Dagblaðið - 11.10.1976, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 11.10.1976, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 11. OKTÓBER 1976. 23 SUMIR EIGA í ERFIÐ- LEIKUM MED SJÁLFA SIG — en hvað með þó sem eiga að stríða við yfir tuttugu persónuleika? Dene Colbert er þarna með geðlækinum sinum, sem hefur haft hana til meðferðar í sl. tvö ár. Sagt fró konu með óvenjulega lífsreynslu Eitt af allra undarlegustu til- fellum geðsjúkdómafræðinnar er saga hinnar 25 ára gömlu Dene Colbert sem hefur tuttugu per- sónuleika fyrir utan sinn eigin. Síðan hún var barn hefur hún verið þjáð af yfirliðaköstum og minnisleysi sem varir mismun- andi lengi allt frá nokkrum klukkutímum upp í vikur og jafn- vel mánuði. Hún veit ekki af sér þennan tíma en er þá í einhverj- um af þessum „ókunnu“ persónu- leikum sem ráða gerðum hennar og eyðileggja líf hennar. Bandarískur geðsjúkdóma- læknir hefur sagt að tilfelli Dene sé enn. merkilegra en konu nokk- urrar er Sibyl hét en sú hafði sextán „ókunna“ persónuleika. Saga hennar var skráð og gefin út og varð metsölubók á stundinni. Við rákumst á viðtal við Dene í bandarísku blaði og fer það hér á éftir. Dene Colbert vaknaði einn daginn upp með skelfingu — hjá henni í rúminu var ókunnugur maður sem hún minntist ekki að hafa séð áður. „Daginn, elskan,“ sagði hann. „Eg held ég fái egg og flesk í dag.“ Þá tók Dene eftir því að hún var með giftingarhring. Hún hafði gifzt manni án þess að þekkja hann og mundi ekki eftir athöfninni sem hafði farið fram mánuði áður. Re.vndar var það ekki Dene sem giftist heldur Allyson, einn af þeim tuttugu og einum persónu- leikum sem hafa tekið sér „ból- festu“ í huga Dene. Allir persónu- leikarnir heita sitt hverjum nöfnum og eru gjörólíkir hver öðrum. Sumir eru léttlyndir, aðrir haldnir trúarlegu ofstæki, sumir góðhjartaðir og enn aðrir grimmir og jafnvel þjófóttir. Komið hefur fyrir að Dene hefur stolið hlutum frá beztu vinum sínum í ómeðvit- uðu ástandi. Einu sinni lúbarði hún tveggja ára son sinn Tracy. „Líf mitt hefur verið hræði- legt,“ segir vesalings Dene. Hún segist fyrst hafa komizt að raun um að hún hafði meira en einn persónuleika þegar hún var aðeins níu ára gömul. „Þetta versnaði smám saman þegar ég var í gagnfræðaskólan- um. Ég var oft send heim fyrir eitthvað sem ég hafði ekki gert heldur einhver af hinum persónu- leikum mínum. Þegar einhver af „hinum" nær yfirhöndinni þá veit ég sjálf ekk- ert um það sem gerist. Algjört minnisleysi hrjáir mig á meðan á þessu stendur." Blaðamaðurinn spurði hana hvort hún væri viss um.að hún væri hún sjálf á meðan á viðtal- inu stóð. „Það er ekki um aó villast," svaraði Dene. „Ég er alveg viss um að þetta er minn rétti per- sönuleiki. Ég þekki sjálfa mig. Eg er Dene Colbert." Þessir auka persónuleikar hafa sannarlega gert sitt til þess að gera líí aumingja Dene að hreinustu kvöl. „Eftir að persönuleikinn Ally- son tók yfirhöndina giftist ég i júli 1970 og það var ekki fyrr en um miðjan ágúst seiri ég varð aftur ég sjálf. Eg varð alvarlega skelkuð þegar þetta rann upp fyrir mér en eftir nákvtema um- hugsun ákvað ég að halda áfram að vera gil'l." Dene og maður hennar eru nú samt sem áður skilin að skiptum. Fyrir utan Allyson er það Dan- elle sem hefur valdið Dene sjálfri mestri sorg. „Eg sjálf bragða aldrei áfenga drykki en Danelle hafði mjög gaman af því. Það er ekki langt síðan Danelle keypti tvær flöskur af búrbon og skellti þeim í sig á stuttri stund.“ Danelle var svo ,,horfin“ þegar til timburmann- anna kom og það kom í hlut Dene að þjást af þeim. Danelle gerir ýmislegt fleira en að drekka áfengi, hún á það til að ráðast á fólk. „Hún lamdi einu sinni barnið mitt og eiginmann- inn. Hún reyndi einnig að stinga geðlækninn minn, dr. Ralph Alli- son, með hnífi.“ Danelle var einu sinni stödd inni á bar þar sem hún hitti gamlan bekkjarfélaga sinn. Hann vildi fá stefnumót við hana. Danelle varð ókvæða við og henti glasi sínu beint framan í piltinn sem slasaðist í andlitinu. Fyrir þetta þurfti Dene að sitja 48 stundir í steininum. Fyrir kemur að einhver af per- sónuleikunum Dene gengur hálf- gerðan berserksgang og rífur og slítur allt í sundur. Eitt sinn var hún að mála mynd af gömlum vini og miðaði vel áfram. Dene var ánægð með handbragð sitt. En einn morguninn þegar hún vaknaði hafði hún eyðilagt lista- verkið og rifið það allt í tætlur. „Ég fór í heimsókn til vinafólks míns og í hvert skipti sem ég fór á salernið kom ég aftur í öðrum persónuleika. Þetta skelfdi að vonum gestgjafa mína.