Dagblaðið - 11.10.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 11.10.1976, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. OKTOBER 1976. frjálst, óhátf dagblað Útgefandi Daíiblaðió hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. 'Fróttastjóri: Jón Bir«ir Pétursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Aðstoðarfrétta- stjóri: Atli Steinarsson. tþróttir: Hallur Símonarson. Hönnun: Jóhannes Reykdal. Handrit Asgrímur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason. Ásgeir Tómasson, Berglind Asgeirsdóttir, Bragi Sigurðsson, F>na V. Ingólfsdóttir, Gissur Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Jóhanna Birgis- dóttir, Katrín Pálsdóttir, Kristín Lýðsdóttir, Ölafur Jónsson, Ómar Valdimarsson. Ljósmyndir: Arni Páll Jóhannsson. Bjarnleifur Bjarnlmfssön, Sveinn Þormóðsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson. Askriftargjald 1100 kr. á mánuði innanlands. 1 lausasölu 60 krfeintakið. Ritstjórn Síðumúla 12. sími 83322, auglýsingar. áskriftir og afgreiðsla Þverhoíti 2. sími 27022. Setning og umbrot: Dagblaðiðhf. og Steindórsprent hf.. Armúla 5. M.vnda-og plötugerð: Hilmirhf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakurhf.. Skeifunni 19. SPÆNSKA LÖGREGLAN HEFUR HANDTEKIÐ - MEIRA EN 100 MANNS Vinnum hratt og horfum langt Það leynir sér ekki, að mikill og vaxandi hraði er á orkuvæðingu íslands. Hluti árlegrar fjár- festingar í orkuverum af heildar- fjárfestingu í landinu hefur nærri tvöfaldazt á stuttum tíma. Árin 1970—1974 var fjárfesting í orku- málum að meðaltali 9% af heildar- fjárfestingu í landinu, en árin 1975—1976 var hún orðin 16%. Þetta kostar miklar erlendar fyrra voru erlendar lántökur til orkumála um átta milljarðar af tuttugu milljarða heildarlán- tökum ársins. Meira en helmingurinn fór til Sigöldu eöa 4,4 milljarðar og næstmest til Hita- veitu Reykjavíkur eða 1,6 milljarðar. Samtals fóru sex af átta milljörðum til þessara tveggja mikilvægu verkefna. Flestum má vera ljóst, að undanfarin tvö ár hafa erlendar lántökur íslendinga verið of miklar. Þær binda okkur of mikla bagga í framtíðinni. Hins vegar er það líka rétt, að lántökur til orkuframkvæmda leiða til verð- mætaaukningar, sem er umfram vexti og endurgreiðslur lána. Lántökur til orkumála eru hættuminni en flestar aðrar lántökur. Enn er mikið starf óunnið í orkuvæðingu landsins. Innflutt olía nemur enn um 62% af orkunotkuninni. Vatnsaflið sér um 20% orku- notkunarinnar og jarðvarminn um 18% orku- notkunarinnar. Hlutfall hinna tveggja inn- lendu orkugjafa þarf enn að efla á kostnað innfluttu olíunnar. Við verðum áreiðanlega lengi enn að notast við olíu sem orkugjafa í skipum, flugvélum og bílum. En á flestum öðrum sviðum eigum við að reyna að láta vatnsaflið og jarðvarmann leysa olíuna af hólmi. Um 55% þjóðarinnar nýtur nú jarðvarma til húshitúnar. Við lok þeirra virkjana, sem nú eru í undirbúningi, kemst þetta hlutfalí upp í 67%. Síðan er unnt að stefna að því, að 80% þjóðar- innar njóti jarðvarma til húshitunar og þau 20%, sem eftir eru, fái rafhitun í staðinn. Um leið og við látum innlenda orkugjafa leysa erlenda af hólmi í almennri orkunotkun, þurfum við að vinna að frekari eflingu orku- freks iðnaðar, eins og til dæmis byggingu álvers í Eyjafirði. Ef athuganir leiða í ljós, að menn óttist slíkan iðnað vegna mengunar eða af pólitískum ástæðum, kemur sterklega til greina að stefna að útflutningi umframork- unnar um gervihnetti, eins og töluvert hefur verið rætt um í sumar. Jafnframt þurfum við að vera framsýnir á fleiri sviðum. Við þurfum að fylgjast vel með, hvernig gengur að nýta rafmagn til að knýja samgöngutæki, fyrst og fremst bíla. Þegar þær hugleiðingar verða raunhæfar, getum við enn höggvið á hlut innfluttra orkugjafa í orku- notkun þjóðarinnar. Enginn vafi er á, að orkan er ein mikilvæg- asta auðlind heimsins. Jafnljóst er, að uppbygg- ing innlends orkukerfis er eitt mikilvægasta hagsmunamál íslendinga um þessar mundir og um ókomna áratugi. Á því sviði verðum við að vinna hratt, um leið og