Dagblaðið - 29.10.1976, Side 13

Dagblaðið - 29.10.1976, Side 13
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1976. 13 væri allri rannsókn lokið. Fólk vissi ekki, en hafði þetta á til- finningunni. Svona hafði þetta alltaf verið. Lokcheed-hneykslið varð fyrst opinbert i febrúar. Tanaka var enn ekki af baki dottinn. I mai reyndi hann að velta Miki úr stóli innan flokks- ins, og hefði sennilega tekizt það, og þar með tekizt að stöðva frekari rannsókn Lockheed- mála, ef blaðamaður einn hefði ekki frétt eftir öðrum leiðum um það sem hann kallaði „þessi óhreinu brögð“ og skrifað um það greinar. Þetta vakti slíka almenna reiði í Japan, að áætlanir Tanaka mistókust. Þetta varð einnig til þess, að Miki, sem annars var þekktur að því að vera heldur litlaus og hægfara rólyndismaður, sá að við svo búið mátti ekki standa. Eftir þetta urðu rannsóknar- aðilar aðgangsharðari, með þeim afleiðingum, sem allur heimurinn þekkir í dag. Hreinsunin átti sér stað. Kannske hefur ekki allt komið upp á yfirborðið. Það vitum við aldrei. En lýðræðisstofnunum Japans hefur verið gerður ómetanlegur greiði. Þær voru orðnar fúnar, svo fúnar, að óvíst er hvort þær hefðu lifað af, ef þær hefðu eftirlits- og átölulaust getað haldið áfram að rotna. Hefði sprengingin orðið síðar, hefði hún orðið enn stærri, enn hættulegri, og getað greitt götuna fyrir hvers konar öfgaöfl, sem oftast virðast vera til taks, þegar nægilega mikið hefur farið úrskeiðis. Hvað getum við lœrt? Öneitanlega er margt í þessari sögu sem minnir á íslenzkar aðstæður. Þreytt, leið og spillt valdastétt, sundur- grafin af peningamönnum, sem virðast oftar en einu sinni og oftar en tvisvar hafa haft óheillavænleg áhrif á ákvarðanir valdsins. Þreyttir og leiðir stjórnmála- menn, sem gorta af löngu unnum afrekum, og skilja ekki nýtt verðmætamat. En umfram allt sagan af þjóð sem vaknaði, þegar hún var á heljarþröm spillingar og misnotkunar valds. Japanir vöknuðu þó, og eru að bisa við að endurnýja rúið traust á lýðræðisstofnan- ir landsins. Við erum milli Ivefns og vöku. Að vísu eru hér samt mannlifsins morgunblöð sem ítrekað ráðleggja mönnum að snúa sér til veggjar, sofa til hádegis og gleyma þessu öllu. En þeim má ekki takast það. Lýðræðið á sér ekki hættulegri vin en talsmenn slíkra sjónar- miða. Gamla frú Tanaka Víst er sagan af Tanaka harmleikur i aðra röndina. Víst er nöturlegt að horfa á skyndi- legt fall manns, sem framtiðin virtist brosa við og sem hefði getað unnið landi sínu og þjóð gagn á öðrum sviðum. En það er samt ekki málið. Engin þjóð, sem vill treysta sið- menningu sina, hefur efni á því að hafa valdastétt, sem sví- virðir lög og rétt, sjálfum sér eða vinum sínum til framdrátt- ar. Efalítið hafa Tanaka og helztu vinir hans talað um of- sóknir á hendur honum. Og efa- lítið hafa einhverjar mannlífs- ins rottur þá fyrst byrjað að sparka í hann, þegar hann var liggjandi. Hjá slíku verður vfst aldrei komizt. Það er samt ekki málið. Valdakerfi, á hverjum tima, verður að vera undir eftirliti, ströngu eftirliti. Það verða jafnvel að gilda heldur strangari reglur, heldur strang- ara eftirlit, með valdakerfi en með öðrum borgurum. Það eitt tryggir, að valdastofnanir lifi af, eigi virðingu og traust sam- borgara, og þjóni því réttlæti, sem þeim er ætlað. En samt er saga Tanaka harmleikur. Ærlegum mönnum hlýtur, þrátt fyrir allt og allt, að finnast svo. Háöldruð kona, móðir forsætisráðherrans fyrr- verandi, var spurð hvað henni fyndist um örlög sonar síns. Þá svaraði hún stillilega, með þvi einlæga og barnslega siðferðis- þreki sem löngum var kennt við japanska