Dagblaðið - 29.10.1976, Side 27
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1976.
(i
Utvarp
27
Sjónvarp
9
Vetrardagskrá útvarpsins:
A föstudegi
Föstudagsdagskráin er ekki
mjög frábrugöin því sem verið
hefur að öðru leyti en þvi að
óskalögin hafa verið flutt á
föstudagsmorgna frá laugar-
dögum. Nú hefst Þingsjá Kára
Jónassonar fréttamanns að
nýju. Þátturinn er á dagskránni
kl. 19.35.
Klukkan 20.00 í kvöld er dag-
skrarliður er nefnist Frá er-
lendum tónlistarhátíðum en
hálfsmánaðarlega er útvarpað
fyrrihluta tónleika Sinfóníu-
hljómsveitarinnar og verða
þeir því næsta föstudag.
í kvöld fáum við að heyra
tónlist eftirFauré og Kalliwoda,
sungin verða lög eftir Mozart og
leikin sónata eftir Schumann.
Nýr þáttur er í dagskránni
kl. 20.50, Myndlistarþáttur í
umsjón Hrafnhildar Schram.
Þóra Kristjánsdóttir mun sjá
um myndlistarþáttinn eftir
hálfan mánuð. Leiklistarþáttur
verður einnig hálfs-
mánaðarlega og umsjá hans
hafa Sigurður Pálsson og
Haukur Gunnarsson. Báðir
þessir menningarþættir eru 30
mín. í hvert sinn og hefjast kl.
20.50 á föstudagskvöldum.
Að loknum lestri veðurfrétta
kl. 22.15 hefst nýr þáttur sem
verður vikulega á dagskránni á
þessum tíma. Nefnist hann
Ljóðaþáttur og eru það
lektorarnir Njörður P.
Njarðvík og Öskar Halldórsson
sem stjórna þeim til skiptis,
sína vikuna hvor.
Hlustendur mega senda
umsjónarmönnunum óskir um
að heyra tiltekin ljóð lesin og
einnig geta þeir óskað eftir
ákveðnum lesurum. Umsjónar-
mennirnir reyna að verða við
þessum óskum, en form
þáttanna getur orðið breytilegt.
Umsjónarmennirnir munu
fjalla um ljóðin, sem lesin
verða, túlka þau og leitast við
að svara spurningum hlustenda
ef þeir bera fram fyrirspurnir.
Einnig er hugsanlegt að rætt
verði við ljóðskáld eða tónskáld
og öðru hverju látinn heyrast
lestur af gömium böndum úr
segulbandasafni útvarpsins. 1
lok hvers þáttar verður lesið
ljóð og eiga hlustendur að
reyna að þekkja eftir hvern það
er. Síðan verður dregið úr
réttúm svörum og ljóðabók
veitt í verðlaun.
Síðasti liðurinn á dagskránni
í kvöld kl.22.35 er þátturinn
Afangar í umsjá Ásmundar
Jónssonar og Guðna Rúnars
Agnarssonar.
-A.Bj.
Kári Jónasson er með Þingsjána í kvöld kl. 19.35. Með Kára á
myndinni er hinn vinsæli útvarpsmaður Páll Heiðar Jónsson.
Samkvæmt upplýsingum dagskrárstjóra útvarpsins fáum við ekki’
að heyra til Páls fram að áramótum, en hann mun nota þann tíma
til þess að vinna að gerð dagskrárþátta, sem síðan koma fyrir eyru
hlustenda eftir jól.
ÍFMl
Föstudagur
29. október
12.00 Da«skráin. Tónleikar. Tilkynning-
ar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynn-
ingar. Viðvinnuna: Tónleikar.
14.38 Miðdegissagan: „Eftir örstuttan
leik" eftir Elías Mar Höfundur les (3).
15.00 Miðdegistónleikar.
15.45 Lesin dagskrá næstu viku.
16.00 Frcttir. Tilkynningar. (16.15
Veðurfregnirj.
16.20 Popphorn.
17.30 Útvarpssaga barnanna ..Óii
Skuld" eftir Stefón Jónsson. Gísli
Halldórsson leikari les (3).
