Dagblaðið - 29.10.1976, Síða 10
10
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 29. OKTÖBER 1976.
—————“
MÉBIABIB
frjálst. úháð dagblað
Utgefandi Dagblaöið hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson.
Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjórnarfulltrúi. Haukur Helgason. Aöstoöarfréttastjóri: Atli
Steinarsson. íþróttir: Hallur Simonarson. Hönnun: Jóhannes Reykdal. Handrit: Ásgrímur Palsson.
Blaöamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tomasson, Bragi Sigurösson, Erna V. Ingólfsdóttir, Gissur
Sigurösson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jóhanna Birgisdóttir, Katrín Palsdóttir, Kristín
Lýðsdóttir. Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson. Ljosmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, Bjarnleifur
Bjarnleifsson, Sveinn ÞormoÖsson.
Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson.
Askriftargjald 1100 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið.
Ritstjórn Siöumula 12. sími 83322, auglýsingar, áskriftir og afgreiðsla Þvorholti 2, sími 27022.
Setning og umbrot: Dagblaöiö og Steindórsprent hf.. Ármúla 5.
Mynda-og plötugerð: Hilmir hf.. Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19.
Langt tíl seilzt
Einkar athyglisvert er aó skoða
viðbrögö Ólafs Jóhannessonar
dómsmálaráðherra við tillögum á
alþingi um skipun sérstakrar
rannsóknanefndar til að skoða
ýmsa þætti dómsmála ofan í
kjölinn. Hann byrjar á því að
segjast ekkert hafa á móti slíku,
en hefur síðan allt á hornum sér.
Hann segir slíkar nefndir vera ameríska
aðferð, sem ekki henti hér á landi. Jafnframt
gefur hann í skyn, að amerískt lýðræði sé ekki
eins fullkomið og evrópskt og eigi slíkar
nefndir að brúa bilið yfir í evrópska þingræöið.
Nú þurfa menn ekki að vera prófessorar í
lögum til að vita, að ameríska kerfið er yngri
meiður á lýðræðishefðinni, byggt á strangari
aðgreiningu valdsins. Enda eru bæði dómarar
og þingmenn sjálfstæðari þar í landi heldur en
hér, þar sem ráðherrar telja sig eiga öllu að
ráða. Þótt hér eigi að heita þingræði, er alþingi
samt afgreiðslustofnun, en slíkt hið sama er
ekki unnt að segja um bandaríska þingið.
Furðuleg dýrkun framkvæmdavalds-
ins kemur fram í þeim svörum ráðherr-
ans, að þingmenn geti fengið allar upplýsingar
í formi fyrirspurna og þingsályktana.
Annaðhvort er hér á ferðinni blinda eða ó-
skammfeilni. Vandinn er nefnilega annars veg-
ar sá, að menn óttast að þeim sé ekki sagður
sannleikurinn í svörum við fyrirspurnum, og
hins vegar, aó ríkisstjórnir eru ákaflega tregar
til að framkvæma þingsályktunartillögur.
Auðvitað eru það ótraustvekjandi ráðherrar
á borð við Ólaf Jóhannesson, sem vekja kröfur
um skipun rannsóknanefnda alþingis. Hinir
efagjörnu kæra sig ekki um aó taka trúanleg
svör slíkra ráðherra við fyrirspurnum og vilja
heldur fá að rannsaka málin sjálfir.
Ráðherrann beitir líka hinum gömlu
alfreðsku brögðum sínum til að gera lítið úr
slíkum rannsóknanefndum. Gat hann nefndar
McCarthys, þar sem Nixon varð frægur á sínum
tíma. En hann nefndi vitanlega ekki nefnd
Kefauvers, nefnd Erwins, nefnd Rodinos né
neinar hinna fjölmörgu nefnda, sem hafa átt
verulegan þátt í lýðræðislegri reisn Banda-
ríkjanna.
Ólafur segir hreinlega, að slíkar nefndir í
Bandaríkjunum starfi oft með miklum
fyrirgangi og auglýsingaskrumi að undirlagi
ungra og framgjarnra formanna, sem vilji
vekja á sér athygli. Þaó er eins gott, að Ólafur
er of lítill karl til þess, að Kefauver, Erwin og
Rodino móðgist.
Það er út af fyrir sig jafngild skoðun og hver
önnúr, að alþingi eigi ekki að skipa rannsókna-
nefndir. En hins vegar hlýtur það að vekja
undrun, þegar dómsmálaráóherra leggst jafn-
lágt og Ólafur Jóhannesson til að hindra skipun
slíkrar nefndar að hann þarf um leið aó lasta
mjög gróflega og á ósanngjarnan hátt hinar
bandarísku lýðræðishefðir.
Við höfum líka okkar hefðir. Og við óttumst
að óskammfeilnir ráðamenn séu að hola pessar
hefðir að innan. Tillögur um rannsóknanefndir
eru ein lilraunin til að vernda sjálft innihald
hinna lýðræðislegu hefða hér í þessu alræðis-
ríki stjórnmálaforingja. ()g við vitum nú
alténd, að Ólalur Jóhannesson er andvígur
slikum nefndum.
Langt er í land með að Bretar verja 200 mílna fiskveiðilög- undan Shetlandseyjum á leið
hafi nægilega miklum her- sögu sína. Hér má sjá tii íslands i síðasta
skipaflota á að skipa til þess að freigátuna Leopard á siglingu þorskastríði.
