Dagblaðið - 27.11.1976, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 27.11.1976, Blaðsíða 24
Rúmur þriðjungur fulltrúa á ASÍ-þingi úr Alþýðubandalaginu Hinir róttækustu vilja hrekja ríkisstjómar- liöa úr miðstjóm Alþýðubandalagsmenn munu verða 130-140 á væntanlegu Alþýðusambandsþingi, sjálf- stæðismenn um 100, fram- sóknarmenn tæplega 60 og alþýðuflokksmenn tæplega 60. Övíst er um flokk 20-30 full- trúa. Af þessu má nokkuð ráða um línurnar á þinginu en þar má búast við talsverðum átök- um. Talsvert sterkur hópur innan Alþýðubandalagsins stefnir nú að því að fella sjálfstæðis- og framsóknarmenn úr miðstjórn sambandsins, að minnsta kosti suma þeirra. I forystu í þessum hópi alþýðubandalagsmanna munu vera Bjarnfríður Leós- dóttir, Akranesi, Baldur Óskarsson, nýkominn i Alþýðu- bandalagið úr Samtökunum, fulltrúar frá Siglufirði og fleiri. Hinir rólegri alþýðubandalags- menn hafa fremur talið að áfram skyldi verða í miðstjórn- inni samvinna manna úr öllum flokkum á breiðum grundvelli. Hinir róttækari leita hins vegar samvinnu alþýðubandalags- og alþýðuflokksmanna um að- gerðir gegn fylgjendum ríkis- stjórnarinnar. Eins og sést af framangreindum tölum er um Rélmingur þingfulltrúa úr Alþýðubandalagi og Alþýðu- flokki. Athygli beinist að þessu máli. Ennfremur má búast við hörðum ágreiningi um stefnu- skrá ASl sem drög hafa verið lögð að. Hinir róttækari alþýðu- bandalagsmenn vilja að stefnu- skrá Alþýðusambandsins verði sem næst stefnuskrá Alþýðu- bandalagsins. Þetta minnir á þá tíma þegar AÍþýðusamband og Alþýðuflokkur voru eitt. Björn Jónsson er talinn öruggur um að verða endur- kjörinn forseti. Líklegt er talið að Aðalheiður Bjarnfreðs- dóttir, formaður Sóknar, reyni að ná varaformannssæti af Snorra Jónssyni. -HH Barnaspítali Hringsins eykur læknisþjónustuna Nú er að fara af stað aukin þjónusta barnadeildar Land- spítalans. Heimilis- og vakt- læknar geta nú vísað veikum börnum til deildarinnar til skoðunar og þar verður síðan tekin ákvörðun um hvort sjúklingurinn þurfi að leggjast á sjúkrahúsið eða megi fara heim. Læknar deildarinnar hafa boðizt til að veita þessa þjónustu og er hún nú þegar hafin vegna þeirrar aukningar á heilahimnubólgu sem vart hefur orðið undanfarið. Gerir þetta Landspítalann virkari í hinni almennu heil- brigðisþjónustu, elnkum þegar um bráð veikindi er að ræða. Hafa læknar spítalans lengi haft áhuga á aukinni þjónustu af þessu tagi en erfitt hefur reynzt að finna slikri starfsemi stað í spítalanum vegna þrengsla. Þessi nýja þjónusta barna- deildarinnar kemur einkum í góðar þarfir í þeim tilvikum þegar vaktlæknir telur sig‘ ekki geta sinnt nógu fljótt þeim verkefnum.sem fyrir liggja hverju sinni eða að læknirinn álítur sjúklinginn þarfnast nánari rannsóknar en hægt er veita honum í heimavitjun. Eins og margoft hefur verið bent á, bæði af borgarlækni og landlækni, ber að bregða skjótt við ef grunur leikur á að barn hafi fengið heilahimnubólgu. Getur stundum orðið bið á því að vaktlæknir komist í vitjunina og getur því þessi nýja þjónusta Barnaspítala Hringsins i Landspítalanum orðið til þess að barnið komist strax undir læknishendur. -A. Bj. UNG DB-STÚLKA í EYJUM! „Hvað ungur nemur gamall temur" segir máltækið og það fer ekki á milli mála, að frétta- ritari Dagblaðsins I Vestmanna- eyjum, Ragnar Sigurjónsson, hefur tileinkað sér það i upp- eldi dóttur sinnar, hennar Guð- bjargar, sem aðeins er sjö mánaða gömul. Nú þegar er hún farin að hafa áhuga á Dagblaðinu, eins og margir aðrir landsmenn, og að sögn kunnugra ætlaði hún að gleyþa það af áfergju er hún fékk það i hendurnar. -JB/DB-mynd R.S. fxjálst, nháð daghlað LAUGARDAGUR 27. NÓV 1976. Ógild og stolin ávísanaeyðublöð í umferð — Engin eyóublöö frá Sparisjóði alþýðu eru gild I umferð hafa komizt ávísanir sem útfylltar eru á eyðublöð útgefin af Spari- sjóði alþýðu. Sá sparisjóður var undanfari Alþýðubankans, en umskiptin úr sparisjóði í banka og nafnbreyting í samræmi við það fór fram 1971. Eyðublöð sem Spari- sjóður alþýðu lét prenta og afhenti eru því löngu úr' umferð. Að minnsta kosti ein slík ávísun