Dagblaðið - 30.09.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 30.09.1976, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1976. MMBIAÐIÐ frjálst óháð dagblað f USA: Út«ofandi Daf'blartirthf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Fréttastjóri: Jön Biruir Pétursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helí»ason. Aðstoóarfrétta- stjóri: Atli Steinarsson. íþróttir: Hallur Símonarson. Hönnun: Jóhannes Reykdal. Handrit Asuriinur Palssiin. Blaðamei.n. Anna Bjarnason. Ásueir Tómasson. Berulind Ás^eirsdóttir. Bra«i Sinurðsson. Krna V InKólfsdóttir. (lissur Siiíurðsson. Hallur Hallsson. Helj»i Pétursson. Jóhanna Bir«is-t dóttir. Katrín Pálsdóttir. Kristín Lýðsdóttir. ólafur Jónsson. Ómar Valdimarsson. Ljósmyndir: Arni Páll Jóhannsson. Bjarnleifur Bjarnleifsson. Sveinn Þormóðsson. (Ijaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifinnarstjóri: Már E.M. Halldórsson. Áskriftarnjald 1000 kr. á mánuði innanlands. t lausasölu 50 kr.-eintakið. Ritstjórn Siðumúla 12. sími 83322. auí>lýsingar. áskriftirog af^reiðsla Þverholti 2. simi 27022. Setnin« o« umbrot: Daiíblaðið hf. oj» Steindórsprent hf.. Ármúla 5. Mynda-ojí plötujterð: Hilmirhf.. Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf.. Skeifunni 19. Ofbeldi unglinga vex ó strœtum stórborganna Svona lœkkum við skattana Almenningur hefur oftast verið óánægður með skattana sína, en sjaldan eins og á því sumri, sem nú er liðið. Aldrei áður hefur komið jafn berlega í ljós, að fjöldi manna hefur aðstöðu til að koma sér undan eðlilegum sköttum og til að hækka á þann hátt skatta náungans. Kröfur um réttlátara skattakerfi hafa aldrei verið háværari en einmitt á þessu ári hinna mestu ríkisumsvifa í íslandssögunni. Eðlilegt er, að í kjölfar krafanna fylgi tillögur til úr- bóta, og þær hafa líka litið dagsins ljós. Ólafur Nilsson, fyrrum skattrannsóknastjóri, kom með ýmsar tillögur í blaðaviðtali fyrir skömmu. Og í leiðurum Dagblaðsins hafa nokkrum sinnum birzt ýmsar hugmyndir. Stungið hefur verið upp á, að ríkið minnki hlutfall umsvifa sinna af þjóðarbúinu, svo að lækka megi skattprósentu og draga úr gildi tekjuskattsins. Stungið hefur verið upp á, að tekjuskattur og útsvar verði sameinuð í útsvarsformi, svo að niður falli ýmsir frádrættir, svo sem vegna fasteigna, vaxta, útivinnu giftra kvenna og ýmsir fleiri, sem þrýstihópar af ýmsu tagi hafa komið í gegn. í stað frádráttar vegna útivinnu giftra kvenna yrði þá að koma barnafrádráttur til greiðslu kostnaðar við barnagæzlu og heimilis- frádráttur til greiðslu á heimilishjálp. Stungið hefur verið upp á, að söluhagnaður vérði gerður skattskyldur að svo miklu leyti sem hann er umfram verðbólgu eða byggist á óverðtryggðu lánsfé. Stungið hefur verið upp á, að atvinnurek- endur, sem reka fyrirtæki sín á eigin nafni, verói að greina á milli einkatekna sinna og tekna fyrirtækjanna. Stungið hefur verið upp á, að samræmt verói mat eigna til eignaskatts, þannig að þær séu metnar sem næst á raunvirði þeirra í endur- sölu. Stungið hefur verið upp á, að metin verði lífsgæðaaðstaða manna eins og hún kemur fram í íbúðum þeirra, bílaeign, húsbúnaði, skemmtunum og ferðalögum til að fylla þá mynd, sem skattskýrslan sýnir. Allar þessar tillögur mundu leiða til hærri skattgreiðslna þeirra, sem hingað til hafa sloppið bezt. Jafnframt væri unnt að lækka skatta hinna, sem hingað til hafa borið hitann og þungann af byrðum skattakerfisins. Annars vegar eiga þær að leiða til þess, að yenjulegar