17.50 Tónleikarjnikynninear.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fróttir. Fróttaauki. Tilkynningar.
19.35 Þingjsó. Umsjón: Kári Jónasson.
20.00 Frá erlendum tónlistarhátíðum.
20.50 Myndlistarþáttur í umsjá Hrafn-
hildar Schram.
21.20 Tilbrigði eftir Sigurð Þórðarson um
sálmalagið „Greinir jesús um græna
tréð”. Haukur Guðlaugsson leikur á
orgel.
21.30 Útvarpssaqan: „Breyskar óstir" eftir
Óskar Aðalstein. Erlingur Glsiason
leikari les 112).
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Ljóflaþáttur. Umsjón-
armaður: Njörður P. Njarðvík.
22.35 Áfangar. Tónlistarþátlur í unisjá
Asmundar Jónssonar og Guðna
Rúnars Agnarssonar.
23.25 Fréttir. Dagskrárlok.
Laugardagur
30. október
7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir ki.
7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl.
7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30. 8.15 (og
forustugr. dagbl.). 9.00 og 10.00.
Morgunbæn kl. 7.50 Morgunstund
barnanna kl. 8.00: Sigrún Sigurðar-
dóttir les spánskt ævintýri. „Katalínu
hina fögru“ í þýðingu Magneu J.
Matthíasdóttur. Bókahomið kl. 10.25:
Barnatími í umsjá Hildu Torfadóttur
og Hauks Ágústssonar. Rætt við Örn
Snorrason og lesið úr bókum hans. Líf
og lög kl. 11.15: Guðmundur Jónsson
les úr minningum Árna Thorstein-,
sonar eftír Ingólf Kristjansson og
leikur lög eftir Árna.
12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynn-
ingar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilk.vnn-
ingar.
13.30 Á prjónunum. Bessí Jóhannsdóttir
stjórnar þættinum.
15.00 í tónsmiðjunni. Atli Heimir Sveins-
son sér um þáttinn (2).
16.00 Fréttir.
16.15 Veðurfregnir. islenzkt mál. Ásgeir
Blöndal. Magnússon cand. mag. flytur
þáttinn.
16.35 Johann Strauss hljómsveitin i Vin
leikur valsa; Willi Boskovsky
stjórnar.
17.00 Endurtekið efni: islenzk kvennasaga.
Elsa Mia Einarsdóttir greinir frá
Kvennasögusafni Islands og Elín
Guðmundsdóttir Snæhólm talar um
lopaprjón. (Áður útv. I marz 75).
17.30 Framhaldsleikrit bama og unglinga:
„Skeiðvöllurinn" eftir Patriciu Wright-
son. Edith Ranum færði í leikbúning
Annar þáttur: „Leyndarmálið mikla“
Þýðandi: Hulda Valtýsdóttir. Leik-
stjóri: Þórhallur Sigurðsson,
Persónur og leikendur: Andri-Árni
Benediktsson, Mikki-Einar Benedikts-
son. Jói-Stefán Jónsson, Matti-Þórður
Þórðarson. Flöskusafnari-Jón Aðils,
Betsy-Ásdís Þórhallsdóttir, Nelly-
Brynja Birgisdóttir, Sögumaður-
Margrét Guðmundsdóttir.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fráttir. Fréttaauki. Tilkynningar.
Guðni Rúnar Agnarsson sér um
Afanga með Asmundi. DB-
mynd Bj. Bj.
Asmundur Jónsson er annar
umsjónarmaður Afanga.
Njörður P. Njarðvík lektor
sér um Ljóðaþátt ki. 22.20 í
kvöld.
Hrafnhildur Schram list-
fræðingur sér um Myndlistar-
þátt i kvöid ki. 20.50.
DB-mynd Jim.
Laugardagsmorgunn-
inn helgaður bók-
menntum og tónlist
Við viljum vekja athygli á
barnatímanum, sem er á dag-
skrá útvarpsins kl. 10.25 í fyrra-
málið. Þgð verður Bókahornið
sem er efni tímans á morgun.
Umsjónarmenn eru Hilda
Torfadóttir og Haukur Agústs-
son.
