Dagblaðið - 27.11.1976, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 27.11.1976, Blaðsíða 23
D AGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1976. <S Utvarp 23 Sjónvarp Útvarp á morgun kl. 9.00: „Hver er í símanum” Nú borgar sig að vakna snemma á Húsavík „Þátttakan er alltaf jafn- mikil og fólk virðist mjög ánægt með þáttinn," sagði Arni Gunnarsson ritstjóri í samtali við DB, en hann er annar umsjónarmaður þáttarins „Hver er i símanum?" sem fluttur er á sunnudagsmorgn- um kl. 9.00. Hinn er Einar Karl Haraldsson. „í síðasta þætti spjölluðum við við Egilsstaðabúa og lögðum fyrir þá spurningar, en aðeins helmingur þeirra sem vildu, gat komizt að,“ sagði Árni. „Við bjóðum lilustendum að velja sér lag og leggjum síðan fyrir þá spurningar sem Pétur Gautur Kristjánsson, kennari í Keflavik, hefur samið. Fáist rétt svar fær sá hinn sami hljómplötu í verðlaun. Unnt er að fá fleiri en eina plötu, ef þeir sem á undan koma gata og í síðasta þætti fékk t.d. einn hlust- andinn fjórar plötur."' Að sögn Árna krefst hver þáttur mikillar undirbúnings- vinnu. Vinna þarf úr spurning- um og velja 20 fyrir hvern þátt, taka saman pistil um þann stað sem hringt er frá í hvert skipti og stundum þarf að semja við viðkomandi sím- stöðvarstjóra um að opna sím- stöðina sérstaklega vegna þátt- arins, ef hún er ekki opnuð svo snemma á sunnudagsmorgnum. Hefur það gengið mjög vei og allir brugðizt vel við þeim til- mælum. Auk Árna og Einars Karls, eru tvær stúlkur á eilífum þönum þáttinn út í gegn til að finna þau lög sem beðið er um og ennfremur tveir tæknimenn í fyrramálið verður spjallað við íbúa Húsavikur og er hlustendum þar bent á að notfæra sér þetta tækifæri, þó ekki sé til annars en að eignast eina eða fleiri hljómplötur. -JB. Sjónvarp á morgun kl. 20.35: „Það eru komnir gestir” r ÞÆR HAFA BAÐAR FERÐAZT MIKIÐ UM HEIMINN STÓRA „Þessar konur sem ég ræði við í þættinum í kvöld eru báðar mjög víðförular og hafa frá mörgu skemmtilegu að segja," sagði Edda Andrés- dóttir, blaðakona, en hún sér um þáttinn „Það eru komnir gestir“, sem er í sjónvarpirrö kl. 20.35 í kvöld. Þær konur sem Edda minnist á eru Fjóla Bender, ung kona sem býr í smáríkinu Nepal í Asíu ásamt brezkum eigin- manni sínum og tveimur börnum og Kristín Snæhólm, sem var 2. konan sem hóf störf sem flugfreyja hér á landi og er nú yfirflugfreyja hjá Flug- leiðum. Fjóla og eiginmaður hennar eru þjóðgarðsverðir í Nepal og reka hótel fyrir ferðamenn sem þangað koma. Garðurinn er að sjálfsögðu algjörlega friðaður og einungis fyrir náttúru- skoðendur. Þau hjónin eru þó ekki allan ársins hring í Asiu, þvi þau dvelja meira og minna hér heima á íslandi á sumrin. Þau hafa ferðazt viða og m.a. farið í hnattreisu, svo geta má nærri að hún hefur frá mörgu skemmtilegu að segja. Kristín er einnig víðförul mjög og ferðaðist hún bæði sem flugfreyja og eins í fríum ásamt eiginmanni sínum. Fóru þau t.d. oft í bíl um Evrópu og það var á þeim tíma, þegar ferðalög íslendinga til útlanda voru ekki jafntíð