Dagblaðið - 30.10.1976, Side 2

Dagblaðið - 30.10.1976, Side 2
 l)A(!HI,Af)It). l,AU(iAHUA(iUK iJO. OKTOBER 1976. Háaloftið Faraómaurar og salmonellur þegar allt er tínt til: Vextir af því fé, sem er bundið í bílnum, afskriftir, skattar, skyldur og gjöld, viðhaldskostnaður og eldsneyti. Ekki man ég þær tölur, enda eru þær í rauninni ekki raunhæfar. En það sem opinberum starfsmönnum er borgað fyrir að nota einkabíl sinn í starfi er nú 1 kringum 31 króna á kílómetrann og varla fer rikið að borga af sér. Ef við reiknum beina Teið til Víkur og aftur til baka á því verði koma út 12.400 krónur. Við deilum því í tvennt og þá kostaði dagurinn 7.850 fyrir manninn, og ef við berum það saman við 4.285 krónur ferðalangsins í sólarferðinni, sjáum við að sam- anburðurinn er íslandi mjög svo í óhag. Og hvað myndi, ef við hefðum leitað eftir sömu þægindum, sömu fyrirgreiðslu og sama hóglífi og menn búa við, þegar þeir fara sér til skemmtunár til annarra landa? Og hvað með veðrið, góðir hálsar? Víst eru ferðalög innanlands góðra gjalda verð, og þau geta verið býsna skemmtileg. En þau eru allt annars eðlis en sólarferðir eða aðrar afslöpp- unarferðir til fjarlægra landa. Verum ekki að amast við þeim, sem vilja berja holurnar hérna heima, puða sig sveitta upp fjöllin, gleypa vegarykið og glíma við misgóð tjöld í mis- góðu veðri og sjóða sér svo mis- góðar pakkasúpur á misgóðum prímusum og gastækjum, eða sleikja upp hótelin og verts- húsin meðfram vegum lands- ins. Verum heldur ekki að am ast við þeim, sem finna sér hvíld og endurnæringu í því að skipta um umhverfi og njóta þess að gleyma dagsins önn í eina, tvær eða þrjár vikur, einu sinni, tvisvar eða þrisvar á llfs- leiðinni. — og samanburður á ferðaverði innanlands og utan — þar sem dagurinn á íslandi er þúsundum dýrari en ytra faldar.Þa: inni i eru lika gisting við lúxusaðstæðui, að minnsta kosti hálft fæði (á ffnum stöðum og íburðarmikill matur, — með eða án salmonellu eftir atvikum). Einhverjar geigvænlegar tölur hef ég heyrt um það, hvað það kostar að reka bíl yfir áriö, Nú eru þeir farnir að finna alls konar bakteríur í skolpræs- unum í Reykjavík, sem þykja ekki góðar. Bakteríur þessar kváðu heita salmonellur og vera af mörgum gerðum, sumar valda matareitrun en aðrar taugaveikibróður. Okkur, sem þykir vænt um laxinn, þykir sem þessi nafngift hljóti að vera honum til háð- ungar, þvi hann heitir á enskri tungu salmon. En Ellur þessar eru víst óskyldar honurn. Þær eru sagðar hingað komnar fyrir milligöngu íslenskra sólarfara, sem beri heim með sér bæði matareitrun og taugaveiki- bróður. Samt. hefur manni fundist sem landinn þyrfti ekki á hjálp að halda til þess að búa til sína eigin matareitrun og þurfi ekki spánskar eða ítalskar eða júgóslavneskar salmonellur til. Og ef hér hefur komið upp taugaveikibróðir nvlega hefur það blessunarlega farið fram hjá mér. En er nú endilega víst að allar þessar Ellur séu komnar frá þeim sólarlöndum, sem ís- lendingar gera sér tíðastar ferðir til? Getum við ekki komið þeim upp á rússana eins og faraómaurunum, sem fundust úti i Garðabæ og gott ef ekki á Gjábakka líka? Það væri nú munur maður, að geta komið þeim á rússana, og ég skil bara ekkert í því að þegar þetta er skrifað hef ég ekki ennþá séð stafkrók um þá hug- mynd í „víðlesnasta blaði lands- ins“. Það er ekki einleikið, hvað siðgæðisvörðum landsins virðist í nöp við það að þessi niðurrignda og gegnsósa þjóð bregði sér endrum og eins til þurrari og hlýrri landa til þess að leita sér tilbreytingar frá blessaðri