Dagblaðið - 27.11.1976, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 27.11.1976, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1976. heiminum. Til hvaða aðgerða renna þeir?“ „Þeir renna i sjóð sem skai varið til þess að greiða fyrir framkvæmdum friðarsveitanna á hverjum stað. Ef þær koma á fót fyrirtæki eða þvílíku, sem rekið er með hagnaði, eiga þær að greiða hagnaðinn til baka til sjóðsins, svo að áfram verði hægt að verja fé úr honum til framkvæmda annars staðar," segir McKeown. Friðarkonurnar voru grýttar „Ég verð að fara aftur í Turf Lodge-hverfið, jafnvel þótt hent verði að mér fleiri stein- um. Strákurinn, sem braut framrúðuna í bílnum okkar, var ekki nema sjö ára. Það sýnir einfaldlega, hversu þýðingarmikið það er fyrir okkur að halda áfram friðar- starfi okkar,“ segir Mairead Corrigan við fréttamann norska Dagbláðsins. Hún er stödd á skrifstofu friðarsamtakanna steinsnar frá háskólanum. Allir símar hringja þar í sífellu, enda er verið að undirbúa friðargöngur um allt landið. Mairead Corri- gan var önnur tveggja kvenna, sem stofnsettu samtökin. Tvisvar hefur verið ráðizt að henni í kaþólska hverfinu Turf Lodge. t fyrra skiptið var það fyrir nokkrum vikum, eftir friðarfund og síðan aftur fyrir hálfum mánuði, er ‘hún ók þangað í bíl sínum til að ræða við fólk á götum úti. Er hún ætlaði út úr hverfinu á ný, höfðu leiðtogar IRA- samtakanna gefið fyrirmæli um að bíllinn skyldi grýttur. Sjö ára gamall drengur braut framrúðuna í bílnum með steinkasti. Corrigan slapp ómeidd. „Þetta atvik í Turf Lodge sýnir aðeins hversu mikið við eigum eftir. Það sýnir að friðar- starf okkar verður að fá að halda áfram. Við verðum aðfá þá ungu til að hætta að hata.“ Þess má geta hér að lokum, að fyrir nokkrum vikum urðu þær stöllur að flýja inn í kirkju, er reiður múgurinn reyndi að grýta þær. I kringum skjáinn Til sölu íslenskt. Þá vantar þessa heiðarlegu samkeppni frá er- lenda kexinu eða hvað sem það er. Ég skil ekki. Nei, nú er eina ráðið að nota ferskeytluregluna og syngja boðskapinn inn í alþjóð,þangað til allir krakkarnir á heimilinu fara að syngja sama lag og hús- móðirin annaðhvort gengur af göflunum eða kaupir vöruna. Einn poppari syngur um kaffi, aðrir um notaða bíla og ein- hvern lagstúf heyrði ég um smjörlíki. Sönginn má þó nota jákvætt, eins og.í þættin- um um „Jón granna“. Sumir auglýsendur fara gömlu leiðina og nota málskrúð. Sumir verða ansi háfleygir, eins og sá sem forðum líkti klósettpappír við vorið. Eitt „opið ljóð“ heyrir maður líka frá skerminum: „konan er eyland. Fiji er ilm- vatnið hennar". Ha? Ýmsar eru svo raddirnar. Vinur minn Andrés Indriðason er dæma- laust duglegur að mæla með öllu mögulegu, en Magnús Bjarnfreðsson er mér sagt að geti selt allt, — hann sé svo sexí í röddinni. Þorleifur Hauksson hlýtur einnig að koma við hjartað á mörgum óákveðnum kaupend- um, en einhver önnur rödd reynir að selja hitt óg þetta gegnum nefið á sér. Þetta er nú orðinn langur formáli og ástæðan er sú að heldur var rislágt yfir sjónvarpsvikunni. Milli mín og sjónvarpsins hafa þó myndast svo sterk bönd, — þau hin sömu sem