Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 30.10.1976, Qupperneq 3

Dagblaðið - 30.10.1976, Qupperneq 3
3 DACHI.AÐIÐ. l.AUCARDACUK 30. OKTOBER 1976. / Raddir lesenda Sárt svíður brennd- um Steingrímur Hermannsson skrifar í síðdegisblöðin 25. október grein sem er í anda Halldórs frá Kirkjubóli, slær úr og í, án raka, er með persónu- dýrkun um vit manna og ágæti, enda er það atvinna hans í hjá- verkum að skrifa lofgreinar um þá menn, er ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér, sbr. lof- grein um Olaf Jóhannesson og nú um Halldór, um greind hans sem aldrei hefur verið mæld og drengskapinn, sem allir þekkja nema S.H. Þetta vísar til starfs S.H. sem ritara Framsóknar- flokksins, líkt og austan járn- tjalds, þar sem persónan er dýrkuð án verðleika. S.H. spyr hvernig innræti mitt og sálarlíf sé. Ég hefi að vísu ekki verið sálgreindur, en er þó ekki verri en svo, að dómsvöld hafa leyft mér að ganga lausum bæði innanlands og utan, og væri gott ef allir gætu sagt hið sama. S.H. verður á, líkt og Kirkjubólsbóndanum, að kalla afglöp manna mann- legan veikleika og mistök, sbr. að sjá ekki bjálkann. Eru það kannski mannleg mistök hjá S.H., en ekki afglöp, að allt, sem hann kemur nærri má teljast með endemum, svo sem Þörungaverksmiðjan og fleira, sem á hans herðum hvílir. S.H. kvartar um að ég hafi verið með skítkast í sinn garð, en svo var ekki. Grænu baun- irnar nefndi fyrrverandi gáfu- maður frá Kirkjubóli og ég var að svara honum. Á uppnefninu, sem hann kvartar yfir, get ég beðið afsökunar, en þegar ég var og hét í Framsóknarflokkn- um, voru það vinir hans sem notuðu þetta nafn á gleðifund- um, en dæmalausa nafnið ekki fyrr en hann var orðinn persóna í Tímanum, og þá fannst mér það Ijótt. Með fyrrverandi flokkskveðju Þormóður Guðlaugsson. Er bannað að brosa? Ung og falleg kona kom að máli við DB. ,,Eg var að sjá hjá ykkur í Dagblaðinu myndir af lögreglumönnum, sem voru svo einstaklega duglegir að skjóta af byssum. Það er nú ágætt að geta skotið í mark. En spurningin, sem mig lang- aði til að varpa fram, Iandslýð öllum til umhugsunar, er þessi: KANN LÖGREGLAN EKKI AÐ BROSA? Mér fannst þessir myndarlegu menn allt of alvar- legir á svipinn. Var ekki ástæða til að brosa, — eða er lögreglunni kannski bannað að sýna af sér slíkt? Einu sinni fyrir allmörgum árum minnist ég þess að íslendingar tóku upp á þvi að aka á hægri helmingi vega sinna. Þá var hafin mikil bros-herferð, og held ég að sú herferð hafi gefið góð raun. Landsmenn yfirleitt eru kannski of sparir á brosin, en engin stétt brosir þó jafn átakanlega lítið og lögreglu- menn. Með litlu brosi má leysa margan vandann, það geta menn reynt sjálfir. Reynið að einn dag og takið eftir hvað allt „brosa ykkur gegnum" eins og gengur betur.“ Hin sigursæla sveit B-vaktarinnar, en hún vann i skotkeppni lögreglunnar. Ekki er nú hægt að segja að þeir séu brosmiIdir....Sveinn Þorm. Ef jafnrétti fengi að ríkja Þá mundu starfsstúlkna- félögin nefnast starfs- mannafélög og verka- konur kallast verkamenn Kristjana Pálsdóttir hringdi: Við vorum hérna nokkrar kunningjakonur i saumaklúbbi að ræða um nýja jafnréttisráðið og lögin sem voru sett um starfsheiti og þess háttar. Fyrir skömmu var Aðalheið- ur Bjarnfreðsdóttir, for- maður Starfsstúlknafélagsins Sóknar, kynnt i útvarpinu, sem verkamaður og er það líklega gert í samræmi við hin nýju lög. Nú langar okkur að spyrja, verður þá ekki líka að breyta nöfnum á vtrkakvennafélögum og starfsstúlknafélögum? Væri gaman að fá svar við þessu í blaðinu. Að sögn Guðrúnar Erlends- dóttur hrl., sem er formaður nýstofnaðs jafnréttisráðs er i lögum þess tekið fram, að ekki sé hægt að skylda félög til að breyta heitum sínum. Það sé aftur á móti von manna að með nýrri hugarfarsbreytingu verði þessar breytingar teknar upp hjá félögunum sjálfum. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir formaður Starfsstúlkna- félagsins Sóknar, sagði í samtali við DB, að sú hugmynd hefði komið upp að breyta heiti félagsins og yrði það væntanlega rætt á næsta félags- fundi. Ekki væri unnt að segja fyrirfram hverjar breyting- arnar yrðu, enda yrðu félags- menn sjálfir að koma með uppástungur og greiða atkvæði um þær. Ef jafnfrétti ríkti yrðu verkakonur kallaðar verkamenn. \ Hringið í síma 83322 iniffi kl. 13 og 15 Frekar hljómsveitir í Tónabæ — að plötusnúðunum ólöstuðum Gunnar Magnússon hringdi: ,,Ég skil hreint ekki í þessum skrifum um ' að starfsmenn Tónabæjar séu ekki hæfir starfskraftar. Þeir eru gagnrýndir en það er ekki rétt- mæt gagnrýni. Eg hef margoft verið á dansleik í Tónabæ og þar vinnur fyrirtaksfólk. Það sem ræður framkomu fólks er venjulega hátterni annarra. Ég er hræddur um að eitthvað hafi verið athugavert við framkomu viðkomandi gesta. Það er ekki nema afureðlilegt að ef gestir koma illa fram þá þarf að gera eitthvað í málunum. Mér finnst að hl.jómsveitir æuu aó leika oftar í Tónabæ, þó að ég sé ekki að setja út á plötusnúðana. Þeir eru mjög góðir, en það er bara miklu skemmtilegra að hafa hljóm- sveitir. Það skapar miklu betra andrúmsloft í húsinu. Svo er rætt um þær og lögin sem þær spilahvort hljóðfæraleikararnir séu góðir eða slæmir o.s.frv. Þctta er miklu skemmúlegra. Svo ætla ég bara að vona að við fáum að heyra í mörgum skemmtilegum hljómsveitum i Tónabæ í framtíðinni." Spurning dagsins Hver veröur næsti forsetí Bandaríkjanna? Eiríkur Helgason lögregluþjónn. Það verður Carter. Honum hefur gengið svo vel í próf- kosningunum. Jón Olafsson. Ég held að Ford vinni, en annars skiptir þetta mig engu máli. Emil Bjarnason verkamaður. Það hlýtur að verða Ford. Eg get ekki imyndað mér að þeir vilji fá svona „smæla“ eins og Carter er. Sigurgeir Guðmundsson. Það hlýtur að verða Ford. Þetta er svo gott nafn og ekki eru bílarnir verri. Halldór Hjaltested sjómaður. Það verður Carter. Hann er miklu meiri kjaftaskur. Kristján Armannsson iðnnemi. Mér hcfur skilizt á fréttum að Carter gengi mjög vel. Ætli hann vinni ekki.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.