við verðum að horfa langt fram í tímann. lántökur. í — eftir morðin þar sl. mónudag Meira en 100 manns hafa nú verið handteknir á Spáni í sam- bandi við leit lögreglunnar að morðingjum háttsetts stjórn- málamanns frá Baskahéruðun- um og fjórum öðrum mönnum sem þar voru nærstaddir. Að sögn heimildarmanna fréttamanna hófust handtökur skömmu eftir morðið á Juan Maria Aracluce Villar, for- manni héraðsráðsins í Gui- puzocahéraði og meðlim í þjóðarráðinu, æðstu ráðgefandi nefnd landsins, sem meðal ann- ars er ráðgefandi fyrir Juan Carlos Spánarkonung um það hver eigi að verða forsætisráð- herra. Var morðið framið sl. mánudag er Villar kom til heimilis síns eftir hádegis- verðarboð. Bílstjóri hans og líf- verðir létust einnig í skothríð sem að þeim var gerð úr bifreið sem ekið var fram hjá. Öfgafylking innan þjóð- frelsishreyfingar Baska, ETA, hefur lýst ábyrgð á morðunum á hendur sér. Lög gegn hermdarverkum Rodolfa Martin Villa innan- ríkisráðherra sagði eftir skyndifund sl. þriðjudag að « Fórnarlömbin í skothríðinni í San Sebastian voru jarðsett í fyrri viku. Konan sem feliur fram á líkkistuna er móðir hins látna. Illllllllllllllllllllllllllllllillllllllllll Er iýðrœðið íhœttu? IIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII — Vartverðurkomist hjá því, að þessi spurning leiti á huga manns, ef tekið er tillit til at- burðanna, er daglega berast fréttir af hérlendis og erlendis. Lýðræðið byggist fyrst og fremst á því, að grundvallar- reglur þess séu i heiðri hafðar, en með upplýsingum sérstak- lega síðastliðin tvö ár, þá virðist augljóst, að stjórnvöld flestra lýðræðisríkja séu sek um mútu- þægni, spillingu og misbeitingu valds. Tiltrú fólks á lýðræðinu er í hættu eða með öðrum orðum sagt, að maðurinn eða konan virðast ekki standast þær freistingar, sem völdin færa þeim i hendur. Að vísu er það staðreynd, að aldrei hafa fjölmiðlar haft betri aðstöðu til þess að fylgjast með gangi mála og af þeim sökum eru einstaka athafnir augljósari en áður fyrr og þjóðfélagið opnara. í öllu þessu róti, virðist stöðugt bera meir á því að sá grundvöllur, sem allt lýðræðið byggist á, að við öll séum jöfn gagnvart lögum, allir séu bornir frjálsir og öllum frjálst að tjá sig, séu slagorð, sem í raun ekkert mark er takandi á, þar sem fjöl- margar staðreyndir sýni það gagnstæða. Tiltrú almennings á lýðræðinu er dvínandi, al- mennar leikreglur stjórnmála- manna brjótast stöðugt oftar gegn inngrónum réttlætis- og siðgæðishugmyndum fólksins og slævir þannig matið á rétt- um og riingum leikreglum og veikir tiltrúna á stjórnarfarinu og réttarfarinu í landinu. Alvarlegast er þó, aó einmitt við slíkar aðstæður er landið sjálft í hættu, þ.e. sjálfstæði þess og frelsi. Engin þjóð ætti betur að skilja, hvað hér er í húfi, en við íslendingar, sem glötuðum okkar sjálfstæði um miðja 13. öld, en áður hafði um nokkurt skeið algjör upplausn verið að skapast í landinu, lög og réttur fyrir borð borin og til þess að ná rétti sínum þurfti að leita til fárra ættarhöfðingja. Völdin færðust í hendur fárra aðila, ætta og hópa, sem um síðir háðu stöðugar orustur um völdin, svo að slíkt ástand leiddi til stjórnleysis og giöt- unar sjálfstæðis þjóðarinnar. Hvað er til úrbóta? Það er grundvallar skoðun mín. að ekkert stjórn- skipunarform er betra en lýð- ræði og þingræði, og gefur þegnunum jafn mikla mögu. leika. En það er einnig háð því. að leikreglur lýðræðisins séu í heiðri hafðar og þeim fram- f.vlgt. Sagan hefur og oft sýní það, að einmitt lýðræðisrfkin eru oft sterkust þegar mest á reynir, eins og síðari heims- styrjöldin sýndi svo glögglega, fjölmörg önnur svipuð dæmi mætti nefna. Sérhverju stjórnvaldi i lýðræðisríki verður að vera ljós sú staðreynd, að völdin eru hjá fólkinu í landinu.en ekki hjá einhverjum flokkum, stéttum eða hagsmunahópum, en þvi miður virðast jafn einföld sannindi gleymast eða vera vart mark á takandi. Hér er komið að einum kjarna lýðræðisins, en það er sú stað- reynd, hvort fólkið í hveriu

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.