Dagblaðið - 09.10.1976, Side 24

Dagblaðið - 09.10.1976, Side 24
HEILBRIGDISRÁÐHERRA HUNDSAÐIÞRÍVEGIS ÁLIT frjálst, úháð datjjhlað LAUGARDAGUR 9. OKT 1976. „Við skukim slótra máfínu" — segir Halldór E. Sigurðsson „Ég mun ekki svara því hér, heldur mun ég gera það á Alþingi, þar sem hann getur svarað fyrir sig,“ svaraði Halldór E. Sigurðsson, land- búnaðarráðherra spurningunni um það, hvaða álit hann hefði á þingmanni, sem lýsti því yfir, að hann myndi hafahoð og bönn ráðuneytis að engu. „Ég hélt ekki, að þetta yrði slíkt stórmál og ákvörðun mín um að veita undanþágu er byggð á því að ég vildi firra vandræðum og auk þess höfðu dýralæknar ekki lagzt gegn því, að sláturhúsi Slátursamlags Skag- firðinga yrði veítt sú undan- þága sem veitt er til eins árs og felur í sér heimild til þess að slátra 3000 fjár á þessu hausti. “ Ráðherra hélt blaðamanna- fund i gær, þar sem hann skýrði sjónarmið sín í „Slátur- málinu" og vildi fyrst og fremst leggja á það áherzlu, að ekki hefði verið um neina valdníðslu að ræða frá ráðuneytsins hálfu, að eina, sem gert hefði verið var að fara að settum reglum. Lögum samkvæmt væri eftirlit með sláturhúsum mjög strangt hvað varðaði alla gerð þeirra og starfsemi, og væri það því stefna stjórnvalda, að fækka þeim tii þess, að unnt væri að reisa færri en fullkomnari sláturhús, sem væru mun af- kastameiri en þau smærri. Þá væri stærsta atriðið ótalið, en það væru hreinlætissjónar- miðin. „Við flytjum út kjöt í æ ríkari mæli og alltaf er verið að gera strangari kröfur um hrein- læti bæði erlendis og hér 'heima,“ sagði Halldór. „Sláturhús sem fullnægja eiga þeim kröfum eru dýr í byggingu og verða því að hafa meiri umsvif til þess að þau beri sig.“ Það kom fram á fundinum að 56 sláturhús eru skráð hér á landi. en af þeim eru 30 á undanþágu. Verða þau le.vfi tekin til endurskoðunar á þessu ári, en heimild til þess að veita slíkar undanþágur rennur út samkvæmt lögum nú um ára- mót. Ekki kvaðst ráðherra tilbúinn að tjá sig um það, hvort þau lög verði framlengd. „Ég legg þvi til, að máli þessu verði slátrað," sagði ráðherra að lokum. Dagblaðið hafði samband við Eyjólf Konráð Jónsson, for- mann stjórnar Slátursam- lagsins, og spurði hann um álit hans á málinu: „Mér fínnst máli þessu vera aflokið og vil ekki segja neitt meira um það." -HP. — segir Jón Björnsson slóturhússtjóri ,„Það er nú eiginlega búið að draga okkur svo lengi á þessu, að við erum búnir að missa af haustvertiðinni," sagði Jón Björnsson, sláturhússtjóri Slátursamlags Skagfirðinga í viðtali við Dagblaðið í gær. „En svo virðist sem margir bændur hafi beðið eftir okkur með sláturfé sitt, því við höfum nóg að gera og slátrun hefur gengið vel á þessum fyrsta degi.“ Jón sagði, að miklu hefði verið til kostað til þess að mæta kröfum yfirdýralæknis en ekki vildi hann tilgreina nánar, hversu háar þær fjárhæðir eru. Þá sagði Jón að aygljósir kostir væru að hafa tvö sláturhús, sérstaklega ef flýta þyrfti slátrun á slæmu hausti. „Bændur báðu um þe{ta og þess vegna réðumst við í fyrir- tækið.“ sagði Jón. „Við munum auðvitað ekki gefa neitt eftir,“ sagði Jón að lokum, er hann var spurður að því. hver framtíð sláturhússins yrði, eftir að undanþágan rynni út. — HP. SERFRÆÐINGA Hefur veitt þrjú lyfsöluleyfi að eigin geðþótta Pólýfón syngur Halldór E. Sigurðsson vætir kverkarnar með ískö ldu Gvendarbrunnavatni á blaða- mannafundi í gær. (DB-mynd Arni Páll). fyrir Decca „Þetta er víst einhver dýr- asta framkvæmd sem hljóm- plötufyrirtækið Decca í London hefur lagt í, að flytja svona stóran kór svona langa leið, en ákveðið hefur verið að Pólýfónkórinn syngi á rúss- nesku inn á plötu fyrir D'ecca,“ sagði Friðrik Eiríksson, for- maður Pólýfónkórsins í viðtali við DB. „Það er Vladimir Ashkenazy sem hefur haft milligöngu um þessa framkvæmd og verkið sem kórinn syngur er Litúrgisk messa eftir Rahmaninoff — agatella, eóa án undiriks. Kórinn hefur notið ómetan- legrar aðstoðar Arna Berg- manns og konu hans, sem er rússnesk, við framburðinn. Einnig hafa þau hjálpað til við að skrifa orðin á okkar letri. Árni kemur á æfingar til okkar og leiðbeinir. Messan sem við flytjum hefur ekki verið hljóðrituð áður á rússnesku. Æfingar eru hafnar af fullum krafti, og ráð- gert er að kórinn haldi utan um miðjan desember til upp- tökunnar.