rigningunni og kuld- anum. Meira að segja bakteríur í mannaskít eru raktar til þessara voðalegu sólarferða og notaðar til að ala á því hvaó þær séu varhugaverðar. Fólk er sifellt að tönnlast á því hvað þetta sé mikið gjaldeyrisbruðl þótt vitað sé að gjaldeyririnn, sem í þær fer, er ekki nema brot af þeim 3%, sem notuð eru af gjaldeyri þjóðarinnar til að ferðast fyrir. Hafi nokkurn ............. tíma verið smíðaður úlfaldi úr mýfluguræfli, er það þessi goð- sögn um hina hroðalegu gjald- eyriseyðslu sólarferðanna. Þegar farið er i sólarferð, er það til fullkominnar afslöpp- unar og til þess að safna orku undir áframhaldnndi r'gi.lima. Vera má, að einhverjirnoti tím- ann til að veröa gegnsósa að innan meðan sígur úr pörunni á þeim, en þeir eru trúlega færri, sem hafa efni á að liggja i brennivíni með sinn naumt skorna gjaldeyri—að minnsta kosti til lengdar. Og það fer víst ekki milli mála, að afslöppun af þessu tagi er einhver sú ódýr- asta, sem völ er á fyrir kannski utan að liggja uppi r rúmi heima hjá sér. Á liðnu sumri skruppum við tvö saman héðan af háaloftinu 1 afslöppunarferð innanlands, og vorum tvær nætur um kyrrt í algeru letilífi. Ekki skorti heldur sandinn fram undan dvalarstað okkar til að minna á baðstrendur: Vík í Mýrdal. Við fengum okkur herbergi á hótel- inu og nutum þess að láta aðra hafa fyrir matarstússi og tiltekt um, höfðum bara okkar henti- semi og gleymdum öllum bú- sorgum. Að kvöldi þriðja dags var svo haldið aftur heim. Kostnaður? 19 þúsund krónur, fyrir utan ferðir, sem farnar voru á eiginbílog þarafleiðandi ekki reiknaður fremur en tíðkast um notkun einkabila, sem eins og alþjóð veit tekur því ekki að tala um. Það var gott að vera í Vík, hótelher- bergið notalegt og hreint, maturinn í Víkurskála góður og vel útilátinn, en það verður ekki með sanni sagt að þetta hafi verið neinn sérstakur lúxus. Og þó létum við undir höfuð leggjast að fá okkur hádegismat annan daginn, átum bara snarl, sem gripið var á leiðinni. Samt urðu þetta 19 þúsund krónur. Og ekki svo mikið sem flaska af borðvíni aukin heldur meira af því tagi þarna innifalið. Maturinn íburðarlaus og aldrei fengum við okkur súpu eða eftirrétt. 19 þúsund krónur. Ekki sáum við eftir þessum aurum, því þetta var nánast eina sumarfríið okkar á liðnu sumri. En það er freistandi að bera þetta saman við sólarferð- irnar og kostnaðinn af þeim. Sólarferðir eru nú auglýstar í hálfan mánuð frá 60 þúsund krónum á mann, og vera kann, að þær séu til ódýrari. Það gerir 4.285 krónur á dag, og eru þá langar og dýrar flugferðir inni- Sálarháski hjá sýslumanni KRUMMABER RÓSBERG G. SNÆDAL SKRIFAR Magnús Guðmundsson, sem kallaður var „sálarháski", var mikiö umtalaður á sinni lífstíð, ’.em stóð á ofanverðri 18. öld- inni og öndverðri hinni 19. Magnús var sunnlenskur að uppruna, en barst fulltíða norður í land og dvaldi mest- megnis í Skagafirði og Húna- vatnssýslu. Annars var hann mikið kenndur við flakk og hlaut mörg vandarhögg fyrir. Hann undi illa i vistum og samdi sig ekki að því „kerfi“, sem þá var alls ráðandi i land- inu. í Þjóðsögum Jóns Árna- sonar og víðar eru sagðar mergjaðar sögur af sálarháska. Sú er ein og líklega frægust, að hann lagðist út á Hveravöllum og ætlaði að feta með því 1 spor Fjalla-Eyvindar. Útilegusaga Magnúsar varði í einar þrjar vikur. I upphafi útilegunnar náði hann í gráa gimbur og hugðist sjóða hana sér til matar 1 Bláhver. Gimbrin jármaði ákaft uppá Magnús og skildi hann að hún meinti: — IJf, Magnús! IJf Magnús! — En þá var engin miskunn hjá Magnúsi, sagði