“ Dr. Allison, sem hefur verið geðlæknir Dene í sl. tvö ár, segir að persónuleikaskiptin geti verið mjög tíð. „Þegar hún skiptir um hrjáir hana algert minnisleysi og hún man ekki eftir því sem fyrir hana hefur komið," segir dr. Allison sem er bæði geð- og taugasérfræð- ingur. Dr. Allison getur þess að hann hafi haft 'til meðferðar þrjátíu sjúklinga sem liðið hafa af líkum sjúkdómi og Dene. Honum hefur tekizt að fækka persónuleikum hennar um fjóra og telur að hún hafi góða möguleika á því að læknast alveg. En á meðan hún hefur alla þessa mörgu persónuleika getur hún ekki verið í fástri vinnu, því líf hennar er eiginlega óslitin röð af minnisleysisköstum. „Mér hefur verið sagt upp vinnu vegna óútreiknanlegrar framkomu í starfi. Ég hef notið fjárhagsaðstoðar frá almanna- tryggingum," segir Dene. Þótt hún fái fjárhagsaðstoð frá almannatryggingum er það samt engin trygging fyrir þvi að hún geti greitt reikninga sína. „Fyrir nokkrum mánuðum náði Allison í ávísunina og átti að kaupa matvæli fyrir hluta upp- hæðarinnar. Hún eyddi öllum peningunum í einhverja bann- setta vitleysu, sem gerði það að verkum að ég varð að svelta það sem eftir var mánaðarins og átti í erfiðleikum með að greiða húsa- leiguna. Þetta allt saman gerir lífið al- veg hræðilegt,“ segir aumingja Dene. Hún sýndi blaðamanninum inn í fataskápinn þar sem margvísleg- ur klæðnaður hékk. „Þetta eru fötin sem allir hinir persónu- leikar mínir kaupa og nota við hin ýmsu tækifæri,“ sagði hún og stundi. Á sófaborðinu hjá henni voru margar tegundir af vindlingum og hún benti á þá: „Og þetta reykja hinir — sjálf hata ég allar þessar vindlingategundir." Þýtt og endursagt. A.Bj. Orðsending til orkukaupenda Rafmagnsveitu Reykjavikur: Við viljum vekja athygli á því, að hafin er skráning á nafnnúmerum allra viðskipavina vorra. Við aðsetursskipti ber því að tilkynna okkur nafnnúmer nýs orkukaupanda áður en orkusala getur hafizt. RAFMAGNSVEITÁ REYKJAVÍKUR COMET P122 DUAL NÝJA SÝNINGARVÉLIN ÞÍN — er mjög fullkomin og í stað þess að sýsla með vanda- samar stillingar getur þú reglulega notið myndarinn- ar. Það er sjálfvirk filmuþræðing og sterk ZOOMLINSA (18/30 mm) gefur hárnákvæma mynd. Þú getur sýnt á mismunandi hraða, (18—24 m /sek og 6—8 m/sek) og einnig sýnt eina mynd í einu einsog skyggnu, eða jafnvel afturábak til frekari skemmtun- ar. Óvenju sterkur myndlampi (12V/100W TUNGSTEN HALOGEN) gefur kost á geysistórri mynd og hægt er að sýna í einu allt að 120 mtr. (ca. 30 mín.) samfellda filmu jafnt SUPER 8 og STANDARD 8. COMET 22 AUTOZOOM SUPER 8 NÝJA KVIKMYNDAVÉLIN ÞÍN — er vandaður gripur og næstum alsjálfvirk, en jafn einföld í notkun og venjuleg Ijósmyndavél. Innbyggt CdS rafmagnsauga stillir Ijósopið sjálfkrafa og gefur merki ef birta er ónóg til myndatöku. Sterk rafstýrð ZOOMLINSA (f/j .8—13/27 mm) gefur þér kost á að taka fjarlæg myndefni í smáatriðum. Það er innbyggð A-D Ijóssía fyrir útimyndatöku og þú getur einnig notað UV Ijóssíur með COMET 22. Auk þess fylgir falleg taska og hálsól. XVIKMYNDASHT STÓRT KVIKMYNDATJALD — (125X125 sm) uþþrúllað í málm-sívalning og húðað með silfurefni, sem gefur þér einnig kost á að sýna við dagsbirtu. KVIKMYNDALAMPI FYRIR INNIMYNDATÖKU með 1000W HALOGEN-peru, Ijósmagn 33000 lux. NÝJA KVIKMYNDASETTIÐ ÞITT — á eftir að veita þér og fjölskyldunni ómældar á- nægjustundir með litlum kostnaði, en 15 metra kvik- mynd kostar ekki meira en 12 litljósmyndir. Með sett- inu fylgir auk þess stutt kvikmynd svo þú getur strax þrófað nýju sýningarvélina. —GÓÐASKEMMTUN— VIÐ BJÓÐUM ÞÉR ÞETTA VANDAÐA KVIKMYNDASETT MEÐ SÉRLEGA HAGSTÆÐUM SKILMÁLUM: ÚTBORGUN KR. 42.000. + burðargjald 650. OG KR. 7300. á mánuði í 6 mán. Sendu okkur kr. 42.650. í ávisun, eða inná Gíróreikn- ing 50505 og við sendum þér settið í pósti. Ef þú ert ekki fullkomlega ánægður með viðskiptin getur þú skilað settinu, gegn fullri endurgreiðslu, innan 10 daga frá móttöku 2ja ára ábyrgð. ‘BríUitarholli 20 - Siini I52S5 ndir pöntun þín*i fyrir-25. okt. sendum \ þér iiö auki eina SUPKR 8 litfilmu. sem er eign. jafnvel þótt þú ákveðir að skila settinu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.