Dagblaðið - 11.10.1976, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. OKTOBER 1976.
6
Ýmsar staðreyndlr í fjórlagafrumvarpi nœsta árs
v
Heimildir í fjárlagafrumvarpinu:
NÝ SKULDABRÉF OG SPARI-
SKÍRTEINI FYRIR 17 MILLJARÐA
— stuðningur við blinda og fatlaða
Fjármálaráöherra er sam-
kvæmt fjárlagafrumvarpinu
heimilt að gefa út ný ríkis-
skuldabréf eöa spariskírteini
fyrir allt að 1,7 milljarða króna
til sölu innanlands.
Honum skal einnig heimilt að
gefa út slík bréf eftir því sem á
þarf að halda í stað þeirra sem
upphaflega verða gefin út.
Heimild er fyrir Iántöku
vegna kostnaðar við laxastiga í
Laxá í Þingeyjarsýslu vegna
samnings sem gerður vár í
tengslum við virkjun Laxár.
Ennfremur er í frumvarpinu
heimild til lántöku til kaupa á
húseignum í nágrenni Mennta-
skólans í Reykjavík og lántöku
til kaupa á húsnæði fyrir vara-
menn sendiherra í sendiráðum
íslands.
Þá er heimild til kaupa á
húsnæði fyrir skattstofuna í
Hafnarfirði.
Ríkisstjórninni skal heimilt
að ákveða að ekki verði
innheimt stofngjöld og afnota-
gjöld síma á næsta ári hjá allt
Fjórlagaf rumvarpið:
HLUTUR BEINNA
SKATTA EYKST
Hlutdeild beinna skatta mun
á næsta ári heldur aukast
miðað við óbeina skatta.
Þetta kemur fram í fjárlaga-
frumvarpinu. Beinir skattar
verða í ár 16 af hundraði en
óbeinir 82,9 af hundraði af
ríkistekjunum.
Hins vegar er gert ráð fyrir
að næsta ár verði hlutur beinna
skatta 16,8 af hundraði en
hlutur óbeinna skatta 82,2 af
hundraði
Aðrar tekjur verða áfram eitt
prósent.
—HH
AFENGIOG TOBAK
GEFA 7,2 MILLJARÐA
Tekjur ríkissjóðs af sölu
áfengis og tóbaks eru í fjárlaga-
frumvarpinu taldar munu
verða ríflega 7,2 milljarðar á
næsta ári.
Rekstrarhagnaður Áfengis-
og tóbaksverzlunar ríkisins er í
ár talinn munu verða 6,3
milljarðar.
Verð á áfengi og tóbaki var
hækkað í marz.
Söluverðmætið hefur ekki
vaxið að sama skapi. og
verðbreytingar gefa tilefni til
það sem af er.
-HH.
Vörugjaldið verð-
ur ekki lœkkað
Vörugjaldið verður ekki
lækkað á næsta ári. Það kemur
fram i fjárlagafrumvarpinu.
Tekjur af vörugjaldinu eru
taldar munu verða fjórir millj-
arðar í ár og um 5,3 milljarðar á
næsta ári.
Gjaldið var, sem kunnugt er,
hækkað úr tíu af hundraði í
átján af hundraði í maí.
Ríkisstjórnin telur að ekki
verði unnt að lækka gjaldið
vegna þess að traustur fjár-
hagur ríkisins sé enn brýnni en
áður. Bætt viðskiptakjör verði
að nýta til að styrkja stöðu
þjóðarbúsins. Þá séu útgjöld til
landhelgisgæzlu og haf-
rannsókna enn mjög mikil og
brýnar þarfir á öðrum sviðum.
Lækkun á tollum
vegna samninga við Fri-
verzlunarbandalagið EFTA og
Efnahagsbandalagið skerðir nú
tekjur ríkisins. Af öllum
þessum ástæðum verði að halda
i vörugjaldið.
-HH.
600 milljóna tap
Gjöld af innflutningi skipta
æ minna máli fyir ríkið. Þau
eiga á næsta ári að skila 17,2
milljörðum sem eru 20,5 af
hundraði af heildartekjum
rikissjóðs. En árið 1972 voru
þau 30,5 af hundraði af heildar-
tekjunum. Þau voru enn stærra
hlutfall áður en aðildar-
samningurinn í EFTA og
samningurinn við Efnahags-
bandalagið komu til, eða 37'%.