tengdu mann, hest og hund, — að ekk- ég stunginn þar á eftir og vakn- aði við Svartagaldur þá um kvöidið, en í henni var einn helsti hjartaknúsari eftirstríðs- áranna, Tyrone Power. Ekki var myndin ýkja merkileg og virtist ganga út á það að sýna Power á nærskyrtunni svo spengilegur vöxturinn nyti sín. Ég veit ekki hvort það er svarti- galdur eða svartnættið, en ein- hvernveginn finnst mér Maður til taks á laugardögum hafa batnað, þó ekki séu gerðar miklar kröfur til vitsmuna í þeim þætti. Myndin þá um kvöldið, „Apaspil", var hins- vegar ósvikið „slapstick" og hljóta allir aðstandendur að hafa skemmt sér stórkostlega við gerð hennar. Gary Grant virðist bókstaflega blómstra við allan hálfvitaganginn og gaman var að sjá M.M., — sem vit- granna kynbombu að sjálf- sögðu. Alla ævi reyndi hún að koma sér út úr slíkum rullum en án árangurs. Á sunnudag horfði ég á Adams-fjölskylduna með mikilli ánægju. Nýju ljósi var þar varpað á Benjamín Franklin, sem virðist hafa skemmt sér konunglega sem diplómat. John Adams kemur út úr öllu sem einstaklega heil- steyptur, — og púrítanskur per- sónuleiki. Síðan upphófst mikill frygðarsöngur Gloriu nokkurrar Gaynor og mikill mannskapur skók sér í takt við hann. Á mánudaginn var sýnt eitt af þeim sjónvarpsleik- ritum breskum sem Sjónvarp Rvk virðist hafa komist yfir. Fimm punda frímerkið var skemmtilega leikið en risti ekki ýkja djúpt. Síðan var sýnt Með járnbrautum um Indland, sennilega fyrir tilstilli hins volduga þrýstihóps I.Á.I.J. (Islenskir áhugamenn um ind- verskar járnbrautir). McCIoud er skömminni skárri en Columbo, enda hékk ég inni á þriðjudagskvöld í þvi tilefni. Söguþráður og leikfléttur eru nú orðnar svo margslungnar (svo notað sé vinsælt orð) að engin leið er að spá i endinn, nema hvað við vitum að McCloud hlýtur að spjara sig. Garnan er að fylgjast með notkun tónlistar í þessum saka- málamyndum. Hún byggir gjarnan á samblandi klass- ískrar og „beat“ tónlistar, en fyrir 60 árum þóttu frumstæðir „rhythmar" í klassík hin mesta goðgá og framúrstefna. Nú eru þeir ‘ hluti af vinsælu skemmtiefni. Á eftir McCloud söng Sigrún Harðardóttir. Hún hefur hljðmþýða rödd, en ekki eru lög hennar eftirminnileg. Einræður hennar milli laga virtust ansi alvöruþrungnar. Söngvarar, eins og aðrir, mega gæta sin á að taka sjálfa sig ekki of alvarlega. Á miðviku- dag var með valdi klippt á naflastrenginn milli mín og kassans og ég dreginn á fund. Því er mér gangur mála á mið- vikudagskvöld alls ókunnur, en ekki sýndist mérþað kvöldeins áhugavert og oft áður. f—----------------- Þá er jólaflóðið að hefjast og vörur, hver annarri girnilegri, birtast á sjónvarpsskerminum. Hér er litsjónvarpseigendum að sjálfsögðu hættara við að rjúka út í búð og kaupa téð girnileg- heit. Eiginlega er það dálitið átakanlegt hvað okkur virðist skorta margt til þess að geta verið, ja, — hamingjusamir. Skyldum við þrauka til jóla án þess að eignast úrvalsbók eða gallabuxurnar með nýja sniðinu? Er okkur stætt á því að kaupa ekki neitt? Einkenni- legt er það nú samt að ég hef aldrei staðið sjálfan mig að því að kaupa nokkurn skapaðan hlut