Dagblaðið - 11.10.1976, Blaðsíða 32

Dagblaðið - 11.10.1976, Blaðsíða 32
Afí og amma voni í tveggja ára af mœli Sonju í gœr Píanósnillingurinn, stolt og höfuð fjölskyldunnar, var í gær ekki síður duglegi drengurinn hennar mömmu og hans pabba síns. Þórunn heldur á Sonju liflu, en Vladimir Ashkenazy heldur á Dimitri Þór. A bak við þá krýpur Vovka. Þá koma foreldrar Vladimirs en við hlið afa síns situr Nadja. Við óskum henni til hamingju með 13 ára afmæiisdaginn í dag. -BS. „Ég er þakklátur öllum íslendingum sagði Ashkenazy „Sonja litla fékk afa sinn og ömmu í afmælisgjöf, hún varð tveggja ára í dag.“ sagði Þór- unk Ashkenázy í stuttu viðtali við fréttamenn Dagblaðsins í gær, „Annars verður Nadja 13 ára á morgun," bætti hún við. „Við erum öll mjög ánægð og þakklát þeim, sem hafa lagt okkur lið. Mér finnst eins og að í hpssn máli höfum við átt vin í hverjum einasta Islendingi," sagði píanósnillingurinn, sem í gær var kannski fyrst og fremst drengur mömmu sinnar og pabba. Það er mikil hamingja á heimili Ashkenazy- fjölskyldunnar, sem nú er sameinuð og orðin stærri en síðast þegar hún kom saman. David Ashkenazy og kona hans komu hingað til lands eftir langa flugferð frá Moskvu á föstudagskvöldið. Auk þeirra sem að framan greinir eru Dimitri Þór, sem er 7 ára og Vovka, Vladimir Stefán, sem verður 15 ára í næsta mánuði. „Foreldrar mínir verða hérna um hálfsmánaðar tíma að þessu .sinni og eitthvað reynum við að sýna þeim af landinu," sagði Vladimir Ashkenazy. ,,En síðan fara þau líklega með okkur því að mér er ekki til setunnar boðið. Fyrir dyrum stendur hljómleikahald, sem ekki verður slegið á frest. Við viljum að þau komi með okkur,“ sagði Vladimir Ashkenazy. Dagblaðið býður foreldra hans velkomna til Islands. -BS. frýálst, úháð dagblað MÁNUDAGUR 11. OKTÓBER 1976. GUÐJÓN STYRKÁRSSON HÓTAR MÁLSHÖFÐUN — vegna greinarinnar um Vœngjamálið Guðjón Styrkársson, hæsta- réttarlögmaður, stjórnarfor- maður Vængja h.f., hefur tilkynnt að hann muni höfða meiðyrðamál og skáðabótamál á hendur „ritstjórn Dag- blaðsins" fyrir upplýsingar, sem komu fram í grein í blaðinu sl. föstudag. I yfirlýsingu frá Guðjóni segir m.a.: „Að sjálfsögðu vísa ég ásökunum Dagblaðsins um fjárdrátt algjörlega á bug sem þvættingi og markleysu, sem fram er sett fyrst og fremst í þeim tilgangi að blaðið seljisf." Síðar segir Guðjón í yfirlýsingu sinni: „Ég veit að Dagblaðið hefur beitt persónulegum svívirðingum og rógi í skjóli þess að menn þori ekki aö leita réttar síns. Þetta á ekki við um mig eða stjórn Vængja. Við höfum engu að leyna. Þá munum við einnig kæra og krefjast rannsóknar á stuldi á einkaskjölum úr bókhaldi félagsins, þó að segja megi að vel fari á að ærumorðingjar starfi með þjófum.“ í viðtali við Guðjón Styrkársson og aðra stjórnar- menn og hluthafa í Vængjum hf. staðfesta þeir það, sem fram kom í grein Dagblaðsins á föstudaginn. Stefnan, sem Guðjón Styrkársson talar um í yfirlýsingu sinni, hefur ekki verið birt í Dagblaðinu enn. -OV. Nóðu háhyrningi eftir mikinn eltingaleik syndir nú í girðingu á Höfn i Hornafirði og lendir trúlega i sœdýrasafni i Frakklandi Fjögurra metra langur háhyrningur syndir nú í góðri girðingu austur í Álaugarey á Höfn í Hornafirði og er ekkert smeykur við kafara sem bregður sér ofan í til hans öðru hverju. Háhyrningurinn er 4-6 ára gamall, ósærður og heill heilsu að því er virðist. Skipshöfnin á Sigurvoninni náði þessum háhyrningi út af Ingólfshöfða eftir miðnættið í fyrrinótt eftir nokkurn eltinga- leik. Skipstjóri á Sigurvon er Konráð Júliusson en um borð í henni eru 4 franskir menn, sem hafa fengið leyfi til að fanga hér 2 háhyrninga með það fyrir augum að fara með þá út til Frakkiands. Alltaf er einhver , hjá háh.vrningnum í girðingúnni, sem er rúmgóð. Hann lætur vel að kafara, sem syndir um með honum öðru hverju, og þykir gott að láta klappa sér og ausa sig sjó. Hann er ekki matgráðugur en stenzt þó ekki ferska síld, sem berst til Horna- fjarðar af miðunum. Háhyrningurinn er 4-6 ára gamall, ef til vill í elzta lagi' fyrir starf í dýragarði, um 1000 kg að þyngd„ -BS. Hœttulegur reki í Gaulverjobœ Þegar lögreglan á Selfossi var á eftirlitsferð á fimmtu- daginn niðri í Gaulverjabæ kom maður frá bænum Tungu að máli.við hana og afhenti litla sprengju sem fundizt hafði i f jörunni fyrir framan bæinn. Á föstudag kom Rúdoli' Axelsson, sprengjusérfræðing- ur frá lögreglunni í Reykjavík, austur á Selfoss og gerði sprengjuna óvirka. Rúdolf sagði i viðtali við DB að þetta væri framhluti úr sam- settri sprengju, hefði hluturinn verið mjög ryðgaður og greini- lega legið lengi í sjó. Talið er að sprengjan, sem var af brezkri gerð, sé leifar frá stríðinu en a'fingasvæði brezka hersins var þarna í grenndinni og þær sprengjur sem finnást eru yfir- leitt frá þeim tíma. —A.Bj. Á Norðurlandamóti framhaldsskóla! HAMRAHLÍÐARSKÁK- SVEITIN SIGRADI Skáksveit Hamrahlíðar- voru: Adolf Emilsson og Þor skóla sigraði á Norðurlanda- Örn Jónsson. ■ skákmóti framhaldsskóla, sem Yfirdómari mótsins var hefur farið fram hér í Reykja- Guðmundur Arnlaugsson, en vík undanfarna daga. Sigur- mótsstjóri Bragi Halldórsson. skáksveitir úr innb.vrðis keppni í framhaldsskólum fjög- Urslit í einstökum umferðum urra Norðurlanda tóku þátt i urðu sem hér segir: þessu móti. íslenzka sveitin er tsland — Finnland: 5-0 úr Menntaskólanum við Hamra- ísland — Svíþjóð: \'-A-íA hlíð. Hana skipa þessir menn: ísland — Danmörk: 3'A-l'A 1. borð: Margeir Pétursson, 2.^ Einar S. Einarsson forseti borð: Omar Jónsson. 3. borð:' Skáksambands íslands afhenti Asgeir Þór Árnason. 4. borð: verðlaun að lokinni keppni í Jón Loftur Árnason, 5. borð: gær. Þröstur Bergmann. Varamenn —BS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.