Dagblaðið - 30.09.1976, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 30.09.1976, Blaðsíða 9
I)A(;BLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR30. SEPTEMBER 1976. 9 ( Margs að minnast á tíu ára qfmœli sjénvurpsins ) Innflutningur á litsjónvarpstœkjum gœti staðið undir uppbyggingu dreifikerfisins — segir Ólafur Ragnarsson, fyrsti útsendingarstjóri frétta „Þaó er nú svo ægilega margt sem manni er minnisstætt frá fyrstu dögunum,“ sagöi Ölafur Ragnarsson ritstjóri sem var fyrsti útsendingarstjóri frétta í sjónvarpinu. „Þaö voru ekki beinar fréttaútsendingar fyrstu vikurnar heldur eingöngu er- lendir fréttaþættir. Síðar bætt- ust við innlendir fréttaþættir sem nefndir voru Úr borg í byggó, vegna þess að þar var um að ræða dálítið niðursoðnar fréttir. Þegar maður lítur á þetta úr fjarska finnst manni alveg furðulegt hvað einfaldir og sjálfsagðir hlutir vöfðust fyrir manni til að byrja með, svona á meðan var verið að móta vinnu- brögðin, t.d. þegar kom að því að ræða við Veðurstofuna um fyrirkomulagið á veðurfréttun- um. Það voru ótal fundir vegna þess og velt vöngum yfir því hvort þetta væri framkvæman- legt, — hvernig kortin ættu að vera og hve mörg. Það hafa orðið tiltölulega litlar breytingar á þessum tíu árum, fréttirnar eru mikið til enn f sama formi. Fyrst í stað vafðist fyrir okkur hvort flokka ætti í sundur innlendar og er- lendar fréttir en þar sem inn- lendar fréttir voru frekar stopular, sérstaklega mynd- efnið, var ákveðið að flokka fréttirnar ekki í sundur. Þá hefði orðið meira áberandi hve innlendu fréttirnar voru fáar.“ — Nú þegar þú ert ekki lengur við sjónvarpið en horfir bara á það eins og hver annar, hvað finnst þér þá um það? „Mér fyndist mega bæta og breyta til, ekki fyrst og fremst hvað fréttir snertir, en mér finnst að það ætti að auka inn- lenda efnið. Ég er heldur ekki sammála öllum þessum endur- sýningum á bezta dagskrártím- anum. Mér finnst líka að auka þurfi innlenda kvikmyndagerð hjá sjónvarpinu eða þá að sjón- varpið geri sjálft samninga við kvikmyndagerðarmenn utan stofnunarinnar. Auðvitað kostar þetta allt peninga og ég er anzi hræddur um að stofnunin hafi verið af- skipt í sambandi við fjárveit- ingar. Það er enginn vandi að hafa gott sjónvarp alla daga vikunnar ef kosta má einhverju til. A þessu tíu ára afmæli sjón- varpsins er mér efst í huga hvers vegna ekki er rekið alvöru-litsjónvarp hér. Það er furðuleg þröngsýni ráðamanna að berjast gegn þessari sjálf- sögðu þróun. Þessir menn hljóta að byggja afstöðu sína á misskilningi. Þeir bera því gjarnan við að svart-hvíta sjón- varpið sjáist illa úti um landið, í kjördæmum þingmanna og ráð- herra, og þess vegna megi ekki byrja með alvöru-litsjónvarp á Reykjavíkursvæðinu. En eini möguleikinn til þess að koma sæmilegum gæðum á sendingar til landsbyggðar- innar er sá að hefja innflutning á litsjónvarpstækjum, vegna þess að aðflutningsgjöldin eiga að fara beint i uppbyggingu dreifikerfisins. Það er ekki hægt aðlítaá þetta sem tvo að- skilda hluti, annars vegar dreifikerfið og hins vegar