BRETAR EIGA ENGIN
SKIP TIL ÞESS AÐ
GÆTA 200 MÍLNA
Hinn konunglegi brezki
sjóher, í öllu sínu veldi, hefur
ekki nógu mörg herskip til þess
að gæta sómasamlega þeirra
200 sjómilna landhelgi sem
Crosland forsætisráðherra
Breta og Efnahagsbandalagið
ræða nú.
Sjóherinn mun þurfa á um
160 herskipum að halda til þess
að gæta lögsögunnar, sem
stækkar til muna við
útfærsluna, ef hann á að geta
gætt hennar eins vel og þeirra
tólf milna iögsögu sem Bretar
hafa í dag. Samanlagður fjöldi
þeirra freigátna, sem þeir hafa
á að skipa til þess að gæta
veiðisvæðanna á stormasömu
Atlantshafinu, er aðeins 61.
í dag hefur sjóherinn aðeins
10 skip sem gæta 24 þúsund
sjómílna hafstæðis. Við
útfærslu fiskveiðilögsögunnar
r
úr tólf mílum í 200 er búizt við
að þetta hafsvæði stækki um
500 þús. sjómílur. En ef bætt er
við gæzlu á veiðisvæðum um-
hverfis Rockall-skerið og á
svipuðum hafsvæðum
umhverfis Flannan-eyjar og
Muckle Flugga á Shetlandseyj-
um, ásamt Biskupakletti á
Scillieyjum, má ætla að haf-
svæðið verði í heild tæplega
milljón sjómílur að stærð.
Fyrir skömmu sagði
talsmaður sjóhersins í London
•að alls ekki væri vitað hversu
stórs hafsvæðis skipin 10, sem
nú eru við gæzlu, yrðu að gæta,
né heldur hversu stórt það
hafsvæði yrði eftir útfærsluna.
Það þykir hins vegar ljóst að
ef sjóher Breta á að geta gætt
þeirra hafsvæða, sem þeir ætla
að tileinka sér á sama hátt og
þeir gera nú (eitt skip á u.þ.b.
2.400 fersjómílur), sem ekki er
talið ofáætlað, þá er það
algjörlega ómögulegt með þeim
tækjabúnaði sem sjóherinn
hefur yfir að ráða í dag, jafnvel
og enda þótt öll skip hans yrðu
sett til gæzlustarfa eingöngu.
Ef hafsvæðið er lauslega
áætlað 750 þúsund sjófermilur
þarf skipafjöldinn að vera 312.
Og það er miklu meiri f jöldi en
brezki flotinn hefur yfir að
ráða. Þar við bætist að mörg
þeirra þyrftu að vera sér-
staklega útbúin til úthaf-
siglinga til þess að gæta
veiðisvæða allt að 20 gráðu
vesturlengdar, sem er 200
sjómilur vestur af Rockall-
skeri. Þar mætast landhelgis-
mörk íslands frá Vestmanna-
eyjum og sjólagið þar á miðju
Atlantshafinu er ekki fyrir
smásnekkjur.
Gæti spilabanki
leyst vandann?
Island hefur óvenjumargt að
bjóða erlendum ferðamönnum:
Ósnortna heillandi náttúru sem
er eins konar safn ólíkustu
jarðeðlisfræðilegra fyrirbæra.
Það er paradis fuglaskoðara og
sannkallaður ævintýraheimur
fyrir unglinga.
tsland hefur því mikla mögu-
leika á að hafa drjúgar tekjur
af ferðamennsku, engu síður en
sólarlöndin. Samt skapar veður-
farið viss vandamál. Eins og
kunnugt er eru vetur, vor og
haust að mestu leyti dauð tíma-
bil hvað erlenda ferðamenn
snertir. A því þarf að ráða bót.
Komur erlendra ferðamanna
skila heldur ekki jafnmiklum
gjaldeyri og æskilegt væri.
V*__
Hvað er þá til ráða?
Sérfræðingar frá Sameinuðu
þjóðunum voru kallaðir hingað
fyrir dýra dóma til að finna
lausn á vandanum. Þeir veltu
vöngum yfir vandamálum is-
lenzka ferðamannaiðnaðarins
og komu svo með þá furðulegu
hugmynd að byggja rándýran
undraheim inn 1 fjallið við
Kléifarvatn fyrir erlenda auð-
kýfinga. Ef Sameinuðu þjóð-
irnar eða erlendir aðilar hefðu
áhuga á að leggja í þetta mikla
fyrirtæki held ég að við ættum
að leyfa þeim það, en ég sé ekki
vit i því að íslenzkir aðilar
ráðist í það.
Fjármunum vorum er betur
varið til annars. enda er þetta
vart rétta Iausnin á vandanum.
í leit að henni er rétt að huga
að reynslu ferðamannaborga og
-ríkja sem eiga við sams konar
vandamál að glima. I Norður-
Frakklandi er borg sem heitir
Dauville. Veðrið þar er fullt
eins slæmt og á tslandi, nema á
sumrin, og samt hópast þangað
ferðafólk jafnt vor, sumar,
vetur og haust. Hvað er það
sem dregur fólk þangað? Spila-
bankar sem freista bæði Eng-
lendinga og annarra þjóða
manna og gera það að verkum,
eins og alls staðar, þar sem
slíkir bankar örva ferða-
mennskuna, að ferðalangurinn
skilur eftir margfalt meira fé
en þekkist á Islandi.