Dagblaðið - 30.10.1976, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 30.10.1976, Blaðsíða 14
14 DACBLAÐItí. LAUCARDACUR 30. OKTÖBER 1976. m ERUM ALDREI NÓGU VARKÁR — nokkur grömm af gætni geta riðið bagga- muninn í augum lítilla barna eru allir hlutir afar forvitnilegir. Þaö er heldur ekki nóg að sjá, þaó þarf aö þreifa á hlutunum eða jafn- vel smakka svolítið á þeim og velta þeim fram og aftur. Hægt væri að nefna sem dæmi hana Ástu litlu, sem er tveggja ára síðan i vor. Dag nokkurn sá hún skrítinn hlut á eldhúsborðinu. Þegar lítil hönd teygði sig eftir hiutnum varð fyrst fyrir kaffikanna með sjóð- heitu kaffi. Það var ekki að sökum að spyrja, kaffið skvett- ist yfir Ástu litlu og svo lá hún margar þjáningarfullar vikur á sjúkrahúsi með ljótan annan stigs bruna á herðum og hand- leggjum. Þetta er sorgarsaga en því miður ekkert einsdæmi. 198 börn brenndust illa 198 börn 5 ára og yngri brenndust illa á heimilum sín- um sl. ár. Þar af voru 54 börn jafngömul Ástu og 49 þeirra yngri. 11 börn á fyrsta ári urðu einnig fyrir brunaslysum. Þetta kemur meðal annars fram í greinargerð þriggja manna starfshóps sem í eru Regína Höskuldsdóttir sér- kennari, Eirikur Ragnarsson félagsráðgjafi og Margrét Sæmundsdóttir fóstra. Þau hafa unnið að gagnaöflun og greiningu viðtækra upplýsinga um slys á börnum til 10 ára aldurs hér á landi. Hópurinn vann að könnunni ásamt Jóni Björnssyni sálfræðingi sem samræmdi verkið. Sum börnin brenndust af sömu orsökum og Ásta litla, önnur höfðu hvolft yfir sig heitum matarpottum af elda- vél, sum náð í snúruna úr hrað- suðukatlinum og dregið yfir sig sjóðandi vatnið, og nokkur hreinlega kveikt í sér með eld- spýtum eða á annan hátt komizt í óvarinn eld. Strax við tveggja ára aldur getur barn kveikt á eldspýtu. Barnið sér fullorðna kveikja í sígarettu eða á kerti, ljósið lokkar og freistar. Kennið barn- inu að eldur er hættulegur, lofið því að finna að hann er heitur. Rafmagnssnúrur þurfa ekki að vera langar til þess að þær þjóni sínum tilgangi. Hœgt að fó plastlok ó innstungur Hægt er að fá plastlok á inn- stungur í raftækjaverzlunum, sem eru þannig útbúin að börn ná þeim ekki út. Allt of oft verða slys vegna þess að börn pota mjóum hlut inn í innstung- urnar og fá í sig straum. Slík slys hafa leitt til dauða. Talið við barnið um hætt- urnar og gerið það rólega. Hrætt barn skilur illa það sem við það er sagt. Útskýrið hvers vegna það má ekki leika með þennan og hinn hlutinn og fáið þvi svo leikfang. Fyrstu viðbrögð við brunaslysi Ef barn verður fyrir bruna- slysi, þá komdu því eins fljótt og auðið er undir læknis- hendur. Leiðbeiningarnar her á eftir eiga þvi aðeins við þangað til barnið kemst til læknis. Bruna má skipta í þrjú stig eftir því hve djúpur hann er. 1. stig. Hörundið verður rautt. Ekkert sár myndast en samfara roðanum er sviði og þroti. 2. stig. Blöðrur koma á hör- undið, fylltar glærum vessa. 3. stig. Hörund og hold kol- brennur. Djúp sár myndast, og hið skorpna hörund verður ýmist brúnleitt eðasvart. Vatnsmeðferð við brunasór Við minni háttar bruna á hör- undi má láta hinn brennda líkamshluta undir væga vatns- bunu, dýfa honum í vatnsílát eða hreinan læk. Sé ekki vatn við höndina, má til bráðabirgða nota mjólk, gosdrykk, sjó eða snjó. Athugið, að framangreind ráð eru aðeins til bráðabirgða, því að framhald á kælingu brunans á að fara fram í hreinu, hálfköldu vatni (eða ekki kaldara en svo, að það rétt haldi sviðanum í skefjum). Hættið ekki kælingu fyrr en sviðinn er horfinn fyrir fullt og allt. Ef föt hylja brenndan lík- amshluta er bezt að kæla allt strax, en klippa svo flíkurnar frá, þegar þær eru orðnar kaldar. Ef um útbreiddan bruna er að ræða er volgt vatn notað. T.d. má nota kerlaug með volgu vatni. Ef notað væri kalt vatn í kerlaugina gæti sjúklingurinn hlotið kuldalost eða