Dagblaðið - 30.09.1976, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 30.09.1976, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1976. 13 íþróttir Iþróttir Sþróttir Sigur FH gegn erkHjendunum — FH sigraði Hauka 17-16 i úrslitaleik Reykjanesmótsins n Þjódverjinn varð fyrri til Gísli Tnrfasnn fvlgrlist spenntur með. DB-mynd Bjarnleifur. leinars fœvði m jafnteffi! f ó Laugardalsleikvanginum i gœrkvöldi 1-1 Þjóðverjanna — til að mynda átti Olafur Júlíusson þrumuskot af 20 metra færi úr aukaspyrnú en knötturinn small í samskeytum þýzka marksins — Kargus átti þar enga möguleika. Keflvíkingar áttu einnig tvö ágæt skot en fram- hjá og síðan á 73. mínútu kom glæsimark Keflvíkinga eins og áður hefur verið lýst. Jafntefli 1-1 — þrátt fyrir að Keflvíkingar hafi verið slegnir út var frammistaða þeirra íslenzkri knattspyrnu til sóma. h. halls. FH sigraði í Reykjanesmótinu — sigraði erkifjendurna Hauka 17-16 í úrsiitaleik mótsins í gær- kvöid. FH var vel að sigrinum komið — liðið lék oft ágætan handknattleik, einkum í fyrri háifleik er það náði góðri forustu. Voru FH-ingar þá gæðaflokk betri en Haukar, sem ekki virtust ná sér á strik. Já, FH náði sannarlega góðri forustu í fyrri hálfleik og var engu líkara en Haukar væru stat- istar í leiknum. Slíkir voru yfir- burðir FH. FH komst í 4-1 — síðan 6-2 og stóð ekki steinn yfir steini hjá Haukum. Þeir virtust ráðvilltir og íslandsmeistararnir beinlinis gengu í gegnum vörn nágranna sinna. FH jók bilið jafnt og þétt — þannig komust þeir í 9-4 fyrir leikhlé. Því bjuggust áhorfendur við að eftirleikurinn yrði FH auð- veldur — ekki stóð steinn yfir steini hjá Haukum. Og í byrjun síðari hálfleiks virtist stefna í öruggan sigur. FH hélt áfram að auka muninn — komst í 11-5 en þá fór vélin að hiksta. Haukar gengu á lagið og breyttu stöðunni í 10-13. Þegar aðeins þrjár mínútur voru til leiksloka tókst Haukum að jafna 16-16 — já, vel af sér vikið að breyta stöðunni úr 5-11 í 16-16. En FH tókst að ná forustu aftur þegar aðeins tvær mínútur voru til leiksloka — og allt á suðu- punkti. Haukar héldu knettinum og reyndu að finna glufu í vörn FH og þegar aðeins nokkrar sekúndur voru til leiksloka reyndi Sigurgeir markskot — en framhjá og sigur FH staðreynd — FH Reykjanesmeistari 1976. Markhæstur FH-inga varð Þórarinn Ragnarsson með 6 mörk. Sæmundur Stefánsson skoraði 4, Viðar Símonarson 3 og Geir Hall- steinsson skoraði 2. Þeir Sigurgeir Marteinsson og Hörður Sigmarsson voru mark- hæstir Haukanna — skoruðu 5 mörk hvor. Arnór Guðmundsson skoraði 3 mörk. Delluleikur Víkings og KR Víkingur tryggði sér þriðja sætið í Reykjavíkurmótinu x handknattleik er liðið sigraði KR 30-24. Leikur liðanna var ákaflega lélegur — já, það var vart hægt að kalla leikinn handknattleik. Liðin virtust leika eftir einhverjum allt öðrum reglum. Furðulegt að Vík- ingur skuli geta sýnt jafn slakan leik og liðið gerði í gærkvöld. Liðið hefur á að skipta mörgum ágætum handknattleiksmönnum — en ekki var heil brú til í leik liðsins. Virtist sem allir leik- menn liðsins álitu sig sjálfkjörna til að skora — samherji, hvað var nú það? Dapurlegt. Já, leikur Víkings og KR var furðulegur — að ekki sé meira sagt. Víkingur