Dagblaðið - 27.11.1976, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 27.11.1976, Blaðsíða 1
— LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1976 — 268. TBL. R1T8TJ0RN SIÐUMULA 12, SÍMI 83322. AUGLVSINGAR OG AFGREIÐSLÁ, ÞVERHOLTI 2, SÍMI 27022 Smáiðnaður í nágrenni stóriðjunnar: Mengað vatn, rafmagn frá eigin stöð, enginn sími Hann Guðmundur Sigurðsson smiðar báta rétt hjá risafyrirtækinu í Straumsvík, Alverinu. Þótt það sé stærsti rafmagnsnotandi ríkisins notast Guðmundur við disilvélar til rafmagnsframleiðslu og notar gaslukt þess á milli. -DB-mynd Arni Páll í næsta nágrenni við stærsta rafmagnsnotanda á tslandi, Alverið, býr Guðmundur Sig- urðsson á . Ottarstöðum og smíðar báta. Hjá honum væri ekki rafmagn nema af því að hann er sjálfur með dísilstöð. Hann kyndir með olíu, sima hefur hann engan og vatn fær hann með tankbíl á 2—3 mánaða fresti. Svona til að forvitnast brugðum við okkur í heimsókn. „Jú, sagði Guðmundur. „Fyrir um það bil ári kom í ljós að vatnið var eitthvað mengað hérna. Sfðan hef ég þurft að kaupa vatn úr Hafnarfirði sem kostar mig um 4 þús. krónur í hvert skipti. Af því borgar bærinn helminginn. Sumarbú- staðaeigendur hér í kring koma flestir með vatn með sér eftir því sem ég bezt veit. Raunar er mengun ekki sem verst hér vestan við Straumsvík, því að hann blæs ekki svo mikið á austan, en þegar hann er á norðan sér maður strókinn liðast yfir umhverfið." Guðmundi finnst mengunin ekki aðalvandamál sitt, heldur að hann skuli ekki fá síma. Að vísu sé hann ekki I neinu skipu- lögðú ,,skipulagi“,en þetta finn- ist honum samt óskiljanlegt. Það er alltaf verið að athuga málið og kannski fæst eitthvert' svar eftir viku. Sú vika virðist ekki liðin enn. „Ég verð að leigja úti í Hafnarfirði," sagði Guðmundur, því að konan mín er ekki heil heilsu." Sem sagt, ef Guðmundur bara fengi sím- ann sinn fyndist honum ekki svo mikið að því að vera eini íbúinn sem býr allt árið um kring á þessum slóðum. EVI ^ Afstaða ráðherra til fiskifræðinga: □ „Ráðherra gaf útlendingum vopn í hendur” „Þarna átti sér stað frumhlaup af hálfu ráðherra, að gefa útlendingúm svona vopn í hendur," sagði Óskar Vigfússon, forseti Sjómanna- sambandsins, um þá afstöðu sjávarútvegsráðherra að vísa á bug mati Hafrannsókna- stofnunarinnar um hámarks- afla af þorski, einmitt meðan viðræður standa við Efnahags- bandalagið. Aðalrök okkar Islendinga eru að við megum ekkert missa, svo nálægt sé höggvið þorsk- stofninum. „Fiskifræðilegar, vísindalegar niðurstöður um á- stand fiskistofnanna hafa verið sterkasta vopn Islands í bar- áttunni við að koma útlendum fiskiskipum burt af íslenzkum miðum,“ sagði Pétur Guðjóns- son, formaður Samstarfsnefnd- ar til verndar landhelginni, um þetta mál. Hann sagði að niður- stöður svörtu skýrslunnar hefðu verið gaumgæfilega athugaðar af 12 fremstu fiskifræðingum V-Evrópu í sumar og þeir lýst stuðningi við hana. „Því verð ég að lýsa furðu minni á því að einfaldur leikmaður á þessu sviði,_þótt ráðherranafnbót beri, telji sig vera þess umkominn að kasta rýrð á hin miklu vísindastörf sem að baki svörtu skýrslunnar liggja,“ sagði Pétur. „Enn furðulegra er þetta nú þegar Island á jafnvel enn einu sinni lífsbjörg sína að verja gagnvart útlendingum. Það á að eyði- leggja sterkasta vopn þjóðarinnar sem er visindaleg þekking." Óskar Vigfússon lýsti þeirri skoðun sinni og kvaðst örugg- lega mæla fyrir munn allra sjó- manna á Islandi, að við hefðum um ekkert að semja við út- lendinga. -HH Gundelach væntir bráðabirgðasamnings fyrir áramót — um gagnkvæm veiðiréttindi — miðar í samkomulagsátt um fiskvernd Gundelach, fulltrúi Efnahags- bandalagsins, sagði í gær að hann vænti þess fastlega að fyrir ára- mót tækjust bráðabirgðasamn- ingar við íslendinga um gagn- kvæmar veiðiheimildir. Með samningunum yrði séð til að' veiðar hvors aðila innan land- helgi hins, Islands og EBE, minnkuðu ekki „snögglega". íslenzku ráðherrarnir sögðu hins vegar, eftir tveggja daga fundi með Gundelach; að ekkert „útspil" hefði enn komið frá EBE um gagnkvæm veiðiréttindi. Slíkt útspil yrði að koma frá bandalag- inu, fyrr mundu Islendingar ekki hreyfa sig í samningunum. „Það verður að meta og vega hvað EBE kemur með í framhaldsviðra'ð- unurn," sagði Matthías Bjarnason sjávarútvegsráðherra. Gundelach sagði að brezku Matthías Bjarnason, Einar Agústsson og EBE-fulltrúinn Gundelach á hlaðamannafund- inum í ráðherrabústaðnum í gær (DB-m.vnd Arni Páll). togararnir færu örugglega út úr íslenzku landhelginni 1. desem- ber. Á fundunum hefur miðað í sapikomulagsátt um fiskvernd. Þar er meðal annars átt við möskvastærð, tiltekin friðunar- svæði og hámarksafla helztu teg- unda. Gundelach sagðist á blaða- mannafundi í gær harma að ekki hefði orðið unnt að semja fyrr. Ýmsir, svo sem Bretar, yrðu að færa fórnir vegna dráttarins. Einar Ágústsson utanrikisráð- herra sagði að, aðalatriði fund- anna hefði verió fiskvei i„l Viðræðuhóparnir urðu sam- mála um yfirlýsingu þar sem segir að viðræðum verði haldið áfram, sem miði að samkomulagi til lengri tíma, þar sem kveðið verði á um samvinnu á sviði fisk- verndar og stjórnunar á veiðum tiltekinna fiskistofna. Viðræður muni verða fyrir jól. 1 viðræðun- um verði þá „einnig fjallað um hugsanlegar, gagnkvæmar veiði- heimildir á fiskimiðum hvors samningsaðila um sig í samræmi við stefnu beggja aðila á sviði fiskverndar'*. -HH Einróma á fiskiþingi: „Engar veiðiheimildir” Með öllum greiddum at- kvæðum samþykkti fiskiþing í gær að mótmæla eindregið að nokkrir samningar verði gerðir um veiðiheimildir erlendra þjóða innan íslenzkrar fisk- veiðilögsögu. Ástand bolfiskstofnanna er að mati þeirra sem’bezt þekkja, segir í samþykktinni, svo alvar- legt að ekki sé til bjargar annað en minnka stórlega aflamagnið. Með þá staðreynd í huga virðist ekkert rúm fyrir erlend veiðiskip í íslenzkri fisk- veiðilögsögu. -HH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.