hann sjálfur og hefur það síðan orðið að mál- tæki sem allir kannast við. En suöan á gráu gimbrinni endaði þannig, að ekkert kom af henni upp úr hvernum aftur nema lungun. A þeim lifði Magnús 1 viku, aðra vikuna á munnvatni sínu, en hina þriðju á guðs blessun og sagði hann að það hefði verið hið versta hundalíf, enda sneri hann skjótt til byggða við svo búið. Duglegur gat Magnús verið þegar hann nennti, sem sjaldan var, og við- brigða sláttumaður var hann. Hitt var svo almælt líka að enginn maður kynni að brýna betur eggjárn en Magnús sálar- háski og gæti það bent til þess að hann hefði ekki alltaf verið sem sannorðastur, samanb. málsháttinn: Lyginn maður brýnir best. Á seinni árum sínum dvaldi sálarháski oft hjá Jónasi bónda Einarssyni á Gili í Svartárdal. Jónas var gleðimaður og hafði gaman af ýmsum tiltækjum og tilsvörum Magnúsar. Oft þurfti þó Magnús að skreppa í „reisur", en þá spurði Jónas hann alltaf hvenær mætti vænla hans aftur. Vildi Jónas ekki að sálarháski lenti í úti- stöðum fyrir flakk, en Magnús hélt hins vegar að hans va'ri svo sárt saknað á Gili að haiui yrði að flýta fiir sinni sem mest Mjög var Magnús hræddur við sýslumenn, einkum Björn Blöndal í Hvammi, sem hann vissi strangt yfirvald. Einnig sneiddi hann hjá heimilum hreppstjóra eins og hann gat. Svo undarlega bregður þó við á páskum 1844, að Magnús Guðmundsson sálarháski ber að dyrum hjá Birni sýslumanni i Hvamnti og biðst gistingar. Er engu líkara en orð Hallgríms sáluga hafi ræst á honum ekki síður en Pétri forðum: Það sem helst hann varast vann, varð þó að koma yfir hann. Blöndal tók við honum og hafði hálfgaman af honum í aðra röndina, að sagt er. Magnús var þá ekki orðinn heill heilsu, enda rúm- lega áttræður að aldri. Hann sagði að reformur legðist um sig allan og heltæki. Sýslu- maður gaf honum þá brennivin og ræddi lengi við hann. Allt í einu gengur Magnús að spegli, skoðar ásjónu sina vendilega og segir: — Feigur er ég nú, sýslu- maður. Blöndal kvað ekki ólíklegt að styttast tæki nú æfi hans eins og annarra á hans aldri. Magnús svaraði: — Það er ekki svo að skilja, ég er bráðfeigur, dauðinn er köminn í augu mér. Litlu síðar lagðist Magnús rúmfastur og beið dauða síns. Bað hann sýslumann að hafa tal af Jónasi á Gili, því hann væri manna líklegastur til að sjá unt útför sína ásamt klaustur- haldaranum i Hlíð. en svo nefndi hann einatt Klemens smið 1 Bólstaðarhlíð. Magnús fullyrti að lifrarbólga gengi af sér dauðum, væri lifrin nú orðin svo stór að hún næði niður undir mjaðmir. Kenndi hann um of miklu kjötáti 1 Hvammi, en kjöt þyldi hann ætíð illa eftir útileguna og lungnaátið á Hveravöllum í dentíð. Þá bað hann þess, að Skaftasen læknir yrði látinn skera upp líkama sinn, þegar hann hefði gefið upp andann, svo sjá mætti hvort hann hefði ekki rétt til getið um mein- semdina. Magnús andaðist svo þriðja dag páska. Lét sýslu- maður sækja Skaftasen og gerði hann eins og fyrir hann var lagt. Reyndist Magnús hafa rétt fyrir sér unt lifrarmeinið. þótt ekki kvæði eins mikið að því og hann sagði. Blöndal lét síðan gera útför hans sæmilega. Rúmlega ári síðar var Blöndal sýslumaður líka allur. Hann féll fyrir mislingasótt vorið 1845, tæplega fimmtugur að árum og frá 15 börnum. Blöndal hafði tekist með mikilli hörku og röggsemi að stöðva hina alræmdu glæpa- og afbrotaöldu. sem gekk yfir Húnaþing fyrstu áratugi 19. aldar. og alkunnugt er. — Að mestu endursagt eftir handriti Gísla Konráðssonar að Húnvetningasögu. —

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.