Dagblaðið - 29.10.1976, Síða 12

Dagblaðið - 29.10.1976, Síða 12
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 29. OKTÖBER 1976. 12 Saga Tanaka, forsætis- ráðherra Japans Ölíkt tslandi beið Japan heiftarlegan ósigur í heims- styrjöldinni síðari. Að styrjöld lokinni var landið efnahagslega og á annan hátt í rúst. Japan bar samt gæfu til þess að ger- breyta þjóðstíl og lífsstíl, hverfa frá hálfasísku ástandi, sem áður hafði verið landlægt, og hefja nýja innreið inn í iðn- vædda, tæknivædda og lýðræðissinnaða framtíð. A örfáum árum óx Japan í það að verða fremsta veldi Asíu, bæði í efnahagslegu og pólitísku tilliti. Eins og Kristilegir demó- kratar hafa lengst af farið með völd í Vestur-Þýzkalandi, og áttu mestan þátt i því að reisa Þýzkaland við í stríðslok, sem gerðist með undraverðum hraða, svo gerði einnig stjórn- málaflokkur, sem bar heitið Frjálslyndi lýðræðisflokk- inn í Japan. Frjálslyndi Iýðræðisflokkur- inn vann á þessum árum ómæld afrek. Efnahagur Japans dafnaði. Foringjarnir voru venjulegast gamlir, samkvæmt japanskri hefð, og fjölmargar aðrar þjóðlegar hefðir varð að hafa í heiðri. En undrið gerðist samt. Frjálslyndi lýðræðisflokkur- inn skóp nýtt valdakerfi, valda- kerfi sem margir höfðu ástæðu til að meta og virða. Lýðræði og þingræði var í heiðri haft, og flokkurinn hefur samfellt farið með völd. En valdastéttin fékk fljótlega áhuga á fleiru en völdum vald- anna vegna. Ný peningastétt óx og dafnaði í skjóli þessa valda- kerfis. Með tíð og tíma komu þeir sér upp valdakerfi, sem hélt blöðum í skefjum, þekkti rétta menn á réttum stöðum, og héldu í höndum sér öllum þráðum yfirhylmingar, ef illa færi. En svo urðu breytingar. Fleiri og fleiri nenntu ekki lengur að hlusta á orðagjálfrið um afrekin að stríði loknu. Þau rök dugðu ekki endalaust. Endalaus hagvöxtur var heldur ekki lengur eina eftirsóknar- verða takmarkið. Menn tóku að spyrja fleiri spurninga. Hvern- ig var stjórnkerfið rekið? Hvern- ig var farið með valdið? Water- gatemálið í Banc' tríkjunum á árunum 1972 og 1973 olli einnig straumhvörfum. Leiði og nýtt verðmætamat saeði til sín. Saga Tanaka t ágúst sl., klukkan 6.30 að morgni, var hringt upp á hjá Tanaka, fyrrum forsætisráð- herra landsins. Tveir leyni- lögreglumenn báðu þennan fyrrum forsætisráðherra að koma með sér á skrifstofu sak- sóknara. Þegar þangað var komið sagði saksóknarinn: Okkur þykir fyrir því að þurfa að yfirheyra mann, sem eitt sinn var forsætisráðherra Japans, en ég verð að biðja yður að segja ekkert nema sannleikann. Og skömmu eftir að yfirheyrslur hófust var Tanaka formlega handtekinn fyrir brot á japönskum lögum. Skömmu seinna var fréttin á forsíðu flestra blaða heims. Tanaka hafði orðið forsætis- ráðherra árið 1972, 54ra ára, yngstur landa sinna. Koma hans á valdastól boðaði breytingar, hann var yngri, ferskari og stílhreinni persóna en flestir forverar hans. Stjórn- málaafrek hans, einkum á sviði utanríkismála, voru umtals- verð. Japanir voru orðnir leiðir á valdakerfinu, og Tanaka boðaði bætta tíð. En utan lands og innan voru að gerast breytingar. Á árinu 1974 skrifaði blaðamaður nokkur greinaflokk, þar sem hann vakti athygli á því, að á árinu 1973 hafði Tanaka keypt hlutabréf fyrir helmingi meiri fjármuni en upp gefnar tekjur hans námu. Japanir voru óvanir svona löguðu. Sorp, sóðaskapur og skítkast, sögðu stuðningsmenn Tanaka. En það dugði ekki, þrátt fyrir fjölmörg japönsk morgunblöð. Japanir voru orðnir langþreyttir