og nú. Þá var hægt að heimsækja sólarstrendur Spánar án þess að rekast á land- ann á hverju götuhorni eða kaffihúsi. Að sögn Eddu hefur Kristín margar athyglisverðar og smellnar frásagnir í poka- horninu, svo vænta má þess að þátturinn verði ánægjulegur áheyrnar með þessar tvær merkiskonur sem gesti. -JB. Sjónvarp annað kvöld kl. 22.20: Gunnþórunn Halldórsdóttir og Friðfinnur Guðjónsson í fyrstu óperettusýningu Leikfélagsins, 1931, „Lagleg stúlka fæst gefins “. Útvarp á morgun kl. 15.00: „Þau stóðu í sviðsljósinu” Tveggja af stofnendum og burðar- ásum Leikfélagsins verður minnzt í þættinum „Þau Gunnþórunn Halldórs- dóttir og Friðfinnur Guðjóns- son eru oft nefnd í sömu andránni, því bæði voru þau stofnendur Leikfélags Reykja- víkur árið 1897 og störfuðu þar um mjög langt skeið,“ sagði Óskar Ingimarsson er DB spurðist fyrir um þáttinn „Þau stóðu í sviðsljósinu", sem flutt- ur verður í útvarpinu í dag kl. 15.00. Friðfinnur mun hafa ieikið töluvert áður en hann hóf störf hjá Leikfélaginu og byrjaði hann að leika á Akureyri. Hann var prentari að atvinnu og vann við iðnina alla tíð. Hann lék alls í ein 60 ár og hefur engin íslenzkur leikari leikið lengur, enda varð hann háaldraður maður, lézt árið 1955. Frið- finnur er þekktur fyfir mörg hlutverk sem hann lék stundum aftur og aftur. Má nefna Jón bönda í Fjalla- Eyvindi, Klinke i Spanskflug- unni og i Ævintýri á gönguför lék liann einnig oft. G’innþórunn hóf störf hjá Leikíélaginu á sama tima og Friðfinnur, en iiaiði m.a. aður leikið i Fjalakettinum og Góðtemplarahúsinu. Hún hætti þó hjá Leikfélaginu umfalsvert langan tíma og hallaði sér þá að revíum um skeið. Gunnþórunn er m.a. þekkt fyrir hlutverk Asu í Pétri Gaut, þar sem Lárus Pálsson lék á móti henni. Báðir þessir mikilsmetnu leikarar lifðu að sjá Þjóðleik- húsið taka til starfa og léku þar jafnvel smáhlutverk í fyrstu sýningunum þar, þó bæði væru háöldruð. 1 þættinum i dag vcrða spilaðar upptökur gamalla gamanþátta og isl nzkra h'iknta þar sem þau Friðfinnur og Gunnþórunn léku saman. SÖNGUR 0G DANS Á SKJÁNUM Sjónvarpsáhorfendur fá sannarlega eitthvað fyrir af- notagjaldið sitt á sunnudögum eftir að dagskráin var lengd því nú er sjónvarpað í rúmlega sjö klukkutíma á sunnudögum. Það liggur við að manni finnist það óþarfa „eyðslusemi" að hafa tvo frábæra framhalds- þætti, einn innlendan þátt og einn skemmtiþátt, fyrr utan annað efni, á einum og sama deginum. Það væri kannski nær að dreifa þessu efni á aðra: daga vikunnar. I kvöld kl. 22.20 er skemmti- þáttur Sandy Duncan á dagskrá en hún syngur og dansar og tekur á móti gestum. Gestirnir eru dansarinn Gene Kelly, Paul Lynde, John Davidson og Valorie Armstrong. Þýðandi er Jón Skaptason. -A.Bj. Sjónvarp á morgun kl. 16.00: S0NURINN FÆR ÁHUGA Á FLUGLISTINNI Fjórði þáttur brezku fram- haldsmyndarinnar Húsbændur oghjúerá dagskrá sjónvarpsins á morgun kl. 16.00 Þátturinn nefnist Skyldan kallar. Þýðandi er Kristmann Eiðsson. James hefur fengið áhuga á flugi og fær flugskírteini að loknu