verkamannatekjur, eins og þær eru hverju sinni, verði skattfrjálsar. Hins vegar eiga þær að leiða til lækkunar á skattprósent- um til hagsbóta fyrir meðaltekjtifólk, sem ekki hefur getaö hagrætt sköttum sínum. Ljóst má vera öllum, að við ramman reip er aö draga. Stjórnmálamenn munu vissulega þykjast vera fullir áhuga á réttlæti. En hætt er við, að úr áhuganum dragi, þegar til kastanna kemur og brýstihóparnir taka til sinna ráða. Almenningur má nú ekki missa mour þráðinn, heldur verður að halda stjórnmála- mönnunum við efniðunzþeir efna lofórðsínum rettlátara skattakerfi. Bandaríkjamenn hafa verið blessunarlega lausir við kynþáttaóeirðir í sumar þrátt fyrir gífurlegt atvinnuleysi meðal blakkra ungmenna. Aftur á móti hefur þróun mála á öðru sviði vakið jafn mikinn óhug og skelfingu þar vestra og kynþáttaóeirðir fyrri ára: vaxandi grimmd, dirfska og óþverraháttur hópa ungmenna á strætum stórborganna. t Detroit hefur reynzt nauðsynlegt að setja á útgöngubann (unglingar undir 18 ára aldri fá nú ekki að vera á götum úti eftir kl. 22 nema i fylgd fullorðinna), sem hert hefur verið eftir ,,innrás“ á rokkhljómleika í Cobo Hall, helztu ráðstefnumiðstöð borgarinnar, þar sem tugir blakkra unglinga réðust inn ásamt nokkrum fullorðnum. Þeir misþyrmdu og rændu fólk í áheyrendahópnum og einni konu var nauðgað. Þetta var í fyrsta sinn, sem þessir hópar voguðu sér inn í miðborgina, en í fátækra- hverfum austurhlutans hefur skálmöld ríkt lengi. Þar fara hópar unglinga um götur og stræti og ráðast á gangandi vegfarendur, strætisvagna og verzlunareigendur, einkum þá sem selja skotvopn. Göturnar eru auðar, því þessir hópar eiga til að skemmta sér við að skjóta úr bílum sínum á allt sem hreyfist. Kaupsýslumennirnir, sem hafa verið að gera tilraunir til að „endurvekja" Detroit með stuðningi við byggingu verzlunar- og skrifstofu- byggingarinnar Renaissance Center nærri Cobo Hall, eru skiljanlega órólegir vegna vax- andi ofbeldisverka og krefjast harkalegra aðgerða lög- reglunnar. Það tók lögregluna heilan klukkutíma að komast inn i Cobo Hall til að stilla til friðar. En lögreglan kvartar mjög yfir mannfæð: nærri 1000 lögreglu- þjónum var sagt upp störfum nýlega (um 20% allra lögregluþjóna) til að reyna að rétta við fjárhag borgarinnar. Nú hafa 450 þessara lögreglu- þjóna verið ráðnir aftur og borgaryfirvöld leita hófanna annars staðar að lausn á fjár- hagsvandanum. í New York, þar sem slíkir unglingahópar ollu nýlega gífurlegum skemmdum á heilu hverfi á Manhattan og réðust með ofbeldi á blökkumenn I Brooklyn, er reynt að bregðast við vandanum með þvi að lengja vaktatíma götulög- reglunnar. En það er ekki aðeins í New York og Detroit, sem glimt er við vandamál af þessu tagi. Nýleg könnun leiddi í ljós, að þessir unglingahópar verða stöðugt fleira fólki að bana, og að í Los Angeles, Philadelphiu, Chicago og San Francisco er vandinn einnig hinn sami. í öllum þessum borgum er mikill fjöldi van- nærðra og atvinnulausra unglinga, blakkra, . Puerto Ricana og mexikanskra ameríkana. Fjárveitingar til at- vinnusköpunar fyrir ungt fólk hafa í sumar verið minni en nokkru sinni fyrr. í New York- borg einni eru um 500 þúsund unglingar lausir úr skólum á sumrin og færir til vinnu, en fjárveitingin dugar aðeins til skapa 81.500 af þeim vinnu. Það er hægara sagt en gert að hafa hendur í hári þeirra seku. Fórnarlömbin eru oft of hrædd til að segja til árásar- mannanna. Það er útbreidd skoðun, að unglingarnir sem valda mestum vandræðunum, séu notaðir