Dagblaðið - 11.10.1976, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 11.10.1976, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 11. OKTÓBER 1976, *“[ Lögreglufréttir: 3 NU VORU ÞAÐ HINIR FULLORDNU- — Mikið um árekstro um helgina SEM FORU YFIR STRIKH) Talsvert var um ölvun i höfuðborginni í fyrrinótt og í ntörgu að snúast h.já lögregl- unni. Nokkuð mikið var um að hún þ.vrfti að taka ölvaða borgara og koma þeirn í gæzlu. Var það yfirleitt fullorðið fólk. en ekki unglingar, sem átti hlut að máli. Rúdolf Axels- son varðstjóri sagði að nokkuð hefði verið um samsöfnuð á Hótel Islands-planinu en það vandamál er þó mjög í rénun. Talsvert mikið var um PRICE kerti heimspekkt gæíavara FESTI FRAKKASTÍG Símar 10550 og 10590 árekstra um helgina en ekki varð þó slys á fólki nema í einu tilfelli. AÍls urðu 35 árekstrar frá því á föstudagsmorgun þar til um kl. 4.30 í gær. Rúdolf gat þess að lögreglan stæði ráðþrota gegn þeirri stað- re.vnd. að góð akstursskilyrði fækka ekki árekstrunum heldur verða þeir oft fleiri en þegar skyggni er slæmt og akstursskilyrði í lágmarki. Eins og getið hefur verið uni i fjölmiðlum hafa viðurlög og sektir við hvers konar um- Ferðarlagabrotum verið aukin og má nánast teljast furðulegt að slíkt skuli ekki verða til þess að draga úr þeim. —A.Bj. Stimpluðu tékkhefti stolið Brotizt var inn í Tékkneska bifreiðaumboðið á íslandi í Kópavogi aðfaranótt laugar- dags og stolið bæði peningum og tékkhefti. Tékkheftið er frá Utvegsbankanum í Kópavogi og eyðublöðin eru nr. 49251 — 49300 og eru öll stimpluð stimpli fyrirtækisins en ekki útfyllt að öðru leyti. Lögreglan í Kópavogi biður alla að vera á verði gegn slíkum ávísunum og gera henni viðvart um leið og þeirra verður vart. Talsvert mikið var af umferðar- slysum um helgina eða alls þrjátíu og fimm. Til allrar hamingju var ekki um að ræða stórslys á fólki. Þarna hafði kona ekið á Ijósastaur á horni Austurstrætis og Lækjargötu með þeim afleiðingum að staur- inn var kengboginn á eftir og Ijóslaust í götunni. DB-mvnd. Sv. Þormóðsson. —A.Bj. Eftir því sem bezt verður vitað var engin þeirra komin fram síðdegis á sunnudag. —A.Bj. Það f œst meira fyrir lömbin ef þau eru drepin í umferðarslysum en þegar þeim er slátrað í sláturhúsi Enn voru tvö lömb dhepin i umferðinni um helgina. Þessi lambaslys urðu klukkan 19.45 og 20.30 á laugardagskvöld á Breiðholtsbraut og voru þetta tvílembingar frá Meltungu í Kópavogi. Tryggingafélögin greiða tjón sem þetta og fyrir síðustu hækkun var greitt svokallað jöfnunargjald fyrir hvert lamb sem drepið er í umferðarslysi, kr. 9.400. Ef lömb eru færð til slátr- unar fást kr. 8045 fyrir 15 kg. fallþunga en þá liafa verið 25252 Bílamarkaðurinn Grettisgötu 12-18 Rétt fyrir innan Klapparstíg STORIR SÝNINGAR SALIR mesta úrval af notuðum bifreiðum í hjarta Reykjavíkur Opið í hádeginu greiddar samtals kr. 143,29 til Búnaðarmálasjóðs og Stofn lánadeildar. Ut úr verzlun ætti 15 kg skrokkur að kosta kr. 11.490. en þar sem ríkissjóður leggur til með kjötinu kr. 1.830 greiðir neytandinn fyrir það kr. 9.660. A.Bj. Flutt i f jórðungs- sjúkrahúsið ó Selfossi Bílvelta varð klukkan rúm- lega níu á fimmtudagskvöld við bæinn Borg sem er á milli Evrarbakka og Stokkseyrar. Ung stúlka. sem ók bifreiðinni, var í f.vrstu talin óslösuð en síðar kom i ljós að hún hafði hlotið nokkur meiðsli og var hún flutt i fjórðungssjúkra- húsið á Selfossi. Stúlkan var ein í bifreiðinni. —A.Bj. ÚRVRL/ KJÖTVÖRUR OGÞJÓnu/Tfl /4/allteitthvaó gott í matinn , STIGAHLIÐ 45^47 SÍMI 35645

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.