flugnámi. Þá kaupir hann sér sjálfur flugvél og telur Virginiu á að koma með sér í flugferð. Sl. sunnudag var annar þáttur myndaflokksins endur- sýndur vegna bilana sem urðu í Gagnheiðasendinum, en væri ekki tilvalið að endursýna þættina eftir hádegi á sunnu- dögum. Ég veit til þess að endursýningin sl. sunnudag mæltist mjög vel fyrir, víðar en á Austurlandi. Þetta eru mjög skemmtilegir þættir, sem fólk vill ógjarnan missa alveg af. -A.Bj. 19 David Langton í hlutverki Beliamys lávarðar og Hannah Gordon i hlutverki Virginiu. Það lítur út fyrir að þau sóu þama í einum of innilegu sambandi, miöað við að sonur- inn bjóöi þessari sömu Virginiu í flug- ferö. Það verður spennandi að fylgj- ast með þættinum á morgun. Nicola Pagett leikur hlutverk Elizabeth Bellamy, dótturinn- ar í húsinu. 1 Útvarp Sunnudagur 28. nóvember 8.00 Morgunandakt. Séra Sigurður Páls- son vígslubiskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Útdráttur úr forustugr. dagbl. 8.00 Lótt morgunlög. 9.00 Fréttir. Hver er í símanum? Arni Gunnarsson og Einar Karl Haraldsson stjðrna spjall- og spurningaþætti í beinu sambandi við hlustendur á Húsavfk. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Morguntónleikar 11.00 Messa í Laugarneskirkju. Prestur: Séra Garðar Svavarsson. Organleik- ari: Gústaf Jóhannesson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Til- kynningar. Tónleikar. 15.20 Úr upphafssögu Bandaríkjanna. S;e- mufidur Rögnvaldsson sagnfræðingur flytur annað erindið: Frelsisstríðið. 14.00 Miðdogistónleikar: Frá tónlistarhátíð í Salzburg. 15.00 Þau stóöu í sviðsljósinu. Sjötti þáttur: Gunnþórunn Halldórsdóttir og Friðfinnur Guðjónsson. Óskar Ingi- marsson tekur saman og kvnnir. 16.00 íslenzk einsöngslög. Sigríður Ella Magnúsdóttir syngur lög eftir Skúla Halldórsson; höfundur leikur á píanó. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Á bókamarkaöinum. Lestur úr nýj- um bókum. Umsjónarmaður: Andrés Björnsson. Kynnir: Dóra Ingvadóttir. 17.30 Útvarpssaga barnanna: „Óli frá Skuld" eftir Stefán Jónsson. Gisli Hall- dórsson leikari les (16). 17.50 Stundarkorn með fiðluleikaranum Al- fredo Campoli. Tónleikar. Tilkvnning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fróttir. Tilk.vnningar. 19.25 Ekki beiniínis. Sigriður Þorvalds- liottir leikkona rabbar við Flosa Ólafs- son og Stefán Jónsson um heima og geima. 20.00 Sinfóníuhljómsveit Islands leikur i útvarpssal. Stjórnandi Páll P. Pálsson, a. Polonaise og vals úr óperunni „Évgeni Onégin" eftir Tsjaikovskí. b. „Stúíkan frá Arles“. svita eftir Bi/.et. e. Blómavals úr „Hne*uhr.iótnum" eftir Tsjaíkovskí. 20.35 .„Mesta mein aldarinnar". Fyrsti þáttur Jónasar Jónassonar um áfengismál. Lesarar: Sigrún Sigurðar- dóttir og Gunnar Stefánsson. 21.30 Andró Watts leikur píanósónötur eftir Domenieo Searlatti og Sónötu i D-dúrop. lOeftir Beethoven. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. Heiðar Ast- valdsson danskennari velur lögin og kynnir. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.