Rætt verður við Örn Snorra-
son rithöfund og lesið úr
'bókum hans.
Þátturinn Líf og list er á dag-
skránni að loknum barnatíman-
um kl. 11.15. Guðmundur Jóns-
son les úr minningum Árna
Thorsteinssonar eftir Ingólf
Kristjánsson og leikin verða lög
eftir Árna. — A.Bj.
Sjónvarp
&
Föstudagur
29. október
20.00 Fróttir og veflur.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Kastljós. Þáttur um innlend mál-
efni. Umsjónarmaður Ómar Ragnars-
son.
21.40 Byggt fyrir framtíftina. Mynd þessi
er gerð árið 1969 í tilefni
af 50 ára afmæli Bauhaus
stefnunnar svonefndu, sem á uppruna
sinn í Þýzkalandi og stóð þar með
mestum blóma á árurium 1919—33.
Hún hefur einnig haft áhrif á mynd-
list og listmunagerð. Rætt er við
Walter Gropius (1883—1969), upp-
hafsmann þessa byggingastíls. og sýnd
hús, sem hann teiknaði á sínum tíma.
Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson
21.55 Mefl söng í hjarta. (With A Song in
My Heart). Bandarísk bíómynd frá
árinu 1952. Aðalhlutverk Susan Hay-
ward og Tavid Wayne. Myndin ergerð
eftir ævisögu söngkonunnar Jane
Froman. Sagan hefst, er fræðgarferill
hennar er að hefjast. Jane giftist
pfanóleikaranum Don og hann semur
lög fyrir hana. Hún fer til Evrópu,'í
síðari heimsstyrjöldinni að skemmta
hermönnum og meiðist illa í flugslysi.
Þýðandi Heba Júlíus-
dóttir.
23.40 Dagskráriok.
Það er mikið rætt um stóriðju á íslandi og mengun sem henni fyigir og
hvernig hefta megi mengun. Eigum við kannski eftir að sjá marga
slíka strompa í náinni framtíó hér?
Sjónvarpið í kvöld kl. 20.40: Kastljós
STÓRIÐJA Á
ÍSLANDI -
SK0TV0PN
Þeir Gunnar Steinn Pálsson
blaðamaður og Ómar Ragnarsson
fréttamaður verða með Kastljós
að þessu sinni.
Gunnar mun aðallega fjalla um
byssuleyfi og meðferð skotvopna.
Hann fór upp á Hellisheiði og
talaði þar við skyttur. Einnig
ræddi hann við Engilbert
Hannesson hreppstjóra Ölfus-
hreppi og kom við í sportvöru-
verzlunum og kynnti sér hvað
menn þurfa að hafa til að fá
byssuleyfi. Þá er ætlunin að hann
ræði við talsmenn stjórnvalda eða
lögreglu.
Ömar brá sér til Akureyrar og
færði í tal stóriðju á íslandi bæði
við Akureyringa og Eyfirðinga,
en sem mönnum er kunnugt er
mikið rætt um álbræðslu, sem
væntanlega gæti verið í Eyjafirði.
Ómar talaði við Gunnar Kristjáns-
son, oddvita Glæsibæjarhrepps,
Val Arnþórsson, forseta bæjar-
stjórnar Akureyrar, og tvo menn
úr stjórn SUNN (samtökum um
náttúruvernd á Norðurlandi), þá
Helga Hallgrímsson og Bjarna
Guðleifsson.
Það er sem sagt ætlunin að afla
upplýsinga og varpa kastljósi á
það hvaða atriði það eru sem þarf
að athuga þegar tekin er
ákvörðun um stóriðju. Dregin
verða fram verðurfarsleg atriði,
atvinnu- og félagsleg atriði og
rætt verður við menn sem farið
hafa til Noregs og kynnt sér þetta
mál.
Loks er ætlunin að fá tvo aðila
til þess að rökræða um stóriðju á
tslandi almennt og sömuleiðis að
kanna hvernig mengun og
áhrifum Áburðarverksmiðjunnar
í Gufunesi og Álversins í
Straumsvík er háttað.
-EVI.
IMEBUBB'
ÞAÐ LIFI ;