Dagblaðið - 11.10.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 11.10.1976, Blaðsíða 7
DAGBLAÐW. MANUDAGUH 11. OKTOBKK 1976. 9,6 milljarða lón nœsta ór Ríkið stefnir að því að taka að minnsta kosti 9.6 milljarða að láni á næsta ári. Um þetta eru beinar áætlanir í fjárlagafrumvarpinu, sem Dagblaðið hefur fengið öruggar heimildir um. Rúmlega 3.8 milljarða á að fá innanlands, spariskirteinafé endurlánað og verðbréfaútgáfa. 5.7 milljarða. ríflega, á að afla með lántökum erlendis. Ríkið hyíísst endui'Kreiða um 2.8 milljarða af almennum lánum rikissjóðs. RúmleKa 500 milljónum verður varið til að endurgreiða spariskírteini sem voru Kefin út árið 1965. -HH. en Það koma oft hin spaugilegustu mál upp á Alþingi sem brosa má að. Það gera þeir á þessari mynd ráðherrarnir og nafnarnir Matthías Mathiesen fjármálaráðherra og Matthías Bjarnason sjávarútvegs- ráðherra. Ragnhildur Helgadóttir getur heldur ekki stillt sig. Landbúnaðarráðuneytið eykur útgjöld sín mest! ÚTFLUTNINGSUPP- BÆTUR TVÖFALDAST Ný skattalög fjárlög verða afgreidd Frumvörp um breytingar á lögum um tekju- og eignarskatt verða flutt áður en fjárlögin verða afgreidd. Þar verða nýjar reglur um meðferð á tekjum hjóna. tekjuskatt einstaklinga á að einfalda og bre.vtt verður ákvæðum um skatta sjálfstæðra atvinnurekenda. Þá munu koma til nýjar reglur um meðferð á söluhagnaði af fyrnanlegum eignum í tengsl- um við breyttar reglur um f.vrningar. Kignarskattstiginn verður samræmdur nýju fasteigna- mati. Fjármálaráðuneytið telur að með þessu muni skattfjárhæðir ekki breytast verulega en skatt- urinn verði sanngjarnari. -HH. Landbúnaðarráðune.vtið bætir mestum útgjöldum við sig samkvæmt fjárlagafrum- varpinu, hvorki meira né minna en 64,6 af hundraði. Uppbætur á útfluttar land- búnaðarafurðir tvöfaldast. Uppbæturnar eiga að verða 1.8 milljarðar en voru rúmlega 900 milljónir samkvæmt fjár- lögum í fyrra. Uppbæturnar eru þó áætlaðar 400 milljónum lægri en þær mundu verða ef fylli- lega væri nýtt heimild um að nota 10% af útflutningsverð- mæti búvöru í uppbætur. Jarðræktarframlög eiga að hækka um 345 milljónir og framlag til Stofnlánadeildar landbúnaðarins um tæplega 99 milljónir. Framlög til land- græðslu vaxa urn tæpar 98 milljónir. Hlutfallslega næstmest hækkun verður á útgjöldum iðnaðarráðuneytisins, 62,2 prósent. Viðskiptaráðune.vtið fær minnsta hækkun. aðeins 15%. —HH Meira í niður- greiðsl- ur Niðurgreiðslur á neyzluvöru- verði eiga á næsta ári að kosta rikið um 152 milljónum kröna meira í ár. Framlag í lífeyrissjóð bænda mun vaxa um 132 milljónir. Niður verða felldar sérstakar niðurgreiðslur á áburðarverði. en þær voru 150 milljónir á fjárlögum yfir yfirstandandi ár. —HH Sambandsverksmiðjurnar á Akureyri halda ÚTSÖLU ÁRSINS í Iðnaðar- húsinu að Hallveigarstíg 1 í Reykjavík Seldar verða lítið gallaðar vörur Opnar mánudaginn 11. október kl. 9. Opið verður næstu daga kl. 9—18 GEFJUN Buxnaterylene Kjólaterylene Áklæði, margir litir og gerðir Gluggatjöld Ullarteppi Garn — lopi — loðband Efnisbútar allskonar og fl. IÐUNN Karlmannaskór Kvenskór Kvenstígvél Kventöfflur unglingaskór sandalar inniskór o. fl. HEKLA Buxur Peysur Heilgallar Skjólfatnaður og margt fleira EINSTAKT TÆKIFÆRI TIL AÐ KAUPA GÆÐAVÖRU Á GJAFVERÐI Sambandsverksmiðjurnar Akureyri Auqlýsinrjnripiltl

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.