Dagblaðið - 30.09.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 30.09.1976, Blaðsíða 7
:>A<;HLAf)IÐ. FIMMTUDACURSO. SEPTEMBER 1976. 7 Erlendar fréttir REUTER Belenko var dópaður — segir Sovét- stjórnin Sovézki þotuflugmaðurinn Viktor Belenko, sem flúði heimaland sitt til Japan og leitaði hælis í Bandaríkjunum 6. september, hitti starfsmenn sovézka sendiráðsins í Washington i varnarmálaráðu- neytinu þar i borg í gær. Hann sagði þar að hann vildi ekki halda heim, heldur verða um kyrrt. Þetta er annar fundurinn, sem haldinn er með Belenko og fullirúum sovézkra stjórnvalda. Um fyrri fund- inn. sem haldinn var i Tok.vo skömmu eftir að Belenko lenti MIG-25 þotu sinni í Japan, segir Sovétstjórnin i orðsend- ingu til þeirrar japönsku, að hann hafi ekki verið „annað en ómerkileg sýning, þar sem japanskir lögreglumenn og embættismenn léku aðalhlut- verkin og umkringdu Belenko. En jafnvel þessi fundur sýndi svo ekki varð um villzt, að flug- maðurinn var í óeðlilegu ástandi, sem greinilega stafaði af áhrifumeiturl.vfja eða ann- arra slíkra efna. Við þessar aðstæður var full- trúi sovézka sendiráðsins í raun sviptur möguleikanum á að tala við Belenko," segir enn fremur i orðsendingu sovézku stjórnarinnar. „Þær fáu sund- urlausu setningar, sem náðust upp úr þeim manni, sem japönsku embættismennirnir kvnntu sem Belenko, staðfestu ekki fullvrðingar japanskra yfirvalda um að hann hefði beðizt hælis sem pólitískur flóttamaður í Bandaríkjunum. Engu að síður var hann sendur til Bandaríkjanna með öflugu fylgdarliði og með beinni þátt- töku bandarísku leyniþjónust- unnar." Japanir hafa nú boðizt til að skila aftur MIG-25 þotunni, sem Belenko kom á til Japan, en áður eru þeir búnir að rífa hana í sundur og grannskoða ásamt bandarískum hernaðar- sérfræðingum. Ródesía: S tjórnarskrárviðrœðurnar hefjast eftir tvœr vikur Bretar hafa hafið aðgerðir, sem miða að því að koma í veg fyrir að brezk-bandarísku sátta- tillögurnar um framtiðarlausn Ródesíudeilunnar fari i strand. Þeir hafa lagt til, að viðræöur um myndun bráðabirgða- stjórnar í landinu hefjist eftir um það bil tvær vikur. Sendiherra Breta hjá Samein uðu þjóðunum. Ivor Riehard, var í gær útnefndur til að hafa formennsku á fyrirhuguðum fundum, sem líklega verða haldnir i Livingstone, Zambíu- megin við ródesísku landamær- in. Utanríkisráðherra Breta, Anthon.v Crosland, vildi í gær ekki segja ákveðið um hvar fundirnir skyldu haldnir, aðeins að þeir yrðu í sunnan- verðri Afríku. Eorsætisráð- herra Ródesíu, Ian Smith, hefur áður lýst vilja sínum til að fundirnir verði haldnir innan landamæra Ródesíu. Kenneth Kauncta, forseti Zambíu, fullvissaði Smith um það í gær, að hann gæti átt sinn stað ,,í sólinni" gegn því skil- yrði, að hann Iéti af stjórn. Kaunda sagði einnig, að eftir að blökkumenn fengjú völd í Ródesíu í sínar hendur yrði ekkert kynþáttamisrétti í land- inu. Samora Machel, forseti Mósambík, segir í viðtali við brezka blaðió Times í dag, að skæruhernaðinum í Ródesíu verði haldið áfram að minnsta kosti þar til endanlega hefur verið ákveðið hvenær og hvernig blökkumenn í landinu fái völdin. Machel forseti dregur í viðtalinu enga dul á andúð sína og vantraúst á stjórn hvítra manna í Ródesíu og segir hana vera að reyna að breyta tapi í sigur með ýmsum bellibrögðum nýlendusinnanna. Eina leiðin til að