Dagblaðið - 29.10.1976, Side 17

Dagblaðið - 29.10.1976, Side 17
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 29. OKTÖBER 1976. 17 Þessi var yngsti starfsmaður RAFHA við vinnu er biaða- menn skoðuðu verksmiðjuna. Hann sat með bros á vör og málaði hluti í spennubreyta. lampadeild, sérsmiðadeild, málmgluggadeild og sam- setningardeild. Enn sem fyrr eru aðallega framleiddar eldavélar en auk þess annast RAFHA alls kyns sérsmíði, s.s. á stórum eldavél- um, steikarapönnum, hitaskáp- um, afgreiðsluborðum fyrir mötuneyti, lömpum, ýmsum _ tækjum fyrir skip að ótöldum * málmgluggum og hurðum eftir óskum kaupenda. 20 umboðsmenn starfa víðs vegar um land, en RAFHA rekur eina söludeild, við Óðins- torg í Reykjavík. Axel Kristjánsson taldi vandamál verksmiðjunnar nú líklega sízt minni en þau voru í upphafi. Aðild Islands að EFTA skapar erfiðleika. Flutt eru inn tæki sem nú er greiddur 30% tollur af en verður 20% á næsta ári og fell- ur alveg niður 1. jan. 1979. Þess eru hins vegar dæmi að tollur af innfluttu efni til framleiðslu RAFHA sé 35%. Axel benti og á að RAFHA, eins og ýmis önnur iðnfyrir- tæki, ætti i erfiðleikum vegna hærri flutningskostnaðar af iðnvöru til Islands en sambæri- legar erlendar verksmiðjur þurfa að greiða fyrir sína flutn- inga. Þá benti hann á miklu hærra raforkuverð til iðnaðar hér en erlendir samkeppnisaðilar greiði. RAFHA greiðir nú 10-11 krónur fyrir kílóvattstundina en norsk verksmiðja, sem er sambærileg við RAFHA og Axel þekkir til, greiðir 1,50-2 kr. (íslenzkar) fyrir kílóvatt- stundina. Auk þess búa íslenzk- ar framleiðsluverksmiðjur við erfiðari skattalöggjöf og allt er hér óhagstæðara og dýrara en hjá sambærilegum erlendum verksmiðjum sem verið er að keppa við. Loforð sem gefin voru við aðild íslands að EFTA og EBE hafa ekki verið efnd nema að takmörkuðu leyti og óhagstæð samkeppnisaðstaða ógnar því íslenzkum iðnaði. Hlutafé RAFHA hefur nú verið 50 faldað með jöfnunar- bréfum. Byggingar hafa verið stórauknar ár frá ári og eru nú 6000 fermetrar að gólffleti og 24 þúsund rúmmetrar. Vinnu- laun verksmiðjunnar á s 1. ári voru 55-60 milljónir króna og 9,2 millj. króna voru greiddar í gjöld til ríkis og bæjarfélags. Á þessum 40 árum hefur RAFHA framleitt 107.384 raf- magnstæki auk 53271 lampa frá því að sú framleiðsla hófst 1954. Eldavélarnar eru lang- stærsti hluti framleiðslunnar eða 46618 frá upphafi. Meðal annarra framleiðsluvara má nefna stórar eldavélar fyrir skip og hótel, þilofna, rörofna, brauðgerðarofna, þvottapotta þvottavélar, kæliskápa, gufu- katla, spennubreyta. vatns- hitunartæki, kaffikönnur, ryksugur og steikarapönnur. Henry er að flytja: Gömlu nágrannar hans eru himinlifandi en þeir nýju dauðkvíða því að fá hann! Henry Kissinger utanríkisráð- herra Bandaríkjanna og konan hans Nancy eru að flytja úr hús- inu sem þau hafa búið i á hinu kyrrláta Dumbartonstræti. Þau ætla að flytja í hús við götu í Georgetown, sem er elzti borgar- hluti Washingtonborgar. Gömlu nágrannarnir hjónanna eru afar fegnir að losna við þau úr hverfinu og nýju ná- grannarnir dauðkvíða fyrir að fá þau. Kissingerhjónin neyddust til að flytja vegna þess að konan sem leigði þeim frú Grenville Emmet neitaði að endurnýja leigusamn- inginn sem rennur út í janúar. Hún hefur sagt að hún yrði himin- lifandi ef þau flyttu út áður en samningurinn rennur út. Henry verður að greiða dálag- legan skilding fyrir nýju íbúðina, en íbúðir í álíka húsum og hann flytur í eru leigðar á 800—1000 dali (frá 160—200 þús. ísl. kr.) á mánuði. Vel má þó vera að Sam frændi geri vel við Henry og honum ofbjóði ekki þessi húsa- leiga. Kona nokkur, tilvonandi nágranni Kissingerhjónanna, lét í ljós þá ósk að þau hjónin flyttu í eitthvert úthverfi borgarinnar. ,,Það er alveg ótækt að gera hverfið hér að einhverju við- undri, sem ferðamenn flykkjast til þess að skoða.“ „Eg gæti skrifað heila bók um vandkvæðin sem eru því samfara að búa nálægt Kissingerhjónun- um,“ segir frú Bertram Hulen er hefur búið í næsta húsi við þau á Dumbartonstræti. „Ég er dauð- fegin að þau skuli vera að flytja. Þetta hefur verið erfiður tími. Öryggisverðirnir ruddust yfir mína lóð án þess að biðja um leyfi og rótuðu upp í garðinum mínum til þess að koma fyrir hlustunar- græjunum vegna IÓssingers.