hefur nú verið inn- leyst og þá hófst rannsókn málsins. Kom i ljós að úr geymslukössum frá timum skiptanna milli sparisjóðsins og bankans hafði verið stolið ávísanahefti. Voru þar tveir pakkar slíkra hefta, annar hefur verið rifinn upp og í hann vantar hefti. Avísanirnar i heftinu bera númerin 56251-56275. Á ávísanaeyðublöðin er prentað nafnið Verka- mannafélagið Dagsbrún og einnig er þáverandi reikningsnúmer Dagsbrúnar prentað á eyðublaðið en reikningur félagsins var númer 93. Á ávísanablaðinu, sem komið er inn í bankakerfið úr þessu stolna heft'i. er reikningsnúmerinu breytt. Er tölustöfunum 40 bætt aftan við prentaða númerið á eyðublaðinu þannig að svo lítur út sem eyðublaðið sé nr. 9340. Ávísunin sem inn kom er númer 56256, þannig að hún er sjötta eyðublaðið úr stolna heftinu. Ekki er vitað hvort þessu eyðublaði hefur verið kippt innan úr heftinu eða búið sé að setjai fleiri ávísanir úr heftinu í umferð. En nú ættu allir að vara sig á ávísanaeyðu blöðum með fyrrnefndum einkennum. -ASt. Albert Kemp um átök varðskipsmanna og heimamanna á Fáskrúðsfirði: Varöskipsmenn sóttu ískyifur um borö og héidu upp í bæinn — Lögreglan og stýrimaður á Þór ákváðu að gleyma málinu Það gleymdist alveg að geta þess að varðskipsmenn náðu I ískylfur um borð og gengu upp í bæinn vopnaðir þeim, sagði Albert Kemp frá Fáskrúðsfirði í viðtali við DB í gær vegna frásagnar í blaðinu þann 19. þ.m. um aðsúg að varðskips- mönnum á Fáskrúðsfirði. Þá sagði hann einnig að fullt sam- komulag hefði orðið með stýrimanni á Þór og lögregluþjóni á staðnum að láta þetta mál niður falla, sennileg- ast vegna þess að aðgerðir beggja deiluaðila orkuðu tvímælis. Þá sagði Albert að þetta atvik hefði ekki gerzt í þorska- stríðinu, heldur i desember 1974. Átaldi hann Helga Hall- varðsson, skipherra á Þór, fyrir að hafa gleymt heilum tveim árum, en Helgi var heimildar- maður blaðsins. Undirritaður blaðamaður tekur fram að hann kann hugsanlega að eiga einhverja sök á þessari iunaskekkju, enda vannst ekki timi rii aó iesa frásögnina fyrir Helga. Albert er vara-oddviti á Fáskrúðsfirði og einnig frétta- ritari Morgunblaðsins þar. I frétt sem höfð er eftir honum í Morgunblaðinu 4. des. 1974 segir orðrétt undir fyrirsögn- inni: Fáskrúðsfjörður: Átök varðskipsmanna og ttnglinga á staðnum: ,.Að siign Alberts Kemp. fréttaritara Mbl. á staðnum, var haldið Lionsball í Skrúði um kvöldið. Nokkru eftir að því lauk upphófust slagsmál, og voru upptökin þau, að unglingar á staðnum veittust að einum varðskipsmanna. Náðu varðskipsmenn'þá í ískylfur, en einn heimapiltanna sótti hagla- byssu og skaut hann einu skoti upp í loftið Að sögn Alberts tóku varðskipsmenn piltinn og fluttu til skips, en honum var síðan sleppt, eftir að lögreglan á staðnum hafði blandað sér í, málið. Sagði Albert, að sem betur fer hefði enginn meitt sig að ráði í þessum átökum, tveir menn væru með smávegis sár eftir ískylfur varðskipsmanna. Lögregluþjónar frá Eskifirði héldu uppi löggæzlu í sambandi við dansleikinn, en þeir voru farnir þegar atburðirnir gerðust. Mbl. hafði samband við Valtý Guðmundsson sýslumann á Eskifirði vegna þessa máls. Hann sagði, að 3 lögregluþjónar frá Eskifirði hefðu verið á ballinu, og væri þeim ekki kunnugt um að til átaka hefði komið. Þá sagði hann, að læknirinn á staðnum hefði enga menn fengið til meðhöndl- unar þessa nótt." Er Albert var að því spurður hvort varðskipsmenn hefðu farið eftir ísk.vlfunum til að aðstoða skipsfélaga sina eða félaga sinn í átökunum eða aðeins til að lúskra á ungling- unum eftir átökin, sagðist hann ekki vilja fullyrða um það en taldi það síðarnefnda nær fullvíst. Ekki var Albert að mæla framkomu heimamanna bót í þessu tilviki, eins og reyndar kemur fram í frétt hans. en hann vildi benda mjög ákveðið á að varðskipsmenn væru engir píslarvottar í þessu tilviki og orkaði framkoma þeirra tví- mælis alveg eins og heima- manna. Að lokum tók hann fram að hann mæti og virti störf varðskipsmanna er þeir væru að gegna skvldu sinni. og þeir væru eftir sem áður velkomnir. -G.S.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.