eftir sjónvarpsaug- lýsingum. Kannski er ég bara orðinn svona forhertur. Nú, svo er ég litlaus og tækið lítið, það hefur sitt að segja. Sjónvarps- auglýsingar batna mikið þegar líða fer að jólum, — og þær hafa reyndar batnað á síóustu fimm árum. Vonandi verða þær aldrei svo góðar að þær þröngvi manni til kaupa. En það er samt afþreying að horfa á þær tvisvar á kvöldi. Hugsum okkur ef við þyrftum að líða auglýsingar á 5 mínútna fresti eins og gerist I amerískum sjónvarpsstöðvum og þar er góðu sjónvarpsefni nú kippt af dagskrá, komi það í ljós að aðeins lítill hópur horfi á það, — og auglýsingarnar innan um. Allskonar ný viðhorf speglast í nýjum auglýsingum. Nú er t.d. lítið um leikna þætti, eins og með þeim Árna og Bessa, hverju sem það er að kenna. Og ekki nægir heldur að stilla upp smart og áreiðanlega útlítandi mönnum eins og Ólafi Ragnars- syni til þess að segja okkur allt af létta. Reyndar hef ég aldrei skilið fyllilega þessa ágætu þætti um íslenskan iðnað. Kona í myndinni segist bara kaupa það besta, ekki endilega fs- lenzkt, annar maður segir að við þurfum samkeppni frá er- lendum iðnaði, — en þegar stúlkukind er spurð hvort hún eigi X og Y, nei, þá á hún bara Aðalsteinn Ingólfsson ert fær rokkað mér frá skerm- inum hversu rotið sem efnið er. Að vísu kýs ég stöku sinnum að horfa á hann auðan, en það er annað mál. Föstudagur hefst ávallt með Kastljósi sem er að verða besta innlenda efni vik- unnar. Þar sátu búsældarlegir innflytjendur fyrir svörum. Ekki virtust þeir líklegir til að hafa áhyggjur af leikföngum eða HP sósu og gáfu samræð- urnar lítið af sér, — vöktu reyndar fleiri spurningar en þar var spúrt. Ágæt var um- fjöllun um málefni fatlaðra og endurhæfinga. Svefnþorni var Hins vegar hefur þjóðin átt því láni að fagna að fjölmargir ein- staklingar hafa haft til að bera löngun og nægilega hæfileika til þess að takast á við það verk- efni, sem fylgir löngu og ströngu sérnámi við innlendar eða erlendar menntastofnanir. Og til þessa dags hefur eng- um islenzkum námsmanni verið meinuó innganga i menntastofnanir þjóðarinnar eða erlendis, ef löngun og hæfi- leikar hafa verið til staðar, svo er fyrir að þakka lýðræðislegu þjóðskipulagi og rýmilegum kjörum á lánum og styrkjum til þeirra, sem eftir slíku hafa óskað eða sýnt hæfileika til náms. Það er staðreynd, sem ekki verður vefengd, að litil náms- geta eða léleg ástundun við nám sé aðalorsök lélegs stúd- entsprófs. Það er lika sannað, og viðurkennt, að þeir sem ekki leggja hart að sér við nám á slúdentsárum eða eru því betri hæfileikum búnir til náms haldi flestir áfram að slá slöku við, eftir að langskólanám tekur við. Það er líka eftirtektarvert. að flestir þeir, sem nú hrópa hvað hæst um aukin forréttindi sér til handa, hvað varðar námslán og styrki, stuiula ekki það nám. Kjallarinn Geir R. Andersen sem flokka má undir hagnýtt nám, heldur miklu fremur eru margir þeirra skráðir háskóla- nemendur í hagsmunaskyni, og sem veitir þeim undanþágur og fríðindi umfram aðra þegna þjóðfélagsins. Einnig stendur sú staðreynd óhögguð, að fjölmargir þeirra, sem háskólanám stunda hætta við