Dagblaðið - 11.10.1976, Blaðsíða 1
fríálst,
úháð
daublað
2. ARG. — MANUDAGUR 11. OKTÓBER 1976. — 227. TBL. RITSTJÓRN SIÐUMtJLA 12, SÍMI 83322. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOI.TI 2, SÍMI 27022
• r
84 milliarða!
Fjárlög ríkisins fara nú yfir
84 milljaróa, samkvæmt örugg-
um heimildum, sem Dagblaðið
hefur fengið um efni fjárlaga-
frumvarpsins. Þetta þýðir rúm-
lega 41 prósent hækkun frá
fjárlögum ársins í ár.
Hlutur útgjalda ríkisins af
þjóðarframleiðslunni verður á
næsta ári 29.5 af hundraði, að
meðtöldu olíugjaldi, segir í
frumvarpinu. Verði hlutur
sveitarfélaga 6%, eins og verið
hefur, yrði opinberi „geirinn"
35,5%. Þetta er sögð vera svip-
uð tala og í ár, en árið 1975 hafi
útgjöldin numið 31.5 af
h^jndraði af framleiðslunni.
Frumvarpið gerir ráð fyrir
tæplega 900 milljóna afgangi.
Rétt er að hafa í huga, að alltaf
bætist eitthvað við, þegar Al-
þingi fjallar um fjárlagafrum-
varp. Nokkur atriði eru enn
ófrágengin, sem munu kosta
ríkið skilding. Niðurstöðutölur
verða því sennilega talsvert
hærri en þetta.
1 frumvarpinu segir, að
stefnan sé, að umsvif í opin-
berri starfsemi aukist ekki
meira en sem nemur aukningu
þjóðarframleiðslunnar, sem lík-
lega verði um tveir af hundraði
á næsta ári.
Skattvísitala á að hækka,
samkvæmt frumvarpinu,
s'vipað og meóaltekjur hafa
aukizt, þannig að ekki verði um
að ræða aukningu skattbyrði.
Meðal efnis frumvarpsins má
nefna, að útflutningsuppbætur
á búvörur eiga að tvöfaldast.
Ríkið stefnir að því að taka að
minnsta kosti 9,6 milljarða lán
á næsta ári, innlendis og er-
lendis.
Ríkisrannsóknarlögregla er á
döfinni. Frumvarp um ný
skattalög á að afgreiða á undan
fjárlagafrumvarpinu.
—HH
Sjó fréttir ó bls. 6 og 7.
Það var eins og blæddi úr
morgunsárinu, þegar sólin
skreið yfir Vaðlaheiðina í
morgun.
Hún er loksins orðin þre.vtu-
ieg, biessuð sólin okkar Noró-
lendinga og það er engin furða
þó að hún treysti sér ekki hátt
á loft eins og hún er búin að
erfiða í sumar. Hún hlýtur að
vera orðin dauðþreytt því
sumarið hefir verið einn
sólskinsdagur með hlýindum
og blíðviðri.
En nú er orðið kalt og vetrar-
legt, snjór niður í miðjar hlíðar
og endurnar húka skjálfandi í
skjóli við Drottningarveginn.
Þa*r báru sig heldur mannlegar
i siimar. þegar þær dönsuðu
rigmontnar um sjóðheitt asfalt-
ið nteð ungahópana sína. tillits-
lausar við alla sem um veginn
l'óru.
En lnað um það, láturn vetur
karl bara koma. F.A\.
MAÐUR 0G HAHYRNINGUR
SAMAN í SUNDLAUG
— Sjá á baksíðu
Er lýð-
rœðið á
íslandi í
hœttu?
Sjá kjallaragrein
Sigurðar
Helgasonar bls. 11
Kaupir hið
opinbera myndir,
sem þorri fólks
vill ekki sjá?
Sjá kjallaragrein
Jakobs Hafsteins
bls. 11
FORELDRAR
ASHKENAZYS
í AFMÆLI HJÁ
BARNABARNI
Á ÍSLANDI
- Sjá baksíðu
5
1