á sam- tryggðu valdakerfi og það lá í loftinu aö svona nokkuð hafði gengið á upp og niður eftir valdastiganum árum saman. Fleiri tóku undir orð blaða- mannsins og kröfðust skýringa — söngurinn um pólitískar of- sóknir dugði skammt. Skömmu síðar sagði Tanaka af sér embætti forsætisráðherra. Þar með var málið úr sögunni. Nóg hafði átt sér stað. Meira en menn höfðu átt að venjast. Tanaka var ekki af baki dottinn. Hann hafði feikileg ítök í flokki sínum og var kom- inn vel á veg með að brjótast til valda á nýjan leik. Þá skeði ógæfan öðru sinni. Að þessu sinni voru upptökin í Öldungadeild Bandaríkja- þings. Bandaríkjamenn hafa Kjallari á föstudegi Vilmundur Gylfason árum saman verið viðkvæmari i slíkum efnum en aðrar þjóðir, þó svo allir þekki hápunktinn um langa hríð, Watergate- málið. Að þessu sinni var nefnd á vegum Öldungadeildarinnar að rannsaka fjölskrúðugt mútu- mál, sem teygði sig til margra Ianda, svokallað Lockheed- hneyksli. Mál þetta teygði sig til Japans, og þegar nefndin birti upplýsingar um það að japanskur fjármálamaður, sem var þekktur sem náinn sam- verkamaður Tanaka, hefði hugsanlega tekið við miklu fé frá Lockheed-verksmiðjunum, birtu japönsk blöð þær upplýsingar með flennifyrir- sögnum. Fólk krafðist skýringa, og forsætisráðherra landsins, Miki, lofaði að þetta mál yrði kannað. Japanir voru ýmsu vanir í slíkum yfirlýsingum forustumanna í stjórnmálum, og fjölmargir létu opinberlega í ljós efa um það að Miki aðhefðist nokkuð. Þetta væru bara innantómar yfir- lýsingar til þess fallnar að slá ryki í augun á fólki. En blöðin héldu áfram að rannsaka á eigin spýtur, það var, með þessum hætti, nýr þáttur í japanskri blaðamennsku. Færri og færri tóku mark á pólitísk- um sóðablöðum, sem skrifuðu um pólitískar ofsóknir á hendur Tanaka. í ágúst var Tanaka hand- tekinn. Hann hafði brotið japönsk landslög. * Lögf ræðingurinn hirti yfirfærsluna Gjaldeyrishvarf af völdum lögfrœðinga Það hefur lengi verið mörg- um kunnugt að horfið hefur mikið af gjalde.vri sem sendur er til tslands frá þeim íslend- ingum sem eru búsettir er- lendis og hafa því ráðið lög- fræðinga og annað fólk til að annast langar skuldbindingar eða innheimtur. Þetta fólk, sem erlendis dvelst, er ýmist við nám, þjónustu við landið eða við persónuleg störf. Þetta fólk er yfirleitt „réttlaust og mál- laust og getur engum vörnum við komið,“ þegar lögfræðingar eiga í hlut, þeir eru margir í einni klíku sem erfitt er að fást við. Yfirmenn í gjaldeyriseftir- liti og skattalögreglu, blaða- menn og aðrir í áhrifastöðum eru skyndilega mjög heyrnar- daufir eða gleymnir þegar þessi mál eru á allra vitorði. Leiðindi og tjón Þar eð ég hefi orðið fyrir leiðindum og tjóni vegna svona lögfræðinga ætla ég að rifja upp það sem skeði fyrir nokkru og margir geta vitnað að er satt og skjöl öllum til sýnis. Einn sem fór ó hausinn Kunningi minn, sem var að fikta við heildverzlun, fékk á sig 2 gengisfellingar á einu ári og fór á hausinri eins og mörg gróin fyrirtæki á þeim tíma. Hann varð leiður og fór sér til hressingar í vinnuferð um heiminn. Hann var um skeið í S -Afríku og Rhodesíu og sendi heim það fé sem hann mátti missa til að borga skuldir sem kunnur lögmaður tók að sér að sjá um og „innheimta" úti- standandi skuldir. Þetta gekk allt vel í fyrstu. Svo kom að því að hann fékk engar kvittanir til baka. Háttsettir dómavar fengu lögfræðinginn til að viður- kenna að greiðslurnar hefðu komið til lögfræðingsins en kúnnarnir fengu ekkert. Þúsund dalir Kunningi minn var um þessar mundir í Rhodesíu og undi sér vel. Eitt sinn fékk ég bréf frá honum þar sem hann bað mig um að lána sér þúsund dali „því eins og ég viti hafi X lögfræðingur stolið yfirfærsl- unni“ sem hann sendi síðast og hann sé búinn með ársyfir- færsluna og þurfi endilega að greiða tveim tilteknum mönn- um fyrir jól.