa háleitari markmið, hún er barátta um lífsskoðun manna, hvernig leysa skuli úr vanda- málum þjóðarinnar eins og þau eru á hverjum tíma, hvernig bæta skuli kjör hennar, rækta land hennar og auka þroska hennar. Þessi markmið skipta máli i íslenskum stjórnmálum og þeim verður ekki náð með því að ræna ærunni af þeim sem við stjórnmál fást með dylgjum og óhróðri. Það er stundum sagt að til- gangurinn helgi meðalið. Hitt mun sönnu nær að meðalið lýsi tilganginum, ódyggðin styður sig við svikin og illgirnin við róginn. Þjóðinni stafar nú hætta af því að óheiðarleg vinnubrögð nái fótfestu í íslenskri stjórn- málabaráttu. Megi hún bera gæfu til að svo verði ekki. Að lokum endurtek ég áskorun mína til vkkar að sanna á mig mútuþægni við Islenska Álfélagið. að öðrum kosti lýsi ég dylgjur ykkar óg frásögn þar um ósantnndi at verstu gerð. Halldór E. Sigarðsson

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.