Dagblaðið - 27.11.1976, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 27.11.1976, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 27. NÖVEMBER 1976. Alþingi snýr vörn í sókn: SKVETT ÚT ÚR ALÞINGIS- HÚSINU Á HÓP FÓSTURNEMA í MÓTMÆLASTÖÐU ÞAR — stúlkurnar telja óhjákvæmilegt að skrifstofufólkið hefði orðið vart við það Nú virðist Alþingi, eða ein- hver tengdur þeirri stofnun, hafa snúið vörn í sókn því í fyrradag gerðist það að tvívegis var skvett vatni út úr húsinu á fólk fyrir utan. Fólkið sem fyrir utan stóð var allt kvenfólk úr Fósturskól- anum og héldu þær á mótmæla- spjöldum til að mótmæla út- hlutunarreglum námslána. Framhaldsskólenemendur hafa að undanförnu skipulagt þess konar mótmælastöður fyrir utan Aþingishúsið og er staðið á vöktum. Fósturnemarnir voru þarna átta saman og stóðu á tímanum frá kl' 17 til 18. Er þær komu á ritstjórn DB í gær sagðist þeim svo frá að þær hefðu staðið kyrrar við norðausturhorn hússins, haldið þar á spjöldun- um og hefði engin háreysti fylgt þessum aðgerðum. Vissu þær svo ekki fyrr til en vatn gusaðist yfir þær. Virtist það koma úr öðrum glugga frá vinstra horni, frá Austurvelli séð, á annarri hæð. Engan sáu þær þó í gluggánum. Ekki leið á löngu þar til önnur gusa kom og blotnuðu tvær stúlkurnar verulega við hana. Hélt þá ein úr hópnum upp á skrifstofurnar á annarri hæð til að aðgæta hverju þetta sætti en þegar henni var ekki trúað fór hún út og sótti aðra stúlkuna sem vöknað hafði. Enginn reyndist vera í herberg- inu, þaðan sem skvett hafði verið, en stúlkurnar telja óhjá- kvæmilegt að skrifstofufólkið hefði séð einhvern fara þar inn eða út, hafi einhver verið þar á ferð. Skömmu eftir að stúlkurnar höfðu hafið stöðuna urðu þær varar við tvo pilta sem stóðu í aðaldyrum hússins og sendu þeim tóninn, eins og þær komust að orði. Hurfu þeir síðan inn í húsið og sáust ekki koma þaðan út. Hins vegar var einni stúlknanna, sem ætlaði inn um sömu dyr til að koma kvörtunum sínum á framfæri uppi á skrifstofunni, vísað þar frá og bent á bakdyr. Kynnu því sendlar Alþingis að hafa verið þar á ferð. ’Nokkru eftir þetta kom maður, sem stúlkurnar bera ekki kennsl á, út úr húsinu og spurði þær hvort skvett hefði verið á þær og játtu þær því. Nokkru síðar sáu þær að búið v.ar að loka vendilega gluggan- um sem þær sögðu að skvett hefði verið út um. Þess má að lokum geta að er stúlkurnar fóru upp og kvörtuðu var farið inn í herbergið, sem glugginn umræddi er á, og sáust þá vatnsslettur á glugganum. -G.S. ■ ■ Okumað- urinn fastur í bílflakinu — eftir hörku- árekstur sunnan við Húsavík Harkalegur árekstur varð skammt sunnan við Húsavík á miðvikudagskvöldið. Rákust þar saman fólksbif- reið og vöruflutningabíll. Mættust bílarnir á veginum en talið er að bílstjóri fólks- bifreiðarinnar hafi blindazt af ljósum vörubílsins. Skipti það engum togum að fólks- bifreiðin lenti á afturhjóli vörubflsins um leið og bil- arnir mættust. Fór fólksbíll- inn eiginlega inn undir vörubíllinn og er talinn með öllu ónýtur á eftir. Einn maður var í fólksbif- reiðinni og festist hann í sæti sínu. Varð að rífa bíl- flakið að nokkru i sundur til að ná honurp. Maðurinn hlaut ótrúlega lítil meiðsli en slæmt taugaáfall og dvelst í sjúkrahúsi. -ASt. Það voru engin núll — stúlkur safna fyrir lamaða og fatlaða „Við fengum alls konar dót gefins í búðum, svo fórum við bara í húsin í hverfinu og sögðum fólkinu að við ætluðum að halda hlutaveltu," sagði Dagný Einarsdóttir tíu ára, en hún kom í heimsókn á ritstjórn DB ásamt vinkonum sínum, Maríönnjt Hugrúnu Helgadóttur og Gyðu Árnýju Helgadóttur. A hlutaveltunni voru engin núll og allir fengu því einhvern hlut til að hafa heim með sér. „Krakkana langaði mest í járn- brautarlest en hún var bara dálítið biluð,“ sagði Maríanna. Stúlkurnar voru að safna f.vrir lamaða og fatlaða og komu til okkar með 2.400 krónur sem við komum til skila. -KP Unaðsstundir í meyjarörmum — og stritvinna í kolum — mörgum mun þykja ævisaga Ólafs Jónssonar á Oddhóli berorð Eg vil nú hafa mínar konur sjálfur, nefnist nýútkomin bók um Ölaf Jónsson á Oddhóli, bónda, sjómann, bílstjóra, verka- mann á eyrinni, heimsborgara og mann athafna og fjármála. Dagur Þorleifsson blaðamaður skráði en útgefandi er Bókaútgáfan Örn og Örlygur. I bókinni er sagt frá lestar- ferðum fyrir tíð bllaaldar, sjó- mannalifi á þrælaöld, stritvinnu í kolum, unaðsstundum í örmum fagurra meyja, en Ölafur hefur lent í óteljandi ævintýrum í kvennafans hérlendis og erlendis (og dregur ekkert undan) og mörgu fleira. Trúlega mun mörgum lesand- anum finnast margar lýsingar bókarinnar allberorðar, bæði um menn og málefni, og þá ekki sízt einstakt kvennastúss sögumanns. Bókin kostar 2950 krónur. AT ÖLAFUR A ODDHÓLI, — lit- skrúðugt líf og ekkert dregið undan í frásögninni. Ef ferðastu í flugvél til Reykjavíkur Nú hafa slík stórskáld haslað sér völl í Dagblaðinu. að það liggur við að ég leggi niður rófuna og hætti. Um þennan orustuvöll glymja öskur og kiill og í algleymi barist er hér. Þetta er óvígur her og hann ættland sitt ver. Sitt ættland i brjósti hann ber. En um skógarstig einn gengur einmana sveinn. lionum ekki er ljóst hvert hann fer. Hvað er nú? hver ert þú? Koindu ei nær. því þá skýt ég þig skilvrðislaust. Nei, biddu við. Gef mér grið. í hjarta mér talar þin hamingjuraust. Ila. ha. ha, hló þá sveinninn. en hörfaði örlitið frá. Þér tókst ekki að narra mig, narrarinn þinn. Þú ert njósnari fyrir þá. Og hvernig gælir þú svona heimskur og Ijótur verið hantingja min. \ei. réttast va-ri aðdrepa þig stra\ þitl (Ijiifulsins greppjlrýn. Svo bóf lianu upp byssuna og miðaði á manninn. seni muMÍdur l'raman hansstóð. Og hamingju sína þann dag bann drap til dvrðar sinni þjóð. V———— Það er langt siðan ég heyrði þessa sögu. Silfur hef ég sopið. Gull hef ég gleypt. Kornunt hef ég kastað fyrir kviðmikla burgeisa. En Inar er min saðning og þeirra? Ilélt ég til hallar. Iiitti þar kónga og keisara nokkra. (íáfu þeir mérómældan áminnisdrykk. Itefur beit þar rjúpu og ropaði hátt yfir kunnuglegri kviðfylli. Einp sat ég utar með beinin. Kom ég að koti og kvaddi fólk. Bauð það mér heina og bar mér sýru að niungát. Fáta-kur fann ég hjá fátækum bændum. að betra er úti að frjósa en hírast i höllunt inni kaldur. Skáld yrkja l'yrir önnur skáld. Það hefur aldrei neinn ort fyrir mig, enda ekki von. þvi að ég hef heldur aldrei ort fyrir neinn. Þar að auki er ég ekki skáld. Sainl sem áður hef ég búið til kvteði f'yrir biirn. í hjarta mér ég fögnuð finn. þvi fjandinn hirli kúna. Ekki gráta unginn minn ekki gráta iiúua. Svo að grátur þagni þinn. þér skal bættur skaðinn. Ég kaupi elsku unginn minn aðra belju í staðinn. Ég get það ef að vel ég vinn af verklagni og elju. Hvað. viltu ekki unginn minn aðra en þessa belju? En hún er komin í himininn að heilsa upp á Pétur. Ætlarðu að gt áta unginn minn í allan heila vetur? Nú skal ég þerra af þinni kinn þungu og söltu tárin. Ékki gráta unginn minn. afi læknar sárin. í hjarta mér ég fögnuð finn fjarska mikinn núna. Ekki gráta unginn ntinn. ekki gráta kúna. Þá er komið að dægurlagatexta vik- unnar sent er ortur undir sinu lagi. Ef ferðastu í flugvél til Reykjavíkur, finnurðu margt þar sem engan svíkur. Tvennt þó verður að varast hér. vatnið að drekka og anda að sér. Mengun, já mengun. Þú skalt fá þér kók upp á krít. þvi í krönunum fa'rðu aðeins heitan og kaldan skít. Ef verður þú þunnur og þyrstur hér, þá skaltu fá þér einn séniver. Ljóð á laugardegi því ruslið sem þeir henda á Dalvík í dag við drekkum hérna um sólarlag. Mengun, já mengun, ef ég bursta tennurnar kýs, verð ég að skola innan munninn með úrgangsefnum frá SÍS. Þetta kvæði á að sjálfsögðu ekki við fyrr en búið er að setja á stofn álverk- smiðju á Dagverðareyri. Að lokum vil ég geta þess. að ef ég held áfram að geta þess. mun ég að lokum geta það. Ben. Ax.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.