“ Loks eru það bílastæðisvanda- niálin sem fylgja Kissingerhjón- unum. „Eitt af því sem gerði mér einna gramast í geði í sambandi við Kissingerhjónin var að skot- heldi 12 þúsund dollara (2,4 millj. ísl. kr.) bíldrekinn þeirra, ásamt þrem öðrum bílum þeirra tóku alltaf upp allt bílastæðið fyrir framan húsið,“ sagði annar nágranni þeirra, frú John Kelly, 29 ára námskona sem leggur stund á viðskiptafræði við háskól- ann í Georgetown. „Á veturna vill Henry að bíll- inn hans sé orðinn vel heitur áður en hann leggur af stað. Þá er drekinn hafður í gangi allt upp í tvo klukkutíma, áður en haldið er af stað. Innkeyrslan, sem er beint fyrir neðan svefnherbergisglugg- ann minn fyllist af útblæstri bíls- ins — hinir bílarnir eru einnig settir í gang. Það liggur kannske ekki ljóst fyrir i hvaða bíl Henry þóknast að aka. Mér datt i hug í fyrra, þegar olíukreppan var í algleymingi, hvað við gerðum eiginlega í sam- bandi við hana. Jú, mikil ósköp. Við sendum Henry Kissinger til Austurlanda til þess að scmja um kaup á meiri olíu fyrir okkur, olíu, sem hann sjálfur brennir fyrir neðan svefnherbergisglugg- ann minn!“ segir frú Kelly. Starfsmaður í þinginu, Mark Greenspan, sem einnig er nágranni úr Dumbartonstræti var einnig argur út af bílastæðunum. „Ég get aldrei skilið hvers vegna það þarf fjóra bíla til þess að koma Henry í vinnuna á morgn- ana." Einn af nýju nágriinnunum í Starfsmenn leyniþjónustunnar eru að bera alls kyns elektrónísk tæki inn f húsið þar sem Nancy og Henry ætla að búa í framtíðinni. Georgetown er elzti borgarhlutinn í Washington. Það gefur auga leið að bíiastæðisvandamálin eru allsráðandi því göturnar eru mjög þröng- ar. Þetta er fallegt og skemmtilegt hverfi með litlum húsagörðum og þarna búa margir af nafntogaðri heimamönnum. ,,P“-stræti, frú Gill, sagði að leyni- þjónustan þyrfti að nota þrjú bíla- stæði fyrir utan húsið. „Þeir vildu fá afnot af bíl- skúrnum mínum, en ég neitaði þeim um aðgang að honum.“ „I fyrstu fannst mér að það yrði einhver öryggiskennd því sam- fara að fá Kissingerhjónin í ná- grennið. Ég var þá með hugann við innbrotsþjófa, en mér komu ekki sprengjur til hugar. Nancy og Henry Kissinger eru ekki vinsæl meðal nágrannanna. Ég veit að störf Henry Kiss- ingers eru mjög umdeild, en ég vona svo sannarlega að við slepp- um við sprengjutilræði,“ sagði Tony Pfannkuche sem býr við „P“-stræti. Orð hans geta víst tal- izt almennt álit annarra íbúa í nágrenningu. „Ég get ekki séð að okkur verði einhver akkur í því að fá hann f hverfið. Við eigum nú þegar við geysilegt bílastæðisvandamál að stríða. Eigandi þessa húss hefur beðið okkur að vera á verði og ef við sjáum einhverja grunsamlega náunga á ferli og gera þá leyni- þjónustunni aðvart." Dökkklæddur maður, sem var augsýnilega með byssu undir jakkanum, kynnti sig sem starfs- mann leyniþjónustunnar. Hann sagði við biaðamanninn sem safn- aði þessum upplýsingum frá fyrr- verandi og tilvonandi nágrönnum Kissingers: „Blessaður vertu komdu hingað aftur þegar þau hafa búið hér í einn mánuð. Eg er viss um að nágrannarnir hafa þá fengið margt fleira til þess að kvarta um.“ Þýtt og endursagt. A.Bj. GAMALMENNIEÐA EKKI? Einhver frægasta hertogafrú í heimi hefur um árabil verið hertogafrúin af Windsor. Hún hefur jafnan haft fasta búsetu í Parfs og býr nú ein síns liðs eftir að eiginmaður hennar. hertoginn,. sem áður var Edward VIII. af Englandi, lézt í hárri elli. Hertogafrúin átti í mála- ferlum við sjónvarpsstöð og blað nokkurt f París vegna birtingar mynda af henni. Hún fékk dæmdar skaðabætur sem námu 160 þúsund frönkum, sem eru rúmlega 6 milljónir fsl. kr. Frúin hélt þvf fram, að með þvi að birta þessar myndir, sem teknar voru af henni í einka- garði hennar, þar sem hún er leidd af lnúkrunarkonu og tveimur aðstoðarstúlkum, væri hún sýnd sem gamalmenni. Myndin var tekin f algjöru leyfisleysi. Er það nema von að hertoga- frúnni sárni. Hún er kominn fast að áttræðu og engin ástæða til að sýna hana f gervi gamal- mennis! -A.Bj. Hertogafrúin af Windsor hét frú Wallis Simpson áður en hún giftist hertoganum af Windsor, sem þá var Edward VIII. Hann varð að segja af sér konungdómi til þess að geta gengið að eiga elskuna sína. sem var fráskilin. M.vndin er tekin árið 1975 og sýnir greini- lega að frúin er komin nokkuð til ára sinna.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.