Dagblaðið - 27.11.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 27.11.1976, Blaðsíða 10
ÍO DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 27. NÖVEMBER 1976. MMBUBW frjálst, úháð dagblað Utgefandi DagblaðiA hf. Framkvæmdastjori: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jonas Kristjansson. Frettastjori: Jón Birgir Petursson. Ritstjornarfulltrui: Haukur Helgason. Aðstoöarfrettastjóri: Atli Steinarsson. íþróttir: Hallur Símonarson. Hönnun: Jóhannes Reykdal. Handrit: Ásgrímur Palsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tomasson, Bragi Sigurðsson, Erna V. Ingolfsdottir, Gissur Siguiðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Johanna Birgisdottir, Katrín Pálsdóttir, Kristín Lýðsdóttir, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson. Ljosmyndir: Árni Páll Jóhannsson, Bjarnleifur Bjarnleifsson, Sveinn Þormóðsson. Gjaldkeri: Þróinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson. Askrif targjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasolu 60 kr. eintakið. Ritstjórn Síöumula 12, sími 83322, auglýsingar, askriftir og afgreiðsla Þverholti 2, sími 27022. Setning og umbrot: Dagblaðið og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda-og plctugerð: Hilmirhf., Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Hvar er lýðræðið statt? Kjósendur á íslandi sitja ekki allir viö sama borð. Vió höfum fjarlægzt þann þátt lýð- ræðisins, sem gerir ráð fyrir jöfnum rétti kjósenda. Kjósandi á Vestfjörðum eða Norðurlandi vestra hefur rúmlega fjórfald- an kosningarétt miðað við kjósanda á Reykja- nesi og hátt í fjórfaldan miðað við kjósanda í Reykjavík. Kjósandi á Austurlandi hefur nærri því jafn margfaldan kosningarétt. Þetta er algerlega óviðunandi. Það lýðræði er meingallað, sem mismunar kjósendum með þessum hætti. Reynslan sýnir hins vegar, að enginn hægðarleikur er að breyta kjördæmaskipun í réttlætisátt. Síðasta kjördæmabreyting, árið 1959, olli meiriháttar umróti í hugum manna. Flokkar riöluðust, þegar margir risu upp til varnar því óréttlæti, að hver kjósandi í dreifbýlinu hafði margfald- an rétt umfram kjósanda í þéttbýlinu. Breyting náði þó fram að ganga, en hún nægði skammt, eins og sést af framangreindum tölum. í umræðum um málið er því gjarnan haldið fram, aó dreifbýlið eigi að hafa tiltölulega fleiri þingmenn en þéttbýlið, miðað við fólksfjölda, þar sem fólk í dreifbýlinu búi við verri aðstöðu en þéttbýlisbúar að ýmsu öðru leyti. Tvímæla- laust er alltof mikið gert úr þessum rökum. Reynsla síðustu ára sýnir þvert á móti, að um margt hafa stjórnvöld sinnt dreifbýlinu meira en þéttbýlinu. Margt rennir stoðum undir skoðanir þingmanna þéttbýlisins, svo sem Al- berts Guðmundssonar, að þéttbýlisbúar hafi oft verið settir hjá. Þótt eigi að styðja dreifbýlið, ætti ekki að gera það með mismunun í kosningarétti heldur efla landshlutasamtök sveitarfélaga til miklu meiri virðingar og fá þeim aukið sjálfræði. Það er ánægjulegt, að fulltrúar ungs fólks í þremur stjórnmálaflokkum urðu sammála um, hvert stefna beri í kjördæmamálum. Það eru einnig gleðitíðindi, að þingmenn fjögurra flokka í Reykjavík og á Reykjanesi standa saman aö þingsályktunartillögu um jafnan kosningarétt. í stefnuskrá unghreyfinganna segir, að tafarlaust verði að jafna kosningarétt borgaranna, þannig að einn kjósandi hafi ekki margfaldan kosningarétt á vió annan eins og nú er. Þessir fulltrúar unga fólksins urðu einnig á einu máli um, að auka bæri valfrelsi kjósenda á kostnað flokksræðisins. Stefna bæri í auknum mæli að einstaklingsbundnum kosningum. Þótt gallar séu á tillögum ung- hreyfinganna í einstökum atriðum, má hiklaust taka undir þessa stefnu. Breytt samsetning þingliðsins, sem leiða mundi af jöfnun kosningaréttar, ætti að geta valdið raunhæfari viðbrögðum vió vandamál- um líðandi stundar og stuðlað að framförum í staó kyrrstöðu. Enn stærra verkefni yrði að hnekkja flokks- ræðinu, sem er eitthvert versta mein íslenzks þjóðlífs. í þvi efni verður að treysta á ungu kynslóðina fyrst og fremst. Eggjakast og hvers konar árásir eru daglegt brauð fyrir Mairead Corrigan og hér sést hún berjast við einn ungan grjótkastara fyrir skömmu. GANGAN MIKLA í FRIÐARÁTT — í landi þar sem 20 þúsund manns fremja ofbeldisverk Marga undanfarna daga hafa mörg hundruð þúsundir Norður-íra í flestum stórborg- um þar í landi gengið í friðar- göngum og svipaðar göngur eru fyrirhugaðar í flestum minni borgum og bæjum. Kirkju- klukkum hefur verið hringt um ailt landið. „Við munum biðja alla þátt- takendur um að rita nafn sitt undir skjal þar sem viðkomandi skuldbindur sig til þess að vinna að friði og fordæmir ofbeldi." „Eg fordæmi notkun á sprengjum og byssukúlum og allt ofbeldi,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni að sögn talsmanns friðarhreyfingar- innar, Ciaran McKeown, við fréttamann norska Dag- blaðsins. „IRA segir, að þið hafið tapað miklu fylgi að undan- förnu?