Dagblaðið - 09.10.1976, Síða 14

Dagblaðið - 09.10.1976, Síða 14
Hamarshöggin hljóma betur en nokkur sinfónía ó fjósþakinu ó Þorvaldseyri DB heimsœkir Eyjofjallasveit DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 9. OKTÖBER 1976. Þeir áætla að 16 þús. nagla þurfi i þakið. Þarna eru þeir smiðirnir Marinó Adólfsson, Asmundur Þórhallsson og synir Eggerts, Ólafur og Þorleifur. „Tíu hamrar glumdu á þakinu hér í gær, þá hefðuð þið átt að vera komin. Það hljómaði langtum betur en nokkur sinfónía," varð Eggert Ölafs- syni bónda á Þorvaldseyri að orði, þegar farskjótinn okkar Bjarnleifs á fjórum hjólum kom í hlað á Þorvaldseyri undir Fjöllunum fyrir nokkru, nánar tiltekið í Austur- Eyjafjallahreppinn. Eggert fannst ekki mikið þótt fimm menn negldu nú sem ákafast við nýju fjósbygginguna á Þorvaldseyri. Það voru mikil viðbrigði að koma inn á slíkt athafnasvæði frá því bókstaflega að hafa ,',átt“ þjóðveginn. Já, það er ekki mikil umferð upp til sveita þþgar hausta tekur. var á ferð í fyrra vantaði ekki brennandi þurrkinn, en súrheysverkun er þar númer eitt. Þessir karlar eru ekkert að hugsa um heyþurrkun. í vor var ég með góða nýrækt, sem erfitt er að þurrka. Það gras fór allt i súrhey. Ég segi það auðvitað ekki að það sé ekki verra þegar rignir að eiga við þetta, en engin frágangssök er það.“ Menn kunna hrein- lega ekki að verka súrhey — En hvers vegna eru menn svona mikið á móti súrheys- verkun? „Þvl er auðsvarað. , Menn kunna hreinlega ekki til verka og það er talað fyrir daufum eyrum, þegar súrheysverkun ber á góma. Það kostar auðvitað mikið að reisa súrheysturna, en lán pru litið veitt til þeirra framkvæmda. Til dæmis er ég nú að byggja tvo og lán eru ekki veitt nema fyrir helmingi byggingarkostnaðar. Margir bænd’ur háfa líka komið sér upp heybindivélum, sem henta vitanlega ekki við súrheysverkun. Það myndi vera dýrt fyrir þá að skipta um tæki. Ég er hins vegar með sjálfhleðsluvagna. Það er lyktarlaust Annað er það sem menn setja Ekkert smófjós — rúm fyrir 140 nautgripi Það er ekkert smáræðis fjós, sem þarna er verið að reisa, enda ætlar Eggert nú að búa félagsbúi með tveim sonum sínum. Hann býst ekki við að það verði „nema“ 80 kýr í fjósi þegar allt verður tilbúið næsta haust og um 60 holdanauta- blendingar sem hann ætlar að ala upp til slátrunar þangað til Súrheysverkun hefur verið allt of lítil á tslandi, cinfaldlega vegna þess að menn kunna ekki til verka. Eggert er að byggja þennan turn, ásamt sonum sin- um tveim og annar á eftir að rísa við hlið hans. Súrhey er eitt af því sem áreiðanlega á eftir að ryðja sér meira til rúms. Hann segir okkur að landrými hreppsbúa sé ekki mikið. Féð er á beit í heimahögum. „Svo að við þekkjum lítið til hinnar margrómuðu réttarrómantikur. Réttarböll og önnur böll eru þó stunduð og unga fólkið fer á hvert ball sem haldið er í nágrenninu og einnig þau, sem haldin eru lengra í burtu.“ „Hvernig það er að vera bóndi? Ég skal svara því ef mér líkaði það ekki þá væri ég ekki að þvi. Ég hef verið hér á þessum bæ allt mitt líf. Sumir eru þannig gerðir frá náttúrunnar hendi að þeir eru fæddir til að verða bændur eða sjómenn. Duglegir menn geta alltaf komizt áfram í þessum störfunij en ef þeir halda að þetta sé eitthvert sport, þá er betra fyrir þá að snúa sér að einhverju öðru.“ Við sjjyrjum hvort ekki sé rigningasamt þarna undir Fjöllunum og vissulega er það. Það er lika mjög stormasamt. svo að menn i þeirri sveit verða að byggja mjög rammgert. Það er líka betra að vera nokkuð veðurglöggur, því að Kári lætur sér ekki fyrir brjósti brenna að Feðgarnir Olafur og Eggert halda að þessi þaksaumur komi tii með að duga ágætlega. Við gátum ekST varizt þvf að spyrja hvort menn yrðu ekki varir við tröllin sem við Bjarnleifur sáum ganga með miklar byrðar upp Steinaf jall þarna rétt hjá. Nei, var svarið, tröllin létu litið á sér kræla enda steinrunntn en af huidufólki var nóg. Hann Eggert Olafsson bóndi á Þorvaldseyri i Austur- Eyjaf jaliahreppi heldur þvi fram að Islendingar eigi eftir að flytja út iandbúnaðarvörur eins ört og við getum framleitt þær. þeir verða 1'á—2 ára. I gamla fjósinu eru nú 40 kýr mjólk- andi og 15 holdanautablending- ar. 250 kindur eru fjáreignin, en hesta segist Eggert lítið hafa við að gera. Hann varð afskaplega feginn þegar vélarnar komu til sögunnar og hann þurfti ekki lengur að notast við þarf- asta þjóninn. Það er þó ekki svo að í hans hreppi hafi menn ekki áhuga fyrir hestum. Jarpaþrœlasala „En það að selja þá úr landi kalla ég Jarpaþrælasölu. Stund- uð var svört þrælasala, þessi er lítt betri eða hvernig halda menn að hestunum okkar líði í' 30-40 gráða hita?“ segir Eggert. feykja nýslegnu heyi veg allrar veraldar, ef þannig er i honum skapið, en hvað hefur Eggert að segja við svona hamförum. Að bjóða rosanum birginn — nei bara að byrja störfin „Það er alltaf verið að tala um að bjóða rosanum birginn. Þetta er bara einhver vitleysa. Mér dettur ekki í hug að hugsa um slíkt. Ég byrja að slá, hvort sem það_er þurrkur eða ekki. í Noregi og Svíþjóð þar sem ég Hér sjáum við inn í smáhluta af nýja fjósinu.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.