inn- flutninginn," sagði Ólafur Ragnarsson. Ólafur fór fljótlega að skrifa fréttir auk þess að sjá um út- sendingu þeirra og einnig sá hann um ýmiss konar innlenda þætti. Ólafur Ragnarsson með svni sína sem hann passaði á kvennafrídaginn í fyrravetur. Ölafur Ragnarsson, Magnús Bjarnfreðsson og Markús Örn Antonsson voru fyrstu starfs- menn fréttastofu sjónvarpsins. —A.Bj. SKEMMTILEGUSTU ATVIKIN MINNISSTÆÐUST Rœtt við Magnús Bjarnfreðsson „Með tímanum reynir maóur gjarnan að gleyma því sem miður hefur farið í hita augnabliksins. Ofarlega í huga verða viss skemmtileg atvik,“ sagði Magnús Bjarnfreðsson, einn af þrem fyrstu frétta- mönnum sjónvarpsins. „Oft minnist ég þess þegar við sátum þrír í langan tíma, ég Krúsi og Óli á fréttastofunni og þræddum fréttafilmur í og vörpuðum þeim á vegginn til þess að skoða þær. Þá höfðum við reynt að byrgja alla glugga. Eftir að hafa skoðað þetta á þennan frumstæða hátt, óra- langan tíma, komumst við að sameiginlegri niðurstöðu og klipptum. Ég efast um að nokkurn tíma hafi verið eytt öðrum eins tíma í filmubútun á þessum 10 árum, enda er nú kominn fullkominn klippiútbúnaður.“ En hvað finnst þér um fram- farir hjá sjónvarpinu? „Ég veit ekki hvað segja skal. LÖGDUM DAG VIÐ NÓTT TIL AÐ SANNFÆRA ALMENNING — segir Markús Orn Antonsson um fyrstu mónuðina hjá sjónvarpinu „Það kemur svo ótalmargt upp í huga manns við tímamót sem þessi,“ sagði Markús Örn Antonsson, ritstjóri og einn brautryðjendanna þriggja 'a fréttastofu sjónvarpsins, í sam- talj við DB. „Sérstaklega minnist ég þess gífurlega álags sem hvíldi á þeim 30 starfsmönnum, sem unnu við sjónvarpið í upphafi. Almenningsálitið, var frekar neikvætt gagnvart íslenzku sjónvarpi, fáir höfðu trú á að rekstur íslenzkrar sjónvarps- stöðvar væri mögulegur. Þetta stældi í okkur kjarkinn og við lögðum nótt við dag í starfi okkar, bæði í dagskrárgerð og fréttaöflun. Við vorum flestir frekar ungir en samstarfið gekk frábærlega og allir voru mjög einhuga um að skila verk- efninu frá sér á sem beztan hátt. Því miður verður það að segjast," hélt Markús áfram, „að framfarir hafa orðið mun minni á þessum tiu árum en. búást hefði mátt við og á það bæði við um dagskrárgerð og tækniframför. Að vísu nær sjónvarpið nú víðar um lands- byggðina en ef dagskráin í dag er borin saman við þá sem var fyrstu útsendingardaga sjónvarpsins, þá hafa engar stórvægilegar breytingar orðið. Síðan sjónvarpið eignaðist sín eigin tæki, en það var fljótlega eftir að útsendingar hófust, hafa litlar sem engar framfarir orðið á tæknibúnaði stofnunar- innar Þetta stafar að sjálfsögðu af fjárskorti því fjárframlög til þessarar stofnunar hafa alla tíð verið og eru enn ákaflega tak- mörkuð.“ -JB. Markús Örn Antonsson er i dag ritstjóri tímaritsins Frjálsrar verzlunar en var i mörg ár starfsmaður á frétta- stofu sjónvarpsins. Ég held að einangrun sjón- varpsins hafi sett mark sitt á dagskrána. Framfarir í dagskrárgerð hafa ekki orðið eins miklar og annars hefði getað orðið. Menn búa enn að því litla sem þeir lærðu þegar þeir hófu störf sín. Þeir hafa ekki getað endurmenntað sig eins og þurfti. Þetta flýgur mér oftast í hug þegar ég horfi nú á íslenzka dagskrá." -EVI. Magnús Bjarnfreðsson var einn af þrem fvrstu fréttamönnum sjónvarpsins. Fyrsta dagskráin Dagskrá sjónvarpsins fyrsta útsendingarkvöldið vará þessa leiö: Kl. 20.00 Ávarp — Vilhjálmur Þ. Gislason utvarpsstjori. 