sigrast á þessum brögðum, segir Machel, er að halda vopnaðir baráttu áfram. Ford fyrírskipar rannsókn Ford Bandaríkjaforseti hefur f.vrirskipað opinbera rannsókn á skjölum vegna golfferðalaga har.s á vegum stórfyrirtækja áður en hann varð forseti og keppinautur hans í forsetakosningunum, Jimmy Carter, hefur krafizt þess, að Hvíta húsið gefi fulla skýringu á málinu. Hefur forsetinn fyrirskipað að öll persónuleg skjöl hans verði leituð uppi til þess að komi/t verði að því, hversu oft hann hefur þegið boð stórfyrirtækja um að koma og spila golf. Feróa- lög þessi komu honum enn einu sinni í koll í gær, þegar Carter krafðist þess, að Ford legði fram fullkominn lista yfir þau sam- skipti, sem hann kynni að hafa haft við ýmsa sérhópa í þjóðþjóð- félaginu. ,,Eg er ekki þeirrar trúar, að hér hafi verið framið lagabrot," sagði Carter við fréttamann í Bráðabirgðaskýrsla, sem birt hefur verið í Bogota í Suður- Ameríkuríkinu Colombíu sýnir. að nægilegur fótur er fyrir ásök- unum á hendur foringjum innan flughersins um að þeir hafi þegið mútur af Lockheedfyrirtækinu bandaríska. Mun nú verða hafin opinber rannsókn. Plains í Georgíu. „Aðalatriðið er, að allur sannleikurinn sé dreginn fram í dagsljósið um leió og deilur koma upp um sannleiks- gildi orða manna“. Saksóknari hersins, Eduardo Melendez aðmíráll, sagði frétta- mönnum í gær að hann myndi þó kanna skýrsluna nánar, áður en hann f.vrirskipaði rannsóknina. Ríkisstjórn landsins krafðist þess að kannað yrði, eftir að blöð landsins höfóu birt fréttir um Varð Carter sjálfur að svara erfiðum spurningum vegna ýmissa gjafa, sem hann hafði fengið er hann var fylkisstjóri í Georgíu. málið, hvað væri hæft í þeim ásökunum að tveir fyrrum for- ingjar innan flughersins hefðu þegið mútur sem svarar unt 36 milljónum ísl. króna, gegn því að mæla með kaupum á flutninga- flugvélum Lockheed, Hercules C- 130. Hœgur bati pundsins Staða brezka pundsins batnaði nokkuð í gær, eftir að rikisstjórnin brezka tilkynnti, að hún myndi fullnýta lán- tökuheimild sína hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Virðast vera um það allmiklar deilur innan stjórnarinnar, því að fjármálaráðherrann, Dennis Healey, 'sagði á fundi með fréttamönnum, að slík lántaka til að reyna að bæta efnahags- ástandið „gæti jafnvel orðið tilefni til óeirða á götum úti “ en engu síður yrði að grípa tiL þessarar ráðstöfunar, ef koma ætti í veg fyrir algjört hrun efnahagslífsins. Tilkynningin um lántökuna varð til þess, að að staða pundsins batnaði nokkuð, það hækkaði um fjögur sent og stóð í 1.66 dollara í gærkvöldi. Jensen til sölu Hin fræga fimmtuga bíla- smiðja í Bretlandi, Jensen Motor hefur nú verið boðin upp í London. Bílasmiðjan, sem þar til fyrir þrem mánuðum fram- leiddi lúxusbifreiðir í verk- smiðju í Vest Bromwich, hefur starfað undir stjórn gjald- heimtumanna eftir að eig- andinn, ameríkumaðurinn Kjell Qvale, ákvað að selja hana. Hún var búin að vera í rnargra ára tapi. Hlutabréf bílasmiðjunnar eru talin vera um 1.500.000 punda. LOCKHEED-HNEYKSLIÐ NÆR TIL COLOMBÍU > HÚSGÖGN fér* RÍIFTÆKI HALLVEIGARSTÍG 1 SÍMI10520 GLÆSILÍG SÉRVERZLUN MEÐ HÚSGÖGN, RAFTÆKI 0G GJAFAVÖRUR Þetta glœsilega sófasett höfum við í verzluninni ásamt fjölda annara tegunda SÉRSTAKLEGA HAGSTÆÐ KJÖR NÆG BÍLASTÆÐI

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.