“ „Það er hreinlega ósatt. Hingað til hafa um 250 þúsund manns tekið þátt í friðargöng- um okkar og við búumst við um 200 þúsund manns um þessa helgi. Við höfum fengið það á tilfinninguna, að æ fleiri leiti til okkar og búumst við, að áður en yfir lýkur munum við hafa fengið alla fulivaxna menn til að undirrita skuldbindinguna." „En það hefur ekkert lát orðið á ofbeldisverkum?“ „Það mun taka sinn tíma. Þið megið ekki gleyma því, að um 20 þúsund manns fremja ann- aðhvort ofbeldisverk eða styðja þá sem það gera. Þeir aka bílum fyrir þá, veita laun- morðingjum húsaskjól. Þetta er tímafrekt verkefni." „Ætlið þið þá að halda áfram að fara friðargöngur?" Friðarverðlaunin „Við munum halda áfram að fara nokkrar friðargöngur fram til jóla, en á næsta ári munum við reyna að grafast fyrir um uppruna vandamálsins og kynna málstað okkar meðal fólksins. Hingað til hafa verið stofnaðar 110 friðarsveitir um allt Norður-Irland. Helzta takmark okkar er að fá fólk af báðum trúflokkum til að hittast Það myndar síðan friðarsveitir og við gefum því vísbendingu um hvað gera þurfi í þeim byggingum, skóium, barnaleik- völlum, fundarsölum o.s.frv., sem eiga að vera opin öllum almenningi. Slíkar beinar aðgerðir eru nú að fara af stað. t Strabane, þar sem atvinnu- leysi meðal karlmanna er meira en 35% munu friðarsveitirnar gangast fyrir að setja á stofn gleraugnaverksmiðju. 1 Belfast hafa friðarsveitir tekið við nokkrum auðum húsum, en þar á að koma á fót heimili fyrir konur, sem hefur verið mis- þyrmt af mönnum sínum. Ofbeldi innan fjölskyldunnar er ein af hliðarverkunum sem átökin hér á Norður-lrlandi hafa haft í för með sér.“ „Nú hafa ykkur borizt pen- ingagjafir víðs vegar að úr r Aðláta böminbetla Nýir siðir með nýrri kynslóð. Nú hefur heldur betur haldið innreið sína reisn nútíma náms- manna kynslóðar. Sú ævaforna en hvimleiða aðferð til fjáröfl- unar, betl, hefur nú verið tekin upp á íslandi, og það af þeirri stétt fólks, sem lifað hefur og fæðzt á mesta framfara- og vel- megunarskeiði þjóðarinnar. Svokallað „námsfólk* við framhaldsnám, en sem er að mestum hluta stærstu ómagar þjóðfélagsins, hefur nú tekið upp þá nýjung að etja börnum sínum fram a sjónarsviðið, ómálga ungabörnum með kröfuspjöld framan á mag- anum, segjandi frá eymd og vol- æði foreldra sinna. Með þessari aðferð ganga íslenzkir náms- menn lengra en hinir aumk- unarverðu betlarar í fátækra- hverfum stórborga erlendis, að hinir íslenzku betlarar „krefj- ast“ ölmusugjafar, sem ekki skal komizt hjá að inna af hendi. „Námslán fyrir pabba og mömmu“, ,,Á námsfólk að vera barnlaust?“, „Er Vilhjálmur kominn úr barneign?“, ern meðal slagorða sem þessir litlu óvitar, börn námsmanna, ásamt námsmönnum sjálfum, hafa uppi þegar gengið er á fund stjórnvalda með betlistaf í hendi. Enginn þjóðfélagshópur íslenzkur hefur enn lagzt eins lágt eða gengið jafn óvægilega fram til þess að krefja sam- félagið um sérréttindi ofan á þau sérréttindi, sem hann þegar hefur, að geta stundað nám við skóla, sér að kostnaðar- lausu. Fjölmiðlar hafa birt skel- eggar greinargerðir frá náms- mönnum um hinar ofboðslegu kröfur, sem þeir gera sér til handa, — um sérréttindi, ásamt þeirri viðbótarkröfu að fá hækkun á framfærslueyri, ef þeir eiga börn, eða eru í hjóna- bandi. Eins og fyrri daginn birta fjölmiðlar fréttir hráar, þ.e. þeir gera ekki sjálfir neina úttekt eða rannsókn á því. hvort yfirleitt sé nokkur sann- girni að baki þeirra krafna sem settar eru fram. Að dómi hins almenna skattborgara eru þessar kröfur jafn fáránlegar og t.d. sú, að málarar gerðu þá kröfu, að ríkissjóður sæi öllum málurum í landinu fyrir ókeypis málningu til utanhúss- málningar! Það mætti færa rök fyrir því, að það væri þjóöhagslega hag- kvæmt að þau hús sem málan- leg eru væru ávallt nýmáluð. En þau rök yrðu þó sennilega meira en litið umdeilanleg, og hætt er við. að málarar þyrftu að fá fleiri til f.vlgis við sig en börn sín ein, áður en kröfugerð þeirra fengi hljómgrunn alls þorra landsmanna. Þjóðfélagið ne.vðir engan til þess að ganga menntaveginn eða leggja út i langskólanám.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.