Dagblaðið - 11.10.1976, Page 3
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 11. OKTÓBER 1976.
\ 4
3
Fína fólkið!!
SKATTARNIR DUGA VART FYRIR
SORPHREINSUN FRÁ SLOTUM ÞESS
Þórkatla Þóróardóttir skrifar:
Hinn syndlausi selur(?) Geir
R. Andersen, Sólvallagötu 59
kjallaranum, ritar all-
hástemmda grein í Dbl. 14. ág.
þar sem hann ruglar öllu
saman, skattamálum, áfengum
bjór, „guðs náð“, smygli o.fl.-
Jafnframt syndgar Geir upp á
náðina og lýsir alla landsmenn
samseka skattsvikara. Ösjálf-
rátt hvarflar að manni, að hann
hafi verið í bjórnum nýkominn
af erlendri grund, þegar hann
reit þessa móðursjúku grein.
Við skulum ekki harma það, að
skattskráin komi út. Það er
blátt aíram nauðsvnlegt enn
um sinn. Við heiðvirðir skatt-
borgarar höfum ekki komið
auga á neinar móðursýkislegar
fréttir um gjöld eins eða neins,
aðeins blákaldar tölur, sem tala
sínu máli, ásamt hæverskum
hugleiðingum frá einstaka
borgara, hvort hér hafi ekki
orðið mistök eða e-ð slíkt. Þar
er hvorki á ferðinni hneykslun
eða öfund, heldur aðeins sú
réttlætiskennd að eitt megi yfir
alla ganga. Það er ekkert rétt-
læti í því, að lítill hluti borgar-
búa og sá hluti, sem ennþá
nennir að vinna og telur heiðar-
lega fram tekjur sínar og gjöld,
þræli undir öllum þessum lög-
fræðingum, viðskiptafræðing-
um, hagfræðingum, fram-
kvæmdastjórum, stórkaup-
mönnum, læknum og alþingis-
mönnum, sem velta sér í
siglingum og lúxus með gler-
fínar og skinniklæddar frúr
sínar og afkvæmi, og greiða svo
litla skatta, að það er vart fyrir
sorphreinsun frá slotum þeirra.
Það eru ekki endilega ein-
hverjar smugur á skatta-
kerfinu, sem gera þetta kleift,
heldur kjarkleysi skattayfir-
valda, sem þora ekki að hrófla
við þessu „fína“ fólki af ótta
við, að eitthvað óþægilegt
hrynji. Það er ráðist að úlpu-
þjófum og alls konar smáþjóf-
um í þjóðfélaginu, en svo nær
kjarkurinn ekki lengra. Það
þarf enga lagabreytingu til að
kippa þessu í lag. Mælirinn er
nú þegar fullur. Þetta þolir
enga bið.
Hin vinnandi alþýða lætur
ekki lengur bjóða sér þetta.
misrétti. Nú þegar og tafarlaust
skulu þessir ómagar teknir I
gegn 6 ár aftur í tímann hver á
fætur öðrum. Kæmi þá svo
dálagleg fúlga í ríkiskassann,
að hægt yrði að veita hinum
skattpíndu 25% afslátt í ár,
kæmust þeir þá I eina siglingu,
meðan þeir enn eru ofar moldu
og gætu bergt hinn ljúffenga
mjöð.
JAKKAR<
Spurning
dagsins
Hvernig er
heilsan
yfírleitt á
mánudags-
morgnum?
Sigrún Pálsdóttir nemi: Hún er
bara góð. Það er yfirleitt ekkert
verra að vakna þá en venjulega.
Sigurður Heiðdal nemi: Hún er
nú ekkert meira en þolanleg.
Þorsteinn Júiiusson sjómaður:
Hún getur oft verið slæm en þó
ekki nærri alltaf samt.
Aðalsteinn Sigfússon nemi: Hún
er bara furðu góð miðað við tíðár-
andann og slarkið á fólki svona
yfirleitt.
Andrés Magnússon nemi: Mjög
góð.
Martin Ghillmaid Ijósinyndari:
Trúlega hörmuleg eins og flesta
aðra morgna.
1