bændur: Hafi sonur minn brotið af sér, þá ber að refsa honum. Þá á hann að vera i fangelsi. Gamla konan skildi það sem margir I Japan og vfðar vildu ekki skilja, að gagnrýni og ofsóknir eru sitt hvað. Gagn- rýni, sé hún á rökum reist, er þjónusta við samfélagið. Til þess fallin að það lifi af og lifi vel i ólgusjóum mannlffsins. Tanaka Baksviðið Sá sem olli falli Tanaka var samverkamaður hans, maður að nafni Kodama. Það var opin- bert leyndarmál í Japan að Kodama, sem tilheyrði hinni nýju stétt fjármálamanna, er fyrst hafði efnazt á árunum eftir strfð, hafði hvort tveggja, náin sambönd við forustumenn Frjálslynda lýðræðisflokksins og við undirheima japanskra fjármála. Þegar vafasöm, bein- línis ólögleg, fjármálaafskipti sönnuðust á Kodama, létu fyrst japönsk blöð, þá japanskur al- menningur og loks japanskt dómskerfi og japönsk stjórn- völd, ekki þar við sitja heldur kröfðust skýringa. Meðan ofan- greindum afleiðingum. Þessi mál snerta fjölmarga aðra en þá Tanaka og Kodama, teygja sig upp og niður eftir valdastig- anum, snerta þingmenn og embættismenn. Það einkennir allan þennan málatilbúnað að þrátt fyrir óhugnað og sóðaskap þessara mála, sem hefði getað riðið japönskum lýðræðisstofnunum að fullu, þá var það til að byrja með algengt viðhorf japansks almennings, að ekkert þýddi að hrófla við þessum málum. Allir vissu, og hefðu vitað árum saman, að þetta væri einhvern veginn svona. Þeir hefðu komizt upp með þetta árum saman og því skyldu þeir ekki nú? Fólk hafði rfka ástæðu til þess að vantreysta forystu- mönnum I stjórnmálum, þeir væru allir svona og þegðu hver með öðrum. Þeir hefðu dóms- kerfið í vasanum hvenær sem þeir teldu það þjóna sér og sinum. Fólk hélt að þeir f.vndu einhverja smákalla, sem játuðu eitthvað á sig, en um leið og bankað væri á valdsins dyr, þá r Þegar hæfir menn verða aular Islenzkir verktakar eru æði misleitur hópur. Þótt benda megi þar á nokkra skugga- balda, þýðir ekki að mæla á móti að í þeirra hópi eru margir ágætismenn, sem leggja nótt við dag f störfum sfnum. Þvf þýðir heldur ekki i mót að mæla, að þeir eru ýmist sjálfir eða hafa f þjónustu sinni verk- fræðinga og annað vinnuafl f bezta gæðaflokki á heims- markaði. En guð hjálpi þeim, sem reyndi að skilgreina þessa verktaka, svo sundurleitir og misjafnir eru þeir. Það er t.d. efni í heila grein, hvernig á þvf stendur, að ekki eru sett fyllri lög og reglugerðir um útboð og tilboð f verk. Það er mjög almennur misskilningur, að lægsta tilboði skuli ávallt taka — því að í reyndinni hefur þetta í sumum tilfellum reynzt hið gagnstæða og hinir svokölluðu gorkúluverktakar, sem spretta upp, eru verkafólki oft stórhættulegir. Hitt er hins vegar staðreynd, að tæknivæðing hefur orðið svo hröð hér við hvers konar mann- virkjagerð, að við stöndum erlendum aðilum sízt að baki. Ekki þýðir heldur því í mót að mæla, að útboð á einstökum verkum sl. fimmtán ár hafa aukið á jiessa tækni og stórlækkað verð á alls konar mannvirkjagerð. Með þessa reynslu í huga hljóta menn að verða stórundrandi yfir því, að ö|l stærstu mannvirki á Islandi á sl. tíu árum hafa verið unnin af •útlendum verktökum. Dæmi: Búrfellsvirkjun, tvær raflínulagnir frá Búrfelli til Reykjavíkur — Straumsvík og Straumsvfkurhöfn — Sunda- höfn og Sigalda. Eg þykist mæla af kunnugleik, þar sem ég hef fylgzt með öllum þessum fram- kvæmdum, þegar ég fullyrði.að f öllum tilfellum hefðu íslenzkir verktakar gert betur. Hvað veldur slíkum vinnubrögðum? Áður en því er svarað, skal því hiklaust lýst yfir, að Is- lendingar eiga verkfræðinga, sem hafa staðið mun framar en verkfræðingar