nám eða ljúka ekki tilskild- um prófum eða draga þau á Ianginn eftir því sem reglur frekast leyfa. Eða hversvegna er fólk að leggja út í háskóla-. nám, ef það telur námsstyrki ekki nægilega? Væru slikir aðilar ekki betur settir i at- vinnulífinu með borgarastétt- inni, þeim almenningi, sem námsmenn telja sitja að öllum afrakstri þjóðarbúsins? Sá málflutningur, sem ís- lenzkir námsmenn hafa nú uppi er áreiðanlega siður en svo til þess fallinn að fá hinn almenna launþega til þess að fallast á hann. Enda er nú svo komið, að almenningur óskar einskis fremur en stjórnvöld taki fast á þessum málum og hviki hvergi frá þeim reglum og lögum, sem sett voru um námslán sl. vor, og þykir þó mörgum, að þar sé nógu langt gengið. Og nú hafa námsmenn ákveðið að stefna menntamála- ráðherra fyrir meint brot á reglum um úthlutun námslána! Og hver eru þessi „meintu" brot? Jú, þau eru, að í úthlut- unarreglum þeim, sem eru sam- þykktar er ekkert tillit tekið til „fjölskyldustærðar", — að fyrirvari er gerður um náms- lán, um að viðkomandi náms- maður sé í a.m.k. tveggja ára nánti, — og auk þess vilja námsmenn fá staðfest með „dómi“, að allir þeir sem lokið hafa 13 ára undirbúningsnámi eigi rétt á námslánum. „Vegna aðgerða námsmanna undanfarið og eindreginna áskorana á menntamálaráð- herra, hefur nú,“ segir í frétt eins dagblaðsins fyrir stuttu, „úthlutun haustlána verið flýtt að mun.“ Þannig mun nú ein valkyrjan í hópi námsmanna hafa fengið „sitt lán“, eftir að hafa hótað með bréfi að stefna Lánasjóði fyrir vanefndir, ef hún fengi ekki „lánið sitt“ fyrir ákveðinn dag, sem hún tiltók! Og þannig gengur þetta fyrir sig í lýðveldinu íslandi f dag. Hótanir og kröfugerðir dynja yfir þá forystumenn, sem eru kosnir til ábyrgðarstarfa af frjálsum og fúsum vilja meiri hluta þegnanna. Ríkisstjórnin hefur ekki undan að fjalla um hótanabréfin og kröfugerðir þrýstihópa, sem sífellt færa sig þéttar að innviðum lýðræðisins, sem eru þegar farnir að gefa sig og munu nú brátt láta undan þunga þess þrýstings sem öfga- öflin í landinu hafa nú tekið í þjónustu sína. Það hefur jafnan verið talið litilmannlegt og löðurmannlegt að beita börnum í brjóstvörn, þegar átök eiga sér stað. Þennan sið telja þó íslenzkir námsmenn með börn á fram- færi vænlegastan til árangurs i baráttu sinni fyrir bættum að- búnaði! Islendingar hafa víða þurft að leita fanga á umliðnum ára- tugum, til ýmissa alþjóðastofn- ana sækjum við fé nokkuð ómælt, sakir stöðu okkar sem vanþróuð þjóð á tækni- og fram- kvæmdasviði. En óskandi er, að tregur muni hinn vinnandi launþegi og almenningur allur til þess að samþykkja og gang- ast við þeirri nýju stétt, sem nú virðist ætla að fara að skjóta rótum í landinu, betlurum. For.vstugreinar Morgun- blaðsins, hins óháða málgagns Sjálfstæðisflokksins! — þar sem tekið er undir þær kröfur námsmanna um að taka beri fullt tillit til barneigna þeirra og fjölda barna, breyta í engu né ntinnka tortryggni og andúð almennings í landinu á óbil- gjörnum kröfum og þeint bar- áttuaðferðum. sem íslenzkir námsmenn hafa nú uppi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.