hafði yfir í leikhléi 14-10 — komst síðan í 17-10. Þá hins vegar fór allt úr skorðum og KR jafnaði 19-19. KR komst síðan í 24-22 — en Víkingur skoraði síðan 8 síðustu mörk leiksins. Furðulegur leikur, vitiaus leikur. Ólafur Einarsson skoraði 9 mörk fyrir Víking, Björgvin Björgvinsson 5 og Þor- bergur Aðalsteinsson 4. Ármann sigraði Fylki í leiknum um 7. sætið 21-15. Pétur Ingólfsson, Hörður Harðarson og Vilberg Sigtryggson skoruðu 4 mörk hver fyrir Armann. Fyrir Fylki skoruðu Einar Agústsson og Gunnar Baldvinsson 5 mörk hvor. Skagamenn óheppnir að bíða ósigur í Tyrídandi — Trabzonspor sigraði ÍA 3-2 i Tyrklandi í gœrkvöldi og sigraði samanlagt 6-3 Akurnesingar sönnuðu í gærkvöld í Tyrklandi að tap þeirra hér heima fyrir tyrkneska liðinu Trabzonspor var ástæðuiaust — já, Akurnesingar áttu aldrei að tapa hér heima fyrir Trabzonspor. 1 gær- kvöld iéku Skagamenn í Trabzon og töpuðu að vísu —en 2-3 og máttu Skagamenn teljast óheppnir að hljóta ekki jafntefii í Iciknum. Liðið átti fuiit eins mikið í leiknum og betri mark- tækifæri. Lið Trabzonspor fékk sannkallaða óskabyrjun er Huseyin skoraði eftir aðeins 4 mínútur. En Skagamenn voru ekki á því að gefast upp og sóttu vel og eftir skemmtilega sóknar- lotu jafnaði Karl Þorðarson fyrir Skagamenn. Það sem eftir var hálfleiksins var jafnræði með liðunum. Hvorugu liðinu tókst að ná frum- kvæðinu. Staðan í leikhléi var því 1-1. Kn rétt eins og í fyrri hálfleik fxxngu Tyrkirnir góða byrjun í hinum síðari. Huseyin var þá aftur á ferðinni er hann skoraði og kom það mark á 5. minútu. En aftur voru Skagamenn ekki af baki dottnir — Teiti Þórðar- syni var brugðið innan vítateigs og víti umsvifalaust dæmt. Teitur skoraði sjálfur úr vítinu, 2-2. Tyrkjunum tókst að knýja fram sigur er Engin^skoraði af 25 metra færi — þrumuskot hans hafnaði í þverslá og inn, gjörsam- lega óverjandi, 3-2. Hinir 15 þúsund áhorfendur fögnuðu innilega og þrátt fyrir þunga sókn Skagamanna þaó sem eftir var tókst þeim ekki að knýja fram mark. En nokkrum sinnum skall hurð nærri hælum við mark Tyrkjanna — þannig átti Teitur Þúrðarson gott skot í þverslá frá vítateig en ekki vildi knötturinn inn. Þessi úrslit verða að teljast góð — eftir það senx á undan var gengið hjá Skagamönnum Þeir voru óheppnir með þjálfara og óeining kom upp. Hið slæma tap hér á Laugardalsleik- vanginum varð til þess að liðið féll út — slæmt til þess að vita því íslenzkir knattsp.vrnuunnendur vita að miklu meira býr í liði Skagamanna en þeir sýndu þá. Fram tapoði 0-5 í Bratislavo Fram mátti þola slæmt tap í Bratislava í Tékkóslóvakíu í gær- kvöld er liðið lék seinni leik sinn við Slovan Bratislava. Fimm sinnum máttu leikmenn Franx hirða knöttinn úr netinu — og því tapaði Fram samanlagt 0-8 i báðunx leikjum liðsins við Slovan. Ondrus — risinn í vörn Slo- van, kom líðinu á sporið er hann skoraði snemma í leiknum. Dekarik bætti síðan við iiðru marki og þrátt f.vrir þunga sókn Tékkanna tókst þeim ekki að bæta við fleiri mörkuni lyin leik- hlé. En nxörkin urðu hins vegar þrjú í siðari liálf leik.