þessara verk- fyrirtækja. Það hefur misboðið heilsu góðra islenzkra verkfræðinga, að horfa upp á mistök þessara erlendu starfsbræðra sinna og algjöra vanþekkingu og vanmat á íslenzkum aðstæðum. Islenzkir vinnuvélamenn fá hvergi sfna jafninga nema þrautþjálfaða Ameríkana. Þó •eru þeir mun einhæfari. íslenzkir iðnaðarmenn þurfa ekki að óttast um hæfni sína og þekkingu gagnvart erlendum starfsbræðrum sfnum. íslenzka verkamenn almennt er ég ósmeykur um í samkeppni við þá erlendu. Hvað veldur þessum ósköpum? Höfuðorsökin mun vera sú, að flest þessara verka eru það stór og auk þess byggð Kjallarinn Guðmundur 1 Guðmundsson fyrir lánsfé, mest frá Alþjóðabankanum, að íslenzk verkfyrirtæki hafa ekki nægjanlegt eigið tryggingarfé til að fullnægja ákvæðum verkasamninganna. En þá er það, að þessir hæfu menn opinbera aulaskap sinn mest — þeir hafa aldrei reynt að sameinast um að reyna að fá verkið boðið út, skipt í hluta, t.d. fjóra hluta. Þeir hafa aldrei reynt að gera sameiginlega tilraun til að fá t.d. ríkisábyrgð fyrir tryggingarfénu. Þeir hafa aldrei gert minnstu tilraun til að sameinast um neitt stórt verk. I þessu standa þeir algjörlega úrræða- og samtakalausir. Sjálfsagt eru margar aðrar leiðir til'en ég hef bryddað á, og auk þess má benda á, svona f framhjáhlaupi, að einnig eru fengin erlend verkfræðileg eftirlitsfyrirtæki, þó að mun hæfari íslenzk séu í boði. (Það vona ég, að flokksbræður mínir fyrirgefi mér þennan kapitalíska þanka- gang). En í stað þess að gera átök i að færa þessi stóru verkefni f hendur íslenzkra aðila , þá beinist áhugi fslenzkra verktaka að öðru. — Þeir reyna að koma sér í mjúkinn hjá hinum erlendu verktökum, kannski fá þeir að leigja þeim vélar, t.d. tvær ýtur f tvo mánuði, kannski fá þeir að koma fsl. verkfræðingi að til að framkvæma vitleysurnar sem hinir erlendu verktakar taka ákvörðun um, og kannski fellur eitt og annað til, sem má fá prósentur af. Og þegar ihaldið heldur sinn „Thanksgiving Day“ (árlegan þakkardag, sem ihaldið heldur fyrir íslenzka framtaksmenn), þá lauma þeir nokkrum tugum þúsunda í pottinn og þá er samkeppnin grimm. Þá hvísla þeir að frammámönnum, að þeir hafi nú gefið hundrað þúsundum meira en þessi, og láta það berast til leiðtoganna. Og þá er kannski von um einhverja undirbúningsvinnu að þessum framkvæmdum erlendu aðil- anna, kannski möguleiki að leigja fleiri ýtur.kannskbvinna fyrir fleiri bíla og allt niður f að sjá um salernishreinsanirnar, það gefur nú prósentur lika. Og ef maður spyr nú þessa ágætu menn, hvort ekki sé von um, að þeir með sfna miklu hæfni og þekkingu fari að framkvæma stórar mannvirkja- gerðir, það er að segja íslend- ingar sjálfir, þá má heyra hin furðulegustu svör, sem ekki eru hafandi eftir, jafnvel er treyst á stjörnuspádóma og önnur lftt skýranleg, dularfull fyrirbæri. Við höfum frábærum sér- fræðingum á að skipa. Eðlilega hefur enginn þá þekkingu á staðháttum, loftslagi og sér- stöðu allri hér á landi sem við sjálfir. Við höfum á ýmsum sviðum hæfari mannafla en margir aðrir (það eitt er efni í heila grein). Við höfum ekki efni á að ausa út úr landinu hundruðum milljóna af þvf, sem við getum gert sjálfir, og halda þannig niðri íslenzkri verkmenningu. Slíkur verður hugsanagangui okkar að vera. En þess f stað held ég að margur vinur minn úr islenzkri verktakastétt hugleiði: Hvenær skyldi koma næst „Thanksgiv- ing Day“ hjá flokknum og hvað ætti ég að borga mikið?" Slikur er aulaskapurinn, og slíkur er ömurleiki dagsins. Guðmundur J. Guðmundsson form. Verkamannas. íslands.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.