Dagblaðið - 11.10.1976, Blaðsíða 12
12
r
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 11. OKTÓBER 1976.
Níki Lauda fékk nýtt andlit
Niki Lauda. heimsins bezti
kappakstursmaður í Formúlu 1.
hefur nú fengið nýtt andlit.
F.vrir skömmu lá þessi
austurriska hetja samtals níu
klukkustundir á skurðarborð-
inu á sjúkrahúsi i Ludwigs-
hafen í Vestur-Þýzkalandi þar
sem plastskurðlæknirinn, dr.
A. Zellner, framkvæmdi aðgerð
á hinu mjög svo brennda
andliti hans.
Þegar Lauda lenti i slysi á
Maserati-bíl sínum í Grand Prix
keppninni í Niirburgring 1.
ágúst sl. brann hann svo á and-
liti að það var vart þekkjanlegt.
Bílnum ók hann á trévegg og
brauzt út mikill eldur.
Húð tekin af
lœrum hans
Áður en læknarnir gátu
byrjað á húðflutningunum
þurfti að raka Lauda nauða-
sköllóttan og svifta hann með-
vitund. Dr. Zellner fjariægði
fyrst litlar húðræmur af læri
hans sem síðan voru settar
saman í andlitinu.
Húðin sem tekin er af lærinu
er ekki saumuð á andlitið. Húð-
frumurnar eiga að vaxa saman
Niki Lauda „í hringnum".
v____
án nokkurrar utanaðkomandi
aðstoðar. Lauda varð því að
liggja hreyfingarlaus í minnst
fjóra daga. Þann tíma voru
kvaiirnar mjög miklar. Oln-
bogar hans og lófar, sem einnig
brunnu mjög illa, voru enn-
fremur þakin húð af lærum
hans.
„Þetta er mjög erfið aðgerð
og án efa þarf að lagfæra margt
þegar húðfrumurnar hafa náð
að gróa," segir hinn 48 ára
gamli skurðlæknir, dr. Zellner.
Ætlaði til
Spónar eða Sviss
Eiginkona Nikis, Marlene
Lauda, var allan tímann hjá
manni sínum. Hún kvað áform-
ið vera að þau færu til Spánar
þegar Niki hefði náð sér, sem
tekur um fjórar vikur, en
annars til Sviss því hann þyrfti
mjög á endurhæfingu að halda
eftir svo langa legu.
Niki Lauda lá í níu tíma á
skurðarborðinu á mcðan verið
var að græða algjörlega nýja
húðá nndlit hans.
Höfum opnað nýju stöðina við
Álfabakka. Verið velkomin.
OLIUVERZLUIM ISLANDS HF.
Lét
eftir sig
bók
Jaequline Susann og mað-
ur hennar Irving Mans-
field.
Nú hefur verið ákveðið að
gera sjónvarpsflokk eftir
bókinni Valley of the dolls
eftir Jacquline Susann.
Myndin var sýnd hér á landi
fvrir nokkrum árum og lék
þá Sharon Tate eitt af aðal-
hlutverkunum.
S.vrgjandi eiginmaður
Jacquline. Irving Mansfield.
ferðast um þver og endilöng
Bandaríkin i auglýsinga-
skyni fyrir bókina Dolores
sem Jacquline hafði rétt
lokið við áður en dauða
hennar bar að höndum. Ekk-
illinn er búinn að gefa bók-
ina út.
Irving Mansfield virðist
eiga einn óvin og það er rit-
höfundurinn Truman
Capote. Mansfield segir að
hann eigi þá ósk heitasta að
vera viðstaddur jarðarför
t’apotes, — og að hann verði
sá eini sem mæti þar.