20.05 Blaðamannafundur. Bjarni Bent>- diktsson forsætisráðherra svarar spurningum blaðamanna. Fundar- stjðri er Eiður (iuðnason. Spvrjendur auk hans eru rit- stjðrarnir Andrós Kristjánsson o« Olafur Hannihalsson. 20.40 Úr Eystri byggð á Grænlandi. Kvikmynd sem Ósvaldur Knudsen hefur uert um bygKdir Islendinga á (irænlandi fyrr á öldum. Þulur er Þðrhallur Vilmundarson. 21.00 „Skáldatími". Halldðr Kiljan Laxness Jes úr Paradísarheimt. 21.25 Það er svo margt ef að er gáð. Skemmtiþáttur Savanna trlðsins. 21.55 Dýrlingurinn. 22.45 „Frá liðinni viku", erlendar fréttir úr nýliðinni viku. 23.00 Dagskrárlok. „Okkur langar til að gera íslenzkan framhaldsmyndaflokk" Frumherjarnir i lista- og skemnitideild sjónvarpsins: Tage Ammendrup. Andrés Indriðason og Sleindór lljörleifsson bera saman lia'kur sinar. — segir Tage Ammendrup „Starfsmannafélagið mun halda kvöldskemmtun í tilefni atmælisins," sagði Tage Ammendrup, starfsmaður hjá sjónvarpinu. Sjónvarpið er 10 ára í dag. Enn starfa talsvert margir af frumhverjunum við sjónvarpið og Tage er einn þeirra. „Annars verður nú lítið um að vera hjá okkur,“ sagði Tage, „það eru allir svo blankir.1' „Það minnisstæðasta frá þessum. tíma finnst mér vera nvað mikil samheldni var í byrjun og hvað starfsmenn sjönvarpsins lögðu mikið á sig 111 að allt gengi sem bezt. Miklar vonir voru bundnar við s.iónvarpið og við höfum gerl marga góða hluti en belðum getað gert betur ef fjár- hagurinn hefði verið rýmri, Auk frétta tel ég leikritin vinsælust af íslenzku efni sem sýnt er. Erlendu framhalds- myndaflokkarnir eru mjög vinsælir. Okkur langar mjög til að fá tækifæri til að vinna að íslenzkum framhaldsmynda- fíokki. Við höfum velt þessu talsvert fyrir okkur og það er af mörgu að taka. íslandsklukkan er til dæmis alveg sköpuð f.vrir slikan þátt. Byrjunarkostnaður yrði meiri við gerð slíks þáttar, en hver þáttur ætti að geta orðið ódýrari en leikrit sem sjónvarpið lætur gera." Við rifjuðuni upp i sameiningu nokkra gamalkunna þætti sent birzt hafa á skerminum þessi 10 ár. Margir góðir kunningjar komu í hug okkar. Fyrstu föstu þættirnir voru Dýrlingurinn, Luci Ball og Steinaldar- mennirnir. Smart spæjari kom seinna til sögunnar. Síðan má nefna framhaldsm.vnda- flokkana, Sögu Forsythe ættarinnar, Ashton fjölskylduna og Valdatafl. Manni hlýnar um hjartarætur við að hugsa til þessara þátta og maður finnur til saknaðar, þótt MacCIoud og Colombo séu syo sem ágætir. „Það hlýtur að vera skemmtilegra að vinna á svona lítilli sjónvarpsstöð." sagði Tage í lokin, „fjölbreytni starfsins hlýtur alltaf að vera meiri og það er engin hætta á að maður festist i sama efninu i mörg ár." ' KP.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.