“ Þar eð ég átti þetta fé ónotað og maðurinn hafði oftar en einu sinni endur- greitt smágreiða sótti ég um gjaldeyrisyfirfærslu í S-Afríku handa honum. Spennandi glœpasaga Búarnir eru engir viðvan- ingar í glæpasögum, með gull Kjallarinn Viggó A. Oddsson og gimsteina og allra þjóða bófa til að glíma við. Gjaldeyriseftir- litið í S.-Afríku varð heldur betur hissa þegar það fékk um- sóknina frá bankanum mínum, ég var kallaður fyrir aftur og aftur, viku eftir viku, til að útbúa nýjar og lengri yfir- lýsingar og skýrslur, skrifa undir og veita meiri upplýs- ingar um lögfræðinginn sem stal og viðskiptavin hans. Eftir 3 mánuði var umsóknin sam- þykkt og tékki útgefinn á Landsbankann. Kunnur dómari móttók greiðsluna í krónum og skilaði henni til þeirra sem áttu að fá greiðsluna. Gallinn er bara sá að ég hefi ekki enn fengið endurgoldinn greiðann, m.a. vegna gjaldeyristakmark- ana í Rhodesiu og að kunning- inn er sagður vera í Kanada, án þess að þakka fyrir með því að endurgreiða greiðann. Banka- stjórinn sagðist álíta að kunningi minn hefði sent gjald- eyrisyfirfærslur stílaðar á lög- manninn, en þær farið inn á einkareikning hans erlendis, þegar hann skorti skotsilfur til að borga kúnnunum fengu þeir ekkert en viðbótatékkarnir sendir á erlenda reikninginn. Þeir stela húsinu ofan af manni Þessi peningalega siðblinda er ekkert einsdæmi, þessi lýður streymir um allan heim og skilur eftir sig slóð af leiðind- um og tjóni, hneisu og skömm» Sumir koma til S.-Afríku og nágrennis og virðast halda að S.-Afríka sé heppilegasti griða- staðurinn fyrir uppflosnaða fjárglæframenn. Þeir eru hér stutt og víst flestir farnir. Aðrir íslendingar una sér vel, enda ekki á flótta undan samvizk- 'unni eins og svo margir landar vorir. Þar eð ég var ekki beðinn um að þegja ætla ég að endur- segja eina dæmalausustu svindlarasögu sem ég hefi heyrt: Einn islenzkur kunningi minn, sem hefur átt heirna hér í S.-Afrfku í mörg ár, fékk sím- hringingu frá landa sínum, hann sagðist vera á tilteknu- hóteli og vildi hitta manninn. Úti á hóteli var landinn með pakkaðar töskur og bað land- nemann um að fá að gista í nokkrar nætur. Það þótti sjálf- sagt. Nokkrar milljónir Eftir nokkra daga var land- neminn heima þegar síminn hringdi. Það var bankinn. Honum var sagt að það væri velkomið að lána honum nokkr- ar milljónir út á húsið hans, bara koma og skrifa undir skjöl. Maðurinn varðhvumsaog ságðist ekki þurfa neinar milljónir. Kom í ljós að gestur- inn hafði veðsett húsið ofan af gestgjafa sínum því þeir höfðu saman FÖÐURNAFN og sama UPPHAFSSTAF I SKÍRNAR- NAFNI. Hér munaði mjóu. Þetta eru dæmi um þá hams- lausu, andlegu og siðferðislegu spillingu sem grasserar á meðal Islendinga. Islenzkir land- nemar hér syðra hafa margir íengið heimsóknir frá ókunnugu fölki frá íslandi og eru ennþá að leita að spariföt- unum og öðrum vérðmætum sem þeir „trúa varla" að gest- irnir hafi stolið. Aðrir landar kaupa dýra hluti hér í búðum og fljúga síðan frá óborguðum reiknihgum. Vikingseðlið er ekki onnþá útdautt. Viggó Oddsson.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.