Þeir Barton og Gapkovie skoruðu tvívegis en Kris.tinn Atlason varð fyrir því óláni að senda knöttinn i eigið net — framhjá Arna Sefánssyni. Því ósigur 0-5 — einnig á Laugardals- leikvangtnum 0-3. Fram er þvi úr leik í UEFA -bikarkeppninni. Ahorf.endur í Bratislava voru um 8 þúsund — greinilegt að Tékkar liafa álitið verkefni Slovan auð- velt eftir 3-0sigurinn i Reykjavik. Iþróttir Hafi Alí sigrað, þó unnu Japanir seinna striðið! „Hafi Ali sigrað Norton þá sigruðu Japanir í síðari heims- styrjöldinni," skrifaði einn fréttamanna eftir að Ali hafði verið dæmdur sigur i keppni sinni við Ken Norton um heims- meistaratitilinn í hnefaieikum í fyrrinótt. AIi var dæmdur sigur á stigum og virtust menn ekki á eitt sáttir við þann úrskurð dómara þó flestir hafi verið sammáia um, að Ali hafi sigrað. Þeirra á meðal var Floyd Patterson fyrrum heimsmeistari. Norton hefur nú mótmælt niðurstöðu dómaranna formlega og hann sagði. „Eg er ekkert sár út í Ali en ég átti sigurinn skiiið — alls ekki síður en Ali.“ Norton hefur sagt að hann muni draga sig í hlé frá hnefa- ieikum fái hann ekki að keppa aftur við Ali — það er að ieikur- inn verði dæmdur til að ieikast aftur. En Ali hefur sagt að hann hafi aðeins áhuga á einni keppni tii viðbótar, gegn George Foreman — síðan hætta. í kæru sinni sagði Biron, fram- kvæmdastjóri Norton — „Til þess að sigra Ali þarf rothögg eða algjöra yfirburði. Slíkt á ekki að geta átt sér stað. Niðurstaða dómaranna í ieik Ali og Norton var tii skammar. Það var „svört nótt' í sögu hnefaleika. Fyrsti sigur Leicester! Leicester vann sinn fyrsta sigur í ensku 1. deiidinni í ár er liðið sigraði Stoke 1-0. Leicester gerði jafntefii i fimm fyrstu leikjum sínum — já sannkaliaðir jafntefliskóngar ■ Leicester. Liðið gerði 19 jafntefli á síðasta keppnistímabili. Því hlýtur þessi sigur Leicester að vera kærkominn — en liðið hafði tapað sínum sjötta leik 0-2 á laugardag gegn Aston Villa. Það fór einnig fram einn leikur í 3. deild — Peterborough sigraði Swindon 1-0. í áttaliða úrslitum skozk-ensku keppninnar fóru fram tveir leikir. í Lundúnum Iéku Orient úr 2. deild á Englandi og Aberdeen úr skozku „aðal- deildinni". Orient sigraði 1-0 og komst áfram samaniagt 2-0. Patrick Thistle lék við Bolton í Glasgwo og sigraði Partick 1-0. Þetta nægði Glasgow liðinu því jafntefii varð í Bolton 0-0. Sunderland kaupir tvo leikmenn Bob Stokoe framkvæmdastjóri Sunderland gerði stórkaup í gær. Lið hans — Sunderland er nú í neðsta sæti 1. deiidar og greini- legt að Stokoe ætlar þvi meira. Hann keypti tvo leikmenn í gær. Stokoe keypti hinn unga og skæða sóknarmann Leicester Bob Lee á 200 þúsund pund. Ekki lét Stokoe þar vxð sitja heidur keypti hann einnig markvörð. Hann ke.vpti Barr.v Siddail frá Bolton á 80 þúsund pund. Sundcrland hefur einmitt átt í erfiðleikum vcgna þess að Jim Montgomery, hinn snjalli mark- vörður liðsins hefur átt við meiðsli að stríða og enginn hefur verið til að fylla skarð lians. Kaup Stokoe á Lee eru athyglisverð — Þessi ungi leikmaður varð markhæsti ieikmaður Leicester á síðasta keppnistímabili — skoraði 13 mörk. En það var fyrst á síðasta keppnistímabili að Lee náði að tryggja sæti sitt í liði Leicester. Lee hefur átt við ineiðsli að stríða það senx af er þessu keppnistímabili.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.