Dagblaðið - 29.10.1976, Side 3

Dagblaðið - 29.10.1976, Side 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1976. Björgvin er búinn S’ með að lata klippa sig! I stelpur J Þórey Sigurðardóttir, Leiru- bakka 18, skrifar: Mig langar að beina hér nokkrum upplýsingaratriðum til stelpnanna sem voru að kvarta yfir hárinu á honum Björgvini Gíslasyni um daginn. Þessi frábæri gítarleikari Para- dísar er nú búinn að láta klippa sig og gerði hann það áður en hljómsveitin hélt í Spánar- ferðina. Þið ættuð að fylgjast betur með, steipur, áður en þið hlaupið með svona í blöðin. Varðandi það atriði hvort hár Björgvins sé hreint eða ekki, þá er það sjálfsagt matsatriði hvers og eins, en það breytir ekki því að hann er frábær gítarleikari eins og allir hans aðdáendur vita. Nú er Björgvin í Paradis búinn að láta klippa sig og geta aðdá- endur hans væntaniega verið rólegir þess vegna í bili. o sannarlega ekki neðsl á lista okkar yfir vlnsrlustu hljómsveitlrnar segja tvi Hinn fróbœri gítarleikari Paradísar œtti cið lóta klippa sig fvarr sem unna rokkl skrlfa: fylgdumst auðvitað með út- vcgna þess hve gitarleikari leikara að fara til rakara. Hann sendingu sjónvarpsins frá rokk- hljómsveilarinnar var hræði- yrði miklu skárri þegar hann „Við höfum óskapa mætur á tónleikum I Laugardalshöll sl. lega illa til fara. Hár hans var væri búinn að láta klippa sig rokk-tónlist og öllu sem henni laugardagskyöld Við biðum allt of sltt og svo var það sklt Það er heldur ekki I tlzku viðkemur. Sú frábæra hljóm spenntar eftir þvl að hljóm- ugt. Það á enginn að fá að koma lengur að vcra með svona sltt sveit Paradls er svo sannar- sveitin Paradis birtist á skján- fram svona lil fara. hár. Vonandi tekur hann þetta lega ekki neðst á lista hjá okkur um. Þegar hún loksins kom Við viljum nú ráðleggja ekki' illa upp, við viljum bara yfir rokkhljómsveitir. Við fram brá okkur hcldur I brún þessum annars frábæra gltar- veg Paradisar sem mestan." Lofttæmdur og loftþéttur — það er ekki alveg það sama Hafa rangan Lassí-hund fyrir sök Elsa Stefánsdóttir, Arnartanga 12 Mosfellssveit, hringdi: „Eg vildi biðja Dagblaðið að koma á framfæri fyrir mig svo- lítilli athugasemd að gefnu til- efni. Á dögunum beit „Lassí“- hundur (Collie hundur) barn hér við götuna. Málið var rann-' sakað og kom í ljós að hundur- inn kom frá Hlíðartúni hér í Mosfellssveit. Nú vill þannig til að við hér í Arnartanga 12 eigum líka Lassíhund. Höfum við orðið vör við þann leiða misskilning að hundurinn okkar hafi átt hér sök í máli. Hefur það gengið svo langt að börnum í hverfinu er bannað að fara inn á lóðina til okkar, foreldrar óttast að hundurinn bíti börn þeirra. Vildum við gjarnan að það kæmi í ljós að okkar hundur er alltaf bundinn, þegar hann er úti við, og er auk þess meinlaus og glefsar ekki í fólk. Þykir okkur leitt að börn hafa komið og kastað grjóti að hundinum og vonum að með þessum orðum verði allur misskiln- ingur upprættur." Anna skrifar: „Undanfarið hefur verió aug- lýsing í sjónvarpinu um hið ágæta Kaaberkaffi. Þar er sagt m.a. að það sé eina ísl. kaffiteg- undin sem sé í lofttæmdum um- búðum. Mér finnst undarlegt að þessi setning skuli ekkt hafa verið felld niður þvi það er komið annað „islenzkt" kaffi í loft- tæmdum umbúðum á mark- aðinn, nefnilega Bragakaffi!" Við höfðum samband við kaffibrennslu KEA á Akureyri og þar fengust þær upplýsingar að Braga-kaffi er ekki í loft- tæmdum umbúðum heldur í loftþéttum. Þannig er Kaaber- kaffið víst eina „isl.