ofkælingu. Vatnsbuna gæti komið að svipuðu gagni ef kerlaug er ekki fyrir hendi og bakstrar. Skulu þá notuð mjúk, hrein, ólituð stykki, lauslega undin úr þú, eins og þúsundir annarra, ruglaður þegar um er að ræða móteitur og önnur efni, sem notuð eru í neyðartilvikum. Það er heldur ekkert undar- legt, þegar tekið er tillit til hins ógnvekjandi fjölda hættulegra efna, sem börn geta náð til nú á dögum. Listinn yfir þau er jafn- langur og hann er lífshættuleg- ur. Sum efnanna eru eitruð, sum eru tekin í of miklu magni, sumt er ætandi (eyðandi, brennandi), annað er olíuefni — í sumum tilvikum er lffs- nauðsynlegt að kasta upp, í öðrum tilvikum gæti það verið lífshættulegt. Það er óhugnaniega algengt hversu oft slys verða vegna eitrana. í fyrra var komið með 325 börn, 3 ára og yngri á slysa- deild. Um að gera að vera rólegur Nauðsynlegt er að hafa snör handtök og að vera rólegur. Hættan á að verða gripinn skelfingu er afar mikil. Hvernig er hægt að verjast henni? Með þekkingu. Hafðu leiðbeiningar um hvernig á að veita fyrstu hjálp við eitrun. Þarna er sitthvað afar spennandi. Eg ætla að sjá hvað það er, kannski er það gott á bragðið. kallað á hjálp, byrjið þá strax fyrstu hjálp. Eiginleikar eiturs- ins ákvarða hvaða fyrsta hjálp er veitt — eins og bent er á hér að neðan — þar til læknishjálp fæst. Ef barnið er meðvitundarlaust eða með krampa: — Reynið ekki að gefa barninu vökva og framkallið ekki upp- köst. — Hefjið öndunarhjálp, liggi barninu við köfnun. Haldið því heitu og komið því á sjúkrahús strax. — Takið með umbúðir eiturs- ins, merkimiða, afgang eiturs- ins (ef einhver er) eða sýnis- horn af uppsölu til hjálpar við að greina eitrið. Ef barnið hefur tekið inn œtandi (eyðandi, brenn- andi) efni eða olíuefni: — Framkallið ekki uppköst. — Gefið barninu vatn eða mjólk. Skammtur: 1-2 bollar fyrir barn undir 5 ára aldri, — allt að 1 lítri fyrir barn 5 ára og eldri. — Komið barninu strax á slysa- deild eða sjúkrahús — takið með umbúðir eitursins, merki- miða eða afgang til hjáipar við að greina eitrið. Ef barnið hefur tekið inn lyf í of stórum skammti eða eitur sem ekki er œtandi (eyðandi, brenn- andi) efni eða olíuefni: Gefið barninu vatn eða mjólk. Skammtur: 1-2 bollar fyrir börn 5 ára og yngri — allt að 1 lítri fyrir börn 5 ára og eldri. — Komið barninu strax á slysa- deild eða sjúkrahús, takið með umbúðir, merkimiða, afgang eiturs eða sýnishorn af upp- sölu. — Komið af stað uppsölu með því að stinga fingri eða skeiðar- skafti ofan í kok barnsins. Gefið ekki saltvatn. Ef langt er í nœsta lœkni eða sjúkrahús Gefið 1 matskeið af ipecae- saft með a.m.k. 1 bolla af vatni Hvað sk.vldi vera í þessum brúsa? Hann er fallegur á iitinn. Vitið þið að farið var með 325 börn á slysadeiid á sl. ári 5 ára og yngri. Það er Hka betra að vita svolítið sjálfur um hvernig á að bregðast við þegar svona slys ber að höndum. köldu eða volgu vatni eftir þvi sem við á. Ef hrollur er í sjúklingnum, má gefa honum heita mjólk eða súpu (ekki kaffi, áfengi eða örvandi lyf). Einnig skal að honum hlúð með hlýjum klæðn- aði nema brennda staðnum, sem helzt skal vera án umbúða eða fata. Notið ekki nein smyrsl. Sprengið ekki blöðrur. Snertið ekki brenndu svæðin. 325 börn yngri en 5 óra ó slysadeild vegna eitrana Hvað á að gera ef barn gleypir eiturefni. Sjálfsagt ert Við hliðina á símanum skaltu að staðaidri hafa símanúmer slysadeildar, læknis eða sjúkra- húss, einnig símanúmer lög- reglu og slökkvistöðvar vegna sjúkraflutninga. Auðveldasta og einfaldasta molelmð gegn slysum er ,, nokkur grömm af gætni“. Leiðbeiningar um fyrstu hjólp við eitrun Komið barninu strax undir- læknishendur. Hringið á slysa- deild, sjúkrahús eða i næsta lækni og gerið grein f.vrir hvað gerzt hefur, fáið frekari fyrir- mæli. Ef annar aðili getur V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.