til þess af eldri ung- mennum er færu beina leið í fangelsi ef upp kæmist. Unglingar undir 16-17 ára aldri sleppa oftast við refsingu, enda fjalla unglingadómstólar um mál þeirra og beita oftast aðeins áminningum, jafnvel þótt viðkomandi hafi marg- sinnis verið handtekinn fyrir óspektir. Könnun hefur leitt í ljós, að af nærri 5000 unglingum, sem handteknir voru í New York 1973—74 fyrir alvarleg afbrot eins og morð, manndráp, íkveikjur, nauðganir, árásir, innbrot og vopnaburð, voru aðeins 4.4% send til endur- hæfingarstofnana. Þá hefur einnig komið í ljós, að unglinga- dómstólarnir eru illa skipulagðir og þar er mörgum málum klúðrað fyrir hand- vömm eina. Það er því ekki óeðlilegt, að háværar raddir heyrist um að sakhæfisaldur verði lækkaður jafnvel allt niður í 14 ár. Þeir sem gera þessar kröfur, viðurkenna þó fúslega, að það sé vissulega harðneskjulegt að senda 14 ára unglinga í fangelsi, sem í flestum tilfellum hefur reynzt herða jafnvel fullorðna. Þá ber einnig að taka tillit til þess að margir þessara unglinga eru truflaðir á geði eða með stórlega skerta greind. Samt sem áður þótti löggjafarvaldinu í New York timi til kominn að gera eitthvað og því var samþykkt löggjöf um að ungt fólk, sem fundið væri sekt um alvarlegt afbrot, bæri að loka inni á upptökuheimilum í að minnsta kosti tvö ár, en þó ekki lengur en fimm. En staðreyndin er þó sú, að það eru ekki margir piltar, sem kóma endurhæfðir út úr slíkum endurhæfingar- stofnunum. Að gefnu tilefni Húsið í Garðabœ í Dagblaðinu þann 21. sept. sl. birtist grein eftir Halldór Halldórsson, þar sem fjallað er um kaup mín á íbúðarhúsi í Garðabæ haustið 1973, og m.a. vitnað til ummæla í for- ystugrein Vísis frá 15. sept. sl. og sagt frá frásögn Morgun- blaðsins 22. maí 1974 af þessum húsakaupum. Til viðbótar hefur svo Þjóðviljinn talið sér nauðsynlegt að láta ekki sinn hlut eftir liggja og birtir í for- ystugrein sl. laugardag hat- ramma árás á mig vegna marg- nefndra húsakaupa. Öll þessi skrif virðast byggð á upphaf- legu greininni í Morgunblaðinu 22. maí 1974. í tilefni af þessu vil ég taka fram, að ég svaraði grein Morgunblaðsins í Morgun- blaðinu sjálfu 25. maí 1974 og gerði þar grein fyrir öllum málavöxtum varðandi íbúðar- húsakaúpin og leyndi þar engu um, enda engu að leyna. Þessi svargrein virðist af ein- hverjum óskiljanlegum ástæðum hafa farið framhjá þeim aðilum, sem nú hafa sýnt þessu máli svo mikinn áhuga að birta um það blaðagreinar og skulu því hér birtar, þessum sannleikselskandi mönnum til upplýsingar, hlutar úr téðri grein, er snerta húsakaup mín beint: 1. Stærð hússins er skv. teikningu, sem því fylgdi, 137.5 ferm, en auk þess fylgir þessu húsi eins og öllum öðrum húsum á þessu svæði tvöfaldur bílskúr, og að honum viðbætt- um getur stærðin náð því, sem þér gefið upp. Hins vegar mun það ekki vera venja, þegar gefin er upp stærð á íbúðarhús- næði, að telja bílskúra með, enda er það bygging af allt annarri gerð en íbúðarhúsnæð ið sjálft. Er þvl nákvæmni ekki höfð í huga um frásögn af stærð hússins. 2. Þegar ég vissi _af því, að hús þetta var til sölu.spurðist ég að sjálfsögðu fyrir um það hjá fasteignasölum, hvert gang- verð væri á sambærilegum hús- eignum og hvað hugsanlegt tilboð mitt þyrfti því að vera hátt. Mér voru þá gefnar þær upplýsingar, að verðið gæti verið frá 6 millj. kr. og til þess verðs, er ég keypti húsið fyrir, og færi það eftir útborgun þeirri er ég gæti innt af hendi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.