Dagblaðið - 27.11.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 27.11.1976, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 27. NOVEMBER 1976. 1 Flug Vængja fer að komast í eðlilegt horf Erlendi flugvirkinn loks kominn Bandaríski flugvirkinn lang- þráði, sem Vængir hafa átt von á marga undanfarna daga, er nú loks kominn til landsins og byrjaður að vinna þannig að vonir standa til að önnur 19 manna Ottervél félagsins komist í gagnið í dag. Mótorar hinnar Otter- vélarinnar er hins vegar enn i viðgerð erlendis, svo hún kemst varla í gagnið fyrr en í desember, væntanlega fyrir mestu jólaum- ferðina. Nú sem stendur fljúga Vængir aðeins einni vél, tíu manna Islander-vél. Hefur hún snúizt myrkranna á milli í bókstaflegri merkingu þvi með nýrri reglu- gerð má ekki lenda á mjög van- búnum flugvöllum fyrr en 45 mínútum eftir sólarupprás og þar til 45 mínútum fyrir sólsetur. Flestir þeir flugvellir sem Væng- ir fljúga til falla undir þetta ákvæði. -G.S. Viðbót og leiðrétting við Húsavíkurgrein Eitt þarf að leiðrétta og öðru við að bæta, sagði Ásmundur Bjarnason fréttaritari DB á Húsa- vík og átti við grein sína um leik- starf á Húsavík í fimmtudags- blaðinu. Það er ekki rétt að Gunnar Eyjólfsson hafi stjórnað uppsetningu á Pétri Gaut er Leik- félagið á Húsavík réðst í það stór- virki að setja það á svið. Gunnar lék hins vegar titilhlutverkið með miklum glæsibrag. Það var Sigurður Hallmarsson sem var leikstjóri og annaðist uppsetning- una. Þá er því við að bæta að myndir er greininni fylgdu tók Ljósmyndastofa Péthrs á Húsa- vík. Leikfélag Húsavíkur glímir nú við franskan gamanleik og verða næstu sýningar um þesa helgi. -ASt. Grímnir í Stykkishólmi með nýtt leikrit „Við erum búin að æfa þetta leikrit undanfarnar 5 vikur á hverju kvöldi og árangurinn kemur í ljós í kvöld,“ sagði Hannes Stigsson í samtali við DB. Leikfélagið Grímnir í Stykkis- hólmi setur nú upp sitt 12. verk- efni en það er bandarískur gam- anleikur sem nefnist Hlauptu af þér hornin og er eftir Neil Simon. Hjörtur Halldórsson hefur þýtt. Leikurinn verður frumsýndur í kvöld kl. 21.00 og önnur sýning verður sunnudaginn 28. klukkan 16.00. Báðar sýningarnar verða i félagsheimilinu í Stykkishólmi. Grímnir hefur farið víða með verk sín, sýnt víða á Vesturlandi, í Kópavogi og í Reykjavík. Leikstjóri nú er Þorvaldur Ólafsson frá Stykkishólmi en með aðalhlutverk fara m.a. Bergur Hjaltalín, Hjálmdís Hjálmars- dóttir, Hannes Stígsson, Sigrfður H. Jóhannesdóttir, Guðmundur Agústsson og Þuríður Gísladóttir. -KP Aðventukvöld í Kafnarfirðl Sunnudaginn 28. nóvember verður haldið aðventukvöld í Hafnarfjarðarkirkju og hefst þaðk! 20.3G. A dagskráer erindi sem dr. Vilhjálmur Skúla- son prófessor flytur. einleikur á selló, ein- leikur á trompet og samleikur á hlásturs- hljóðfæri. flytjendur eru Páll Gröndal. skóla- stjóri Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. og nemendur I skólanum. kvennakór Hafnar- fjarðarkirkju syngur nokkur lög. organleik- ari kirkjunnar leikur á orgelið og prófastur- inn, sr. Garðar Þorsteinsson. flytur ávarp. Samkoman hefst kl. 20.30 eins og fyrr segir. 18 milljón króna kjallar- inn í beinni samkeppni við íþróttastarfið? Félagsstarfið sem Víkingar hafa byggt upp af dugnaði stórlega vanmetið að þeirra dómi „Það er ekki um of að segja að farið sé yfir bæjarlækinn til að ná í vatn,“ sagði Jón Aðalsteinn Jónsson formaður Víkings í samtali við Dagblaðið í gær. „Nú er risið hér í Bústaðahverfi nýtt félags- heimili í kjallara kirkjuyfir- valda sem er í beinni sam- keppni við félagsheimili Vík- ings steinsnar frá. Við höfum staðið í basli við að bæta úr félagslegri aðstöðu ungling- anna. Við höfum náð stórkost- legum árangri og margfaldað félagsstarfið. En við höfum allt- af átt við fjárskort að striða og 80-90% af tíma þeirra manna, sem í sjálfboðastarfi vinna og hafa unnið að þessum málum, fer í öflun fjár. Svo kemur borgin, sem neitar okkur um aukið fé, og innréttar félags- heimili við lóðarjaðar okkar fyrir 18 milljónir króna. Þá skortir ekki fé. Svo er hringt í okkur og við beðnir að láta nú fólk koma svo nýta megi „milljónakjallarann“.“ Jón Aðalsteinn sagði að Víkingar hefðu með glöðu geði látið af hendi húsnæði til enn meiri félagsstarfsemi en þeim hefur tekizt að byggja upp. Takmörk uppbyggingarinnar hafa alltaf verið fjármálin. Þó voru t.d. á þessu ári keyptir stólar og aðrir innanstokks- munir fyrir milljón króna. Jón Aðalsteinn sagði aðstöðu- mun íþróttafélaganna 1 saman- burði við Æskulýðsráð vera óskiljanlegan. „íþróttafélögin hafa ekki efni á að launa menn til að standa í starfi. Öll vinnan er sjálfboðastarf. Einn íþrótta- fulltrúi Reykjavíkur á að anna samskiptum við öll félög um allan bæ og einnig að huga mik- ið að skólaíþróttamálum. Hins vegar er svo Æskulýðsráð sem á fáum árum hefur byggzt upp með skrif- stofubákni og 10-12 manna fast- ráðnu starfsliði. Fjármagni er á stundum ausið út og lítt sem ekki hugsað um hvaða árangur er líklegur eins og nú er raunin á orðin 1 Bústaðahverfi, þar sem keppt er við þann aðila sem hafði tekizt að skapa hvað bezta aðstöðu allra íþrótta- félaga bæjarins í sínu heima- hverfi." -ASt. aóvenlukransar l^^irflx jólaskraul aóvenfluskreytingpr jólastemningin k§mwT með ojAðventukrönsunum frá v/Miklatorg

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.