“ tegundin sem er í lofttæmdum umbúð- um. Kaaberkaffið, þó ekki þessar pakkningar, er i lofttæmdum umbúðum, en Bragakaffið er i loftþéttum. Þegar farartæki ungs manns er stolið Móðir skrifar: „Það er sárt fyrir ellefu ára dreng að missa farariækið sitt, 50 þúsund króna grip, sem hann hefur lengi verið að aura saman til aö kaupa. Fyrir hálf- um mánuði kom sonur minn heim úr skólanum. Hann skildi hjólið sitt eftir fyrir utan húsið þar sem við búum meðan hann skilaði af sér skólatöskunni. Ekki hafa liðið nema 2—3 mínútur þar til hann var kominn aftur þangað sem hann hafði skilið hjólið eftir. En þá var það horfið. Hjólið var 2 ára gamalt Chopper-hjól, ljósblátt með svörtum lás. Sézt hafði til drengs, 11-13 ára gamals, sem hafði hjólað á slíku hjóli niður Háaleitisbraut um þetta leyti. Sást hann hjóla inn hliðargötu í átt að Laugarnesi. Drengur þessi var í hvítri stormblússu með breitt. svart leðurbelti. Ekkert hefur frétzt af hjólinu þrátt f.vrir eftirgrennslan lög- reglumanna og fleiri. Væntan- lega á drengurinn, sem tók þarna reiðhjól ófrjálsri hendi, foreldra eða aðstandendur og vissulega ættu þeir að verða varir við þessa „eignaaukn- ingu“ sonar síns. Það eru vin- samleg tilmæli mín að þeir hafi samband við mig i síma 38755 eða 38572 á kvöldin. Þá mun þetta leiðindaatvik verða upp- rætt með öllu. í sambandi við hjólmissinn reyndi ég að fá tjónið greitt í tryggingafélagi þar sem ég hef keypt heimilistryggingu. Gaf ég heiðarlega skýrslu um öll til- drög málsins, m.a. að hjólinu hefði ekki verið læst í þessu tilviki. Taldi tryggingafélagið þá að því bæri ekki skylda til að bæta tjónið. Ættu börn og unglingar og ekki síður for- eldrar að huga að því hversu mikið atriði það er að hjólum sé ævinlega læst, jafnvel þótt ætl- unin sé að grípa til hjólsins eftir andartaksstund eins og var í þessu tilfelli." Spurning dagsins Finnst þér að leyfa œtti meiri hámarkshraða á Reykjavíkursvœðinu? Halldór Gunnarsson verkamaður: Nei, alls ekki. Þó gæti það átt við' sums staðar. Hans Hafsteinsson lögreglu- þjónn í Reykjavík. Nei, það er ákaflega hæpið. Til þess er.u eng- ar aðstæður fyrir hendi. Þorsteinn Þorsteinsson um- sjónarmaður: Það veltur nú á ýmsu. Sums staðar eru aðstæður þannig að hámarkshraðinn er of lítill, annars staðar mætti hann ekki vera meiri. Andrés Asmundsson húsa- smíðanemi: Jú, á vissum götum. Það mundi bæta margt ef menn reyndu að halda sig við þann hámarkshraða sem leyfður er, því silarnir eru ekki hvað minnst hættulegir i umferðinni. Ólafur Friðþjófsson nemi: Nei. ekki nema á hraðbrautum eins og t.d. Reykjanesbrautinni. Geir Þormar ökukennari: Að sjálfsögðu. En fyrsta skrefið er þó að menn laki sig saman og reyni að aka ekki hægar en leyfilegt er.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.