“ — Fáið þið ekki vel greitt fyrir þetta? „Ég held að við fáum enga peninga fyrir þetta, en að sjálf- sögðu greiðir Decca allan kostnað, sem af þessu hlýzt. En við teljum þetta geysilega viðurkenningu fyrir kórinn og það er okkur nóg.“ — Eitthvað meira á döfinni hjá ykkur? „Kórnum hefur verið boðið að syngja í sex eða sjö borgum á Italíu næsta sumar,“ sagði Friðrik Eiríksson. — A.Bj. 1 sumar hafa lyfsöluleyfi í þremur apótekum á landinu verið auglýst laus til umsóknar og síðan verið veitt. I engu tilfellanna fór Matthias Bjarna- son, heilbrigðismálaráðherra, að tillögum sérfræðinga, sem samkvæmt lögum eiga að raða umsækjendum í röð eftir reynslu þeirra og starfsaldri. Sérfræðingarnir sem raða eiga umsækjendunum upp eru annars vegar tveggja manna nefnd, skipuð fulltrúum lyfsala og lyfjafræðinga og hins vegar landlæknir. I öllum tilfellunum þremur voru umsagnar- aðilarnir sammála um niðurröðun umsækjenda og þannig fékk Matthías Bjarna- son ráðherra í hendur lista yfir umsækjendur í tölusettri röð. I öllum tilfellunum virti ráðherr- ann umsagnir sérfræðinganna að vettugi og valdi „sína menn“ að eigin geðþótta. Er þetta enn eitt dæmið um valdníðslu ráðherra í embættis- veitingum. Lögin fela honum embættisveitingarnar, en þau mæla líka fyr|r að áður skuli álits áðurnefndra sérfræðinga leitað. En álit sérfræðinganna mun ekki hafa hentað ráðherra í þessum tilfellum. Lyfsöluleyfin sem auglýst voru laus til umsóknar í sumar voru á Egilsstöðum, í Nes- kaupstað og Ingólfs apótek í Reykjavík. Á Egilsstöðum voru umsækjendur fimm. Sér- fræðingarnir skipuðu þremur í röð 1, 2 og 3 þannig: Einar Benediktsson, Hjálmar Jóels- son og Vigfús Guðmundsson. Ráðherra veitti Hjálmari Jóels- syni embættið. I Neskaupstað sótti Einar Benediktsson aftur um og einnig Vigfús Guðmundsson. Aftur settu sérfræóingarnir Einar í efsta sæti og Vigfús í 2. sæti. Ráðherra veitti Vigfúsi embættið. Er kom að veitingu Ingólfs apóteks í Reykjavík setti umsagnarnefnd lyfsala og lyfja- fræðingafélagsins Ingólf Lilliendahl apótekara á Dalvík í efsta sæti og Werner Ras- musson í 2. sæti. Landlæknir var sammála þessari niður- stöðu. Ráðherra veitti Werner Rasmussyni embættið. Einar Benediktsson, sem hefur þannig í tvígang á þessu ári orðið fyrir valdníðslu ráðherra, tók kandidatspróf 1967. Hann starfaði við lyfsöludeild íyfjadeildar Pharmaco til vors 1973. Það sumar starfaði hann hjá lyfja- eftirlitinu en frá hausti 1973 hefur hann verið lyfja- fræðingur ríkisspítalanna með fullri ábyrgð. Hann mun ekki sömu stjórnmálaskoðunar og ráðherra. Efstu umsækjcndur um Ingólfs apótek eru bekkjar- bræður og kandidatar sama ár eða 1963. Hefur Ingólfur Lilliendahl rekið lyfjabúð á Dalvík með fullri ábyrgð en Werner starfað hjá öðrum í Reykjavík. Tíðkazt hefur að þyngra sé á metum við leyfisveitingar rekstur lyfjasölu úti á landi um árabil en störf hjá öðrum í Reykjavík. Um slíkt hirti ráðherra ekki nú, „og þó ráðherra hafi veitingar- valdið er óeðlilegt að hann sé að hræra i málum að eigin geð- þótta, gegn samdóma áliti sér- fræðinga,“ komst einn lyfja- fræðingur að orði i samtali við DB. -ASt. Guðjón ekki búinn að lesa blaðið Dagblaðið sneri sér síðdegis í gær til Guðjóns Styrkárs- sonar, hrl., stjórnarformanns Flugfélagsins Vængja hf., vegna greinar og frétta um félagið í blaðinu í gær. Guðjón sagðist ekki hafa séð blaðið og vissi því ekki um hvað væri að ræða. Hann tók ekki illa i þá hugmynd að hann renndi augum yfir blaðið, ef hann rækist á það, og ræddi. síðan aftur viö fréttamann blaðsins eftir helgina. I grein DB í gær sagði m.a. Srá því, að grunur léki á að lljárdráttur hefði átt sér stað hjá Vængjum hf„ og að marg- víslegar stjórnarathafnir hafi farið fram án samþykkis lög- legrar stjórnar. — ÓV. Vœngir biðja um 30 millj. úr Byggða- • r x • S|00l Flugfélagið Vængir hf. hefur óskað eftir því við Byggðasjóð að fá 30 milljón króna lán úr sjóðnum, einkum með tilliti til þess þýðingar- mikla hlutverks, sem Vængir gegna við landsbyggðina. Um- sókn félagsins, sem er dagsett 20. ágúst 1976, er studd um- sögnum og meðmælum ein- staklinga og samtaka viða um land, að sögn Guðmundar B. Olafssonar, framkvæmda- stjóra Byggðasjóðs. Sjóðstjórnin hefur ekki komið saman til fundar síðan 27. ágúst á Isafirði, og ekki taldi Guðmundur líklegt að fundir hæfust á ný fyrr en undir mánaðamótin, þannig að umsókn stj. Vængja hf. hefur ekki verið tekin fyrir. — ÓV. „Erum núnast búnir að missa af vertíðinni"

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.