Um áramót tekur gildi áfangi
lækkunar tolla vegna samninga
við EFTA og Efnahagsbanda-
lagið. Talið er að við það tapi
ríkið um 600 milljónum í
tolltekjum. -HH.
að 35 blindum mönnum eftir
tilnefningu Blindravina-
félagsins. Ennfremur skal
stjórninni heimilt að ákveða að
Landssíminn innheimti ekki
stofngjöld og afnotagiöld síma
hjá allt að 25 fötluðum eftir
tilnefningu Sjálfsbjargar.
-HH.
SKATTBYRÐIN VERÐUR
SVIPUÐ 0GIÁR
— Skattavísitala hœkkar ámóta og tekjur hafa aukizt
Skattb.vrðin á samkvæmt
fjárlagafrumvarpinu að verða
svipuð næsta ár og hún hefur
verið í ár. Skattvísitalan, sem
persónufrádráttur við útreikn-
ing skatta byggist á, mun verða
hækkuð um 26,5 af hundraði.
Þelta er svipuð hækkun og
talin er munu verða á
meðaltekjum skattgreiðenda.
Skattvisitalan á að verða
158 stig, miðað við 100 stig árið
1975.
Tekjur einstaklinga eru
taldar munu hækka um 28,5 af
hundraði milli áranna 1975 og
1976 en þar er innifalin 1,5 til 2
prósent fjölgun framteljenda.
Samkvæmt þessu verður
tekjuskattur einstaklinga 13,5
milljarðar á næsta ári en frá
þeirri tölu dragast barnabætur
og persónuafsláttur við útsvars-
greiðslu. Eftir verða 8,5 millj-
arðar.
Skattbyrðin, það er að segja
álagöir beinir skattar í hlut-
falli við tekjur fyrra árs,
verður þá 16,7 prósent á næsta
ári. Skattbyrðin er talin munu
verða 16,9 prósent í ár en hún
var 15,3 af hundraði árið 1975.
-HH.
A Alþingi eruoft ra‘dd mál sem hundin eru alvöru og áhyggjum. Þannig var það er þessi mynd var
tekin í hinni röð ráðherrasætanna þar sem Gunnar Thoroddsen, Dlafur Jóhannesson og Geir
Hallgrímsson eru í þungum þönkum.
Ríkisrannsóknarlögregla
ónœsta
Ríkisstjórnin ætlar að leggja
fram frumvarp um stofnun
rikisrannsóknarlögreglu í
þingbyrjun. Stefnt er að því að
málið verði afgreitt f.vrir
áramót. Við afgreiðslu fjárlaga-
leiti
frumvarpsins er ætlunin að
bæta við framlögum til þessa.
Fjármálaráðuneytið telur að
með fjárlagafrumvarpinu
verði mjög styrkt undirstaða
dómgæzlu og lögreglu.
Útgjöld vegna dómgæzlu og
lögreglu eiga á næsta ári að
hækka um 1,8 milljarða króna.
Mestu skiptir þar landheigis-
gæzlan, sem á að fá um 680
milljónum meira en áður.
Embætti sýslumanna og
bæjarfógeta bæta við sig ríf-
lega 500 milljónum.,
-HH.
RÍKIÐ FÆR 1,5 MILL-
JARÐA SEMINNFLUTN-
INGSGJALD AF BÍLUM
Bílainnflutningur fer
vaxandi og mun enn aukast á
næsta ári, samkvæmt áliti
höfunda fjárlagafrumvarpsins.
Gert er ráð fyrir innflutningi
4100-4200 biia á næsta ári.
Innflutningurinn i ár er talinn
munu verða 3800-3900 bílar.
Ríkið fær væntanlega hálfan
annan milljarð króna á næsta
ári fyrir innflutningsgjald af
bilunt.
Innflulningur var í lágmarki
í f.vrra. aðeins komti 3350 bilar.
en meðaltalið þrjú næstu ár á
undan var 8400 bilar.
-HH.